Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Síða 1
Hans J. Wegner húsgagnahönn-uður er látinn, 92 ára að aldri.Hann var einn af fremstu hönn-uðum Dana og var þekktur víða um heim fyrir stóla sína. Að sögn Aðalsteins Ingólfssonar, for- stöðumanns Hönnunarsafns Íslands, markar fráfall Wegners nokkur tímamót í danskri hönnunarsögu. „Með honum er horfinn sá síðasti af sexmenningunum sem gerðu Dan- mörku að stórveldi á vettvangi hús- gagnahönnunar á árunum 1950–1965, en nöfn þeirra eru nánast eins og töfraþula: juhl, Jacobsen, Mogensen, Kjærholm, Pan- ton og Wegner.“ Aðalsteinn skrifar grein í Lesbók í dag um Wegner og segir meðal annars frá því að það sem varð til þess að vekja heims- athygli á hönnun Wegners hafi verið sú ákvörðun hins útbreidda bandaríska tíma- rits Interiors að fjalla um Stólinn undir yf- irskriftinni „fegursti stóll í heimi“. Þetta var árið 1950 og Wegner varð heimsfrægur á einni nóttu. Stóllinn var til dæmis notaður í frægum sjónvarpskappræðum Kennedys og Nixons árið 1961. Þar með hafði fyrirbærið „Dan- ish Design“ fest sig í sessi, seg- ir Aðalsteinn. Blöð í Danmörku og víðar hafa minnst Wegners sem eins af fremstu húsgagnahönnuðum heims undanfarna daga. Politi- ken segir að húsgögn hans, einkum stólarnir sem hann sér- hæfði sig í alla sína ævi, hafi komið góðu orði á danska hönnun um allan heim. „Ævi- starf hans kom Danmörku á kortið sem landi gæðahönn- unar,“ segir Politiken og bætir við að gæðin hafi náð allt frá hugmyndinni og samhenginu til efnisins og framsetningarinnar og handverksins í verkum Wegners. Hann hafi þess vegna haft afgerandi menningarleg áhrif. » 13 Sá síðasti af sex meisturum danskrar hönnunar látinn Wegner Erlend blöð hafa minnst Wegners sem eins af fremstu húsgagnahönnuðum heims undanfarna daga. Listaverk eru umlukin aragrúa athugasemda, upplýsinga sem eru svo yfirgengilega háværar að rödd skáldsögunnar eða ljóðlistarinnar heyr- ist varla. Ég lauk við bók Hermans fullur þakk- lætis yfir því hversu fáfróður ég var. Hún veitti mér þögn sem gerði mér kleift að hlusta á tæra rödd þessarar skáldsögu sem er svona fögur vegna þess hve óútskýrð og óþekkt hún er.“ Þannig kemst tékkneski rithöfundurinn Mil- an Kundera að orði í grein um skáldsöguna Svarta herbergi Damoklesar eftir hollenska rit- höfundinn Willem Frederik Hermans en hana telur Kundera vera eitt af best geymdu leynd- armálum evrópskra bókmennta á síðustu öld. Hermans fæddist í Hollandi árið 1921 og lést árið 1995 en síðan hafa landar hans litið á hann sem merkasta skáldsagnahöfund sinn í seinni tíð. Frönsk þýðing á Svarta herbergi Da- moklesar kom út hjá Gallimard-bókaútgáfunni á síðasta ári. » 10 Hollenskt bókmennta- leyndarmál Milan Kundera „Ég lauk við bók Her- mans fullur þakklætis.“ Laugardagur 10. 2. 2007 81. árg. lesbók STJÖRNUSTRÍÐ Í 30 ÁR HIÐ RÉTTA OG SLÉTTA ÆVINTÝRI HÖFÐAR NÚ TIL ANDÚÐAR NÚTÍMAMANNSINS Á SJÁLFUM SÉR » 8–9 Enn einn harmleikurinn í sögu Önnu Nicole Smith » 2 Morgunblaðið/RAX Lay Low „Við vorum svartsýn á þetta, fannst þetta glatað og maður var hræddur um að maður ætti eftir að sjá eftir þessu,“ segir Lay Low um verðlaunaplötu sína í viðtali í Lesbók. » 4-5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.