Morgunblaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NÝLIÐINN októbermánuður var
samkvæmt upplýsingum frá Veð-
urstofunni mjög nærri meðallagi
með tilliti til hitastigs. Meðalhiti í
Reykjavík mældist þannig 4,8 stig
og er það 0,4 stigum ofan með-
allags. Á Akureyri var meðalhitinn
3,5 stig og er það 0,5 stigum ofan
meðallags. Á báðum stöðunum var
úrkoma talsvert fyrir ofan með-
allag.
Ef breskar og bandarískar lang-
tímaspár ganga eftir má búast við
áframhaldandi hlýindum um allt
land næstu þrjá mánuði og úr-
komu yfir meðallagi suðvest-
anlands. Samkvæmt upplýsingum
frá Einari Sveinbjörnssyni veð-
urfræðingi gera langtímaspár ann-
ars vegar frá Evrópsku reiknimið-
stöðinni í Redding í Bretlandi og
hins vegar frá Columbiaháskóla í
New York ráð fyrir því að næstu
þrjá mánuði verði hitinn hérlendis
í efsta þriðjungi meðaltals. „Sam-
kvæmt þessu er líklegast að það
verði nokkru hlýrra en að með-
allagi um allt land,“ segir Einar og
bendir á að samkvæmt bresku
spánni séu verulegar líkur á að úr-
koman hérlendis næstu þrjá mán-
uði verði í efsta þriðjungi um sunn-
anvert landið, en ekki fjarri
meðallaginu annars staðar.
„Að samanlögðu segir þetta okk-
ur að sunnan- og suðaustanátt
verði meira ríkjandi en í meðalári
með hlýindum og vætu sunnantil,
en þá minna um norðlægar áttir
með kulda úr norðri,“ segir Einar
og tekur fram að þessar spár segi
ekkert til um veðrið frá degi til
dags eða viku til viku, heldur al-
mennt hvernig tíðarfari er spáð
þessa þrjá vetrarmánuði.
„Þótt þessi spá sé að grunni til
tiltölulega hlý útilokar hún þó alls
ekki kalda norðanáttarkafla sem
koma vafalítið inn á milli hlýind-
anna.“
Hægt er að lesa sér nánar til um
langtímaspárnar í hugleiðingu
Einars á bloggsíðu hans sem finna
má á slóðinni: http://esv.blog.is.
Fremur hlýr október
Líkur á að hiti og
úrkoma verði yfir
meðallagi næstu
þrjá mánuði
Morgunblaðið/Ómar
Tíðarfarið Spár til næstu þriggja mánaða benda til að sunnan- og suð-
austanátt verði meir en í meðalári með hlýindum og vætu sunnantil.
SENDIHERRA Bretlands, Alph Mehmet, afhenti í
gærmorgun ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins
mótmælaskjal 25 ríkja og framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins vegna hvalveiða Íslendinga í at-
vinnuskyni. Ríkin sem mótmæla eru: Argentína,
Austurríki, Ástralía, Belgía, Bandaríkin, Bretland,
Brasilía, Chile, Finnland, Frakkland, Holland, Ír-
land, Ísrael, Ítalía, Lúxemborg, Mexíkó, Mónakó,
Nýja-Sjáland, Perú, Portúgal, Slóvakía, Spánn, Sví-
þjóð, Tékkland og Þýskaland.
Morgunblaðið/Ásdís
25 ríki mótmæla hvalveiðum
VALGERÐUR Sverrisdóttir utan-
ríkisráðherra tilkynnti í gær að ís-
lensk stjórnvöld hefðu ákveðið að
opna aðalræðisskrifstofu í Þórs-
höfn í Færeyjum með starfsmanni
á næsta ári, að uppfylltum öllum
formskilyrðum. Þessi ákvörðun
var tilkynnt í kjölfar þess að samn-
ingur um fríverslun milli Íslands
og Færeyja var undirritaður en
samningurinn felur í sér að Ísland
og Færeyjar verða sameiginlegt
markaðssvæði. Í fréttatilkynningu
frá utanríkisráðuneytinu kemur
fram að samningurinn sé sá víð-
tækasti um efnahags- og viðskipta-
mál sem Ísland hafi gert og taki til
vöruviðskipta, þjónustuviðskipta,
fjárfestinga og viðskipta með land-
búnaðarafurðir.
Samkvæmt samningnum skulu
íslenskir ríkisborgarar og íslensk
fyrirtæki njóta sömu réttinda í
Færeyjum og Færeyingar og fær-
eysk fyrirtæki. Jafnframt skulu
Færeyingar og færeysk fyrirtæki
njóta sömu réttinda hér á landi og
Íslendingar og íslensk fyrirtæki.
Víðtæk frí-
verslun við
Færeyjar
Ræðisskrifstofa
verður opnuð
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Rúnar
Pálmason
ÖKUMAÐUR torfæruhjóls hefur
verið sýknaður af ákæru um utan-
vegaakstur í Henglinum í júní sl. en
dæmdur í 10 þúsund króna sekt fyr-
ir að vera ekki með lögboðin skrán-
ingarmerki á hjólinu. Þetta mun
vera í fyrsta sinn sem sakborningur
er sýknaður af ákæru fyrir utan-
vegaakstur en náttúruverndarlög
eru frá árinu 1999. Var þetta mál hið
fyrsta sem dæmt var í að loknu um-
fangsmiklu eftirliti með utanvega-
akstri í sumar en fleiri mál bíða af-
greiðslu.
Lögreglueftirlit með utanvega-
akstri úr þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar var víða í sumar sem leið og komu
lögreglumenn auga á manninn í
Henglinum. Hann taldi sig í rétti á
vegslóða sem þarna var og sagði
hann merktan inn á kort sem reið-
leið og að auki vera stikaðan, þrátt
fyrir að vera hvorki merktan sem
reiðleið né sem slóða fyrir vélknúin
ökutæki. Hestamenn voru mjög
óánægðir með umferð vélknúinna
ökutækja og funduðu með sýslu-
manninum á Selfossi vegna málsins.
Varanlegur slóði í náttúrunni
Að mati Héraðsdóms Suðurlands
sem skoðaði ljósmyndir sem teknar
voru úr þyrlunni úr lofti mátti sjá
umræddan slóða greinilega og taldi
dómurinn að meta yrði hann sem
greinilegan og varanlegan slóða í
náttúru Íslands. Ennfremur sagði
lögreglumaður sem vitni fyrir dómi
að vegslóðinn væri augljós í nátt-
úrunni og greinilega ekki nýr. Var
maðurinn því sýknaður af þeim
hluta ákærunnar sem fjallaði um ut-
anvegaakstur en sakfelldur og
dæmdur í sekt fyrir númersleysið á
hjólinu.
Ólafur Helgi Kjartansson segist
munu fara vandlega yfir dóminn og
forsendur hans og fara þess á leit
við ríkissaksóknara að málinu verði
áfrýjað til Hæstaréttar ef ástæða
þykir.
Hjörtur Aðalsteinsson héraðs-
dómari dæmdi málið. Sækjandi var
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu-
maður á Selfossi. Ákærði varði sig
sjálfur fyrir dómi.
Frá 2004 hefur umhverfisráðu-
neytið unnið að gerð vegakorts sem
á að sýna nákvæmlega hvaða slóða
má aka. Einar Sveinbjörnsson, að-
stoðarmaður umhverfisráðherra,
segir að þar sem kortið muni hafa
lagagildi verði það ekki gert nema í
samvinnu við sveitarfélög og með
breytingum á aðalskipulagi þeirra
enda fari þau með skipulagsvald.
Þetta sé ekki einfalt verk því sam-
ráð þurfi að hafa við marga aðila.
Sektaður fyrir að vera ekki með lögboðin skráningarmerki
Sýknaður af ákæru fyrir ut-
anvegaakstur á torfæruhjóli
Í HNOTSKURN
» Sýknan byggðist á þvíað slóðinn var greini-
legur.
» Í umferðarlögum eruengin ákvæði um að slóði
þurfi að vera merktur til að
falla undir skilgreiningu lag-
anna á „vegi.“
» Unnið hefur verið aðgerð korts sem á að sýna
löglega slóða frá 2004.
SÓLVEIG Pétursdóttir
sat fund norrænna
þingforseta í gær í
tengslum við þing Norð-
urlandaráðs. Á fund-
inum skiptust þing-
forsetarnir m.a. á
upplýsingum um starfs-
aðstöðu fjölmiðlafólks í
þjóðþingunum og að-
gang þess að þingmönn-
um. Þá var rætt um að-
stoð við þing í löndum þar sem
lýðræðisuppbygging er í gangi og lýsti
forseti Alþingis því yfir að Alþingi væri
reiðubúið að taka þátt í verkefnum með
öðrum norrænum þingum á þessu sviði.
Forseti Alþingis sagði frá umræðum um
hlerunarmál á Íslandi og kynnti málstað
Íslendinga í hvalveiðum. Ennfremur
skýrði hún frá undirbúningi að breyt-
ingum á ýmsum þáttum þingskapa Alþing-
is og væntanlegu skólaþingi.
Sat fund nor-
rænna þingforseta
Sólveig
Pétursdóttir
SÚ ÁKVÖRÐUN yfirstjórnenda Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss, að fallast ekki á
endurkomu Stefáns E. Matthíassonar yf-
irlæknis, í kjölfar dóms Héraðsdóms, veg-
ur að grundvallarréttaröryggi allra
starfsmanna spítalans. Þá er hún síst til
þess fallin að lægja þá sívaxandi úlfúð og
vantraust sem gætir vegna stjórnsýslu
þessa fjölmenna vinnustaðar.
Þetta segir í ályktun stjórnar Lækna-
félags Reykjavíkur. Í ljósi þessa eru það
eindregin tilmæli stjórnar Læknafélags
Reykjavíkur til yfirstjórnenda LSH að
Stefán verði settur aftur í fyrra starf öll-
um hlutaðeigandi til heilla.
Stefán verði aftur
settur í fyrra starf
ÓKUNNUGUR maður sem tók átta ára
telpu upp í bíl sinn við Rauðavatn á
sunnudag og ók með hana smáspöl er
ófundinn að sögn lögreglunnar. Málið
er í rannsókn en það atvikaðist þannig
að telpan var ásamt vinkonu sinni á
gangi skammt frá Rauðavatni þegar bíl-
inn bar að. Telpan fór upp í bílinn en
vinkonan varð skelkuð og hrópaði á eft-
ir bílnum þegar hann ók á brott. Stöðv-
aði maðurinn þá bílinn og hleypti telp-
unni út.
Sá sem tók telpu
upp í bíl ófundinn
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur sleppt
karlmanni úr gæsluvarðhaldi vegna
nauðgunarmáls sem kom upp 22. október.
Sætir maðurinn grun um að hafa tekið
rúmlega tvítuga konu upp í bíl sinni í mið-
bænum en í stað þess að aka henni á áætl-
unarstað fór hann með hana út fyrir borg-
ina og þröngvaði henni til samræðis.
Kærði hún nauðgunina samdægurs til lög-
reglunnar. Að sögn Harðar Jóhann-
essonar yfirlögregluþjóns var ekki talin
ástæða til krefjast framlengingar á gæslu-
varðhaldinu í þágu rannsóknarinnar, en
krafist var farbanns yfir manninum og
féllst héraðsdómur á kröfuna. Sætir mað-
urinn því farbanni til 13. desember og er
málið enn til rannsóknar. Ekki liggur fyrir
játning í málinu að sögn Harðar.
Sleppt úr haldi en
sætir farbanni
HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi
gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem
hefur játað allmarga þjófnaði og fleiri
brot þar sem dregist hafði að þingfesta
ákæru gegn honum vegna anna hjá Hér-
aðsdómi Reykjaness.
Ákæra var gefin út 9. október en hún
var hins vegar ekki þingfest fyrr en 27.
október. Maðurinn var á sínum tíma úr-
skurðaður í gæsluvarðhald á þeim grund-
velli að hann væri fíkniefnaneytandi í mik-
illi neyslu og fjármagnaði neyslu sína með
afbrotum. Var það mat lögreglu að mikil
hætta væri á því að hann héldi afbrotum
áfram meðan málinu væri ólokið.
Sleppt vegna tafa
hjá dómnum