Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 3 Jón Arnór Stefánsson og félagarí spænska körfuknattleiksliðinu Valencia unnu góðan sigur á heima- velli á sunnudag- inn. Valencia lék gegn Etosa Alic- ante og hafði bet- ur 98: 90. Jón Arnór lék í 32 mínútur og skor- aði 11 stig. Þetta er fyrsti sigur Valencia á tíma- bilinu.    Jakob Sigurðsson skoraði 6 stigfyrir Vigo sem tapaði fyrir Akasvayu, 78:58, í spænsku 2. deildinni í körfuknattleik. Jakob hittir úr öllum þremur skotum sín- um í leiknum.    Hörður Axel Vilhjálmsson skor-aði 4 stig og átti 3 stoðsend- ingar þegar lið hans í Dunas lögðu Bansander, 79:66, í spænsku 2. deildinni. Hörður lék með Fjölni úr Reykjavík áður en hann hélt til Spánar í atvinnumennsku.    Pavel Ermolinskij var í leik-mannahópi aðalliðs Unicaja í spænsku úrvalsdeildinni í körfu- knattleik. Unicaja lék gegn Akasvayu Girona 95 og töpuðu 90:98 en Pavel, sem er íslenskur, kom ekki við sögu í leiknum.    Helgi Freyr Margeirsson ogMatthías Rúnarsson úr danska úrvalsdeildarliðinu Randers Cimbria heimsóttu dönsku meist- arana í körfuknattleik karla, Hor- sens IC, í gær. Heimamenn sigruðu 84:64 og skoraði Helgi 4 stig á þeim 6 mínútum sem hann lék en Matt- hías komst ekki á blað. Helgi lék með Þór frá Akureyri á síðustu leiktíð en hann lék lengst af með Tindastól og bandaríska háskólalið- inu Birmingham Southern.    Þá sigruðu lærisveinar KevinsGrandbergs í Glostrup sinn fyrsta leik í dönsku 1. deildinni í körfuknattleik þegar þeir sigruðu Skjold/ Stevensgade 102:100 á heima- velli. Glostrup tapaði fyrstu leikjum sínum á tímabilinu, gegn tveimur efstu lið- um deildarinnar Herlev og Høbas. Kevin, sem er með íslenskt ríkisfang, leikur einn- ig með liðinu. Hann lék lengst af með ÍR á Íslandi en kom einnig við sögu hjá Keflavík og fleiri liðum.    Ólafur Ingi Skúlason lék allanleikinn fyrir Brentford sem tapaði fyrir Rotherham, 2:0, í ensku 2. deildinni. Brentford er í 20. sæti í deildinni eftir 14 umferðir en liðið er með 16 stig en keppnin í 2. deild er jöfn og er efsta liðið með 28 stig. Fólk sport@mbl.is Eftir Kristján Jónsson sport@mbl.is „Við spiluðum ágætlega í vörninni í dag og þetta var fyrst og fremst vinnusigur. Við vorum reyndar klaufar í lokin. Fyrst klúðruðum við dauðafæri þegar við vorum fimm mörkum yfir og fimm mínútur eftir og í kjölfarið misstum við mann af leikvelli út af ólöglegri skiptingu. Þess vegna kom smáspenna í lokin en ég er bara ánægður með barátt- una í strákunum. Þessi sigur léttir á okkur því við erum að fara inn í erf- itt tímabil, eigum leik á miðvikudag, sunnudag, miðvikudag, föstudag og sunnudag,“ sagði Sigurður Valur Sveinsson, þjálfari Fylkis, að leikn- um loknum. Lærisveinar hans hafa tekið upp þráðinn þar sem þeir skildu við í vor og leika hörkugóða vörn og góður andi er í liðinu. Svokallaðir spek- ingar hafa haft orð á því að liðið skorti breidd en í þessum leik spil- aði Sigurður á öllu liðinu og landaði sigri á erfiðum útivelli. „Við erum komnir með ágætishóp en þó vantar enn Króatann örv- henta og þegar hann verður klár er- um við með mjög skemmtilegan hóp. Duric þarf að komast aðeins betur inn í okkar leik, maður sá það á sóknarleiknum. Þegar hann er á miðjunni þarf hann að komast betur inn í leikkerfin okkar en miðað við fyrsta leik var ég mjög ánægður með hann, bæði í sókn og vörn,“ sagði Sigurður. Einbeitingarleysi ÍR-inga Svo virtist sem einbeitingarleysi hrjáði Breiðhyltinga í þessum leik. Sérstaklega voru þeir stirðir og óskynsamir í sóknaraðgerðum sín- um. Liðið lék hins vegar ágætan varnarleik á köflum og baráttan var fyrir hendi. Þegar svo ber undir getur liðið skorað mikið af mörkum á skömmum tíma, enda miklir hraðaupphlaupsmenn í liðinu. Þar fer Ragnar Helgason fremstur í flokki sem fyrr og var hann besti maður liðsins í þessum leik. Ragnar skilar alltaf sínu en aðrir lykilmenn í sóknarleiknum, eins og Björgvin Hólmgeirsson og Brynjar Steinars- son, fundu sig ekki að þessu sinni. ÍR-ingar fá þó prik fyrir að gefast aldrei upp og sýndu á lokakafla leiksins að þeir eru illviðráðanlegir þegar þeim tekst að keyra upp hraðann. Þeir gerðu síðustu fjögur mörk leiksins og minnkuðu muninn úr 23:29 í 27:29. Þeir hefðu getað komist ennþá nær en misnotuðu síð- ustu tvö færi sín, auk þess sem stór- skytta Fylkis, Eymar Kruger, slapp við brottvísun þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. ÍR-ingar verða hins vegar ekki auðunnir í Breið- holtinu í vetur, sérstaklega þegar Brynjar kemst betur inn í liðið og er þeir endurheimta Ólaf Sigurjónsson sem er frá vegna meiðsla. Liðsheildin sterk hjá Fylki Hjá Fylki var liðsheildin í fyr- irrúmi. Eymar og Duric voru drjúg- ir í markaskorun og þurfa ekki að hafa mikið fyrir mörkum sínum ut- an af velli. Einnig kemur Þórir Júl- íusson ferskur inn í liðið og leysir stöðu hægriskyttu vel af hendi þótt rétthentur sé. Einkennilegt að hann skyldi ekki vera inni á vellinum á lokamínútum leiksins. Hlynur Mort- hens varði sinn vanalega skerf af skotum og Guðlaugur batt vörnina saman. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig liðinu vegnar án hans fram að áramótum. Jón H. Gunnarsson, fyrirliði ÍR, var ósáttur við frammistöðu liðsins: „Þegar vörnin small hjá okkur klikkuðum við á skoti eða sendingu í staðinn. Við vorum klaufar að klára ekki þennan leik með sigri og getum sjálfum okkur um kennt hvernig fór. Við unnum boltann af þeim trekk í trekk en nýttum okkur það ekki út af klaufamistökum í sókn- inni. Við missum boltann oft mjög ódýrt og það verðum við að laga. Þetta féll ekki okkar megin og kannski féll þetta með liðinu sem barðist meira. Þannig er þetta oft,“ sagði Jón. Duric var drjúgur ÍR-ingar voru stirðir og óskynsamir í sóknaraðgerðum sínum gegn Fylki í „kveðjuleik“ Guðlaugs Arnarssonar sem er á förum til Þýskalands FYLKIR landaði öðrum sigri sínum í þremur leikjum í DHL-deildinni í handknattleik karla er liðið heim- sótti ÍR í Breiðholtið í gær. Fylkir hafði sem sagt betur, 29:27, eftir að hafa haft fjögurra marka forskot í hálfleik, 15:11. Sigurinn var frekar sanngjarn enda höfðu Árbæingar yfirhöndina frá því í fyrri hálfleik og til loka. ÍR-ingar voru ekki í sínu besta formi að þessu sinni en hefðu þó getað nælt sér í stig eftir góðan endasprett. Leikurinn markaði ákveðin tímamót fyrir Fylkismenn, en þetta var fyrsti leikur Vladimirs Duric og síðasti leikur fyrirliðans Guðlaugs Arnarssonar í bili, en hann hefur verið lánaður til Gum- mersbach. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kraftur Fylkir hafði betur á heimavelli sínum gegn ÍR-ingum í DHL-deild karla í handknattleik í gærkvöld.                                !" #  ! $ %& & $          ARI Sverrisson og Andri Sveinsson eru úr leik á Heimsmeistaramótinu í ka- rate sem fram fer í Tampere í Finnlandi. Ari keppti í fyrradag í opnum flokki en tapaði strax í fyrsta bardaga. Það sama gerðist hjá hon- um í gær í -80 kg. flokki. Ari lenti á móti hinum danska Kroll og tapaði ís- lenski karatemaðurinn, 3:7, eftir spennandi viðureign. Kroll tapaði í næstu umferð fyrir spænskum keppanda og fékk Ari því ekki upp- reisnarviðureign. Ef Kroll hefði sigrað í þeirri við- ureign hefði Ari fengið að keppa á ný en það varð ekki raunin. Andri sat hjá í 1. umferð en átti síðan í höggi við kró- atískan keppanda í -75 kg. flokki. Þegar 45 sekúndur voru eftir af viðureigninni var staðan 8:0 króatíska kepp- andanum í vil og var við- ureigninni þá lokið. Þátttakendur í hvorum flokki voru um 60 talsins. Sigurvegari í -80 kg. flokki var Eistinn Marco Luhamaa. Í -75 kg. flokki sigraði J. Modamisaam en hann kemur frá Íran. Í +60 kg. kvennaflokki sigraði franska stúlkan Laurence Fischer eftir hörkuspennandi keppni við japanska stúlku sem heitir A. Arai, 4:3. Ari og Andri eru úr leik VIKTOR Kristmannsson stóð sig best íslensku keppendanna á heimsmeistaramótinu í áhalda- fimleikum sem nú stendur yfir í Árósum í Dan- mörku. Viktor hlaut samtals 82,2 stig en lauk öllum sínum æfingum af miklu öryggi og varð þriðji hæsti af keppendum frá Norðurlöndum. Rúnar Alexandersson kom næstur á eftir Vikt- ori en hann hlaut 80,075 stig fyrir æfingar sín- ar. Rúnar stóð sig best í hringjunum en fyrir þær æfingar hlaut hann 14,350 stig. Róbert Kristmannsson fékk 76,425 stig og Bjarki Ásgeirsson 75,725 stig. Ingvar Joch- umsson og Anton Heiðar Þórólfsson tóku báðir þátt í þremur greinum greinum, Ingvar í stökki, hringjum og tvíslá og Anton á boga- hesti, gólfi og á svifrá. Báð- um tókst vel upp í æfingum sínum. Í dag hefja stúlkurnar keppni en þær eru: Margrét Hulda Karlsdóttir, Sif Páls- dóttir, Hera Jóhannesdóttir og Inga Rós Gunnarsdóttir. Þjálfarar íslensku kepp- endanna eru Ásdís B. Pétus- dóttir, Vladimir Antonov, Guðmundur Þór Brynjólfs- son og Mykola Vovk og þá dæma tveir Íslend- ingar á mótinu, Berglind Pétursdóttir og Björn M. Tómasson. Viktor stóð sig best í Árósum Viktor Kristmannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.