Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Leikstjórinn Leslie Iwerks er til-nefnd til Óskarsverðlauna fyrir heimildarmynd sína Recycled Life (Endurunnið líf). Hún fagnar til- nefningunni og segist næstum geta fullyrt að enginn hinna leikstjóranna sem tilnefndir eru í sama flokki hafi þurft að ganga í gegnum annað eins og hún við gerð sinna mynda. „Ég er viss um að enginn þeirra hefur þurft að upplifa kóngulær í nærbuxunum sínum, látin börn, dýrahræ og næstum óbærilegan daun við upptökur á myndum sín- um,“ sagði leikstýran í viðtali á dög- unum. Recycled Life fjallar um lífið á stærstu ruslahaugum Mið-Ameríku í Guatemala City. Þúsundir manna, kvenna og barna hafast þar við og hafa gert í margar kynslóðir og draga fram lífið með því að nýta og neyta þess sem aðrir henda í ruslið. Að sögn Iwerks er ástand þess- arra fjölskyldna afar bágborið. „Stundum hurfu börn sporlaust á haugunum í leit að einhverju verð- mætu. Þá var líklegast að þau hefðu kafnað í einhverjum af þeim baneitr- uðu eiturgufum sem uppp úr haug- unum stíga,“ sagði hún. Ef svo fer að Iwerks vinni Ósk- arsverðlaun þann 25. febrúar næst- komandi verður hún þriðji ættlið- urinn í fjölskyldu sinni til að afreka það. Afi hennar, Ub Iwerks, fékk Ósk- arsverðlaun á sínum tíma fyrir Mikka mús, en hann á heiðurinn af því að teikna þessa frægustu mús allra tíma upp á hvíta tjaldið. Faðir Iwerks, Don, fékk svo Ósk- arsverðlaun fyrir æviframlag til tækniframfara í kvikmyndagerð.    Í vikunni birtist grein eftir SharonWaxman í The New York Times þar sem hún gerir að umtalsefni af- kastalítinn feril margra af áhuga- verðustu leik- stjórum síðustu ára. Nefnir hún til dæmis Kim- berley Peirce sem gerði frum- raun sína Boýs Dońt Cry árið 1999. Fyrst í ár er að vænta nýrr- ar myndar frá henni þrátt fyrir að frumrauninni hafi verið mjög vel tekið. Þá nefnir hún einnig Darren Aronofsky sem vann í sjö ár að myndinni The Fountain, sem var slátrað af gagnrýnendum á síðasta ári, en áður hafði hann getið sér gott orð fyrir myndir á borð við Pí og Requiem For a Dream. Þá er ótalinn Spike Jonze sem gerði snilldarverkin Being John Malkovich (1999) og Adaptation (2002) en nýrrar myndar er ekki að vænta frá honum fyrr en á næsta ári. Andstæðan við þessa leikjstóra eru hinir mjög svo framkvæmda- glöðu Robert Altman og Francis Ford Coppola sem rubbuðu af fjölda mynda á fáum árum. Altman gerði eitt sinn sex myndir á fimm árum, meðal annars sína frægustu, MASH, og Coppola kom frá sér Godfather I og II auk annarrar myndar á tveim- ur árum. Ástæðurnar fyrir minni afköstum fyrrnefndu leikstjóranna segir greinarhöfundur geta verið marg- víslegar. Ótti við gagnrýnendur eftir að einu sinni hafi vel tekist er ein ástæðan, að hennar sögn, en einnig geti það verið að sé mynd vel tekið sé það enn meiri áskorun fyrir leik- stjóra að gera enn betur næst. KVIKMYNDIR Spike Jonze Kimberly Peirce Það eina sem maður skuldar almenningi ergóður leikur,“ sagði Humphrey Bogart.„Það eina sem leikari skuldar almenn-ingi er að láta fólkinu ekki leiðast,“ sagði Marlon Brando. Þeir borguðu yfirleitt sínar skuldir. Báðir voru uppaldir við rótgróna innlenda kvikmyndamenn- ingu eða, réttara sagt, kvikmyndaframleiðslu. Þeg- ar íslenska „kvikmyndavorið“ svokallaða hófst fyr- ir rúmum aldarfjórðungi stóðu næstum allir aðstandendur á upphafsreit, handritshöfundar, leikstjórar, fag- og tæknifólk af ýmsu tagi og leik- arar. Nokkrir höfðu lært eitthvað í útlöndum en enginn hafði, eðli málsins samkvæmt, getað nýtt þann lærdóm í bíómyndagerð. Hvort sem það var vegna þeirrar staðreyndar að íslenskir leikarar höfðu takmarkaða reynslu af og menntun í kvik- myndaleik, þótt margir hefðu leikið í sjónvarps- verkum, eða af fjárhagslegum ástæðum, studdust íslenskir leikstjórar fyrstu árin töluvert við ólærða leikara við hlutverkaskipan. Þriðja ástæðan var sú að þeir vildu hafa frjálsar hendur við að velja „and- lit“ og „týpur“ í myndmiðilinn í stað þess að vera bundnir af félagaskrá FÍL. Í endurminningunni setur þetta blandaða leik- araval stóran svip á fyrstu bíómyndir „vorsins“ og raunar er hlutverkaskipan íslenskra bíómynda enn í dag býsna sundurleit á stundum. Líklega er það partur af sjarma myndanna okkar, þótt það geti líka gert þær dá- lítið brokkgengar eða mishæðóttar hvað leikinn varðar. En almennt höfum við undanfarinn áratug séð hvernig viðvaningsbragur, of sterkur leiksviðs- leikur og lausbeislun hafa vikið fyrir agaðri og slak- aðri umgengni við linsuna, eftir því sem leikararnir og leikstjórarnir hafa þjálfast og þroskast með miðlinum. Ég fór að velta fyrir mér íslenskum kvikmynda- leik eftir að hafa séð mynd Ragnars Bragasonar og Vesturports, Foreldra. Mér varð hugsað til upp- skeru síðasta aldarfjórðungs. Hver er eft- irminnilegasti kvikmyndaleikur íslenskra bíó- mynda? Hitt og þetta kom upp úr minningakafinu, sumt óvænt, annað ekki. Sveinn M. Eiðsson, ólærð- ur karakterleikari Hrafns Gunnlaugssonar, sem ófélegur sveitalubbi í Óðali feðranna. Hörkulegt andlit og hvass augnsvipur vígamanns Helga Skúlasonar í Hrafninn flýgur. Vörpuleg hetja, ógæfusamur útlagi Arnars Jónssonar í mynd Ágústs Guðmundssonar eftir Gísla sögu Súrssonar. Stuðmenn og Grýlurnar í Með allt á hreinu sama leikstjóra. Eggert Þorleifsson bryðjandi syk- urmola, sötrandi mjólkurkaffi í Skammdegi Þráins Bertelssonar. „Amatörarnir“ Þórarinn Óskar Þór- arinsson og Eggert Guðmundsson sem hvalfang- arar á þurru landi í Skyttum Friðriks Þórs Frið- rikssonar. Björn Jörundur Friðbjörnsson sem aulalegur flautaþyrill Sódómu Reykjavík eftir Ósk- ar Jónasson. Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín sem heillandi eilífðarpar í Börnum náttúrunnar eft- ir Friðrik Þór. Hilmir Snær Guðnason í 101 Reykjavík eftir Baltasar Kormák. Gunnar Eyjólfs- son í Hafinu eftir sama leikstjóra. Tómas Lem- arquis sem Nói albinói eftir Dag Kára. Gísli Örn Garðarsson sem flæktur ofbeldisseggur í Börn eft- ir höfunda Foreldra. Nína Dögg Filippusdóttir og Ólafur Darri Ólafsson í sömu mynd. Hilmar Jóns- son og Margrét Vilhjálmsdóttir í Blóðböndum eftir Árna Ólaf Ásgeirsson. Þórhallur Sverrisson í Ís- lenska draumnum eftir Róbert I. Douglas og Jón Gnarr í Maður einsog ég eftir sama höfund. Hér er margt sem verður útundan við snögga upprifjun. Og eru þá ónefndir þeir leikarar sem fylla út í flest þau kvikmyndahlutverk sem þeir fá: Þröstur Leó Gunnarsson og Ingvar E. Sigurðsson. Að öðrum ólöstuðum er Ingvar sennilega mesti kvikmyndaleikari okkar. Það er hrein unun að horfa á hann verða að persónum sínum, hvernig hann situr í þeim eða hreyfir sig, bæði vegna þess sem hann gerir en ekki síður vegna þess sem hann gerir ekki, hvort heldur hann þegir eða segir. Góð dæmi um þetta eru í fersku minni úr Foreldrum: Eitt er meistaralega sviðsett í búðarglugga, annað sýnir persónuna í delerandi einsemd í stofunni sinni. Raunar eru systurmyndirnar Börn og Foreldrar sérstök dæmi um hversu margt hefur gerst í ís- lenskum kvikmyndaleik frá árinu 1979, en þá er þess að geta að leikararnir eiga stóran þátt í bæði handritum og framleiðslu myndanna. Við eigum nú fjölda kvikmyndaleikara sem borga skuldirnar sem Bogart og Brando nefndu og vel það. Leikið fyrir íslenskar linsur SJÓNARHORN Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is »Raunar er hlutverkaskipan íslenskra bíómynda enn í dag býsna sundurleit á stund- um. Líklega er það partur af sjarma þeirra, en... Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is Ó hætt er að ætla að talsverð eftirvænting hafi ríkt meðal blaða- manna, gagnrýnenda og annarra áhorf- enda þegar kvik- myndin Ilmurinn: Saga af morðingja var frumsýnd í München í Þýska- landi síðastliðið haust. Þá voru rúm- lega tuttugu ár liðin frá því að sam- nefnd mestsölubók eftir þýska rithöfundinn Patrick Süskind kom fyrst út, en hún hefur síðan selst í rúmlega 15 milljónum eintaka og verið þýdd á tugi tungumála. Bókin varð ekki síður vinsæl hér á landi þar sem hún kom út í íslenskri þýðingu árið 1987. Þegar lesendur Ilmsins rifja upp kynni sín við bókina, er ekki ólíklegt að margræður þefur komi upp í hugann, en eitt af því sem gerir Ilminn svo óvenjulega skáldsögu er það hvernig höfundurinn leggur áherslu á að virkja ímyndunarafl les- andans í gegnum huglægt þefskyn hans. Í bókinni er sögð saga hins ólánsama Jean-Baptiste Grenouille sem fæðist á fiskmarkaði í einu af óæðri hverfum Parísar í 18. öld. Í bókinni er dregin upp sterk mynd af því miskunnarleysi, þeim ömurlega aðbúnaði og þeim óþrifnaði sem ein- kenndi líf almúgans í París á þessum tíma og verður óloftið sem fylgir þeim aðstæðum að mótandi þætti í lífi aðalsögupersónunnar. Jean- Babtiste Grenouille fæðist með of- urnæmt þefskyn og upplifir heiminn fyrst og fremst í gegnum lykt. Harð- ræðið sem hann er beittur á uppvaxt- arárunum gerir hann holan að innan svo að eftir situr aðeins þráhyggju- kennd löngun eftir þeirri örvun og hamingju sem fylgir góðum og sönn- um ilmi. Þegar Grenouille uppgötvar fyrst meyjarilm verður hann ekki samur og hefst handa við að reyna að fanga þennan ilm í vökvaform, og þar með verður til morðinginn sem titill sögunnar vísar til. Süskind neitaði En hvers vegna hefur ekki verið gerð kvikmynd eftir Ilminum fyrr, hvers vegna fyrst nú, rúmum tuttugu árum eftir útkomu bókarinnar? Fjölmargir kvikmyndagerðarmenn og framleið- endur hafa sýnt því áhuga að gera mynd byggða á bókinni, en hnífurinn hefur staðið í kúnni hvað kvikmynda- réttinn varðar. Patrick Süskind hef- ur staðfastlega neitað að veita leyfi til kvikmyndaaðlögunar á bókinni, og hefur gefið þá ástæðu að hann óttist að sögunni verði ekki gerð nægilega góð skil á hvíta tjaldinu. Margir hafa í því sambandi velt fyrir sér hvort bókin sé hreinlega „ókvikmynd- anleg“, en það mun hafa verið nið- urstaða Stanleys Kubrick sem var meðal þeirra leikstjóra sem veltu því fyrir sér að gera kvikmynd eftir bók- inni. Aðrir frægir leikstjórar sem orðaðir hafa verið við verkefnið í gegnum tíðina eru Martin Scorsese, Ridley Scott og Tim Burton, en verk- efnið hefur ekki orðið að veruleika fyrr en nú, og vekur það athygli að Suskind hafi ákveðið að treysta sam- löndum sínum fyrir verkinu, þ.e. þýska framleiðandanum og handrits- höfundinum Bernd Eichinger og leikstjóranum Tom Tykwer sem þekktastur er fyrir kvikmyndina Lola rennt eða Run, Lola, Run eins og hún nefnist á ensku. Raunar hélt Bernd Eichinger fyrst á fund Patricks Süskinds árið 1985 og sóttist eftir kvikmyndaréttinum að Ilminum en hafði ekki erindi sem erfiði. Það hefur því tekið langan tíma að sannfæra höfundinn, en það var ekki fyrr en árið 2000 að Süskind gaf Eichinger grænt ljós. Þar með hófst undirbúningur að einni dýrustu kvikmynd sem gerð hefur verið í Þýskalandi en framleiðslukostnaður hennar mun hafa numið 50 millj- ónum evra. Markið var sett hátt hvað fjármögnun verkefnisins varðar enda má skipa Ilminum í flokk þver- evrópskra framleiðsluverkefna sem leitast á meðvitaðan hátt við að standast Hollywood snúning hvað framleiðslugæði varðar. Leikhópur myndarinnar er alþjóðlegur en helstu leikarar eru hinn upprennandi breski leikari Ben Wishaw sem leik- ur Grenouille, Dustin Hoffmann sem leikur ilmvatnsmeistarann Baldini og Alan Rickman sem leikur föður hinn- ar ilmandi Lauru (Rachel Hurd- Wood), sem Grenouille girnist. Eichinger er ekki óreyndur á sínu sviði, en hann hefur framleitt stór samevrópsk kvikmyndaverkefni með alþjóðlegum kvikmyndastjörnum sem byggð eru á bókum þekktra rit- höfunda, sem margir hverjir hafa fet- að nýjar brautir í samþættingu hefð- bundinna bókmennta og vinsælla „spennubókmennta“. Hér má nefna kvikmyndirnar Nafn rósarinnar, Hús andanna og Lesið í snjóinn. Eichinger er einnig þekktur fyrir að framleiða og skrifa handrit þýsku kvikmyndarinnar Fallið (Der Unter- gang), sem fjallar um síðustu daga Hitlers og vakti gríðarlega athygli og umræður bæði innan Þýskalands og utan. Einkar óviðfelldin persóna En aðlögun Ilmsins yfir í kvikmynda- form er ekki síður krefjandi verkefni að sögn Eichingers sem vann hand- ritið í félagi við Bretann Andrew Birkin og leikstjórann Tom Tykwer. Nokkur vandasöm atriði blasa við þegar í upphafi. Í fyrsta lagi verður aðalsögupersónan Jean-Babtiste Grenouille að teljast einkar óviðfelld- in persóna, jafnvel á raðmorðingja- mælikvarða. Í bókinni er Grenouille raunar lýst á fremur kaldranalegan og ógeðfelldan máta, og er þar sleg- inn tónninn fyrir það ómannúðlega samfélag sem skáldsagan leitast við að draga upp mynd af. Í myndinni má segja að þetta vandamál sé leyst með því að ráða hinn strákslega og fínlega leikara Ben Wishaw í hlut- verk Grenouille, en hann ljær Greno- uille umkomuleysislegt og jafnvel dýrslegt yfirbragð. Í túlkun kvik- myndarinnar minnir Grenouille jafn- vel á mennskan hund, rakka sem sparkað hefur verið í of oft, enda skynjar hann umhverfi sitt eins og hundar gera, þ.e. fyrst og fremst með nefinu. Meginvandinn liggur þó í því að takast á við þá áskorun sem bókin leysti svo snilldarlega, þ.e. að fjalla um og miðla lykt. Virkjun ímynd- unaraflsins til þess að kalla fram lykt er raun lykillinn að þeirri innsýn sem skáldsagan veitir í sálarlíf og þanka- gang aðalsögupersónunnar. Þar bera hinar nákvæmu lýsingar bókarinnar á þeim lyktum sem umlykja fólk í daglegu lífi, og einstakt næmi Greno- uille á ólíkar lyktir og samsetningu þeirra, uppi rökvísi hinnar þrá- hyggjukenndu söguframvindu. En hvernig er lykt kvikmynduð? Um þetta deila þeir sem fjallað hafa um kvikmyndun Ilmsins og eru á mis- jöfnu máli um hvort Tykwer og Eich- inger hafi tekist að fá hvíta tjaldið til þess að ilma. Um þetta geta íslenskir kvikmyndaáhugamenn þó sjálfir dæmt, þar sem Ilmurinn er frum- sýnd hér á landi nú um helgina. Að kvikmynda Ilminn Metsöluskáldsaga þýska rithöfund- arins Patricks Süskind hefur verið kvikmynduð og var frumsýnd í ís- lenskum kvikmyndahúsum í gær. Bókin vakti gríðarlega athygli þeg- ar hún kom fyrst út enda umfjöll- unarefnið sérstakt, óvenjulega þef- næmur morðingi. Hvernig er lykt kvikmynduð? Um þetta deila þeir sem fjallað hafa um kvikmyndun Ilmsins og eru á misjöfnu máli um hvort Tykwer og Eichigner hafi tekist að fá hvíta tjaldið til þess að ilma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.