Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins DAVID Beckham, fyrrverandi fyr- irliði enska landsliðsins í knatt- spyrnu, segist alltaf vera tilbúinn að leika fyrir hönd Englands, en eftir HM í Þýskalandi sl. sumar ákvað Steve McClaren, sem tók við enska landsliðinu, að gefa hinum 31 árs miðjumanni frí og sagði að Beckham væri ekki inni í framtíð- arplani sínu. Enska landsliðið þótti ekki sýna góða leiki gegn Makedón- íu og Króatíu í sl. viku – leikur liðs- ins var hugmyndasnauður. „Enska landsliðið þarf á kröftum Beckhams að halda. Hann er góður miðjumaður, sem les leikinn vel. Það voru mistök að setja hann út úr enska lands- liðinu,“ sagði Ar- sene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal. Hópur þeirra sem hafa ekki trú á að Steve McClaren, með Terry Venebles, fyrrverandi lands- liðsþjálfara sér við hlið, nái árangri með enska landsliðið, fer stækk- andi. Það voru margir sem voru óánægður með framgöngu Beck- hams í HM í Þýskalandi og lélegri frammistöðu enska liðsins var skellt á Beckham. Roberto Carlos, félagi hans hjá Real Madrid og landsliðsmaður Brasilíu, segir að það sé lenska hjá mörgum að skella skuldinni á eldri leikmennina ef illa gengur. McClaren sagði í gær að það kæmi ekki til greina að hætta störfum sem landsliðsþjálfari þrátt fyrir afleitt gengi liðsins að und- anförnu. „Ég hef trú á liðinu og ég tel að liðið muni leika í úrslitum Evrópumótsins árið 2008,“ sagði McClaren. Mistök að setja Beckham út úr liðinu David Beckham Vignir Svars-son skoraði 9 mörk fyrir Skjern sem sigraði Ringsted, 37:30, í dönsku úrvals- deildinni í hand- knattleik. Vil- hjálmur Halldórsson skor- aði eitt mark en Jón Þorbjörn Jó- hannsson komst ekki á blað.    Arnór Atlason skoraði 6 mörk fyr-ir FC Köbenhavn þegar liðið lagði Helsingör, 37:31. FC Köben- havn hefur unnið alla sex leiki sína og er í toppsætinu með 12 stig ásamt Kolding.    Fannar Þorbjörnsson skoraði 4mörk fyrir Fredericia sem sigr- aði Ajax, 30:25. Hvorki Hannes Jón Jónsson né Gísli Kristjánsson voru á markalistanum hjá Ajax.    Sigfús Sigurðsson skoraði eittmark fyrir Ademar Leon þegar liðið burstaði Bidasoa, 31:16, í spænsku úrvalsdeildinni.    Bjarni Fritzson skoraði 6 mörkfyrir Créteil þegar liðið sigraði Tremblay, 28:25, í frönsku úrvals- deildinni í handknattleik í gær.    Ragnar Óskarsson átti stórleikmeð Ivry gegn sínum gömlu fé- lögum í Dunkerque. Ragnar skoraði 9 mörk í stórsigri Ivry, 35:24. Ivry er í 3.-6. sæti deildarinnar ásamt Créteil, Montpellier og Chambery með 13 stig en Nimes og Paris eru á toppn- um með 14 stig.    Kristján Finnbogason markvörð-ur KR-inga hefur framlengt samning sinn við vesturbæjarliðið um tvö ár. Kristján hefur leikið 254 leiki í efstu deild, þar af 36 fyrir ÍA.    Heimir Einarsson varnarmaðurog markvörðurinn Páll Gísli Jónsson skrifuðu um helgina undir nýja samninga við ÍA. Heimir samdi til þriggja ára og og Páll til tveggja ára.    Hörður Sveins-son skoraði eina mark Silke- borg þegar liðið steinlá, 5:1, fyrir Nordsjælland í dönsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu í gær. Hörður, Bjarni Ólafur Eiríksson og Hólmar Örn Rúnarsson voru allir í liði Silkeborg sem er í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 7 stig eftir 11 leiki.    Helgi Valur Daníelsson gat ekkileikið með Öster vegna meiðsla en liðið gerði 1:1 jafntefli við Häcken í sænsku úrvalsdeildinni. Ari Freyr Skúlason lék ekki með Häcken. Fólk sport@mbl.is RÓBERT Gunnarsson skoraði sex mörk og Guðjón Valur Sigurðsson fimm fyrir Gummersbach þegar liðið lagði Lübbecke á útivelli, 37:31, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Þórir Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Lübbecke en með liðinu leikur einnig Birkir Ívar Guðmunds- son landsliðsmarkvörður. Gylfi Gylfason skoraði tvö mörk fyrir Wilhelmshavener í sigri liðsins á Balingen, 33:26. Þetta var aðeins annar sigur Gylfa og félaga hans í deildinni. Lærisveinar Viggós Sigurðssonar í Flensburg fögnuðu sigri gegn Nordhorn, 32:27. Dönsku landsliðs- mennirnir Lars Christiansen og Sö- ren Stryger voru markahæstir í liði Flensborg með sex mörk hvor. Gummersbach er efst í deildinni með 16 stig en hefur leikið einum leik meira en Kiel, Flensburg og Lemgo sem öll hafa 13 stig. Róbert skoraði sex mörk Þetta er í fyrsta sinn sem Viktor Bjarki er valinn besti leikmaður ársins og það sama er að segja um Margréti Láru, sem var valin efni- legasti leikmaður Landsbankadeild- arinnar í fyrra. Garðar Örn Hinriksson, Þrótti Reykjavík, var valinn besti dóm- arinn. Markahæstu leikmenn mótsins fengu viðurkenningar: Marel Bald- vinsson, Breiðabliki, fékk gullskó- inn fyrir að hafa skorað 11 mörk í 13 leikjum. Björgólfur Takefusa, KR, hlaut silfurskóinn, en hann skoraði 10 mörk í 13 leikjum. Jó- hann Þórhallsson, Grindavík, fékk bronsskóinn, fyrir 10 mörk í 18 leikjum. Markamet Margrétar Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val setti nýtt markamet í Landsbanka- deild kvenna og fékk að sjálfsögðu gullskóinn. Margrét skoraði alls 34 mörk í 14 leikjum. Nína Ósk Krist- insdóttir, Keflavík, kom næst í röð- inn með 24 mörk í 14 leikjum og bronsskóinn hlaut Fjóla Dröfn Friðriksdóttir úr KR sem skoraði 21 mark í 14 leikjum. Lið ársins í Landsbankadeilinni voru svo valin í bæði karla- og kvennaflokki. Eru þau valin af fjöl- miðlum, Landsbankanum og KSÍ. Lið ársins hjá körlunum var skip- að eftirfarandi leikmönnum: Mark- vörður: Daði Lárusson (FH). Varn- or Bjarki Arnarsson (Víkingi). Framherjar: Björgólfur Takefua (KR), Marel Baldvinsson (Breiða- bliki), Tryggvi Guðmundsson (FH). Þjálfari: Teitur Þórðarson (KR). Fimm frá Val í kvennaliðinu Hjá konunum var lið ársins skip- að eftirfarandi leikmönnum: Markvörður: Þóra B. Helgadóttir (Breiðabliki). Varnarmenn: Ásta Árnadóttir (Val), Guðný Óð- insdóttir (Val), Ólína G. Viðarsdótt- ir (Breiðabliki). Miðjumenn: Erna B. Sigurðardóttir (Breiðabliki), Hólmfríður Magnúsdóttir (KR), Katrín Jónsdóttir (Val), Katrín Óm- arsdóttir (KR), Rakel Logadóttir (Val). Framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir (Val), Nína Ósk Krist- insdóttir (Keflavík). Þjálfari: Elísa- bet Gunnarsdóttir (Val). Viðurkenningu fyrir heiðarlega framkomu fékk lið Vals í Lands- bankadeild karla og Jónas Guðni Sævarsson úr Keflavík var einnig heiðraður fyrir framkomu sína á vellinum í sumar. Hjá konunum var það lið FH sem fékk viðurkenn- inguna og Ásta Árnadóttir úr Val var heiðruð fyrir sína framkomu. Margrét Lára og Viktor Bjarki leikmenn ársins MARGRÉT Lára Viðarsdóttir úr Val og Viktor Bjarki Arnarsson úr Víkingi voru valin bestu leikmenn Landsbankadeildarinnar á lokahófi KSÍ sem fram fór á laugardag á Broadway. Það eru leikmenn sem stóðu að kjörinu. Guðný Björk Óð- insdóttir og Birkir Már Sævarsson, sem leika bæði með Val, voru kjörin efnilegust. Þjálfarar ársins voru valin Elísabet Gunnarsdóttir, Val, og Teitur Þórðarson, KR. Í HNOTSKURN »Það voru stuðningsmennÍA sem fengu viðurkenn- ingu í karladeildinni og stuðn- ingsmenn Vals í kvennadeild- inni. »Jónas Guðni Sævarsson úrKeflavík og Ásta Árna- dóttir úr Val fengu hátt- vísiverðlaun KSÍ. »Margrét Lára Viðarsdóttirúr Val fékk flestar við- urkenningar lokahófsins: Leikmaður ársins, markahæst og var valin í úrvalslið deild- arinnar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Framtíðin Birkir Már Sævarsson og Guðný Björk Óðinsdóttir, bæði úr Val, voru valinn efnilegustu leikmenn Landsbankadeildarinnar á lokahófi KSÍ. armenn: Ármann Smári Björnsson (FH), Birkir Sævarsson (Val), Gunnlaugur Jónsson (KR). Miðju- menn: Jónas Guðni Sævarsson (Keflavík), Pálmi Rafn Pálmason (Val), Sigurvin Ólafsson (FH), Vikt- GARÐAR Örn Hinriksson var valinn besti dómarinn í Landsbankadeild- inni í knattspyrnu í sumar en valið var tilkynnt í lokahófi knatt- spyrnufólks á Broadway á laug- ardagskvöldið. Garðar Örn, sem dæmir fyrir Þrótt í Reykjavík, stóð sig afar vel en hann hefur þótt taka miklum framförum. Garðar, sem er 35 ára gamall, er FIFA-dómari en hann tók við af Gylfa Þór Orrasyni í fyrra. Garðar Örn besti dómarinn Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bestur Garðar Örn Hinriksson ásamt Eggerti Margnússyni og Björgólfi Guðmundssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.