Morgunblaðið - 27.08.2006, Síða 4
4 BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON 27. ÁGÚST 2006
stofan er rúmgóð og stílhrein með stórum svölum. Á veglegu skrifborði eru myndir
í ramma af Kristínu Ólafs og Margréti systur hans sem lést af slysförum. Í bak-
grunni er risastór mynd frá Jökulsárlóni. Á efri hæðinni eru lóð og boxpúði og upp
eftir veggnum mikið safn ljósmynda- og listaverkabóka. „Það er þægilegt að geta
flett þeim án þess að þurfa að sökkva sér ofan í þær,“ segir Björgólfur Thor, sem
situr í sófanum með tebolla, nýkominn úr ferðalagi og á leið í ferðalag, – það hlýtur
stundum að vera einmanalegt?
„Jú, örugglega,“ segir hann og brosir. „En ég hef mikið verið einn í gegnum tíð-
ina. Ég fór einn utan í háskóla rúmlega tvítugur og þekkti engan. Það var fyrsta
sjokkið. Síðan bjó ég mikið einn í Rússlandi. Ég hef vanist því að vera einn á
löngum ferðalögum og að eiga stuttan en góðan tíma með fjölskyldunni. Það getur
verið einmanalegt, en ef það væri að plaga mig hefði ég skipt um vettvang fyrir
löngu. Þetta virðist eiga ágætlega við minn karakter.“
Björgólfur Thor segist hafa verið meira og minna á ferðalögum í tíu til fimmtán
ár. „Fyrir mörgum árum borðaði ég með vini mínum, atvinnuflugmanni, og þegar
við bárum saman bækur okkar kom á daginn að ég flaug meira en hann. Eftir því
sem landsvæðum fjölgar aukast ferðalögin. Þannig að þegar fólk spyr hvar ég eigi
heima, þá vaknar önnur spurning: Ef maður er alltaf að ferðast, á maður þá heima
á ferðalögum? Og í framhaldi af því: Er maður heima hjá sér þótt maður sé aldrei
heima? Mér er það fullljóst að ég get ekki ferðast svona mikið til lengdar. Þetta
kemur inn á að Novator verði sjálfstæðari. Ég vinn of mikið, á of mörgum stöðum
og hef of lítinn tíma fyrir einkalíf.“
Hann segist hins vegar leggja mikið upp úr því að eiga ánægjulegar stundir með
fjölskyldunni þegar færi gefst. „Svo skemmtilega vill til að við Kristín eigum það
sameiginlega áhugamál að ferðast. Ótal sinnum höfum við nýtt viðskiptaferðir
mínar til að skoða saman ókunnar slóðir. Eftir að sonur minn fæddist höfum við
haldið uppteknum hætti. Okkur telst til að hann hafi komið með okkur til 14 landa
áður en hann varð árs gamall.“
Því er gjarnan haldið á lofti að Björgólfur Thor hafi sótt drifkraftinn í erfiða
reynslu af Hafskipsmálinu og sjálfur hefur hann látið að því liggja í viðtölum. En
sumir halda því fram að metnaðurinn sé svo mikill að hann hefði aldrei látið neitt
stöðva sig. „Ég held að maður fæðist þannig. Það má segja að þetta sé angi af of-
virkni,“ segir Björgólfur Thor íhugull.
Og snemma beygist krókurinn því hann fór að bera út dagblöð 11 ára, var sendill
hjá Háskólanum 12 ára og stofnaði heimsendingarþjónustu á myndbandsspólum
13 ára. En fleira kemur til. Eftir að hafa heyrt Björgólf Thor tala um gull og brons í
sambandi við viðskiptalífið og heimsmeistarakeppni læðist að manni sá grunur að
hann sé fyrst og síðast keppnismaður.
„Já, auðvitað er þetta keppnisskap!“ svarar hann með áherslu. „Maður finnur
sér einhvern til að keppa við og fer svo að keppa við sjálfan sig – að gera betur í dag
en í gær. Harðasti húsbóndinn er maður sjálfur. Ég myndi ekki kalla það vítahring
en þetta er hringur og maður setur markið alltaf hærra og hærra. Það er bara til
ein leið út úr því – að lækka kröfurnar á sjálfan sig. Og það er mjög erfitt.“
Björgólfur Thor segist sjaldan ná að leiða hugann alveg frá starfinu. „Það er erf-
itt fyrir mig að róa hugann. Hann er alltaf í gangi. Og erfitt að sofna á kvöldin því
það eru svo margar flugvélar á lofti. Ég næ helst að gleyma mér í góðra vina hópi,
ekki síst þegar maður hlær að einhverju. Svo gleymi ég mér á skíðum. Þá getur
maður ekki hugsað um annað því maður verður að einbeita sér,“ segir hann og
hlær. „Annars dettur maður á hausinn! Það skiptir miklu að ná að gleyma sér og
hvíla hugann því þá kvikna bestu hugmyndirnar. Og það er mitt starf – að fá hug-
myndir.“
Eftir stutt hik segir Björgólfur Thor: „Heyrðu, ég þarf að skreppa á stjórn-
arfund Actavis. Ég tek hann í síma héðan. Eigum við að taka stutt hlé?“ Svo kemur
hann sér fyrir við tölvu í hliðarherbergi á meðan stjórnarmenn Actavis hringja
einn af öðrum inn á símafundinn. Ef hann vantar upplýsingar eða aðstoð er Susy til
staðar. Það er hennar starf – að bjarga málunum.
Novator, Park Lane 25
Hollustan er í fyrirrúmi í matsalnum í hádeginu, allt þar til eftirréttur er fram-
reiddur. Björgólfur Thor ræðir um nánasta vinahópinn, kjarna sem fylgst hefur að
síðan í grunnskóla og Verzlunarskólanum. „Við höfum verið samferða í gegnum líf-
ið og það hefur þétt böndin. Þetta var stór vinahópur og því var í lagi að grisjaðist
úr honum. Ég hef ekki eignast marga nýja vini; það er frekar að vinir hafi fjarlægst
sem maður kynntist upp úr tvítugu á djamminu. Ég á líka vini í öðrum löndum, s.s.
Rússlandi. Þar sem tíminn er knappur er ég alltaf að reyna að forgangsraða. En
sama hvar borið er niður, heimili, fjölskylda, vinir eða vinna, þá tekst mér ekki að
gefa öllu mínu fólki þann tíma sem ég vildi.“
Þeim sem þekkja til Björgólfs Thors ber saman um að hann sé mikill fjöl-
skyldumaður. Hann sé mjög náinn fjölskyldu sinni, systkinum og foreldrum. Þessi
bönd hafa styrkst enn frekar eftir að hann varð pabbi. „Það hefur áhrif á hvernig
maður ver tímanum og minna verður til skiptanna. Þetta er grundvallarbreyting
og auðvitað af hinu góða.“
Þó að tíminn sé af skornum skammti skipuleggur Björgólfur Thor oft sam-
verustundir erlendis fyrir fjölskyldu og vini. „Við Kristín höfum oft kúplað okkur
frá öllu, enda eigum við griðastaði víða um heim. Þá hef ég reynt að eyða hluta
sumarleyfis og jólum með foreldrum, tengdaforeldrum og systkinum erlendis. Við
vinirnir förum síðan saman í ýmsar ferðir, t.d. fjallahjólaferðir í Afríku, og þröngur
Nina deRoy þáttastjórnandi í viðtali við Björgólf Thor. Helene Barbeyron færir jörðina svo hún verði ekki fyrir neinum. Það er í nógu að snúast á skrifstofu Novators.