Morgunblaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Árnað heilla ritstjorn@mbl.is Tökum ofan silkihanskana ÞAÐ sýnir sig að ekki dugar að taka á brotamönnum með silkihönskum. Af fréttum í kvöld, 30. október, má ráða að fjórir menn hafi gert tilraun til að nauðga konu á kvennasalerni á skemmtistað og skilið eiginmann hennar, sem reyndi að skakka leik- inn, eftir meðvitundarlausan eftir barsmíðar. Ég veit ekki hver viðurlög eru við hrottalegri nauðgun eða -tilraun eins manns, en mér finnst eðlilegt að margfalda refsivist hvers og eins með fjölda þátttakenda, fremur en að deila refsivistinni á hópinn. Ef um útlendinga er að ræða, sem aðeins hafa tímabundið landvist- arleyfi eigum við umsvifalaust að senda þá úr landi. Hefja ætti við- ræður við heimalönd þeirra um að þau sjái um refsingu mannanna, sem í mörgum tilfellum er e.t.v. þyngri en silkihanskameðferð íslenskra laga. Hvaða vit er í að sleppa mönnum, sem eiga yfir höfði sér margra ára (vonandi) refsivist, lausum eftir yf- irheyrslu og greiða fjölda óeinkenn- isklæddra lögreglumanna laun fyrir að vakta húsasund, sem þessir menn athafna sig ekki í á morgun. Er ekki kominn tími til að reyna að láta lögin ekki bitna á réttindum löghlýðinna borgara í stað þess að standa vörð um réttindi þeirra, sem hafa sagt sig úr lögum við sam- félagið. Með þessu er ég ekki að mæla því bót að taka upp pyndingar á föngum eins og tíðkast af trúarofstæk- ismönnum og fleirum austan hafs og vestan. Þótt ég sé ekki almennt fylgjandi mismunun, væri ég alveg til í að fórna jafnréttinu til að konur (og að- eins konur) fengju að bera „pip- arúðabrúsa“ sér til varnar. Í lög- regluríkinu Íslandi er almennum borgurum ekki heimilt að verja sig. T.d. mega almennir borgarar ekki eiga skotheld vesti (það gæti komið til að sérsveitin þyrfti að skjóta þá). Leiðrétti þetta hver sem kann. Þórhallur Hróðmarsson. Týndir þú bíllykli? BÍLLYKILL fannst í miðbænum um helgina. Nánari upplýsingar gef- ur Erla í síma 690 0229. Símon týndist frá Melahvarfi SÍMON, sem er 5 ára gamall silf- urgrár högni, týndist frá Melahvarfi í Kópavogi. Hann er eyrnamerktur 572 og með endurskinsól en ekki merki. Hann hefur ekki sést síðan 23. október sl. Hann er styggur við ókunnugt fólk og ekki víst að hægt sé að ná honum. Ef einhver hefur séð hann í Kópavogi eða á leið til Hafnarfjarðar þá vinsamlega haf- ið samband við Bryndísi í síma 860 8845 eða á: bryndisval@simnet.is Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 90ára af-mæli. Í dag, 2. nóv- ember, er ní- ræður Haraldur Þórðarson, Eikjuvogi 11, Reykjavík. Eig- inkona hans er Ása Kristjáns- dóttir. Þau halda upp á dag- inn með fjölskyldu og vinum. 60ára af-mæli. Sunnudaginn 5. nóvember nk. verður sextugur Snorri Þór Tómasson, bif- reiðastjóri. Eig- inkona hans er Kristjana Unn- ur Valdimars- dóttir. Þau von- ast til að sjá sem flesta vini og vandamenn fanga þessum tímamótum á sunnudaginn í félagsheimili Fáks, Víðidal, milli kl. 17–20. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags- blað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn- @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Víkverja er byrjaðað kvíða fyrir Al- þingiskosningunum í vor um leið og honum hlakkar til að fá að nýta atkvæðisrétt sinn í lýðræðisríki. Ástæðan fyrir kvíð- anum er pappírs- og auglýsingaflóðið sem á eftir að dynja á landsmönnum fyrir kosningar. Nú standa prófkjör flokkana sem hæst, prófkjör eru bara nasasjón af kosningum, en samt eru fjölmiðlar og bréfalúgur þegar út- troðin af auglýsingum frá fram- bjóðendum. Ef pappírinn fyrir prófkjörsslaginn er aðeins brota- brot af því sem verður í kosninga- baráttunni sjálfri hvernig verður þetta þá? Víkverja finnst að það ætti að setja ný lög fyrir næstu Alþing- iskosningar, lög sem banna auglýs- ingar flokkana. Hver flokkur ætti einungis að fá að gefa út einn væn- an bækling í hverju kjördæmi þar sem listi frambjóðenda kemur fram auk þeirra málefna sem flokkurinn leggur áherslu á. Kjós- endur ættu ekki að þurfa meira. Þá gætu þeir sest niður í róleg- heitum heima hjá sér með bækl- ingana, lesið þá spjalda á milli og myndað sér skoðun án annars áreitis. Kjós- endur ruglast þá ekki af fölskum glans- myndum heldur geta ákveðið hvað þeir ætla að kjósa út frá mál- efnum hvers flokks og fyrri störfum. Það er í raun og veru óþolandi að mati Víkverja að hann sem borgari þurfi að sitja undir öllum þessum auglýsingum í fjöl- miðlum, þurfi að taka á móti símtölum frá atkvæðagráðugum stjórn- málamönnum og geti ekki gengið eða ekið frjáls um landið án þess að mæta andlitsmyndum í risa- stærð út um allar trissur. Víkverji leggur til að fyrir næstu Alþingiskosningar spari stjórn- málaflokkar sér „láta allt líta betur út“ peninginn og leyfi kjósendum að mynda sér skynsamlegar skoð- anir út frá málefnunum eingöngu og forði þeim frá leiðinlegu áreiti sem gerir þá eingöngu fráhverfa stjórnmálum. Stórar myndir af stjórnmálamönnum, innihaldslaus slagorð og pappírshrúgur sem þarf að aka í Sorpu fanga a.m.k engin atkvæði frá Víkverja. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is     dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er fimmtudagur 2. nóvember, 306. dagur ársins 2006 Orð dagsins : Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13, 27.) Eins og hvert einasta manns-barn á Íslandi veit eru fimmtudagskvöld Breakbeat.is- kvöld á Pravda. Þessi langlífustu klúbbakvöld Ís- lands hafa verið reglulegur við- burður á dagatali tónlistarunnenda í rúm fimm ár og eru aðstandendur kvöldanna hvergi nærri hættir. Því er í kvöld boðað til dans- iballs á efri hæð Pravda en auk fastasnúðanna Kalla og Gunna Ewok mun pörupilturinn Bjöggi Nightshock líta í heimsókn. Nig- htshock er góðkunningi Breakbeat- .is og vekur jafnan lukku þegar hann stendur vaktina bakvið plötu- spilarana. Plötusnúðalistina hefur hann æft í fjöldamörg ár og hefur hann einn- ig verið iðinn við tónsmíðar en nú nýverið kom út lag eftir hann hjá útgáfufyrirtækinu Intersection Re- cords. Það eru því engir aukvisar sem koma fram á þessu kvöldi og má búast við feiknafjöri að hætti húss- ins.    Fólk folk@mbl.is WWW.HASKOLABIO.ISSTÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS HAGATORGI • S. 530 1919 Varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarinsKVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI MÝRIN kl. 5:50 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12.ára. THE DEPARTED kl. 6 - 9 B.i. 16.ára. THE QUEEN kl. 5:50 - 8 B.i. 12.ára. BÖRN kl. 8 B.i.12.ára. LES MAUVAIS JOUEURS (HINIR TAPSÁRU) kl. 10 B.i.16.ára. BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON BESTA MYND MARTINS SCORSESE TIL ÞESSA SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍMA LES MAUVAIS JOUEURS HINIR TAPSÁRU ÖRFÁAR SÝNINGAR „THE DEPARTED ER EÐAL GLÆPAMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR OG ER ENN EIN RÓSIN Í HNAPPAGAT SCORSESES.“ eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS Munið afsláttinn eee H.J. MBL eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið eeee H.S. – Morgunblaðið eeee DV eeeee Jón Viðar – Ísafold ureyri. Í því berar listamað- urinn meðvitundarlausan líkama sinn en hefur lítið gefið upp um verkið annað en að það marki tímamót og það sé áhorfandans að upplifa það á sínum eigin for- sendum. „Án titils“ er fyrsta einkasýn- ing Curvers eftir að hann skipti eftirminnilega um nafn í byrj- un árs í tengslum við þrjátíu ára yfirlitssýningu sína í Ný- listasafninu. Sýningin stendur aðeins yfir í þrjá daga: Föstudaginn 3. nóv- ember frá 17–20, laugardaginn 4. nóvember frá 14–17 og sunnudaginn 5. nóvember frá 14–17. Næstu helgi frumsýnir CurverThoroddsen nektarverkið „Án titils“ í galleriBOX á Ak-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.