Morgunblaðið - 24.08.2006, Side 12

Morgunblaðið - 24.08.2006, Side 12
Nýútskrifaður úr stjórnmálafræðinni stefndiÞorsteinn Víglundsson á feril í blaða-mennsku. Hann sótti um, og fékk, starf hjáMorgunblaðinu og starfaði sem blaðamaður á viðskiptablaði Morgunblaðsins um nokkurra ára skeið, eða þar til hann hóf störf hjá hjá Kaupþingi árið 1998 og tók við stjórn greiningardeildar fyrirtækisins. Árið 2000 flutti hann til Lúxemborgar í skrifstofu Kaupþings þar í landi, þar til hann hóf störf hjá BM Vallá árið 2002. „Ég vildi vinna við blaðamennsku og var því mjög ánægður þegar ég var ráðinn til Moggans árið 1995, ekki síst vegna þess að ástand í efnahags- og atvinnu- málum í landinu var ekki sem best á þeim tíma. Á Mogganum vann ég við skrif viðskiptafrétta og kynntist þar viðskiptalífinu, og vakti starfið áhuga minn á því.“ Þorsteinn segir að þótt faðir hans, Víglundur Þor- steinsson, hafi stýrt BM Vallá allt frá árinu 1971 hafi Þorsteinn ekki gert ráð fyrir því að vinna hjá fyrirtæk- inu. „Ég var tveggja ára þegar faðir minn tók við stjórn BM Vallár og má segja að ég hafi að hluta til alist þar upp. Ég vann þar öll sumur frá þrettán ára aldri til tví- tugs og var fyrirtækið því hluti af mínum uppvexti.“ Það var hins vegar ekki fyrr en Víglundur ákvað að kaupa út aðra hluthafa og bað Þorstein að vinna að stjórn fyrirtækisins með sér að Þorsteinn lét til leiðast og segist svo sannarlega ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. Samkeppnin er hörð Staða mála á fasteignamarkaði hefur verið mikið í um- ræðunni undanfarið og er rætt um samdrátt og verð- lækkanir í því sambandi. Þorsteinn segist ekki hafa miklar áhyggjur af framtíð fyrirtækisins þrátt fyrir þetta, enda sé ákveðinn sveigjanleiki innbyggður í reksturinn þannig að fyrirtækið þoli niðursveiflur á markaðnum. „Við erum ekki enn farin að finna að neinu marki fyrir þessum samdrætti, enda er almennt talað um að byggingariðnaðurinn sé að jafnaði um einu ári á eftir hagkerfinu almennt. Þá verður að horfa til þess að efnahagslífið íslenska er almennt við góða heilsu.“ Þorsteinn segir að á síðustu árum hafi byggingariðn- aðurinn þurft að takast á við tvö niðursveiflutímabil. Annars vegar alvarlega kreppu á árunum 1994-1995 og svo vægari niðursveiflu á árunum 2002 og 2003. „Ég hef það á tilfinningunni að samdráttarskeiðið nú verði líkara því síðarnefnda,“ segir Þorsteinn. Hvað varðar samkeppni á byggingarvörumarkaði segir Þorsteinn að hún hafi ætíð verið hörð og að engin teikn séu á lofti um að það muni breytast á næstunni. Hvað framtíð fyrirtækisins varðar segir Þorsteinn BM Vallá stefna að því að styrkja enn frekar stöðu sína á íslenskum byggingavörumarkaði bæði með innri og ytri vexti, gefist áhugaverð tækifæri til þess. Hann seg- ir ekki neinar byltingarkenndar breytingar framundan þegar til skemmri tíma er litið. „BM Vallá hefur á fjórum árum farið úr 1,5 milljarða veltu í átta milljarða veltu og er því óhætt að segja að við höfum í nógu að snúast við að vinna úr þeim breyt- ingum sem því fylgja.“ Þeir sem til hans þekkja segja gott að eiga við, og vinna með Þorsteini. Hann sé aðgengilegur og þægileg- ur samstarfs- og yfirmaður. Sjálfur segist Þorsteinn vilja treysta fólki til að vinna verk sín sjálft án þess að hann skipti sér af öllum smáatriðum. „Að sjálfsögðu fylgist maður með öllu sem máli skiptir, en ég kann betur við að dreifa verkefnum milli fólks, enda tel ég að það hafi góð áhrif á vinnuanda og afköst.“ Dyggur stuðningsmaður golfklúbbsins Þegar kemur að áhugamálum lýsir Þorsteinn sér sem forföllnum golfara í dvala. „Ég hef afskaplega gaman af golfi en lítinn tíma til að njóta þess. Ég er því með dyggustu stuðningsmönnum golfklúbbsins míns þar sem ég greiði samviskusamlega öll gjöld, en er ekki að- gangsharður á aðstöðuna.“ Annars segist Þorsteinn hafa fjölmörg áhugamál, og í raun séu þau alltof mörg. „Ég hef einnig mjög gaman af því að eyða tíma með vinum og fjölskyldu og líður mjög vel í vel menntu matarboði. Við hjónin erum til að mynda í matarklúbbi ásamt þremur öðrum hjónum, en klúbbfundir eru því miður ekki eins reglulegir og mað- ur hefði viljað. Eftir því sem árin líða verður erfiðara og erfiðara að finna kvöldstund sem hentar okkur öll- um, en það er alltaf gaman þegar það tekst.“ Eiginkona Þorsteins er Lilja Karlsdóttir, kennari, og saman eiga þau þrjár dætur, tveggja, sex og níu ára gamlar. Forfallinn golfari í dvala SVIPMYND Morgunblaðið/RAX Dyggur Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár, seg- ist með dyggustu stuðningsmönnum golfklúbbsins síns, greiði gjöldin en hafi fá tækifæri til að spila. bjarni@mbl.is SKÓLAHALD er nú að hefjast og þess má meðal annars sjá merki í sjón- varpi þar sem auglýsingar um ýmiss konar skólavarning tröllríða öllum auglýsingatímum nú um stundir. Enn- fremur má sjá bankana reyna að lokka til sín námsmenn með ýmsum gylliboðum og glymur slagorðið „Sýn- um námsmönnum tillitssemi“ í huga Útherja öllum stundum. Ætli þar sé átt við að hækka námslánin þeirra eða ætli bankinn sem auglýsir svona hyggist veita námsmönnum yfirdrátt- arheimild á 4,15% vöxtum? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en sú auglýsing sem hefur vakið mesta at- hygli Útherja er þó frá einni af rit- fangaverslunum höfuðborgarsvæð- isins. Enginn skyldi þó halda að það sé verið að höfða til námsmanna á Ísafirði eða annars staðar á lands- byggðinni. Í þessari auglýsingu eru gefin verðdæmi og dæmi um hvernig verð var áður en neðarlega á skjánum birtist gulur texti þar sem segir: „Ath.: Verð getur lækkað án fyrirvara.“ Þetta þykir Útherja afar skoplegt, sér- staklega í ljósi þeirrar umræðu sem ríkt hefur um efnahagsmál að und- anförnu. En námið er vinna, skólinn er vinnustaður og þar er ekki verið að skjóta skjólshúsi yfir verðbólgudraug- inn sem hefur verið að hrella okkur og okkur er öllum svo illa við.  ÚTHERJI Verðbólgudraugurinn ekki velkominn JAPANSKIR skrifstofustarfs- menn, sérstakleg fólk á þrítugs- aldri, þjáist í auknum mæli af stressi og geðrænum vanda- málum því tengdu. Frá þessu greinir AP-fréttastofan og vitnar til nýlegrar rannsóknar. Í henni kemur fram að rúm 61% af þeim 218 fyrirtækjum sem tóku þátt í könnuninni segja að starfs- mönnum með geðræn vandamál hafi stöðugt fjölgað undanfarin ár. Um er að ræða umtalsverða aukningu; í sambærilegri könnun sem gerð var árið 2002 sögðu 41,8% fyrirtækjanna geðræn vandamál vera að aukast og í könnun frá 2004 var hlutfallið 49,3%. Þá er í nýlegri skýrslu frá Geð- heilsustofnun Japans (e. Mental Health Research Institute) greint frá því að 75% fyrirtækja segjast hafa starfsmenn sem taki sér frí lengur en í mánuð. Árið 2004 var hlutfallið hins vegar 67%. Sérfræðingar sem vitnað er til í skýrslunni segja að harðari samkeppni, minnkandi samskipti og stuðningur meðal samstarfs- manna, sé líklegasta skýringin á aukningunni. Á tíunda áratugnum þegar nið- ursveifla í japanska hagkerfinu fór að þrengja að fyrirtækjunum breyttu mörg þeirra launafyr- irkomulagi sínu. Í stað launa- hækkana í samræmi við starfs- aldur var komið á afkastatengdu launakerfi, en í kjölfar breyting- anna segir Kotaro Kusunoki, sér- fræðingur hjá stofnuninni, hafi samstarfsfólk orðið að keppinaut- um og álagið aukist. Stress sligar japanska skrifstofustarfsmenn Reuters Stressaðir Þótt þessir japönsku skrifstofustarfsmenn beri það ekki með sér þá hafa geðræn vandamál vegna álags aukist mikið meðal starfsmanna á japönskum skrifstofum. FERÐAMÖNNUM sem heim- sækja Búlgaríu hefur fjölgað mikið á umliðnum árum. Í frétt í danska viðskiptablaðinu Børsen segir að út- lit sé fyrir að vinsældir Búlgaríu sem ferðamannalands eigi eftir að aukast enn frekar á komandi árum. Fram kemur í frétt Børsen að um 4,8 milljónir ferðamanna hafi heim- sótt Búlgaríu á síðasta ári og þar af hafi verið um 70 þúsund Danir. Þetta hafi vakið áhuga jafnt á meðal þeirra sem selji sumarhús í þessu landi við Svartahaf sem og þeirra sem vilji fjárfesta í slíku. Segir í fréttinni að útlendingar hafi verið þátttakendur í nærri fjórðungi af öllum viðskiptum með íbúða- og sumarhúsnæði í landinu á síðasta ári. Íbúðaverð í Búlgaríu hefur hækk- að í kjölfar aukinna viðskipta. Verð- ið er þó töluvert lægra en á sól- ríkum stöðum svo sem í Frakklandi og á Spáni. Segir í frétt Børsen að Jyske Bank telji að fjárfesting í sumarhúsi í Búlgaríu sé að öllum líkindum hagkvæm. Landið sé að öllum líkindum á leið inn í Evrópu- sambandið, sem muni draga veru- lega úr þeirri áhættu sem fylgir fasteignaviðskiptum í Búlgaríu. Reuters Aðdráttarafl Sól, sandur og lágt verðlag laðar ferðamenn til Búlgaríu. Á myndinni liggja þrír slíkir í söltu vatni við Svartahaf. Búlgaría vinsæl hjá sumarhúsakaupendum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.