Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir GuðmundurViðar Mete hefur samið við knattspyrnulið Keflavíkur á ný en hann hefur leikið með liðinu undanfarin ár. Guðmundur er varnarmaður og fagnaði hann bikarmeistaratitlinum í haust ásamt félögum sínum úr Keflavík. Samningur Guðmundar er til þriggja ára.    Ellert Jón Björnsson skrifaði ígær undir nýjan tveggja ára samning við ÍA en samningur hans við félagið var runninn út. Ellert er 24 ára gamall miðju- og sókn- armaður sem lék 13 leiki með Skagamönnum í Landsbankadeild- inni í sumar og skoraði 3 mörk.    Bjarki Sigurðsson, fyrrverandilandsliðsmaður í handknatt- leik, og þjálfari Aftureldingar dró fram skóna á laugardaginn og lék síðustu 20 mínúturnar með læri- sveinum sínum er þeir mættu Hetti á Varmá í Mosfellsbæ. Þetta var fyrsti leikur Bjarka á Íslandsmóti í handknattleik í hálft annað ár og sást vel að hann hefur fáu gleymt á þeim tíma. Bjarki skoraði eitt mark en átti um tug stoðsendinga. Aftur- elding vann örugglega, 39:14, eftir að Hattarmenn höfðu náð að stríða Mosfellingum í fyrri hálfleik.    Ólafur Stefánsson lék ekki meðCiudad Real vegna meiðsla þegar liðið vann öruggan sigur á Brest Meshkov, 34:27, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í hand- knattleik í Hvíta-Rússlandi í gær.    Haraldur Freyr Guðmundssonlék allan leikinn með Álaborg í gær þegar liðið tapaði fyrir Bryne, 2:0, í norsku 1. deildinni. Álaborg er í öðru sæti deildarinnar.    Hannes Þ. Sigurðsson skoraðieina mark Bröndby þegar lið- ið tapaði á heimavelli fyrir Midtjyll- and, 3:1, í dönsku úrvalsdeildinni. Hannes minnkaði muninn á 83. mín- útu en hann lék allan leikinn.    Veigar Páll Gunnarsson skoraðifyrra mark Stabæk þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við Start í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Veigar, sem missti af lands- leiknum gegn Svíum vegna höf- uðverks, skoraði fyrsta mark leiksins og var það 15. mark hans í deildinni en félagi hans í liði Stabæk, Daniel Nannskog, er markahæstur með 16 mörk.    Árni Gautur Arason varði markVålerenga sem sigraði Molde á útivelli, 3:0. Marel Jóhann Baldvins- son var í byrjunarliði Molde en var skipt útaf á 70. mínútu leiksins.    Birkir Bjarnason lék síðustutvær mínúturnar fyrir Viking sem sigraði Odd Grenland, 1:0, á útivelli.    Brann tapaði dýrmætum stigum ítoppbaráttu norsku úrvals- deildarinnar í gærvöldi þegar liðið tapaði fyrir Lyn í Osló, 2:0. Stefán Gíslason lék allan leikinn fyrir Lyn en Indriði Sigurðsson var í leik- banni. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson léku allan tímann í vörn Brann en Ármann Smári Björnsson sat á bekknum. Fólk sport@mbl.is RÚNAR Kristinsson er eini Ís- lendingurinn sem eftir er í liði Lokeren og hann var fyrirliði og bestur af fremur slökum leikmönnum liðsins sem gerðu markalaust jafntefli við Beersc- hot í belgísku 1. deildini í knattspyrnu á laugardags- kvöldið. Leikurinn bauð ekki upp á mikla skemmtun og það eina sem gladdi augað voru sendingar Rúnars sem voru margar hverjar mjög fallegar og eins barð- ist Rúnar vel allan leikinn. Eftir leikinn voru belgísku blaðamennirnir sammála um að Lokeren saknaði Arnars Þórs Viðarssonar, gamla fyrirliða liðsins, til að lífga upp á andann í liðinu og koma með smá grín í hópinn eftir erfiða leiki. Fjórir Íslendingar voru á mála hjá Lokeren á síðustu leiktíð. Arnar Grétarsson, Marel Jóhann Baldvinsson, Arnar Þór Viðarsson og Rúnar Kristinsson. Arnar Þór er genginn til liðs við Twente í Hollandi, Arnar Grétarsson er kominn í sitt gamla félag, Breiðablik, og Marel Jóhann spilar með Molde í Noregi en hann lék með Breiðabliki í sumar og varð markakóngur Lands- bankadeildarinnar með 11 mörk. Lokeren er í 13. sæti deildarinnar með níu stig eftir níu umferðir. Genk og Anderlecht tróna á toppnum með 20 stig og Charleroi kemur þar á eftir með 18 stig. Rúnar bestur hjá Lokeren Rúnar Kristinsson Gestirnir úr Garðabænum voru fastir fyrir, með stóra og stæðilega vörn, svo að Valsdrengjunum gekk ekki vel að finna leiðina að markinu fram eftir fyrri hálfleik. Sjálfir voru Valsmenn ákveðnir í vörninni, spiluðu með Bald- vin fremstan til að brjóta niður sókn- arleik Stjörnunnar og tóku síðan af hörku á móti þeim sem nálguðust markið. Stjörnumönnum gekk ekkert að hrista þá af sér, svo að Valsmenn náðu um miðjan fyrri hálfleik yfir- höndinni, þá skiptust hlutverkin og Garðbæingar þurftu að elta til að reyna að jafna. Allur síðari hálfleikur var í járnum þegar Garðbæingar náðu reglulega að jafna en það varð skarð fyrir skildi þegar Tite Kalandaze skytta Stjörn- unnar meiddist í lok fyrri hálfleiks og kom ekki meira við sögu. Harkan jókst og leikar æstust en ungu drengirnir í Val gáfu ekkert eftir í þeim efnum, sýndu styrk sinn og unnu. Héldum í hefðina og byrjuðum illa „Við héldum í hefðina og byrjuðum illa en svo kom þetta þó það væri góð barátta frá byrjun,“ sagði Baldvin, sem skoraði 4 mörk og var sterkur í vörninni. „Við gerðum of mörg tækni- mistök svo að við náðum ekki að hrista þá af okkur. Það var mikil barátta og stemmning enda nóg af hæfileikum. Ef menn ætla ekki að berjast þá getum við gleymt þessu en ef þeir berjast eins og í dag er þetta gott. Mótið er galopið og hvorugt liðið hér í dag er að missa af baráttu um titilinn því mótið verður opið fram í apríl,“ bætti Baldvin og var jákvæður eftir langa fjarveru úr hand- boltanum. „Ég var aðeins með á móti Fylki og hef átt mína bestu daga und- anfarið, er mjög hress þó ég hafi aukið æfingaálagið. Ég er samt ekki alveg kominn yfir hjallann en er bjartsýnn og held áfram að fara vel með mig og æfa vel.“ Ernir Arnarson var bestur hjá Val, öflugur og bar enga virðingu fyrir jöxlunum úr Garðabænum. Fann- hannesson, sem var að venju lykilmað- ur Stjörnunnar þó það hafi ekki dugað til. „Mér fannst spilið hjá okkur mun betra í seinni hálfleik því fyrir hlé var mest um einstaklingsframtak og göngubolta. Það var samt svekkjandi að ná ekki í stig en það verður að taka með reikninginn að við höfum ekki æft með fullt lið allan undirbúninginn. Tite og Roland voru meiddir auk þess að Úkraínumaðurinn kom seint inn. Við vissum það en leikurinn meistari meistaranna gaf vonir um að þetta væri að smella hjá okkur. Svo var ekki, við töpuðum og það er auðvitað erfitt í átta liða deild að detta svona aftarlega, en seinni hálfleikur hérna er einn besti sem við höfum sýnt. Við vælum samt ekkert yfir því, tökum á því en fyrir framtíðina er gott að fá stráka eins og komu inná – þeir eru framtíðin en ekki við gömlu jálkarnir, við erum á síðustu dropunum. Ég vona að við byggjum á því og ungu strákarnir eiga heiður skilinn fyrir hve vel þeir kláruðu sig þrátt fyrir lítinn undirbúning.“ Vissu- lega áttu sumir af ungu drengjunum góða spretti, til dæmis Guðmundur Guðmundsson. Tite átti góða spretti en náði að einum hálfleik. Volodimir Kysil náði ekki að sýna sínar bestu hliðar en Björn Friðriksson var atkvæðamikill þegar hann leysti Úkraínumanninn af. Morgunblaðið/Árni Sæberg Átök Patrekur Jóhannesson var atkvæðamikill í liði Stjörnunnar gegn Valsmönnum. Hér reynir Ægir Jónsson varnarjaxl Valsmanna að stöðva Patrek. STIGALEYSI hrjáir enn Garðbæinga eftir að þeir lutu í lægra haldi fyrir Val í Laugardalshöllinni á laugardag- inn. Engu að síður gáfu Stjörnumenn allt sitt í leikinn og voru batamerki á leik þeirra en sprækir Valsstrákar spiluðu kraftmikla vörn sem lét finna fyrir sér og tókst nógu oft að snúa á Garðbæinga til að vinna 30:29. Bald- vin Þorsteinsson lék næstum allann leikinn fyrir Val eftir 10 mánaða hlé. Stigaleysi í Garðabæ             '     (                      ) ! $ %& & $          ar Friðgeirsson var einnig drjúgur en þó lögðu allir sitt af mörkum og tóku duglega á því í vörninni. Einnig átti Ólafur Gíslason drjúgan þátt í sigrin- um með stórleik milli stanganna. Ánægður með „guttana“ „Ég er ánægður með strákana sem komu inná hjá okkur, þeir hafa margir ekki spilað mikið en börðust virkilega og lögðu sig fram.“ sagði Patrekur Jó- Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is JÓHANN B. Guðmundsson leikmaður sænska knattspyrnuliðsins GAIS sem leikur í efstu deild þar í landi er á batavegi eftir meiðsli á hné. Jóhann hefur verið í byrjunarliði GAIS í öllum leikjum liðsins á leiktíðinni en á dögunum meiddist hann á hné og var jafnvel talið að hann myndi ekki leika fleiri leiki með liðinu á þessari leiktíð. Í frétt Ví- kufrétta segir frá því að Jóhann hafi fengið það staðfest að ekki sé um slitið krossband að ræða. Síðasti leikur keppnistímabilsins er þann 5. nóv- ember og stefnir Keflvíkingurinn á að leika með liði sínu í þeim leik. GAIS er frá Gautaborg og er nýliði í efstu deild. Liðinu var spáð falli áður en keppnistímabilið hófst en gengi liðsins hefur vakið athygli enda er liðið í 10. sæti deildarinnar. Eyjólf- ur Sverrisson þjálfari íslenska landsliðsins í knatt- Jóhann ekki með s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.