Morgunblaðið - 24.09.2006, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
,
$
&
+
,
- +
4
.
+
B
B 3 :
/00 1 ) ,
"
F;; 4
4
0
' $
/00!+
0 6**H
F;; '
'
:$
(
$ /22
1
-$
'34
! Spron byggir samkeppnishæfni sína á ábyrgu og hæfu starfs-
fólki sem nýtur sjálfstæðis í starfi, ávinnur sér traust viðskiptavina
og veitir þeim framúrskarandi lipra og skjóta þjónustu. Í öllu
starfi og samskiptum bæði innbyrðis og gagnvart viðskiptavinum
er áhersla á TRAUST, FRUMKVÆÐI og ÁRANGUR.
Skemmtilegt
og lifandi
SPRON leitar að kraftmiklu og lifandi
sölufólki í úthringiver SPRON í
hlutastörf á kvöldin.
Starfið felst í þátttöku í skemmtilegum
átaksverkefnum SPRON samsteypunnar þar sem
góð laun fást fyrir góðan árangur.
Hæfniskröfur:
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun
• Reynsla og/eða áhugi á sölu
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Jákvætt viðhorf
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ágústa
Hjaltadóttir, verkefnastjóri sölusviðs SPRON
sparisjóðs, í síma 550 1200.
Umsóknir óskast sendar til starfsmanna-
þjónustu SPRON á netfangið
starfsmannathjonusta@spron.is fyrir
1. október n.k.
– fyrir allt sem þú ert
Verk- og
tæknifræðingar
VSB Verkfræðistofa ehf. Hafnarfirði auglýsir
eftir verk- eða tæknifræðingum til starfa að
eftirtöldum meginverkefnum:
Hönnun burðarvirkja.
Hönnun lagna- og loftræsikerfa.
Umsjón og eftirlit með framkvæmdum.
Starfsreynsla, þekking á AutoCAD og helstu
hönnunarforritum er æskileg en ekki skilyrði.
Leitað er að einstaklingi þar sem fagmennska
og metnaður er í fyrirrúmi við lausn verkefna.
Hæfni og áhugi viðkomandi hefur áhrif á þróun
í starfi.
Frekari upplýsingar gefa Stefán Veturliðason
og Sveinn Áki Sverrisson í síma 585 8600 eða
á netföng stefan@vsb.is og aki@vsb.is
VSB Verkfræðistofa ehf. er fjölhæf verkfræðistofa sem sinnir verk-
fræðilegri ráðgjöf og býður viðskiptavinum mjög fjölbreytta þjónustu
á sviði verkfræði. Starfseminni er skipt í 2 svið, byggingasvið og
umhverfis- og framkvæmdasvið. Boðnar eru heildarlausnir við um-
sjón verklegra framkvæmda, frá forsögn og frumathugunum að
lokaúttekt. Starfsmenn eru 28. VSB er aðili að FRV (Félagi ráðgjafar-
verkfræðinga). Nánari upplýsingar á heimasíðu www.vsb.is.
BIRNA Gunnlaugsdóttir aðstoðar
fólk með sértæka námsörðugleika
við að ná betri færni í lestri og
skrift.
Og árangurinn
hefur ekki látið
á sér standa,
enda er afstaðan
til lesblindu
stöðugt að
breytast til hins
betra.
Vinna bug á
lesblindu
„Tilrauna-
kennsla fyrir lesblinda hófst hjá
Mími árið 2002 og síðan þá hafa
yfir 100 fullorðnir einstaklingar
lokið 95 stunda námi samkvæmt
námskránni „Aftur í nám“. Námið
má meta til allt að 7 eininga á
framhaldsskólastigi,“ segir Birna.
„Aftur í nám“ tekur yfir níu
vikna tímabil og felst í sjálfsstyrk-
ingu, einkatímum í lesþjálfun, ís-
lenskunámi og tölvunotkun. Að því
loknu hafa nemendur yfir aðferð-
um að ráða til að vinna bug á les-
blindu sinni, en árangur af náminu
hvílir ekki hvað síst á áframhald-
andi þjálfun þeirra í aðferðunum.
„Aðferðirnar, sem við notum,
eru óhefðbundnar og byggjast
meðal annars á þrívíddarskynjun,
en einstaklingar með lesblindu
hugsa alla jafnan á myndrænni
hátt en aðrir,“ segir Birna.
Erfitt skref
Það er ekki auðvelt fyrir full-
orðið fólk að viðurkenna að það
eigi við sértæka námsörðugleika
að stríða og skrefið getur verið
erfitt fyrir marga að skrá sig á
námskeið til þess að fá aðstoð.
„Breidd nemendahópsins, sem
sótt hefur námskeið hjá okkur er
gífurleg, bæði á hvern hátt sér-
tækir námsörðugleikar hamla fólki
í lestri og skrift, og eins þegar lit-
ið er til aldurs, kyns og starfa,“
segir Birna.
Nemendur hafa verið á aldr-
inum 18 til 65 ára, jafnt innflytj-
endur sem íslendingar og meira að
segja fólk sem lokið hefur nám-
skeiðum á háskólastigi.
Birna segir að vitneskjan um að
hægt sé að bæta úr þessum örð-
ugleikum hafi verið að mestu hulin
samfélaginu og þar með mennta-
kerfinu allt fram á síðustu ár.
„Sem betur fer erum við Íslend-
ingar farnir að vita og skilja bet-
ur, og getum þannig komið í veg
fyrir að börn með lesblindu lendi í
hremmingum í skólakerfinu.“
Viss náðargáfa
Birna segir að reynsla Mímis
Símenntunar sé í samræmi við
kenningar bandaríkjamannsins
Ron Davis, sem sjálfur var les-
blindur og málheftur.
„Kenningar Davis ganga út á að
lesblinda sé viss náðargáfa. Hin
svokallaða fjölgreindarkenning
telur manninn búa yfir fjöl-
breyttum greindum, en lestur,
skrift og reikningur eru bara þrjú
af um það bil tíu færnisviðum
mannsins,“ segir Birna.
Samkvæmt kenningum Davis og
reynslu af kennslu lesblindra,
skara lesblindir oftar en ekki fram
úr þegar um aðrar greindir er að
ræða. Þessu má líkja við blinda,
sem oft þróa næmari heyrn en
aðrir.
„Blindir skynja mun ljóss og
myrkurs og þannig er það líka
með lesblinda, þeir eru alls ekki
blindir á öll orð og þessi „blinda“
tengist ekki greind á nokkurn
hátt.“
Birna segir að fólk með les-
blindu hugsi myndrænt og mynd-
rænna en flestir aðrir, en geri sér
þó oft ekki grein fyrir að ekki séu
allir eins.
„Erfiðleikarnir eru skiljanlega
mestir þegar um afstæð hugtök er
að ræða, enda gengur þeim erf-
iðlegar að lesa orð sem ná yfir slík
hugtök en orð sem eru myndræn,“
segir Birna.
Þess má geta að Birna er að
skrá í námskeið fyrir lesblinda í
síma 580 1815 eða á netfanginu
birna@mimir.is.
Lesblinda er viss náðargjöf
Fólk með sértæka
námsörðugleika hefur
löngum mætt litlum
skilningi, bæði í
menntakerfinu og í at-
vinnulífinu. Við rædd-
um við Birnu Gunn-
laugsdóttur um málið.
Birna
Gunnlaugsdóttir
Morgunblaðið/Árni Torfason
Lesblinda Sértæk lesröskun er algengasta form sértækra þroskaraskana á námshæfni.