Morgunblaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 43
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 43 menning GEISLADISKUR með upptökum frá afmælistónleikum Bubba Morthens 06.06.06 situr á toppi Tónlistans þessa vikuna. Arn- ar Eggert Thorodd- sen, gagnrýnandi Morgublaðsins, hampaði plötunni á dögunum og hafði meðal annars þetta að segja: „Einn af kostum plötunnar er að allir hnökrar og losaraheit í spilamennsku fá að halda sér. Þetta er því „lifandi“ tónleikaplata, eins og þær eiga að vera. Svitanum, æðinu og taumleysinu er leyft að leka út til okkar sem heima sitjum. Platan – eins og höfundur henn- ar – kemur til dyranna eins og hún er klædd.“ Vel klæddur Bubbi! SÖNGKONAN Bríet Sunna Valdimarsdóttir af Vatnsleysuströndinni vann hug og hjarta fjölda Íslendinga í Idolkeppn- inni síðasta vetur. Bríet náði þriðja sætinu í keppninni og í framhald- inu gerði hún samning við umboðsskrifstofuna Con- cert sem Einar Bárðarson stýrir. Bríet lýsti því marg- sinnis yfir í Idol-Stjörnuleit að hún hefði mikið dálæti á kántrítónlist og söng nokkur kántrílög í keppninni. Platan hennar ber þess skýr merki og áhrif frá amerískum kántríhetjum eins og Dixie Chicks og Leann Rymes eru greinileg á nýju plötunni. Það koma allir með! Í DJÚPUM dal kallast önnur sólóskífa Regínu Óskar og stekkur platan beint í sjötta sætið á Tónlista vikunnar. Regína hefur verið áberandi und- anfarin misseri í ís- lensku tónlistarlífi sem bakrödd fyrir aðra söngv- ara og hljómsveitir en hún hefur leitt bakraddasöng Íslands í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva undanfarin ár auk þess að syngja dúetta með Björgvini Halldórssyni og fleirum. Það var Barði Jó- hannsson sem stýrði upptökum á nýju plötunni en auk hans nýtur Regína Ósk liðsinnis margra af færustu lagasmiðum og hljóðfæraleikurum landsins. Má þar nefna Karl Olgeirsson, Védísi Hervöru, Stefán Hilmarsson, Eið Arnarsson og Guðmund Pétursson. Regína Ósk í himnalagi! NÝ safnplata með lög- um Megasar sem val- inkunnir listamenn leika með sínu nefi er komin út og rýkur beint upp í þriðja sæti Tónlistans. Megas er fyrir löngu orðinn að kanónu í íslenskri tón- listarsögu en til marks um það var svipuð plata soðin saman fyrir um tíu árum þar sem margir ungir tónlistarmenn úr grasrótinni túlkuðu lög Meg- asar á nýstárlegan hátt. Á nýju plötunni, Pældu í því sem pælandi er í, má finna listamenn og hljómsveitir á borð við Hjálma, KK, Ragnheiði Gröndal, Magga Eiríks, Baggalút, Raxon Pax- on, Papa, Pál Óskar og Moniku og Trabant svo einhverjir séu nefndir. Að eilífu Megas!                                                                 !" ## # #$%&#' ()'* #+,-&#.# / #'# #0 . &# #1  (&  #,!&# .2* &#-)#3#/ &#$#4/  3&##!"#3#45(                            -' ,. 00 67 00 D )0!)00   , 66 7#38 9/  ,:  ;366#</ ;.#= 1 #> ? ':#?@A ' #= 9/  !3 B #!/6  4 CC B #<23 ,36# !"/ #;#4 3 ;3#08 9/  ,.#0  $D #, 9/  -#C2/C#3/C 06' 9/  0 #;" EE E F2 #G  0C 3#0  ,:  76H   $ #3I#1#- $H #.#J.# /#(H##. G(#.#4 ; 635 K#:( /# 777 ?"'# //  $3JD# $ ((   5@73 3  !2#L(#33 2#, 3# C3 -3#!/ ;3//#!3//#!3// 0#2# /M#?#3C #C C K  #) * ,# #J:# / #/' <# 3#-#<  +C#G8 # ,C #$ ;>#3(  #.  # / / ! ,: 0/I #!38 ,C #3#, C !#2 $66#J #'#  #6  #76H*                  0 FL#- C 0 ?/  4-+ 0 0 0 0 0 03@,-? 03@,-? 0/   03@,-? ,)" N  0  0 #" 0 < 0./#2  K  #" 0/   #" N  03@,-? N  ?/  76H    Peysur og skyrtur í öllum regnbogans litum, frábært verð. Gæði, fagmennska og gott úrval Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Raðhús á einni hæð auk bílskúrs óskast. Staðgreiðsla í boði. Hentug stærð 125-170 fm. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. RAÐHÚS Á EINNI HÆÐ Á VATNSENDASVÆÐINU ÓSKASTvaxtaauki! 10%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.