Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Árna Tómas Ragnarsson ÍLesbókargrein um daginn fjallaði ég umvanda Íslensku óperunnar, sem felst íhratt minnkandi aðsókn að sýningumhennar. Ég rakti litla aðsókn m.a. til vit- lauss verkefnavals, en á síðustu árum hafa oft verið valdar til sýningar óperur, sem hvergi njóta mikilla vinsælda. Ég benti á að á tiltölulega skömmum tíma hefur árleg aðsókn að meg- inverkefnum Óperunnar, sem að jafnaði eru um tvö á ári, dottið úr 20–30 þúsund manns niður í um sex þúsund. Ég leyfi mér að halda því fram að í hvaða fyrirtæki eða stofnun sem er, flug- félagi eða leikhúsi, hefði slíkt hrun í miðasölu kallað á háværa gagnrýni og kröfu um brýna úr- lausn. Nú hef ég fengið tvær andmælagreinar í síð- ustu Lesbókum þar sem hvorugur aðilinn mót- mælir hruni aðsóknar heldur leitast við að rétt- læta það. Höfundar virðast ekki skilja alvöru málsins og er ég því knúinn til að árétta mál mitt, en vísa a.ö.l. til fyrri greinar (sem lesa má á mbl.is eða musik.is). Tenór talsmaður Óperunnar Tenórsöngvarinn frækni, Gunnar Guðbjörnsson, andmælti mér fyrst. Ég ætla ekki að staldra við margt í grein Gunnars, sem gefur tóninn í upp- hafi með því að segja að: „Leikhús á Íslandi eigi að forðast að einskorða sig við verkefni til gull- tryggðrar aðsóknar.“ Síðan gerir hann lítið úr gildi þess að sýningar fái góða aðsókn o.s.frv. Hann sakar mig um vanþekkingu á óp- erumálum, sem vel má vera rétt. Þó vil ég taka fram að ég fylgdist náið með og tók þátt í rekstri Íslensku óperunnar um 10 ára skeið og öðlaðist við það meiri þekkingu á óperurekstri en bæði núverandi óperustjóri og stjórnarformaður Ís- lensku óperunnar höfðu þegar þeir hófu störf. Ég held raunar að ekki þurfi mikla þekkingu til að átta sig á því að aðsóknartölur skipta miklu máli við rekstur óperuhúsa þótt auðvitað beri að hafa fleira í huga í því sambandi. Í vörn sinni fyrir verkefnavali Íslensku óp- erunnar segir Gunnar að „nauðsynlegt sé að byggja upp nýja kynslóð áhorfenda“. Hann virð- ist telja að til þess sé betur fallið að sýna lítt þekktar óperur á borð við Flagari í framsókn, sem ekki hafa notið almennra vinsælda, en óp- eruperlur á borð við Carmen og La traviata, sem sýndar yrðu í þriðja eða fjórða sinn á Íslandi – á 50 árum! Þessar óperur eru þó enn ásamt öðrum kassastykkjum uppistaðan í verkefnavali flestra óperuhúsa heims. Ég vil líka leyfa mér að benda á að nú eru liðin 22 ár síðan Carmen var sett á svið Óperunnar, 21 ár frá Il trovatore, 15 ár frá Rigoletto o.s.frv. Heilu kynslóðirnar hafa þannig ekki fengið tækifæri til að kynnast þessum meistaraverkum á Íslandi og litlar líkur á því að aðrir hafi þegar fengið sig fullsadda á þeim á meðan framboðið er ekki meira en raun ber vitni. Í niðurlagi greinarinnar mærir Gunnar óp- erustjóra sinn „fyrir það hugrekki að leyfa óp- erunni að fá að vera meira en skemmtun, nefni- lega listform“. Með þessum orðum endurspeglar Gunnar það hugarfar, sem að baki grein hans býr. Ég geri ráð fyrir því að fleirum en mér finn- ist hann þar gera næsta lítið úr þeim listrænu af- rekum, sem unnin hafa verið af íslenskum óp- erusöngvurum og öðru óperulistafólki á Íslandi í rúma hálfa öld; afrekum sem íslenskur almenn- ingur hefur kunnað vel að meta miðað við að- sóknartölur. Minni aðsókn margborgar sig? Fyrir mörgum árum gerði kvikmyndaleikstjór- inn Mel Brooks óborganlega gamanmynd, sem hét The Producers. Í myndinni var sagt frá leik- húsmönnum, sem höfðu komist að því að þeim mun minni aðsókn sem leikrit þeirra fengi því meira myndu þeir græða á uppsetningunni. Þeirra versta martröð var því góð aðsókn. Það var fyndið. Svo virðist sem Íslenska óperan sé nú í þeirri stöðu að þurfa að sýna óvinsælar óperur til að geta haldið sér fjárhagslega á floti með því að hafa sýningar sem fæstar. Nú þekki ég rekstr- artölur Óperunnar ekki mjög vel, en mér skilst að kvöldkostnaður við sýningar á óperum sé talsvert hærri en skili sér til baka með miðasölu, jafnvel þótt uppselt sé. Sem sagt, – því fleiri sýn- ingar, þeim mun meira tap verður á öllu saman. Samkvæmt Gunnari eru 6–12 sýningar „sá fjöldi, sem er fjárhagslega framkvæmanlegur“. Það finnst mér ekki fyndið. Sá hængur er líka á röksemdum Gunnars að ýmsar óperur, sem valdar hafa verið, trekkja svo lítið að oft hefur ekki einu sinni náðst góð sæta- nýting á þessar 6–12 sýningar. Með því að sýna Carmen hefði þó alla vega verið uppselt á 6–12 sýningar í salnum, en ekki hálftómt eða miðar á útsölu! Háar niðurgreiðslur á miðaverði Þetta má líka skoða í öðru ljósi. Á sl. hausti var endurnýjaður samningur Íslensku óperunnar við menntamálaráðuneytið um fast framlag rík- isins til starfseminnar. Óperan mun nú fá um 150 milljónir króna á ári skv. samningnum og hefur framlag ríkisins a.m.k. tvöfaldast á fáum árum. Verkefni Óperunnar eru fyrst og fremst uppsetning á tveimur óperum á ári. Eitthvað smávegis annað er líka gert á vegum Óp- erunnar, sem hefur þó tiltölulega lítinn kostnað í för með sér. Drögum það samt frá rík- isstyrknum sem nemur þriðjungi upphæð- arinnar, þótt yfirdrifið sé. Þá er það einfalt reikningsdæmi að gera ráð fyrir því að hver meginuppfærsla Óperunnar sé niðurgreidd með ríkisframlagi að upphæð a.m.k. 50 milljónir króna. Miðað við þá aðsókn, sem verið hefur að sýningum Óperunnar á undanförnum árum (3– 4000 manns á hverja uppfærslu, innifalið fullt af boðsmiðum og miðar á niðursettu verði) er hver miði niðurgreiddur af opinberu fé með um 10– 15 þúsundum króna. Það borgar sig sannarlega að fara í óperuna! Því má líka bæta hér við að þegar aðsóknartölur eru orðnar lágar er það meira eða minna alltaf sama fólkið sem mætir og nýtur niðurgreiðslnanna. Ég held að ágreiningur minn við stjórn Óp- erunnar um verkefnaval og afleiðingar þess endurspegli ekki aðeins mismunandi listrænar áherslur heldur miklu fremur hitt – hvernig al- menningi sé best þjónað og takmörkuðum fjár- munum sem best varið. Það væri tvímælalaust til bóta fyrir umræðuna að fá opinberaðar tölur um þróun í fjölda sýninga Óperunnar und- anfarin ár, aðsóknarfjölda á hverja sýningu, fjölda seldra miða og hvert sé hlutfall miðasölu í heildartekjum Íslensku óperunnar, sem mig grunar reyndar að hafi farið mjög hratt lækk- andi þrátt fyrir hátt miðaverð. Óperureikningsdæmi Það vill svo til að núverandi óperustjóri var ein- mitt að gera samning við fv. hagfræðiprófessor og núverandi rektor Háskólans í Bifröst um ein- hvers konar hagfræðirannsóknir á menning- unni. Ég vil stinga upp á því að þeir byrji á að reikna saman út eitthvað sem kalla mætti „breytilegar hagstærðir í sambandi við aðsókn að óperusýningum“. Mig langar til að leggja fyrst fyrir þá lítil dæmi og hjálpa svo aðeins til við svörin: a) Ef það kostar 50 milljónir að setja upp óp- eru, sem er sýnd aðeins átta sinnum, hversu mikið kostar þá hver sýning? (Ekki kíkja strax, en svarið er rúmar sex milljónir.) b) En ef það er einnar milljón króna viðbót- arhalli fyrir hvert kvöld sem sýnt er, hvað kost- ar þá hver sýning? (Ekki kíkja alveg strax, en svarið er rúmar sjö milljónir.) c) En ef sýnt er 30 sinnum, t.d. Carmen? (Þetta er miklu erfiðara svo hugsið ykkur vel um!) Nú má kíkja: Svarið er 50 milljónir deilt með 30 sýningum, sem gerir tæpar tvær milljónir króna á kvöldi plús ein milljón í viðbótarhalla á hverju kvöldi, sem gerir þá tæpar þrjár millj- ónir króna í halla á hverri sýningu, sem er þá meira en helmingi minni halli á hverja sýningu en í fyrsta dæminu þar sem sýnt var átta sinn- um. Þannig mætti sýna skemmtilega óperu 30 sinnum fyrir minni pening en tvær leiðinlegar óperur samtals 16 sinnum! Þá yrði hvert sæti ekki lengur niðurgreitt með 10–15 þúsund krón- um eins og nú er heldur með um sex þúsund krónum. Miklu fleira fólk færi í Óperuna og um leið fengju íslenskir óperusöngvarar, kór og hljóðfæraleikarar miklu meira til að fást við en nú er. Sem sagt – allra hagur! Í stuttu máli þýðir þetta að hver óperuupp- færsla, sem fær góða aðsókn (30 sýningar), er miklu ódýrari en sú sem fær litla aðsókn (6–8 sýningar) enda var The Producers gamanmynd, en ekki alvarleg hagfræðigreining frá Bifröst. Þetta ætti nú meirihluti stjórnar Íslensku óp- erunnar svo sem að skilja manna best því þeir voru einmitt valdir til setu í stjórninni sem fulltrúar efnahagslífsins (!), ef ég man rétt. Hin háleita list blómstrar – fyrst nú? Um grein Bjarna óperustjóra ætla ég ekki að hafa mörg orð. Þar leggur hann mér til bæði orð og skoðanir, sem ég hirði ekki um að leiðrétta. Augljóst er af máli hans að hann hefur ekki góða yfirsýn yfir hinn harða óperuheim þar sem kassastykkin eru því miður alltof fá (20–30) og eru t.d. óperurnar, sem hann nefnir, Öskubuska og Brottnámið úr kvennabúrinu, hvorug í þeim hópi; – meistaraverk eins og þau eru nú samt. Bjarni segir m.a.: „Ég held hins vegar að ein- hliða áhersla á fáar vinsælar óperur sé vísasta leiðin til glötunar fyrir óperuhús sem hefur metnað fyrir listformið og ber virðingu fyrir óp- erulistamönnum og óperuáhugafólki. Eins sjálf- sagt og það er að sýna hinar sígildu óperur fyrir nýjar kynslóðir …“ Já, það vantar ekki fínu orðin eins og „list- rænan metnað“ í þessa kalla, en er virkilega hægt að verja allt með svona snakki? Er í lagi að tala svona til þeirra, sem störfuðu við óp- erusýningar á Íslandi í hálfa öld á undan Bjarna? Höfðu þeir þá engan listrænan metnað eða markmið? Og hvað er að marka orð óp- erustjórans þegar – eins og fram kemur hér að ofan – það eru t.d. 21 ár liðið frá síðustu sýningu Carmen og samt er Óperan núna að fara að sýna „nýjum kynslóðum“ lítt þekkta Stra- vinsky-óperu! Sumar listgreinar virðast lifa sæmilegu lífi án þess að vekja áhuga almennings. Þar virðast óháð og „háleit“ listræn markmið ein saman geta ráðið ferð og listamenn fengið í friði að sinna iðju sinni. Afstaða listamannsins er þá hans einkamál, – hann tekur m.a. fjárhags- legum afleiðingum af því að kjósa að höfða ekki til markaðarins. Leikhús og óperuhús hafa hingað til ekki nema í litlum mæli getað leyft sér slíkan „munað“ heldur verið háð aðsókn að miklu leyti enda rekstur þeirra dýr og kostaður að hluta af aðgangseyri og að hluta af al- mannafé. Sömu lögmál ættu að sjálfsögðu einn- ig að gilda um óperuhús á Íslandi, – raunar býð- ur einmitt mannfæðin ekki upp á annað en að sýnd verði verk, sem njóta almenningshylli, – þ.e. kassastykki, í enn ríkari mæli en gert er í erlendum stórborgum. Kassastykki óskast! Hitt er svo annað að flestir myndu kjósa aukna fjölbreytni í sýningavali óperuhúsa, þ.e. að það væri æskilegt að kassastykkin í óperuheiminum væru fleiri en þessar sömu 20–30 óperur og ver- ið hafa í áratugi. Við þennan vanda glíma óp- eruhús úti um allan heim og er erfitt við hann að eiga af því að tónskáldin hafa alls ekki staðið í stykkinu í tæp hundrað ár eða frá því Puccini lauk næstum því við Turandot. Eftir það hefur engin ópera verið samin, sem hægt er að kalla kassastykki, – almenningur sækir nær ein- göngu í óperur frá Mozart til Puccinis. Óp- eruheimurinn er því farinn að minna á safna- heiminn, sumir segja að óperan sé ekki lengur lifandi listform. Það er sem betur fer ekki satt því hún er að því leyti til sprelllifandi að frábær- ir söngvarar halda áfram að koma fram og góð tónlist lifir að eilífu. Ástríðurnar í brjóstum fólks, sem gömlu verkin endurspegla svo vel, hafa líka haldist óbreyttar og því hefur aðsókn að gömlu óperunum aðeins minnkað lítillega í heiminum síðustu árin þrátt fyrir ákafa sam- keppni úr ýmsum áttum. Ég vil í lokin leyfa mér að segja að þegar að- sóknartölur eru skoðaðar þá blasir við að með verkefnavali síðustu ára hefur stjórn Íslensku óperunnar gert harða atlögu að óperuáhuga al- mennings á Íslandi með því að rækta jarðveginn fyrst og fremst fyrir aðeins fáa útvalda. Ég spyr því; er þetta það sem almenningur og yfirmenn menningarmála vilja? Eigum við að reka svona óperustefnu? Fyrir mína hönd svara ég neit- andi. Carmen. Aflabrestur í óperunni! Gamanmynd í Óperunni Í The Producers eftir Mel Brooks var sagt frá leikhúsmönnum, sem höfðu komist að því að þeim mun minni aðsókn sem leikrit þeirra fengi því meira myndu þeir græða á uppsetningunni. Sama lögmál virðist vera haft að leiðarljósi í Óperunni um þessar mundir. Deilan um verkefnaval og stefnumótun Ís- lensku óperunnar heldur áfram. Sá sem hóf umræðuna ritar nú aðra grein þar sem hann heldur því meðal annars fram að Íslenska óper- an sé nú í þeirri stöðu að þurfa að sýna óvinsæl- ar óperur til að geta haldið sér fjárhagslega á floti með því að hafa sýningar sem fæstar. Höfundur er læknir. »Miðað við þá aðsókn, sem verið hefur að sýningum Óperunnar á undanförnum ár- um (3–4000 manns á hverja uppfærslu, innifalið fullt af boðsmiðum og miðar á nið- ursettu verði), er hver miði nið- urgreiddur af opinberu fé með um 10–15 þúsundum króna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.