Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 1
mánudagur 16. 10. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Skagamenn sækja rétt sinn til KSÍ vegna Hafþórs Ægis>> 7 AKUREYRI TÓK STIG ANDRI SNÆR STEFÁNSSON JAFNAÐI METIN Á ÁSVÖLLUM – STJÖRNUMENN ENN ÁN STIGA » 5 ÁSTHILDUR Helgadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, skoraði tvö mörk fyrir Malmö þeg- ar liðið sigraði Kopparbergs/ Göteborg FC , 3:0, í sænsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í gær. Ásthildur skoraði annað mark Malmö á 48. mínútu og innsiglaði svo öruggan sigur liðsins á 70. mínútu leiksins. Áshildur fór af velli á 84. mínútu en Dóra Stefánsdóttir lék allan tím- ann. Ásthildur er þar með orðin markahæst í deildinni, hefur skor- að 19 mörk í 20 leikjum. Næstar á eftir Áshildi á markalistanum er Victoria Svensson, Djurgården, og hin brasilíska Marta í liði Umeå en báðar hafa þær skorað 18 mörk. Umeå er efst í deildinni með 48 stig og hefur þegar tryggt sér meistarartitilinn en tvær umferðir eru eftir. Djurgården er í öðru sæti með 42 stig og Ásthildur og stöllur hennar í Malmö eru í þriðja sætinu með 39 stig. Ásthildur skoraði tvö Ásthildur Helgadóttir GRÉTAR Rafn Steinsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, skoraði mark fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar í 2:0-sigri liðsins á útivelli í Rot- terdam gegn Spörtu á laug- ardag. Grétar kom inná sem varamaður á 30. mín- útu og skoraði hann fyrsta markið með skalla á 55. mínútu. Jóhannes Karl Guðjónsson sat á vara- mannabekk Alkmaar og kom ekki inná. Á heimasíðu félagsins segir Grétar að hann sé ánægður með að hafa fengið tækifæri á ný. „Ég lék tvo leiki með íslenska landsliðinu og mætti á ný til Hollands með mik- ið sjálfstraust. Ég er einn af þrem- ur bestu leikmönnum íslenska landsliðsins og ef þeir leika illa þá töpum við. Hjá Alkmaar eru leik- menn teknir útaf ef þeir leika ekki nógu vel og aðrir jafngóðir leik- menn settir inná. Það var það sem gerðist í þessum leik,“ segir Grétar. Grétar Rafn skoraði Grétar Rafn Morgunblaðið/Jón Svavarsson Best Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val og Viktor Bjarki Arnarssson úr Víking voru valinn bestu leikmenn Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu á loka- hófi KSÍ á laugardaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem þau fá þessa viðurkenningu en Margrét Lára varð einnig markahæst í kvennadeildinni .Nánar á B2. TVÍBURABRÆÐURNIR Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir hafa ákveðið að ganga til liðs við Ís- landsmeistara FH í knattspyrnu og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins skrifa þeir undir samninga við Hafnarfjarðarliðið í vikunni. Þeir bræður, sem eru 33 ára gamlir, léku með Skagamönnum í sumar auk þess að þjálfa liðið í síðari umferð Íslandsmótsins og sýndu þeir afar skemmtileg tilþrif. Arnar lék 15 leiki í Lands- bankadeildinni og skoraði 5 mörk og Bjarki lék 11 leiki og skoraði 2 mörk. Arnar hefur samtals leikið 96 leiki í efstu deild með ÍA og KR og skorað í þeim 54 mörk og þá hefur hann leikið 32 landsleiki. Auk þess að spila með ÍA og KR hefur Arnar leikið sem atvinnumaður með ensku liðunum Bolton, Leic- ester og Stoke, Dundee United í Skotlandi, Feyenoord í Hollandi, Sochaux í Frakklandi og Nürnberg í Þýskalandi. Bjarki hefur eins og Arnar leikið 96 leiki í efstu deild með ÍA og KR og hefur skorað í þeim 31 mark og þá hefur hann 27 sinnum leikið með íslenska landsliðinu. Bjarki var í atvinnu- mennskunni í nokkur ár en hann lék með enska liðinu Preston, Molde í Noregi, þýsku liðunum Mannheim og Nürnberg og með Feyenoord í Hollandi. Ray, Óskar Örn og Atli í KR? Í gær mátti hefja viðræður við leikmenn sem losna undan samningum síðar á árinu og verður fjörugt á leikmannamarkaðnum næstu vikurnar enda nokkuð margir leikmenn á lausu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins eru KR- ingar á höttunum eftir Grindvíkingunum Ray Anthony Jónssyni og Óskari Erni Haukssyni og Eyjamanninum Atla Jóhannssyni og Valsmenn vilja fá Jóhann Þórhallsson og Jóhann Helgason sem léku báðir með Grindavík í sumar. Arnar og Bjarki fara til FH Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.