Morgunblaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA IS LB I 34 64 6 10 /2 00 6Maður, náttúra og mynd Í Landsbankanum, Austurstræti, í afgreiðslusal og á 2. hæð, eru sýnd málverk í eigu Færeyjabanka eftir þrjá af helstu listamönnum færeysku þjóðarinnar. Ingálvur av Reyni Sámal Joensen-Mikines Zacharias Heinesen Sýningin er opin á afgreiðslutíma bankans til 30. nóvember. NÚ stendur yfir samkeppni í ritun stuttra leikþátta á Leik- listarvefnum, www.leiklist.is. Lesendur velja bestu þættina úr 15 þátta úrvali í atkvæða- greiðslu á vefnum, sem stend- ur til 8. nóvember. Skilyrði fyrir þátttöku í keppninni voru að þættirnir væru ekki meira en 800 orð að lengd og að þeir hefðu ekki birst opinberlega áður. Pen- ingaverðlaun eru í boði fyrir höfunda þeirra þátta sem lenda í þremur efstu sætunum. Úrslit verða tilkynnt föstudaginn 10. nóv- ember. Samkeppni Keppt í ritun stuttra leikþátta Í TILEFNI af 100 ára dán- arafmæli norska leikskáldsins Henriks Ibsens verður efnt til myndarlegrar dagskrár í Nor- ræna húsinu næstu tvo daga. Í kvöld kl. 20 verður Brúðu- heimili Ibsens í uppfærslu norska sjónvarpsleikhússins frá 1973 sýnt á stórum skjá í sal Norræna hússins og á föstudag kl. 17–19.30 verður haldið málþing um Henrik Ibsen þar sem fjöl- margir fræðimenn munu flytja erindi um leik- skáldið. Fundarstjóri verður Per Landrø. Léttar veitingar í boði norska sendiráðsins. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Leiklist Henrik Ibsen í Norræna húsinu Henrik Ibsen SÝNING á verkum hafnfirska listamannsins Eiríks Smith hefst á morgun, föstudag, í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi og stendur til 19. nóvember. Þar sýnir Eiríkur yfir 30 verk, bæði olíu- og vatnslitamyndir. Eiríkur Smith nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1946–1950, Rost- rup Boysen í Kaupmannahöfn 1948–1950 og Aca- demi de la Grande Chaumier í París árið 1951. Fyrsta einkasýning hans var í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði árið 1948 en síðan hefur hann haldið um 30 einkasýningar. Myndlist Eiríkur Smith á Kirkjuhvoli Eiríkur Smith Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Hingað til lands er nýkominfjölmenn viðskipta-sendinefnd, um 40manns, frá Nýfundna- landi í því augnamiði að koma á margvíslegum viðskiptasamböndum milli landanna. Um er að ræða full- trúa 15 fyrirtækja sem hitta kollega sína hér á Íslandi en auk þess mun hópurinn kynna sér íslenska sögu og menningu. Með í för er skáldið, leikkonan og leikritahöfundurinn Agnes Walsh sem hefur hlotið fjölmargar við- urkenningar á Nýfundnalandi fyrir verk sín. Hún er hér á vegum Ratt- ling Books-hljóðbókaútgáfunnar sem gefur út verk Agnesar en tengsl hennar við Ísland er fyrst og fremst að finna í skáldskap Halldórs Lax- ness sem hún hefur mikið dálæti á. Forvitin um Keflavík Agnes Walsh kom fram í Norræna húsinu í gær þar sem hún las upp og söng með Anitu Best sagnaskáldi en á hádegi á laugardaginn má segja að aðalupplesturinn fari fram. Þá kemur að sjálfsögðu enginn staður annar til greina en sjálft hús skáldsins, Gljúfrasteinn. Agnes segir að áhugi sinn á Íslandi hafi vaknað fyrir mörgum áratugum þegar hún var enn ung stúlka á Ný- fundnalandi. „Eldri systur mínar þrjár áttu á sínum tíma allar vingott við banda- ríska sjóliða sem voru á herstöðinni úti fyrir St. John’s og ég man eftir því að þeir töluðu oft um að fara til Kefla- víkur. „Keflavík,“ hugsaði ég með mér, „,mikið er það merkilegt orð,“ en þá þegar var ég byrjuð að yrkja með tilheyrandi áhuga á orðum. Í kjölfarið byrjaði ég að fræðast um Ís- land sem varð svo seinna til þess að ég kynntist þeim bókum Halldórs Laxness sem höfðu verið þýddar. Og þær höfðu um leið mikil áhrif á mig.“ Frábærar viðtökur Atómstöðvarinnar Aðspurð hvað það hafi verið við Laxness sem hreyfði við henni, segir Agnes; „Þegar ég las Atómstöðina í fyrsta skipti var það persóna Uglu sem hreyfði við mér. Hún minnti mig svo á ungar stúlkur úr mínu eigin byggð- arlagi sem voru svolítið feimnar og óreyndar en að sama skapi stoltar og sjálfstæðar og tilbúnar að bjóða ver- öldinni birginn. Segir Agnes að bókin hafi haft slík áhrif á sig að mörgum árum síðar hafi hún fært bókina á leiksvið sem hlotið hafi frábærar við- tökur áhorfenda. Á Gljúfrasteini á laugardaginn mun Agnes lesa úr verkum sínum sem sum hver tengjast Íslandi en há- punktur upplestursins er prósaljóð hennar „When I Married Halldór Laxness“, en um það ljóð var haldin þýðingarsamkeppni hér á landi sem Rithöfundasambandið annaðist. Verður tilkynnt hver sigurvegarinn er að upplestri loknum. Bókmenntir | Agnes Walsh boðar til upplesturs á Gljúfrasteini á laugardag Heillaðist af Uglu Skáldið Agnes Walsh er þekkt í heimalandi sínu fyrir ritverk sín og störf í leiklistargeiranum. Hún er nú stödd hér á landi og verður meðal annars með upplestur á Gljúfrasteini nú á laugardaginn. Morgunblaðið/Ásdís Í húsi skáldsins NEMANDI í skapandi skrif- um við Virginia Commonwealth- háskólann í Bandaríkjunum rakst á áður ó- birt ljóð eftir Syl- viu Plath (1932– 1963) þegar hún fór í gegnum skjalasafn skáldkonunnar í In- diana-háskólanum. Um er að ræða sonnettu sem Plath orti á háskóla- árum sínum og sækir ljóðið inn- blástur í bók F. Scotts Fitzgeralds, The Great Gatsby. Það var háskólastúdínan Anna Journey sem fann ljóðið, sem heitir „Ennui“. Í The New York Times er haft eftir Journey að titill ljóðsins tengist franska orðatiltækinu „l’ennui“ (leiðindi) en Plath mun hafa párað orðið niður í eintak sitt af The Great Gatsby, við kaflann þar sem Daisy Buchanan, konan sem Gatsby þráir, kvartar yfir því að hafa farið alls staðar en ekkert gert. Ljóðið má finna á Netinu, í raf- rænu bókmenntatímariti ensku- deildar Virginiu Commonwealth- háskólans, Blackbird (www.black- bird.vcu.edu). Óbirt ljóð Sylviu Plath í leitirnar Sækir innblástur í The Great Gatsby Sylvia Plath SJÓNVARPSSTÖÐIN Al-Jazeera International hefur ákveðið að hefja útsendingar í Bandaríkjunum 15. nóvember þótt enn sé ekki ljóst hvort einhver muni ná útsendingu hennar. Sjónvarpsstöðin starfar á fjórum stöðum, í Doha, London, Wash- ington og Kuala Lumpur. Þessi enska útgáfa arabísku stöðvarinnar hefur ekki náð samningum við fyr- irtæki í Bandaríkjunum um útsend- ingu. Viðræður eru í gangi og vona starfsmenn stöðvarinnar að samn- ingar náist fyrir áætlaðan útsend- ingardag. Stefna Al-Jazeera Inernational er að ná til 30–40 milljóna heimila víðs vegar um heiminn. Arabísk sjónvarpsstöð UMFRAM fréttatilkynningu, sem fjölmiðlum barst á þriðjudag, neitar Listaháskóli Íslands að tjá sig um verkefnið sem komst í fréttir í vik- unni þar sem klippt var hár af höfði og sköpum konu og að lokum kastað vatni yfir hana í námskeiðinu Fræði og framkvæmd. Í fréttatilkynningunni kemur fram að vettvangur fyrir umræðu um einstök verkefni leiklistardeild- arinnar sé innan veggja skólans en ekki í fjölmiðlum nema um opinbera sýningu sé að ræða en slíkt eigi ekki við í umræddu tilviki. Mikil umræða hefur skapast á meðal fólks í kjölfarið á fréttum af umræddum gjörningi/verkefni og velta menn því fyrir sér hvort gjörn- ingurinn geti í raun átt nokkuð skylt við almenna listsköpun. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að engu væri við áðurnefnda fréttatilkynningu að bæta. Spurður um frétt Fréttablaðs- ins í fyrradag, þar sem skólinn er sagður vilja þagga niður þetta um- deilda atvik, sagði Hjálmar að í Listaháskólanum væri ekkert þagg- að niður, þar ríkti einfaldlega trún- aður á milli nemenda og skóla- yfirvalda, líkt og í öðrum skólum. Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynn- ingarstjóri skólans, neitaði einnig að tjá sig um það hvort einhverra við- bragða væri að vænta af hálfu skóla- yfirvalda og vísaði í áðurnefnda fréttatilkynningu. Leiklist | Verkefni nema við LHÍ veldur fjaðrafoki Ekkert þaggað niður Morgunblaðið/Brynjar Gauti Umdeilt Nokkrar vikur eru síðan hið umdeilda verkefni nemenda við LHÍ var unnið. Hefur það vakið spurningar um mörk listarinnar. ♦♦♦ Í HNOTSKURN » Walsh er fædd í Placentiaá Nýfundnalandi. Hún er leikkona og leikskáld. Ljóð hennar hafa unnið til ýmissa verðlauna í heimalandi hennar auk þess sem hún var útnefnd lárviðarskáld St. John’s. » Þýðingarsamkeppni varhaldin hérlendis á prósa- ljóði hennar „When I Married Halldór Laxness“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.