Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 13 Eftir Aðalstein Ingólfsson adalart@thjodminjasafn.is V ísast telst það ekki til stórtíð- inda þótt gamall snikkari gefi upp öndina úti í Danmörku, en þegar sá hinn sami heitir Hans J. Wegner er ljóst að nokkur tímamót hafa orðið í sögu danskrar húsgagnahönnunar. Með honum er horfinn sá síðasti af sexmenningunum sem gerðu Danmörku að stórveldi á vettvangi hús- gagnahönnunar á árunum 1950–1965, en nöfn þeirra eru nánast eins og töfraþula: Juhl, Ja- cobsen, Mogensen, Kjærholm, Panton og Wegner. En þótt nöfn þessara sex hönnuða séu oft og tíðum spyrt saman þegar kemur að um- fjöllun um ótrúlega velgengni danskrar hús- gagnahönnunar á síðustu öld voru þeir giska ólíkir sem fagmenn og manneskjur. Finn Juhl var þekktur fyrir létt, þokkafull og alla vega „formuð“ húsgögn sem kröfðust töluverðrar tæknilegrar útsjónarsemi; meðal helstu aðdá- enda hans á Íslandi voru húsgagnsmiðirnir og myndhöggvararnir Guðmundur og Jón Bene- diktssynir. Í hönnun sinni var Arne Jacobsen módernisti og fagurkeri fram í fingurgóma, jafnvel á kostnað hagkvæmni og nýtingar þeirra hluta sem hann hannaði. Børge Mo- gensen vann yfirvegað og skipulega að verk- efnum sínum; var t.d. fyrstur norrænna hönn- uða til að ganga út frá vettvangsrannsóknum á brýnustu þörfum nútímafólks. Bæði Sveinn Kjarval og Gunnar H. Guðmundsson sóttu sitthvað í smiðju hans. Poul Kjærholm gekk út frá nytjastefnu eldri nútímahönnuða á borð við Le Corbusier og Breuer í þokkafullum og nákvæmlega hönnuðum stál-, reyr- og leðurhúsgögnum. Meðal lærisveina hans á Íslandi má nefna Halldór Hjálmarsson og Guðmund Benedikts- son. Verner Panton var svo grallarinn í þess- um virðulega hópi, en um leið stöðugt ný- skapandi þegar kom að formgerð og efnisnotkun. Hans J. Wegner var stundum nefndur „völ- undurinn“ í hópnum; ekki vegna þess að starfsbræður hans hafi verið lélegir verk- menn, heldur vegna yfirburða þekkingar hans á öllum þáttum húsgagnahönnunar og fram- leiðslu. Alla trjáviði þekkti hann til hlítar, og vissi því upp á hár hvað hægt væri að leggja á þann efnivið sem hann var með undir höndum hverju sinni. Ennfremur tók Wegner þátt í húsgagnasmíðinni frá upphafi til enda, stóð yfir vinnuvélunum, fór höndum um parta og samskeyti á húsgögnum sínum og ræddi framvinduna við trésmiðina á gólfinu. Senni- lega unnu trésmiðir betur fyrir Wegner en marga starfsbræður hans, þar sem hann var í þeirra augum „einn af þeim“, en ekki fjar- lægur hönnuður við teikniborð einhvers stað- ar í Kaupmannahöfn. Um leið var Wegner fagurkeri, jafnnæmur á stærðir og hlutföll og vinur hans Børge Mo- gensen, auk þess sem tilfinning hans fyrir þrívíddargildi – skúlptúreiginleikum – hús- gagna var ekki síðri en Finns Juhl. Alþýðleg hönnun Alþýðlegt viðmót og hugsunarháttur Weg- ners voru ekki tilbúningur, heldur hluti af upplagi hans. Hann var fæddur í Tönder á Suður-Jótlandi árið 1914, í litlu steinhúsi með hálmþaki, sonur skósmiðs sem þótti ein- staklega verklaginn. Wegner sagði frá því síð- ar að þetta tvennt hefði mótað sig meira í æsku en flest annað. Húsakosturinn á heima- slóðum hans réðst vissulega af efnahag fólks- ins, sagði hann, en um leið „var hann órjúf- anlegur hluti af landslaginu og í fyllsta samræmi við umhverfi sitt og sjálft fólkið“. Þetta samræmi varð honum alla tíð mik- ilvægt. Á verkstæði föður síns lærði Wegner síðan að umgangast verkfæri, bera virðingu fyrir hráefninu og leysa sérhvert verk af hendi af alúð. Wegner valdi sjálfur að læra hús- gagnasmíði, og sveinsstykki sitt, stól, hannaði hann og smíðaði fimmtán ára gamall. Hann útskrifaðist sem húsgagnasmiður árið 1931 og hóf þá nám við Tækniskólann í Kaupmanna- höfn og framhaldsnám við Listiðnaðarskólann þar í borg, þar sem hann var skólabróðir Ís- lendinganna Helga Hallgrímssonar og Skarp- héðins Jóhannssonar. Árið 1938 var Wegner orðinn sjálfstæður hönnuður og fékk þá inni á teiknistofu þeirra Eriks Møllers og Arne Jacobsens, þar sem hann vann m.a. að gerð húsgagna og innrétt- inga fyrir ráðhúsið í Árósum, þar sem er að finna ávæning af þeirri fágun og formfestu sem síðar urðu einkennismerki hans. Sjálfur segir Wegner að á þessum tíma hafi hann fengið mest út úr því að „hreinsa allt ytra trúss, lakk og annað í þá veru, af gömlum stólum til að fá tilfinningu fyrir því hvernig þeir litu út í sinni tærustu mynd“. Meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð tók Wegner út nauðsynlegan þroska sem hönn- uður. Árið 1940 kynntist hann þekktum hús- gagnasmið, Johannes Hansen. Hansen þessi var áhrifamikill og af mörgum talinn eins konar merkisberi danskrar húsgagnafram- leiðslu, sem hann seldi í verslun sinni að Bredgade 65. Hansen þóttist sjá mikið efni í hinum unga Jóta og bauð honum upp á sam- starf sem stóð í tæp þrjátíu ár. Árið 1941 setti Hansen á markað fyrsta stól Wegners og í tímans rás lét hann framleiða öll helstu hús- gögn hans, t.a.m. Páfuglsstólinn (1947), Stól- inn (1949), Kýrhornið (1952), Hengilinn (1953), Nautshornið (1960) og Uxann (1960). Um sama leyti tók Wegner að sér verkefni sem stóð alþýðlegu hjarta hans nærri, nefni- lega að hanna góð og ódýr húsgögn fyrir dönsku „staðalfjölskylduna“, hjón með tvö börn í tveggja eða þriggja herbergja íbúð. Samstarfsmaður hans var Børge Mogensen, og í sameiningu tókst þeim ætlunarverk sitt, að vísu með því að slá ívið meira af hönn- unarlegum metnaði en þeir höfðu áformað. En verkefnið var mikilvægt framlag til danskrar hönnunar og hönnunarumræðunnar á þessari öld. „Fegursti stóllinn er fundinn“ Ekki er fráleitt að halda því fram að þeir Wegner og Johannes Hansen hafi í samein- ingu átt mestan þátt í að koma danskri hús- gagnahönnun á alheimskortið. Segja má að tíðarandinn hafi kynt undir metnaði þeirra: „Okkur fannst heimurinn galopinn og að allt væri hægt,“ segir Wegner um eftirstríðsárin. „Við vildum sanna okkur, búa til hluti sem væru einfaldir og „ekta“, sýna fram á það hvers handverkið væri megnugt, vekja viðinn til lífsins og blása í hann krafti.“ Það sem varð til þess að vekja heimsathygli á hönnun Wegners var sú ákvörðun hins út- breidda bandaríska tímarits Interiors að fjalla um Stólinn undir yfirskriftinni „fegursti stóll í heimi“. Þetta var árið 1950. Segja má að við þetta hafi Wegner orðið heimsfrægur á einni nóttu. Í framhaldinu varð þessi stóll ein af þekktustu útflutningsvörum Dana. Stóllinn hafði ekki sagt sitt síðasta á banda- rískum markaði, því eftir að hann var notaður í sjónvarpskappræðum Kennedys og Nixons árið 1961 fór hann aftur að seljast í stórum stíl í Bandaríkjunum. Þar með hafði fyr- irbærið „Danish Design“ fest sig í sessi fyrir alvöru. Wegner var oft spurður um tilurð Stólsins, og svaraði þá jafnan að hann hefði fyrst og fremst verið lausn á ákveðnum hönn- unarlegum vanda. Hann varð til fyrir „linnu- lausa tálgun og einföldun efniviðarins, við- leitni til að fá það allra mesta út úr fjórum stólfótum, sessu og samtengdum örmum og baki“. Helsti sérfræðingur í húsgögnum Weg- ners, Johan Møller-Nielsen, segir um Stólinn að hann beri ekki með sér „andrúmsloft þriggja-herbergja-hversdagstilveru. Hann er stóll í fyllsta skilningi, sjálfstæður og sterk- ur … í senn ríkulegur og látlaus“. Wegner lagði út af Stólnum með ýmsum hætti mikinn hluta starfsævi sinnar. Rykti hans er því framar öðru tengt því húsgagni. En hann var í senn uppáfinningasamur og óhræddur við að leggja út af gömlum hefðum. Kínverski stóllinn (1944) er hvorttveggja í senn, kínverskur að meginformi og sér- staklega formaður til að styðja við bak nú- tímamannsins. Páfuglsstóllinn er í meg- inatriðum tilbrigði við gamla Windsor-stólinn, en um leið sjálfstætt þrívíddarverk með sterka nærveru. Stálgrindarstóllinn sem Wegner gerði fyrir Getama árið 1950 hefur á sér yfirbragð vísindaskáldskapar og frum- stæðra lifnaðarhátta, sjá síðhærðu lambagær- una sem tilheyrir stólnum. Loks má nefna Uxann, sem sennilega er þekktasti bólstraði hægindastóll vorra tíma, þar sem Wegner fer bil beggja milli virðuleika, þokka og hárfínnar danskrar kímni. „Það er óþarfi að gera allt í fúlustu alvöru,“ er haft eftir honum. „Stund- um er nauðsynlegt að bregða á leik – en í fullri alvöru.“ Eftir Wegner liggur ýmislegt fleira en hús- gögn, m.a. hannaði hann lampa og áklæði. Hann hafði áhrif víða um heim, m.a. var hann einn af kennurum Sveins Kjarval við Listiðn- aðarskólann og setti mark sitt á hönnun ým- issa fleiri Íslendinga, t.d. Helga Hallgríms- sonar, Halldórs Hjálmarssonar og Jóhanns Ingimarssonar (Nóa). Snikkarinn sem kom danskri hönnun á alheimskortið Hans J. Wegner Wegner var stundum nefndur „völundurinn“; ekki vegna þess að starfsbræður hans hafi verið lélegir verkmenn, heldur vegna yfirburða þekkingar hans á öllum þáttum húsgagnahönnunar og framleiðslu. Hann þekkti alla trjáviði til hlítar, segir Aðalsteinn í grein sinni. HANS J. Wegner hönnuður lést í síðustu viku en hann var einn af sex mönnum sem gerðu Danmörku að stórveldi á vettvangi hús- gagnahönnunar á síðustu öld. Höfundur er forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ. Stóllinn (1949) „Stóll í fyllsta skilningi, sjálf- stæður og sterkur … ríkulegur og látlaus.“ Skelin (1963) Skelin var framarlega í hönn- unarsamkeppni í MoMa í New York 1963.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.