Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Síða 9
er í Snorra-Eddu eða í Stjörnustríði reynist hið
illa þeim mun hættulegra vegna þess að það er
alls ekki annarlegt þó að það virðist framandi
heldur er það þvert á móti hluti af okkur sjálf-
um.
Þeir þættir myndarinnar sem mér fannst erf-
iðastir þegar ég var ellefu ára hafa síðan reynst
áleitnastir, kennsla Yoda litla, efi og linka Loga
Geimgengils og sú staðreynd að myndin endar
ekki vel. Svo verða nánast ósýnileg straumhvörf
rétt fyrir sögulokin þar sem Svarthöfði horfir á
eftir Loga sleppa úr greipum sér, án þess að
hafa fram að því sýnt á sér snöggan blett. En
þegar sonurinn sleppur frá honum kæfir Svart-
höfði ekki aðmírálinn sem bar ábyrgð á þessu
axarskafti með Mættinum eins og hann hafði áð-
ur gert við forvera hans heldur snýr sér bara við
og gengur burt, aðeins hægari skrefum en vant
er.
Því að annars er Svarthöfði skálmari. Í nýju
myndunum (einkum þeim tveimur seinustu)
skundar hann alltaf eins og hann sé í latínu þar
sem enginn gengur heldur skunda menn ýmist
eða spássera. Þegar hann lendir flugvél stekkur
hann úr henni og hleypur af stað. Þessa óþol-
inmæði þekki ég úr eigin fari og hún á sinn þátt í
aðdráttarafli Svarthöfða þar sem hún er æsku-
merki en með öllu andstæð hinum rosknu jed-
iriddurum sem jafnan eru yfirvegaðir – í því ljósi
er kannski helsti veikleiki fléttunnar í nýju
myndunum að það hafi hvarflað að nokkrum að
Svarthöfði væri efnilegur jedi. En þessi yfirveg-
un er kannski heldur fjarlægari ungum áhorf-
endum myndanna en óþolinmæði Svarthöfða
sem þrátt fyrir vélrænt yfirbragð er líkari þeim
sjálfum. Þess vegna skapar það ákveðin kennsl
þegar Svarthöfði röltir skyndilega rólega í átt að
áhorfendunum, í stað þess að bölva og ragna við
mótlætið, eins og illmenni gera stundum í ein-
földum sögum.
Ég hef líka alltaf verið asmaveikur, eins ósvalt
og það nú er. En eins og allir vita á Svarthöfði
erfitt með andardrátt og hann getur því ekki
læðst aftan að mönnum – sem kemur sér vita-
skuld illa fyrir illmenni. Þegar ég sá nýjustu
myndina var ég sjálfur með asma vegna kvefs.
En ekki aðeins ég heldur líka vélfinngálknið
Grievous hershöfðingi, keisarinn illi og að lokum
Svarthöfði þegar hann fær grímuna. Eitt merki-
legasta einkenni Stjörnustríðs er sannfærandi
asmi sem er sjaldgæfur í kvikmyndum því að
jafnvel í bestu bíómyndum (til dæmis Mót-
orhjóladagbókunum) fá annars ágætir leikarar
ekki sannfærandi asmaköst. Svarthöfði er þar
með eitt af mörgum fötluðum illmennum í af-
þreyingarmyndum nútímans, en það er efni í
aðra sögu.
Þó að Stjörnustríð beinist beint að mér enda
eðli einfaldra sagna að tala beint við mann, þá
veit ég auðvitað að Svarthöfði er ekki með asma
mín vegna heldur hefur þessi veikleiki hans þau
áhrif að skapa almennan patos sem kom að góð-
um notum þegar hann breyttist skyndilega í
hetju í The Return of the Jedi (1983) og í nýrri
myndunum þar sem við eigum að finna okkur í
ungmenni á leið til skuggahliðarinnar. Grunn-
urinn að þessu lokauppgjöri er lagður í þessu
einfalda atriði þegar Svarthöfði gengur hægum
skrefum burt frá glötuðu takmarki sínu –
skemmtilega undirförult og djúpt atriði sem
myndar skarpa andstöðu við verðlaunaafhend-
inguna í lok fyrstu myndarinnar. Í seinasta kafla
upphaflegu bíómyndaþrenningarinnar er svo
merkingu fyrstu myndarinnar alveg snúið á
haus því að þar er Svarthöfði hetjan og bjargar
Loga Geimgengli úr klóm keisarans. Og fyrst
þótti mér meira en lítið óviðkunnanlegt þegar
gríman var tekin af Svarthöfða og hann reyndist
vera frekar venjulegur maður. Því að ég hafði
eins og líklega flestir lagt mann og búning að
jöfnu – eins og hið snjalla íslenska nafn hans
knýr okkur til.
Í raun og veru var Stjörnustríð frá upphafi
texti þar sem allt var öfugt við það sem sýndist í
fyrstu. Vélmennin voru mennsk en mennirnir
vélrænir. Óvætturin var ekki aðeins faðirinn
heldur líka söguhetjan þegar upp var staðið. Það
sem eftir stóð var bygging ævintýrisins. Sagan
hefst þegar illu öflin eru ráðandi en þeim er að
lokum steypt og hið góða erfir landið. Það tók
þrjár tilraunir og í millikaflanum er endirinn
reyndar ekki farsæll heldur aðeins viðunandi.
Samt gerir þetta form ekki sömu kröfur og for-
málinn sem Lucas kvikmyndaði síðar (1999–
2005).
Vondikallinn er með asma
Nýju kvikmyndirnar þrjár falla illa að ævintýra-
formgerðinni að því leyti að frá upphafi liggur
fyrir að þeim lýkur ekki aðeins með sigri hins
illa og falli hins góða heldur lá fyrir að höfuð-
atriðið yrði spilling og fall söguhetjunnar. Þetta
var dregið fram í prýðilegu auglýsingaspjaldi
fyrir fyrstu nýju myndina þar sem aðeins sést
lítill drengur en sá varpar af sér skugga skrímsl-
isins sem við vitum að hann mun breytast í. Eig-
inlega segir þetta spjald söguna ekki síður vel
en allar nýju myndirnar þrjár – í nútímanum er
kynningin stundum betri en myndin.
Nýju myndirnar gera það mjög erfitt að ræða
bálkinn því að með þeim varð fyrsta myndin sú
fjórða en sú fjórða sú fyrsta því að fyrri kaflinn
gerist á eftir þeim seinni – sem raunar er ágætis
óður til miðaldabókmennta þar sem vinsælar
sögur af Örvar-Oddi leiddu til dæmis til þess að
sögur föður hans og afa voru samdar í kjölfarið.
Þegar síðari myndirnar þrjár komu í bíóhús var
ég fullorðinn og tortrygginn (eins og hin fríkin)
og varð fyrir vonbrigðum með myndina sem oft-
ast er kölluð Episode I (1999). Henni var al-
mennt illa tekið og margir sukku djúpt ofan í
fúlismann. Til að láta reiðina ekki eyðileggja
myndaflokkinn í heild sinni var mestri heift snú-
ið gegn talandi Disneykengúru í litlu hlutverki.
En kannski óttuðumst við gömlu áhorfendurnir
að ævintýrið væri úrelt og heyrði til áttunda
áratugnum, eins og appelsínugulu geimbúning-
arnir í fyrstu myndinni. Og vildum ekki láta
reyna á hvort það væri sígilt eða hyrfi einsog
áttundi áratugurinn okkar hafði gert. En auðvit-
að var aðalvandinn að í myndinni er Svarthöfði
tíu ára og barnasálfræði er ekki styrkur amer-
ískra kvikmynda.
Í Attack of the Clones (2002) varð Svarthöfði
unglingavandamál og það gekk upp með hjálp
leikarans sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur
þekktu sem drenginn úr Fíklaskólanum og er
stöðugt í fýlu og reynir ekki einu sinni að heilla
áhorfendur. Leikarinn sem leikur Svarthöfða
ungan (Hayden Christensen) getur oft leikið vel
en hins vegar eiga hefðbundin lögmál um leiklist
illa við í Stjörnustríði og Svarthöfði er mun
áhrifameiri sem goðsagnavera en sem mann-
eskja sem þokkalegur leikari gæti komið til skila
með hefðbundnum leiðum. Það sem þó tekst
sæmilega er að láta áhorfandann smám saman
taka sér stöðu með Svarthöfða og lenda í synda-
fallinu með honum. Það sem seinni kvikmynd-
irnar þrjár eiga að sýna fram á er að hið illa er
ekki lengur faðir okkar heldur við sjálf.
Lokakafli verksins (Revenge of the Sith,
2005) er sérkennilegasta kvikmyndin að því leyti
að hún er varla sjálfstætt verk heldur landa-
mærasaga, eins og kemur fram í lokin þegar
þess er gætt að ljúka sögunni við 28 ára gamalt
upphaf Stjörnustríðs, á tveimur sólum. Allar
nýju myndirnar eiga það raunar sammerkt að
bæta ekki miklu við söguna sem var undir yf-
irborðinu í gömlu myndunum heldur sýna hana
með miklum látum og brauki og bramli sem
raunar er mjög í anda gömlu myndinna. Þeim
tekst líka það ætlunarverk sitt að draga áhorf-
endur sem hafa séð eldri myndirnar inn í eigin
nostalgíu og einkum okkur upphaflegu áhorf-
endurna sem líður eins og barni sem sér fortíð
sína í svip og skilur margt betur sem áður var
óskýrt. Núna skiljum við loksins hvers vegna
Obi-Wan slökkvir á geislasverði sínu árið 1977
(það er auðvitað þessi spásögn um að það séu ör-
lög Svarthöfða en ekki hans sjálfs að koma á
jafnvægi í Mættinum) og hvers vegna Logi
kemst upp með að ljúka ekki þjálfuninni sem
faðir hans féll á (því að það er faðirinn sem á að
sigra keisarann, ekki sonurinn, en Logi lærir
aftur á móti að enginn vinnur neina glímu nema
við sjálfan sig). Þetta eru auðvitað einkum
smærri atriði en fyrir gamla Stjörnustríðsáhorf-
endur er nauðsynleg útskriftarathöfn að sjá
þennan lokakafla og standa í senn frammi fyrir
lífi sínu og dauða enda eru myndirnar sex ævi-
saga í öfugri röð og úr því að það tók þrjá ára-
tugi að gera þær eru þær líka ævisaga okkar
aðdáendanna og færa okkur beint til ársins
1977. Þar eiga nefnilega myndirnar heima og
engin tækni kemur þeim þaðan.
Í nýrri myndunum voru vélmennin höfð með
en þau skipta miklu minna máli, einkum þegar
nær dregur sögulokum og ekki má trufla sam-
band okkar við Svarthöfða. Þó á C3PO eina
átakanlegustu setningu seinustu myndarinnar,
þegar skuggahlið Máttarins umlykur allt og
hann segir: I feel so helpless, í sama tón og við
höfum vanist á að hlæja að í hinum fimm mynd-
unum. En þannig líður sjálfsagt mörgum í hvert
sinn sem þeir sjá Bush Bandaríkjaforseta í sjón-
varpinu. Svo að hláturinn verður holur, eins og í
því vélmenni sem við erum.
Það er eiginlega meira en lítið skrýtið að nú-
tímamaðurinn skuli eiga svona auðvelt með að
samsama sig vélmennum eða svörtu illmenni
með asma. Og ekki síður að hugsjón þessarar
sögu er á hinn bóginn fámennur hópur of-
urmenna, jedireglan sem stendur vörð um lýð-
veldið en er ekki fyrir hvern sem er, heldur
krefst náttúrulegra hæfileika í bland við lærða
þekkingu á Mættinum. Mátturinn er draumur
um búddíska sjálfsstjórn og það eina sem er nú-
tímalegt við þann draum er sú óbeit á tækni-
væddu eðli nútímans sem í honum felst. Hinar
miklu vinsældir Stjörnustríðs stafa því ekki af
því að sagan sé í takt við tímann heldur er hún
einmitt úr öðrum tíma og vegna þess að við er-
um of ófullkomin fyrir jediregluna neyðumst til
að finna okkur sjálf í vélmennum eða í óþreyju-
fullu og spilltu illmenninu. Og hverfa að lokum
inn í svarta búninginn sem síðan er fangelsi
hans. Hann reynist mesti nútímamaðurinn og sá
sem við skiljum best. Fall hans verður því okkar
fall.
Vinsældir Stjörnustríðs eru í raun fremur
þversagnakenndar, eins og nútímamaðurinn yf-
irleitt. George Lucas hefur orðið ríkur og fræg-
ur á að skilja að samtíminn er á móti sjálfum sér
(og raunar líka fyrir að finna upp nýtt hljóð-
kerfi) og velgengni hans sýnir að sennilega er
fátt meira gamaldags í upphafi 21. aldar en að
vera ekki uppsigað við nútímann. Þess vegna
reynir nútímamaðurinn að finna sig í ævintýri
um reglu hinnar fullkomnu sjálfsstjórnar sem
hann á næstum engan möguleika að ná og sem
söguhetjan missir einmitt úr höndum sér þegar
mest á reynir. Nútímamaðurinn virðist vera ófá-
anlegur til að trúa á sjálfan sig – hann reynir
kannski að trúa á draumsýn um hetju í ljósum
júdóbúningi réttumþaðbil að öðlast nirvana en
veit samt af sér illum og föstum inni í svörtu ólíf-
rænu hylki.
mennanna
undinn og vildi ekki hugsa um geiminn en var
nni,“ segir Ármann Jakobsson. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Revenge of the Sith Þriðji kaflinn í Stjörnustríði og síðasta myndin sem gerð var. Þessar seinni
myndir eru ofhlaðnar nýrri kynslóð brellna og jafnast ekki á við fyrri þrennuna, að mati sumra.
Fallið Nýju myndirnar falla illa að ævintýraformgerðinni,
höfuðatriðið er spilling og fall söguhetjunnar.
Return of the Jedi Logi geimgeng-
ill og Hans Óli í lokauppgjörinu.
» Okkur sjö ára áhorfendum fannst örugglega flestum fátt betra
en að Hans Óli og Logi Geimgengill væru verðlaunaðir, eins og
við vonuðumst kannski til að verða sjálf ef við stæðum okkur vel í
skólanum eða á öðrum vettvangi.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 9