Morgunblaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 37
Atvinnuauglýsingar
Aðstoðarverslunarstjóri
— Sölumaður
Viljum ráða röskan og drífandi sölumann sem
og aðstoðarverslunarstjóra til starfa sem fyrst
í vel þekktri verkfæraverslun.
Við leitum eftir stundvísum og heiðarlegum
starfsmanni með góða forustuhæfileika, til
starfa hjá traustu, vaxandi fyrirtæki. Við bjóð-
um góð laun, árangurstengd fyrir réttan mann,
með metnað til að auka og efla söluna hjá
versluninni. Sæmileg tölvukunnátta og þokka-
legt vald á ensku nauðsynlegt.
Upplýsingar um fyrri störf og meðmæli sendist
á tölvupósti: vl@simnet.is, sem allra fyrst.
Nonnabiti
óskar eftir reyklausum starfskrafti, í fullt starf
eða hlutastarf. Upplýsingar í síma 846 3500
eða á staðnum, Hafnarstræti 11.
Í Hveragerði
Vinsamlega hafið
samband í síma
893 4694 eftir
klukkan 14.00.
Hagfræðingur
á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands
Seðlabanki Íslands auglýsir laust til umsóknar starf hagfræðings á hagfræðiviði. Hagfræðisvið
annast rannsóknir og greiningu á þróun efnahags- og peningamála, gerir þjóðhags- og verð-
bólguspár og tekur þátt í mótun stefnunnar í peningamálum. Hagfræðisvið hefur m.a. umsjón
með útgáfu ársfjórðungsritsins Peningamála og ensku útgáfu þess Monetary Bulletin.
Verkefni hagfræðingsins verða m.a.:
Almennar rannsóknir, einkum á sviði peninga- og þjóðhagfræði.
Þátttaka í gerð verðbólgu- og þjóðhagsspáa bankans og framþróun líkana til spágerðar.
Tilfallandi verkefni og ráðgjöf á ábyrgðarsviðum Seðlabankans.
Áskilið er a.m.k. meistarapróf í hagfræði og lögð er áhersla á að umsækjandi hafi gott vald
á aðferðum til hagrannsókna og notkun hugbúnaðar til tölfræðigreiningar og hagmælinga.
Umsækjandi þarf að hafa gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði íslensku og ensku, og hæfileika
til að setja fram fræðilegt efni á skýran hátt. Umsækjandi þarf að hafa góða samskiptahæfileika
og vera reiðubúinn til hópvinnu af ýmsu tagi.
Upplýsingar um starfið veitir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur, í síma 569 9600. Umsóknum
skal skilað fyrir 8. nóvember 2006 til starfsmannastjóra Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1,
150 Reykjavík.
Sölumaður óskast
Árgerði ehf. óskar að ráða sölumann til
starfa. Reynsla af sölumennsku og menntun
á sviði hárgreiðslu æskileg. Umsóknir berist
til Árgerðis ehf. c/o ÁMB, Gilsbúð 5, 210 Garða-
bæ eða á tölvupóstfangið argerdi@argerdi.is,
fyrir 6. nóvember 2006.
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Henrik Ibsen
í Norræna
húsinu
Í tilefni af Ibsenárinu 2006:
Fimmtudaginn 2. nóvember kl. 20.00:
„Brúðuheimili“ Henriks Ibsens í uppfærslu
Norska sjónvarpsleikhússins, sýnt á stórum
skjá í sal Norræna hússins. Textað á norsku/
ensku. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!
Föstudaginn 3. nóvember kl. 17.00-19.30:
Málþing um Henrik Ibsen.
Þátttakendur: Brynhild Mathisen stundakennari
í norsku, Gro Tove Sandsmark sendikennari í
norsku, Kári Halldór Þórsson leikari, leikstjóri
og leiklistarkennari, Melkorka Tekla Ólafsdóttir
leiklistarráðunautur, Róbert Haraldsson dósent
í heimspeki, Trausti Ólafsson leiklistarfræðingur.
Fundarstjóri: Per Landrø.
Léttar veitingar í boði Norska sendiráðsins.
Allir velkomnir!
Norska sendiráðið í Reykjavík í samvinnu
við sendikennarann í norsku og
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.
Kennsla
Innritun nemenda
í skólann fyrir vorönn 2007 er hafin!
Umsóknir verða afgreiddar í þeirri röð
sem þær berast!
Skoðið heimasíðuna! www.fg.is
Félagsfræðibraut - Náttúrufræðibraut
Málabraut - Viðskipta- og hagfræðibraut
Fata- og textílhönnun - Myndlist - Tískubraut
Viðskiptabraut - Íþróttabraut
Almenn námsbraut
Starfsbraut 2 - Fjarnám
Ódýr og sérstaklega góð þjónusta. Góð að-
staða til náms! Fullkominn kennslubúnaður,
s.s. öflugar tölvur, góð lesaðstaða, netkaffi
o.fl.
Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 8–15.
Aðstoð við innritun. www.fg.is.
Skólameistari.
Tilkynningar
Deiliskipulag
Indriðastaðahlíð í landi Indriðastaða,
Skorradalshreppi
Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkti
þann 30. október sl. tillögu að deiliskipulagi,
er kallast Indriðastaðahlíð í landi Indriðastaða
í Skorradal. Tillagan var auglýst þann 5. maí
og og lá frammi til kynningar til 2. júní sl. Frest-
ur til að skila athugasemdum rann út
16. júní sl. og barst engin athugasemd innan
þess tíma.
Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofn-
un til athugunar sem mun gera athugasemdir
ef form- og/eða efnisgallar eru á því. Deiliskipu-
lagið hlýtur gildi við auglýsingu í B-deild
Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um deiliskipu-
lagið og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið
sér til skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps,
Ólafs Guðmundssonar.
Grund, 31. október 2006,
oddviti Skorradalshrepps.
Bækur til sölu
Monumenta Typógraphica Islandica 1-6 ób, V-Íslenskar æviskrár
1-6, Heima er best 1.-23. árg., Íslenskur Sögu-Atlas 1-3, Sóknarlýs-
ing Vestfjarða 1-2, Óðinn 1.-32. árg., Almanak Ólafs Þorgeirssonar
1.-60. árg., Grasnytjar 1783, Um Garðyrkjunnar nauðsyn og nyt-
semi 1820, Ódáðahraun 1-3 ób., Njála 1772 1. útg., Njála 1809
2. útg., Njála 1875 K.G, Clavis Poetica, Jarðabók Árna Magnússon-
ar og Páls Vídalíns stök hefti, Safn fræðafélagsins 1-13 ib., árbæk-
ur Espólíns 1-12 ib.lp, Parcival síðasti musterisriddarinn 1-2,
Náttúrufræðingurinn 1.-21. árg., Múraratal og steinsmiða 1-2,
Verkfræð- ingatal 1-2, Dalamenn no. 1, Strandamenn, Sléttu-
hreppur, Ættir Síðupresta, Vestfirskar ættir, 1-2, 1-4, Tröllatungu-
ætt 1-4, nokkrar Árnesingaættir, Viðskipta- og hagfræðingatal
1-3, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Ættartala Bjarna
Hermannsonar, Saga Ísafjarðar 1-4, Bíldudalsminning, Stokkseyr-
ingasaga 1-2, Ættir Þingeyinga 1-4, M.A. Stúdentar 1-5, Vestur
Skaftfellingar 1-4, Deildartunguætt 1-2, Fremrahálsætt 1-2, Skip-
stjóra- og stýrimannatal 1-4, Flateyjarbók 1-4, Fjallamenn, Minn-
ingarmörk í Hólavallargarði, Horfnir góðhestar 1-2, Vefnaður
Halldóra Bj., Skútustaðaætt, Angantýr, Dýraríki Íslands B.G. Þulur
Teadóru Thoroddsen 2. útg., Jarða- og búendatal í Skagafjarðar-
sýslu 1-4, Saga sveitastjórnar á Íslandi 1-2.
Upplýsingar í síma 898 9475.
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100
FRÉTTIR
AGLOW-KONUR í Garðabæ og
Hafnarfirði hafa tekið sig saman
og hafið Aglow-starf. Fundir
verða fyrsta og þriðja hvern
fimmtudag kl. 20.
Aglow-starfið á Íslandi hefur
verið í mikilli útrás sl. mánuði og
hafa þrír nýir Aglow-hópar verið
stofnaðir. Ungar konur hafa
stofnað Ung-Aglow í Grund-
arfirði, á Selfossi og í Garðabæ.
Aglow er kærleiksnet kristinna
kvenna úr öllum kirkjudeildum.
Aglow starfar meðal kvenna í
165 þjóðlöndum og er ein stærsta
kvennahreyfing í heiminum í dag.
Hægt er að kynnast Aglow-
starfinu á heimasíðunum
www.aglow.is eða www.aglo-
w.org.
Í TILEFNI ágætrar greinar Ians
Watsons í Lesbók Morgunblaðsins
sl. laugardag vill ShopUSA koma
á framfæri eftirfarandi at-
hugasemdum:
1. Heimsending er alltaf innifal-
in í afgreiðslugjaldi ShopUSA.
Sendingarkostnaður hjá Amazon-
.com innan Bandaríkjanna er oft
innifalinn. Þetta gerir verðlagn-
ingu ShopUSA enn hagstæðari
fyrir íslenska neytendur.
2. ShopUSA býður sama verð
um allt land, óháð þyngd og rúm-
máli.
3. ShopUSA opnar möguleika á
viðskiptum við seljendur sem oft
bjóða lægra verð en þekktustu
netverslanirnar. Í því samhengi
má benda á nýjar og notaðar
vörur frá milljónum seljenda á
eBay.
4. Reiknivél ShopUSA hefur
auðveldað verðsamanburð og auk-
ið verðsamkeppni á Íslandi. Stað-
reyndin er sú að ShopUSA er hag-
kvæmasti innflutningsmáti fyrir
einstaklinga í langflestum til-
fellum. Í því sambandi má benda á
vefinn www.icelandicpricing.com.
5. ShopUSA skorar á Morg-
unblaðið að láta vinna ítarlegan
og faglegan verðsamanburð á sem
flestum flokkum innfluttra vara.
ShopUSA vill að endingu þakka
Ian Watson fyrir að vekja máls á
hárri verðlagningu á Íslandi.
Athugasmend
frá ShopUSA
Aglow í
Garðabæ
LÝST er eftir vitnum að umferð-
aróhappi á bifreiðaplani við Faxa-
fen 14, þriðjudaginn 31. október sl.
um kl. 12.
Þar varð árekstur með grárri
Lexus jeppabifreið og hvítri Dai-
hatsu fólksbifreið og greinir öku-
menn á um aðdraganda óhappsins.
Þeir sem upplýsingar geta gefið um
mál þetta eru vinsamlega beðnir
um að hafa samband við lögregluna
í Reykjavík.
Lýst eftir
vitnum