Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 5 Þýski landsliðs-miðherjinn í knattspyrnu Lu- kas Podolski skoraði sitt fyrsta mark fyrir Bay- ern München, þegar Bæjarar fögnuðu sigri á Herthu Berlín 4:2. Roy Makaay, Claudio Pizarro og Willy Sagnol skoruðu hin mörk Bæj- ara, sem höfðu fyrir leikinn aðeins skorað sjö mörk í sex leikjum.    Felix Magath, þjálfari Bayern,sem hafði deilt hart á miðherja sína fyrir hvað þeir nýttu marktæki- færi sín illa og skoruðu fá mörk, tefldi fram þremur miðherjum og var greinilegt að hann ætlaði sér að hressa upp á markatöluna fyrir fram- an 69 þús. áhorfendur á Allianz Arena-leikvanginum glæsilega – upp- selt. Makaay skoraði fyrsta markið eftir aðeins níu mín. eftir sendingu frá Podolski, sem hefur leikið betur með þýska landsliðinu heldur en Bay- ern. Podolski opnaði síðan mark- areikning sinn með fjórða og síðasta marki Bayern á 78. mín., eftir einleik. Magath var ánægður með sína menn og sagði að fyrri hálfleikurinn hefði verið frábær hjá þeim. „Strákarnir sýndu þá hvað þeir geta og léku sinn besta leik á keppnistímabilinu,“ sagði Magath, sem hrósaði Podolski fyrir stórgóðan leik.    Ég er afar ánægður með minnhlut,“ sagði hinn 21 árs Po- dolski, sem Bæjarar keyptu frá Köln í sumar. Hann hefur brotið ísinn hjá Bayern. „Ég er ánægður – ég skoraði tvö mörk fyrir Þýskaland gegn Slóvakíu á miðvikudaginn og mitt fyrsta mark fyrir Bayern hér í München,“ sagði Podolski, sem lék sinn annan leik í byrjunarliði Bæjara. Þess má geta til gamans að Hertha fagnaði síðast sigri í München árið 1977 eða fyrir rétt tæplega þremur áratugum.    Werder Bremen, sem tekur ámóti Bayern um næstu helgi, fagnaði stórsigri í Bochum, 6:0. Wer- der, Bayern og Schalke eru í efstu sætunum í Þýskalandi, með 13 stig.    Leikmenn Wer-der skoraði fimm af mörk- unum á síðustu 30 mín. leiksins, eftir að Aaron Hunt hafði skorað fyrsta markið á sjöundu mín. Christian Schulz, Vranjes, Diego, Clemens Fritz og Naldo skoruðu hin mörkin fyrir Werder.    Markverðir voru heldur betur ísviðsljósinu í Þýskalandi á laugardaginn – þrír vörðu víta- spyrnur. Markus Pröll hjá Frankfurt, varði eina vítaspyrnu líkt og þeir Frank Rost hjá Schalke og Jörg Butt hjá Leverkusen. Fólk sport@mbl.is spyrnu valdi Jóhann í 25 manna hóp fyrir leikinn gegn Svíum á Laugardalsvelli. Jóhann slasaðist í næsta leik á eftir og missti þar með af tækifærinu að sýna sig og sanna með íslenska landsliðinu. Hóf atvinnumannaferilinn hjá Watford Jóhann, sem er 29 ára að aldri, gerðist atvinnu- maður árið 1998 en þá samdi hann við enska liðið Watford og lék hann með liðinu allt fram til ársins 2001. Lyn frá Osló í Noregi fékk Jóhann til liðs við sig árið 2001 og var hann í herbúðum liðsins í þrjú ár en hann samdi við Örgryte frá Gautaborg árið 2004. Þar lék hann í tvö ár og er nú að ljúka við fyrsta keppnistímabilið með GAIS. Jóhann hefur leikið átta A-landsleiki en ekki náð að skora mark í þeim leikjum. slitið krossband EIÐUR Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Evr- ópu- og Spánarmeistara Barcelona í gærkvöld þeg- ar liðið lagði Sevilla, 3:1, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho skoraði tvö marka Barcelona sem náði með sigr- inum fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar. Eiður Smári lék í fremstu víglínu ásamt Argent- ínumanninum Lionel Messi en var skipt út af átta mínútum fyrir leikslok og leysti Argentínumaðurinn Javier Saviola hann af hólmi. Ronaldinho skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á 28. mínútu sem dæmd var eftir að landi hans, bak- vörðurinn Belletti, var felldur í teignum. Frederic Kanoute jafnaði metin fyrir UEFA-meistarana á 36. mínútu en Ronaldinho var fljótur að svara fyrir Barcelona því hann kom sínum mönnum yfir með marki úr aukaspyrnu tveimur mínútum eftir mark Kanoute. Frank Rikjaard þjálfari Börs- unga ákvað að kalla Ronaldino af velli á 73. mínútu enda tveir stór- leikir fram undan hjá liðinu í vik- unni. Á miðvikudaginn sækja Börsungar lið Chelsea heim á Stamford Bridge í Meistara- deildinni og næsta sunnudag er komið að stórleik erkifjendanna Real Madrid og Barcelona á San- tiago Bernebau vellinum í Madrid. Lionel Messi innsiglaði sigur Barcelona með þriðja marki liðsins á 81. mínútu eftir sendingu frá Xavi. Eiður lék í 82 mínútur Eiður Smári. Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur sport@mbl.is Í upphafi leiks var flest sem benti til öruggs sigurs Hauka, þeir skor- uðu fyrsta markið og héldu forystu sinni nær allan leikinn. Þeir höfðu þriggja marka forskot í leikhléi 18:15 og um miðjan síðari hálfleik- inn jókst munurinn í 5 mörk 29:24. En Akureyringar voru ekki af baki dottnir. Gríðarlega góður baráttu- andi var í liði þeirra og þegar inn- an við fjórar mínútur voru eftir af leiknum jöfnuðu þeir 32:32. Við það vöknuðu Hafnfirðingar og framundan voru æsispennandi lokamínútur. Árni Þór Sigtryggs- son kom Haukum yfir á ný með glæsilegu langskoti en Hörður Fannar Sigþórsson lék sama leik fyrir Akureyringa og aðeins tæpar tvær mínútur voru eftir af leikn- um. Kári Kristján Kristjánsson, besti leikmaður Hafnfirðinga, kom Haukum yfir á ný en Akureyringar neituðu að gefast upp og Andri Snær Stefánsson skoraði sitt eina mark og jöfnunarmark norðan- manna með góðu skoti úr horninu. Sævar Árnason: Gríðarlega ánægður með eitt stig Sævar Árnason, þjálfari Akur- eyrar var ánægður með stigið í leikslok. „Miðað við hvernig við vorum að spila og hvernig leik- urinn þróaðist þá er ég gríðarlega ánægður með eitt stig. Við vorum hrikalega lélegir í þessum leik svona lengst af. Varnarlega vorum við ekki að gera vel en við náðum okkur upp í lokin og söxuðum á þetta jafnt og þétt. Ég var ekki nógu ánægður með þennan leik svona í heildinni en er ánægður með að fá eitt stig miðað við hvernig komið var,“ sagði Sævar Árnason, þjálfari. Lið Haukanna er skipað blöndu af ungum og efnilegum leikmönn- um og eldri og reyndari sem hafa upplifað margt á löngum hand- boltaferli. Magnús Sigmundsson markvörður varði á köflum vel í marki þeirra og leikmenn eins og Freyr Brynjarsson og Guðmundur Pedersen eru hoknir af reynslu. Það kom berlega í ljós í þessum leik en besti leikmaður liðsins var engu að síður Kári Kristján Krist- jánsson, sem er aðeins 22 ára gam- all. Akureyringar eru með vel skip- að lið og þeir eiga örugglega eftir að láta vel að sér kveða í deildinni í vetur. Magnús Stefánsson og Nikolaj Jankovic léku best í liði þeirra og þá varði Sveinbjörn Pét- ursson á köflum frábærlega. Akureyringurinn Andri Snær tryggði jafnteflið með eina marki sínu Akureyringar stigu sigurdans að loknum leik sínum gegn Haukum í íþróttahúsinu Ásvöllum í Hafn- arfirði. Þeir höfðu líka góða ástæðu til að fagna því þrautseigja þeirra og þolgæði færðu þeim eitt stig gegn Haukum, sem flestir áttu von á að myndu sigra í þessum leik nokkuð örugglega. Leiknum lauk með jafntefli, 34:34, en Akureyr- ingar voru þremur mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn. Akureyringar fögnuðu jafntefli gegn Haukum            *      *  ' ' '                 #    ! $ %& & $     !     Sterkur Hörður Fannar Sigþórsson skoraði þrjú mörk fyrir Akureyri gegn Haukum að Ásvöllum í gær þegar liðin skildu jöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.