Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 7 íþróttir Lens – Marseille ....................................... 1:1 Staðan Lyon 9 8 1 0 22:7 25 Marseille 9 6 2 1 17:5 20 Nancy 9 4 4 1 9:5 16 Toulouse 9 4 3 2 12:10 15 Bordeaux 9 5 0 4 11:12 15 Lille 9 4 2 3 14:11 14 Lens 9 4 2 3 13:11 14 St. Etienne 9 4 2 3 13:12 14 Le Mans 9 3 4 2 12:12 13 Sochaux 9 3 3 3 12:13 12 Auxerre 9 3 3 3 11:14 12 París SG 9 3 2 4 12:13 11 Valenciennes 9 3 2 4 9:13 11 Lorient 9 2 4 3 9:12 10 Rennes 9 2 3 4 8:11 9 Troyes 9 1 4 4 8:11 7 Nice 9 2 1 6 9:13 7 Mónakó 9 2 1 6 8:12 7 Sedan 9 1 4 4 11:16 7 Nantes 9 1 3 5 7:14 6 Svíþjóð Gefle – Örgryte..........................................2:0 Öster – Hacken..........................................1:1 AIK – Helsingborg....................................2:2 Staðan: AIK 22 11 8 3 37:21 41 Elfsborg 21 10 10 1 37:17 40 Helsingborg 22 9 8 5 37:27 35 Hammarby 21 10 5 6 36:30 35 Djurgarden 21 9 6 6 24:19 33 Gautaborg 21 8 8 5 35:25 32 Kalmar FF 21 9 5 7 30:23 32 Malmö FF 21 8 7 6 36:31 31 Gefle 22 8 5 9 24:32 29 GAIS 21 5 9 7 22:27 24 Halmstad 21 4 9 8 18:27 21 Hacken 22 3 8 11 24:38 17 Örgryte 22 3 6 13 19:37 15 Öster 22 3 6 13 15:40 15 Danmörk Brøndby – Midtjylland .............................1:3 Esbjerg – AaB...........................................0:2 Nordsjælland – Silkeborg ........................5:1 OB – Horsens ............................................2:0 Viborg – Vejle............................................2:1 Randers – København ..............................0:2 Staðan: København 11 8 2 1 21:8 26 OB 12 7 4 1 18:9 25 Nordsjælland 12 7 2 3 26:11 23 AaB 12 7 2 3 18:9 23 Midtjylland 12 6 3 3 22:16 21 Brøndby 11 5 4 2 18:11 19 Esbjerg 12 4 3 5 23:23 15 Randers 11 3 3 5 12:18 12 Horsens 12 2 5 5 9:15 11 Viborg 12 3 1 8 12:26 10 Silkeborg 11 2 1 8 10:23 7 Vejle 12 0 2 10 13:33 2 Noregur Molde – Vålerenga ....................................0:3 Odd Grenland – Viking .............................0:1 Sandefjord – Lilleström ...........................1:1 Stabæk – Start...........................................2:2 Tromsö – Fredrikstad ..............................3:1 Lyn – Brann.............................................. 2:0 Staðan: Rosenborg 22 13 6 3 38:20 45 Brann 23 13 4 6 36:27 43 Lilleström 23 10 8 5 38:31 38 Valerenga 23 10 5 8 35:26 35 Start 23 9 7 7 27:28 34 Stabæk 23 8 9 6 39:32 33 Lyn 23 9 5 9 30:31 32 Odd Grenland 23 7 8 8 28:31 29 HamKam 22 7 5 10 31:30 26 Viking 23 7 5 11 24:31 26 Sandefjord 23 7 5 11 32:43 26 Fredrikstad 23 6 7 10 33:43 25 Molde 23 7 3 13 26:38 24 Tromsö 23 6 5 12 29:35 23 KVENNALIÐ Hauka er úr leik í EHF-keppni í handknattleik. Haukar gerðu í gær jafntefli gegn ungverska liðinu Cornexi Alcoa, 22:22, á Ásvöllum en í fyrri leikn- um á föstudagskvöldið hafði Cor- nexi betur, 31:26. Varnarleikur beggja liða var þéttur í leiknum í gær og var greinilegt að ung- verska liðið ætlaði sér að halda hraðanum niðri í leiknum og verja forskotið úr fyrri leiknum. Harpa Melsted, leikmaður Hauka, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að leikmenn liðsins hefðu farið illa með góð tækifæri í síðari leiknum og gert of mörg mistök í sóknarleiknum. Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 11:9, en Ramune Pek- arskyte var markahæst í liði Hauka með 12 mörk. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gegnumbrot Hanna G. Stefánsdóttir í baráttu gegn þremur leikmönnum Cornexi. Haukar úr leik eftir jafntefli gegn Cornexi FRAM tapaði þriðja leik sínum í röð í Meistaradeild Evrópu í hand- knattleik er liðið sótti norska liðið Sandefjord heim. Fram náði sér aldrei á strik í leiknum og í leiks- lok skildu 9 mörk liðin að, 35:24. Sandefjord hefur verið í fremstu röð undanfarin ár og fagnað norska meistaratitlinum s.l. sex ár. „Þetta var án vafa okkar besti leikur á keppnistímabilinu. Það gekk allt upp eins og Sindre Wal- stad markvörður okkar átti stór- leik. Í upphafi sá ég að leikmenn voru tilbúnir að leggja allt í söl- urnar og við náðum góðum tökum á leiknum. Íslensku leikmennirnir komust ekkert áleiðis gegn vörn okkar,“ sagði Øystein Havang þjálfari Sandefjord eftir leikinn við staðarblaðið Sandefjord Bla- det. Með sigrinum telur Havang að möguleikar liðsins á að komast áfram í Evrópukeppninni hafi auk- ist til muna. Níu marka sigur gegn Fram gæti gert gæfumuninn þegar riðlakeppninni lýkur. Ef Fram og Sandefjord verða jöfn að stigum er reiknað út markahlutfall liðanna í innbyrðisviðureignum þeirra. Fram tap- aði stórt Retief Goosenfrá S-Afríku varði titil sinn á Volkswagen- meistaramótinu í golfi á Asíu- mótaröðinni en hann var þremur höggum betri en Michael Camp- bell frá N-Sjálandi, en Campbell varð einnig annar á mótinu fyrir ári. Goosen lék lokahringinn á 71 höggi og samtals á 21 höggi undir pari vall- ar. Goosen hafði fyrir mótið ekki náð að sigra á atvinnumóti á þessu ári en þetta er 26. mótið sem Goosen vinn- ur sem atvinnukylfingur. Hann fékk ekki nema um 3,2 millj. kr. í verð- launafé fyrir sigurinn en væntanlega hafa forsvarsmenn mótsins greitt Goosen og Campbell fyrir það eitt að mæta á svæðið og keppa á mótinu.    Íris Anna Skúladóttir, Fjölni, ogKári Steinn Karlsson, Breiða- bliki, hrósuðu sigri í kvenna- og karlaflokki í Víðavangshlaupi Ís- lands sem þreytt var á Víð- istaðatúni í Hafnarfirði á laug- ardag. Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR, varð önnur í kvennaflokki og Bryn- dís Ernstsdóttir, ÍR þriðja. Þor- bergur Ingi Jónsson, Breiðabliki, varð annar hjá körlunum og Burkni Helgaon, ÍR, varð þriðji. Í sveita- keppni karla sigraði Breiðablik en engin sveit tók þátt í kvennaflokki.    Það er ekki nóg með að Pavel Er-molinskij hafi verið í leik- mannahópi Unicaja um helgina í spænsku úrvalsdeildinni í körfu- knattleik, heldur lék hann í gær- kvöld með varaliðinu, Axarquia gegn Beirasar Rosalia á heimavelli. Axarquia hafði betur, 76:71, og skoraði Pavel 2 stig.    Lauren Ochoafrá Mexíkó sigraði á Sam- sung heims- mótinu á banda- rísku kvennamótaröð- inni í golfi í gær. Ochoa lék sam- tals á 16 höggum undir pari vallar og var hún tveimur höggum betri en Annika Sörenstam frá Svíþjóð sem hafði titil að verja á mótinu. Sörenstam hefur fimm sinn- um sigrað á þessu móti. Fólk sport@mbl.is Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „Ég er löglærður og hef við margt að athuga í þessum viðauka. Í reglum KSÍ segir m.a. að allra við- auka í samningum verði að vera getið í aðalsamningi. Það er ekkert um viðaukann í aðalsamningnum. Málið er mjög einfalt að okkar mati. Hafþór Ægir er með samn- ing við félagið til loka ársins 2008 og við viljum að hann verði áfram hjá okkur. Hins vegar hefur Haf- þór Ægir óskað eftir því að fá að ræða við önnur félög og höfum við leyft honum að gera það. Við telj- um að hann geti lært heilmikið á næstu tveimur árum í okkar her- búðum undir stjórn Guðjóns Þórð- arsonar,“ segir Gísli. Hann telur að fyrri stjórn fé- lagsins hafi ekki gert rétt með því að skrifa undir slíkan viðauka en undir samninginn ritaði Eiríkur Guðmundsson, fyrrv. formaður rekstrarfélags mfl. karla. Þess ber að geta að faðir Hafþórs Ægis, Vil- hjálmur Birgisson, var í stjórn fé- lagsins þegar viðaukasamning- urinn var gerður. „Í þessum viðauka sem Hafþór Ægir gerir við félagið stendur m.a. í einni grein samningsins: „Fari svo að Guðjón Þórðarson verði ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍA eftir leiktímabilið 2006 þá er leik- maður laus undan samningi við fé- lagið hinn 31. október 2006.“ – Við sem tókum við félaginu 26. sept- ember sl. teljum að það sé ekki hald í þessum samningi og við bíð- um því bara rólegir eftir nið- urstöðu fundarins á þriðjudaginn,“ segir Gísli. Hann telur að Hafþór Ægir eigi að fara sér hægt í því að yfirgefa félagið og hefur Gísli m.a. rætt við Hafþór og föður hans, Vilhjálm. „Það sem skiptir mestu máli í þessu samhengi er að við viljum að Hafþór Ægir leiki með félaginu áfram. Þetta hef ég rætt við Haf- þór og Vilhjálm föður hans. Við munum hins vegar ekki standa í vegi fyrir því að Hafþór fari til annars félags. Við lítum svo á að samningur hans sé í gildi næstu tvö árin og þau félög sem vilja fá hann til liðs við sig þurfa því að fara þá leið að semja við ÍA um fé- lagaskiptin samkvæmt þeim reglum sem KSÍ hefur sett í sam- bandi við slík atriði. Það er mik- ilvægt að fá úr þessu skorið til þess að við getum haldið starfi okkar áfram hjá ÍA,“ sagði Gísli Gíslason, formaður rekstrarfélags mfl. karla hjá ÍA. Skagamenn sækja rétt sinn vegna Hafþórs Ægis LEIKMANNA- og félagaskipta- nefnd Knattspyrnusambands Ís- lands mun úrskurða í máli Hafþórs Ægis Vilhjálmssonar, leikmanns ÍA, á þriðjudaginn. Gísli Gíslason, formaður rekstrarfélags mfl. karla hjá ÍA, telur að viðauki sem gerður var við samning Hafþórs af fyrri stjórn félagsins hinn 16. september sl. sé ekki gildur. Í viðauka samn- ingsins er tekið fram að Hafþór geti farið frá félaginu í lok þessa mán- aðar fari svo að Guðjón Þórðarson verði ráðinn þjálfari liðsins. Við- aukinn var gerður nokkrum dögum áður en Guðjón var ráðinn sem þjálfari ÍA. Morgunblaðið/Eyþór Umdeilt Hafþór Ægir Vilhjálmsson leikmaður ÍA gerði viðaukasamning við félagið í september þess efnis að hann gæti farið frá félaginu ef Guðjón Þórðarson yrði ráðinn sem þjálfari liðsins. Hafþór vill fara frá félaginu. Íslandsmót 1. deild karla Stjarnan -KA .............................................3:0 (25:16, 25.22, 25:18) Stjarnan - KA ............................................3:0 (25:17, 25:20, 25:21)  Stjarnan sigraði KA í báðum leikjum lið- anna um helgina í Ásgarði. Liðin voru lengi í gang í fyrsta leik tímabilsins, ekki leið þó á löngu þar til Stjarnan komst yfir og hélt því forskoti í fyrstu hrinunni. Hrina tvö var að- eins jafnari. KA menn náðu að halda í við Stjörnumenn þar til í lok hrinunnar. Stjarnan vann svo þriðju hrinuna nokkuð örugglega. Leikurinn á laugardaginn var aðeins jafn- ari. KA menn höfðu stillt sína strengi betur saman með sitt unga og efnilega lið, en fjór- ir leikmenn voru í byrjunarliðinu sem voru í unglingalandsliði Íslands undir 17 ára aldri í Falköping í Svíþjóð á dögunum. Þjálfari KA-manna, Marek Barnet, hafði lagt línurnar fyrir leikinn og var greinilegt að þeir ætluðu sér að gera betur en kvöldið áður. Það dugði þó ekki til þar sem Stjarn- an vann leikinn 3:0 og er því komin með 6 stig í deildinni. HK - ÍS........................................................3:0 (28:26, 25:17, 25.20) 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.