Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Ívar Ingimarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Reading tapaði fyrir meisturunum, 0:1, á Medjeski Stadium en þetta var fyrsti tapleikur liðsins á heimavelli síðan í 1. umferð í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Mark Chelsea kom undir lok fyrri hálfleiksins. Frank Lampard tók aukaspyrnu utan teigs. Boltinn fór í varnarmann Reading og þaðan fór hann í Ívar og af honum skoppaði boltinn í netið. Sigurinn var dýrkeypt- ur fyrir Chelsea því báðir markverðir liðsins voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa lent í samstuði við leikmenn Reading. Petr Cech lá í valnum eftir 20 sekúndur. Carlo Cudicini sem leysti Tékkann af hólmi var borinn út- af undir lok leikins. Fyrirliðinn John Terry fór í markið síðustu mínútuna þar sem Chelsea hafði notað alla vara- menn sína. Ívar lék allan leikinn og stóð sig vel þrátt fyrir sjálfsmarkið en Brynjar Björn Gunnarsson sat á bekknum. ,,Ég er ánægður með stigin en hug- ur minn er hjá þeim Cech og Cudicini. Ég segi að Cech sé heppinn að vera hreinlega á lífi eftir þessa árás,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea eftir leikinn en Chelsea tekur á móti Evrópu- og Spánarmeisturum Barcelona í Meistaradeildinni á mið- vikudag. ,,Það er erfitt að segja að við höfum átt skilið að fá stig. Markið sem við fengum á okkur var ansi óheppilegt en mér fannst mínir menn leggja sig vel fram og berjast hart,“ sagði Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading eftir leikinn. Sir Alex Ferguson knattspyrnu- stjóri Manchester United hrósaði Wayne Rooney í hástert eftir sigur- leik liðsins gegn Wigan. 3:1. Wigan komst yfir í fyrri hálfleik með glæsi- marki frá Leighton Baines en í seinni hálfleik réð United lögum og lofum. Ryan Giggs kom sterkur inn í liði United og þeir Nemanja Vidic, Lous Saha og Ole Gunnar Solskjær tryggðu United 150. sigur liðsins í úr- valsdeildinni frá upphafi. ,,Ég var ekkert of bjartsýnn í leik- hléi. Við marki undir og ekki að ná neinum tökum á leik okkar. En liðið tók við sér í seinni hálfleik. Rooney var frábær í leiknum og hans lang- besti leikur á þessari leiktíð. Það voru teikn á lofti að hann væri að komast á skrið og hann sýndi það í leiknum,“ sagði Ferguson. Arsenal vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið vann öruggan 3:0 sigur á Watford á Emiraters vellinum í London. Jordan Stewart skoraði sjálfmark í fyrri hálfleik en Thierry Henry og Emmanuel Adebayor bættu við tveimur mörkum í seinni hálfeik. Ungstirnið The Walgott var í byrjunarliði Arsenal í fyrsta sinn og sýndi þessi 17 ára strákur lipur tilþrif. ,,Þetta var erfiður leikur á móti góðu liði Watford. Við þurftum á góðri frammistöðu að halda til að leggja það að velli. Ég var ánægður með Walgott og framlag hans í leikn- um,“sagði Arsene Wenger, stjóri Ars- enal. Liverpool varð að láta sér lynda jafntefli við Blackburn, 1:1, á Anfield. Benny McCarthy kom Blacburn yfir með sínu sjötta marki á tímabilinu en fyrrverandi leikmaður Blackburn, Craig Bellamy, jafnaði metin með sínu fyrsta marki í úrvalsdeildinni fyrir Liverpool. Sjálfsmark Ívars MANCHESTER United og Eng- landsmeistarar Chelsea tróna á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Bæði hafa 19 stig en þau unnu bæði útisigra á laugardaginn. Manchest- er United bar sigurorð af Wigan, 3:1, og Chelsea lagði Íslend- ingaliðið Reading, 1:0. Nýliðar Portsmouth eru í þriðja sætinu eftir sigur á West Ham og Arsenal, sem er á mikilli siglingu, er komið í fjórða sætið en ,,Skytt- urnar“ unnu sinn fjórða sigur í röð þegar liðið lagði Watford. AP Ekkert gefið eftir Ívar Ingimarsson leikmaður Reading reynir að stöðva Andriy Shevchenko framherja Chelsea á Madejski-leikvanginum á laugardaginn. Íslenski landsliðsmaðurinn varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Réð úrslitum þegar Chelsea marði Reading – Manchester United og Arsenal unnu góða sigra en Liverpool varð að sætta sig við jafntefli Í HNOTSKURN »Reading beið sinn fyrstaósigur á heimavelli síðan liðið tapaði í 1. umferðinni í 1. deildinni á síðustu leiktíð. »Manchester United vannsinn 150. sigur í úrvals- deildinni frá stofnun hennar. »Andrew Johnson, Evertonog Nwankwo Kanu, Portsmouth, eru markahæstir í úrvalsdeildinni en báðir hafa skorað 8 mörk. »Arsenal hefur leikið 11leiki í röð án taps og fyrir leikinn gegn Watford var knattspyrnustjórinn Arsene Wenger heiðraður fyrir tíu ára störf fyrir félagið. Petr Cech, markvörður Chelseaog tékkneska landsliðsins, gekkst undir aðgerð á höfði í gær. Cech var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa lent í sam- stuði við leik- mann Reading eftir aðeins 20 sekúndur í leik liðanna á laug- ardaginn. For- ráðamenn Chelsea sögðu að aðgerðin hefði heppnast vel en of snemmt væri að segja til um hvernig honum mundi reiða af.    Carlo Cudicini leysti Cech afhólmi en hann var einnig bor- inn af velli undir lok leiksins eftir samstuð. Meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og hjá Cech en þar sem Chelsea hafði skipt öllum sínum varamönnum inná þurfti fyrirliðinn John Terry að fara í markið og stóð hann á milli stanganna í tvær mín- útur.    Alan Pardew, knattspyrnustjóriWest Ham, segist farinn að ótt- ast um starf sitt en lið hans tapaði sjötta leik sínum í röð þegar það lá fyrir Portsmo- uth, 2:0. „Fjöl- miðlar munu fylgjast grannt með mér og liðinu fram að næsta leik gegn Totten- ham. Ég vona að leikmenn liðsins geti leitt hjá sér það sem sagt er um mig og liðið í aðdraganda leiksins. Í liðinu eru margir sterkir leikmenn en það er tími til kominn að við för- um að sýna hvað í okkur býr,“ sagði Pardew við enska fjölmiðla í gær.    Yossi Benayoun leikmaður WestHam segir að stuðningsmenn félagsins geti ekki kennt Argent- ínumönnunum Javier Mascherano og Carlos Tevez um slakt gengi liðs- ins. West Ham hefur ekki unnið leik frá því að þeir voru keyptir til fé- lagsins. „Þeir eru frábærir leikmenn og það er rangt að kenna þeim um slakt gengi okkar. Ég tala við þá á hverjum degi og þeir vilja gera allt til þess að hjálpa West Ham að ná betri árangri,“ sagði Benayoun sem er landsliðsmaður frá Ísrael.    Sálfræðingur á vegum ítalska liðs-ins AC Milan, Bruno de Michel- is, segir í viðtali við breska blaðið The Sun í dag að hún hafi rætt við Andriy Shevc- henko, framherja Chelsea og fyrr- um leikmann AC Milan, með það fyrir augum að hjálpa honum að ná fótfestu í ensku úrvalsdeildinni. Shevchenko hefur aðeins skorað eitt mark fyrir Chelsea á leiktíðinni en félagið keypti hann í sumar frá AC Milan fyrir 4,5 milljarða íslenska króna. „Ég hitti hann fyrir tæpum tveimur vikum. Ég sagðist vera tilbúin að út- búa prógramm fyrir hann til að hjálpa honum í erfiðleikum hans. Hann sagðist vera ánægður með það,“ segir sálfræðingurinn við The Sun.    Arsene Wenger knattspyrnu-stjóri Arsenal vill fá franska landsliðsmanninn Franck Ribery sem leikur með Marseille til liðs við sig. Umboðsmaður Riberys staðfesti þetta í gær. Arsenal reyndi í sumar að fá leikmanninn í sínar raðir en Marseille vildi ekki láta hann fara. Ribery vill fara til Arsenal – segir að liðið leiki knattspyrnu, sem hann hefur skemmtun af og þá leiki vinur hans, Thierry Henry, með liðinu. Fólk sport@mbl.is Everton beið sinn fyrsta ósigur á leiktíðinni þegar liðið tapaði fyrir Middlesbrough á Riverside. Ya- kubu og Mark Viduka komu Middl- esbrough í 2:0 en ástralski fram- herjinn Tim Cahill minnkaði muninn fyrir Everton 13 mínútum fyrir leikslok. Yakubu skoraði úr vítaspyrnu og fékk tækifæri til að skora annað mark úr víti en brást bogalistin. ,,Þetta var kærkominn sigur eftir allt sem á undan er gengið. Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að misnota mörg færi en sem betur fer tókst okkur að sigra,“ sagði Ga- reth Southgate, stjóri Middles- brough. West Ham tapaði sjötta leiknum í röð er liðið beið lægri hlut fyrir Portsmouth, 2:0. Kanu skoraði fyrra markið og Andy Cole það síð- ara en þetta var hans fyrsta mark fyrir Portsmouth og hann hefur þar með skorað í úrvalsdeildinni fyrir sex félög. ,,Eftir tvo ósigra í röð þurfum við á sigri að halda en við erum samt bara Portsmouth,“ sagði Harry Redknapp, stjóri Portsmouth. Fyrsta tap Everton Juan Pablo Angel, kólumbíski framherjinn í liði Aston Villa, kom töluvert við sögu þegar Aston Villa og Tottenham skildu jöfn, 1:1. An- gel misnotaði vítaspyrnu fyrir Aston Villa og rétt á eftir varð hann fyrir því óláni að skora í eigið mark. Gareth Barry jafnaði metin fyrir Aston Villa fimm mínútum síð- ar eða á 81. mínútu og þar við sat en Angel fékk dauðafæri á loka- mínútunni en brást bogalistin. ,,Ég held að þetta hafi verið sann- gjörn úrslit þó svo við höfum brennt af vítaspyrnu. Tottenham lék virkilega vel og gerði okkur erf- itt fyrir. Líklega var þetta slappasti leikur liðsins undir minni stjórn en við náðum sem betur fer stigi,“ sagði Martin O’Neill, knatt- spyrnustjóri Aston Villa sem er eina taplausa liðið í deildinni. Angel óheppinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.