Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 15 Eftir Jón B.K. Ransu ransu@mbl.is S jónþingið gekk þannig fyrir sig að skjámyndir af verkum listakon- unnar voru sýndar á tjaldi, þrískipt eftir þemanu; tíma, afstæði og gildi. Rúrí greindi svo frá því sem fyrir augun bar með einstaka inn- leggi frá Laufeyju Helgadóttur, stjórnanda þingsins. Þess á milli spjölluðu þeir Halldór Björn Runólfs- son og Gunnar Árnason við listakon- una auk þess sem gestir utan úr sal komu með fyrirspurnir. Að því loknu var gestum boðið að skoða yfirlit á verkum hennar á tveimur hæðum menningarmiðstöðvarinnar. Var þingið ágætlega sótt og athugavert hve konur voru í miklum meirihluta. Rúrí tilheyrir frekar fámennum hópi íslenskra myndlistarmanna sem taka afgerandi pólitíska afstöðu í verkum sínum og vill listakonan tengja það vissri réttlætiskennd sem hún ólst upp við þar sem hún lærði að standa með þeim sem henni fannst vera misboðið. Rúrí vakti fyrst athygli á áttunda áratug síðustu aldar með róttækum gjörningum eins og þegar hún murk- aði niður Mercedes Benz með sleggju og setti amerísku fánalitina (stars and stripes) í íslenskan þjóðbúning. Þessir gjörningar voru hrein og bein helgispjöll sem deildu á efnishyggju en sýndu jafnframt fram á hverf- ulleika efnislegra gilda. Þessi hverf- ulleiki átti eftir að fylgja verkum Rúríar þótt öllu heimspekilegri og til- vistarlegri spurningar tækju að móta list hennar þegar á leið, eða þegar listakonan hóf meðvitað að velta fyrir sér tengslum manna og jarðar og al- heims. Hverfulleiki og gildi Rústir bygginga sem listakonan vann með um tíma sýna hverfulleika menningar sem hvort tveggja getur eyðst hægt í tíma og/eða í skyndi á stríðstímum. Rústirnar eru gott dæmi um þá tilhneigingu Rúríar að kasta fram fleiri en einum möguleika ásamt skýrum túlkunum og oft með- vituðum þversögnum. Athyglisverður punktur kom frá Halldóri Birni þegar hann nefndi að sér þætti listaverk Rúríar vera í senn rökræn og „su- blime“ (ægifögur) og vísaði þar með til rannsókna hennar á metranum og tilraunum til að taka hið mælanlega og gefa því ómælanlega ásýnd. Metraverk Rúríar byggjast á vanga- veltum um hvort ómælanleg fyr- irbæri, eins og tilfinningar, séu í rauninni til, sbr. vísindahyggju nú- tímans. Með því að setja tommu- stokka í ólíkar formrænar birting- armyndir má segja að hún gefi þessari rökrænu mælieiningu fag- urfræðilegt gildi, þótt deila megi um hvort það heyri undir ægifegurð í þessu tilfelli. Hins vegar kemur ægi- fegurð mjög sterklega fram í verkinu „Glerregn“, þar sem brotið gler hangir úr lofti og maður upplifir eitt- hvað sem er lokkandi og ógnvekjandi í senn. Ægifegurð má líka tengja nátt- úruundrum eins og regnboga, en Rúrí hefur unnið með hverfulleika regnbogans í verkum þar sem hann brennur og bráðnar. Regnbogi er líka þverstæðukennt fyrirbæri. Hann er hverfull en táknfræðilega stendur hann fyrir eilífa ást Guðs á manninum og sáttmála þess efnis. Regnboginn er á sinn hátt andstæður efnishyggju vegna þess að það er ekki hægt að fanga hann eða kaupa en er samt sem áður táknmynd fyrir leit að auði þar sem gullið er við enda hans. Regn- bogi er óstöðugt fyrirbæri en er engu að síður fastur við skynjun hvers og eins. Þ.e. að hver manneskja skynjar sinn eigin regnboga. Ef ég er að ferðast í vesturátt og sé regnboga þá ferðast regnboginn með mér. Ef ann- ar maður ferðast sama veg í austurátt og sér regnboga þá ferðast regnbog- inn líka með honum. Regnboga er hægt að mæla röklega í bylgjum eða riðum en hann fær ekki tilvistarlegt gildi fyrr en í skynjun einstaklings því að manneskja byggir tilvist sína fyrst og fremst á skynrænni upplifun. Fyrirgefning syndanna Náttúruvernd er Rúrí hugleikin og þótti mér merkilegt að hlýða á hana á þinginu tala um jörðina sem lifandi veru og að mannfólkinu beri að lifa í stöðuglyndi með jörðinni. Slíkt við- horf kallar á mikla virðingu fyrir náttúrunni og er þá eðlilegt að áð- urnefnd réttlætiskennd gjósi upp þegar náttúrunni er misþyrmt. Framlag Rúríar á Feneyja- tvíæringnum árið 2003, „Endangered waters“, er það farsælasta í Fen- eyjasögu Íslands. Sýningin hlaut mikla athygli og umfjöllun í alþjóð- legum listtímaritum. Aftur sköruðust rökrænan og ægifegurðin eða mik- ilfengleikinn. Framsetningin minnti á einhvers konar skjalaskáp en þegar skjölin voru dregin út úr skápnum birtust gegnsæjar myndir af fossum sem voru í útrýmingarhættu vegna fyrirhugaðra virkjana, sumir þessara fossa eru nú þegar horfnir, og upp- tökur af fossnið ómuðu í rýminu. Þetta var sjónlistar- og tónlistarverk í senn. Rúrí ber álíka réttlætiskennd gagnvart manneskjunni og nátt- úrunni. Sýningin „Paradís hvenær“ á Kjarvalsstöðum árið 1998 var pólitísk sýning sem fjallaði um óhugnað stríðsástandsins í Júgóslavíu. Við opnun sýningarinnar framdi listakon- an átakamikinn gjörning þar sem hún þreif gólfið í sýningarsalnum á meðan litskyggnur af óhugnaði stríðsins rúlluðu fyrir aftan hana. Konan var þar með að þrífa upp óhugnaðinn og mættust þar þverstæðukennd fyr- irbæri; alúð og grimmd. „Tileinkun“ er síðasti stórgjörn- ingur Rúríar og einn sá magnaðasti. Hann var framinn í Drekkingarhyl á Þingvöllum í fyrra og tileinkaður 18 konum sem voru líflátnar í hylnum fyrir að eiga börn utan hjónabands. Er undursamlega fallegt að sjá lista- konuna í hylnum að bera klæði á þurrt – líkt og móðir sorganna í pieta- stellingu með Krist í faðmi sínum – og raða þeim með lotningu á sjúkra- börur eins og hún sé að biðja þær fyr- irgefningar fyrir hönd íslensku þjóð- arinnar. Þrátt fyrir fegurðina nístir mann óhugnaður, svartur blettur á sögu okkar, sem manni ber að horfast í augu við og ég er viss um að allir geta tekið undir bón um fyrirgefn- ingu er þeir sjá börurnar liggja í röð á grasinu við hylinn. Upptökur af þessum og öðrum gjörningum Rúríar má sjá á sjón- varpsskjám á efri hæð menningar- miðstöðvarinnar. Þar eru einnig nokkur smáverk sem virka sem sýn- ishorn af annars stórhuga fram- kvæmdum listakonunnar og á báðum hæðum hússins má sjá ljósmyndir af skúlptúrum, innsetningum og gjörn- ingum sem listakonan hefur skapað á 33 ára starfsferli. Er sýningin og sjónþingið samhangandi en þótt þinginu sé lokið er vel hægt að njóta sýningarinnar. Sérstaklega ef hugsað er út frá heimildargildi. En eins og listakonan minntist réttilega á eru Ís- lendingar sérlega latir við að skrá myndlist og safna heimildum. Hér er því kjörið tækifæri til að kynnast verkum Rúríar með aðgengilegum hætti. Allavega næstu tvo mánuðina. Morgunblaðið/RAX Rúrí í Drekkingarhyl „Tileinkun“ er síðasti stór-gjörningur Rúríar. SÍÐASTLIÐINN laugardag var haldið sjónþing í Gerðubergi þar sem farið var yfir listferil Rúríar og um leið opnuð sýning á verkum hennar. Yfirskrift þingsins og sýn- ingarinnar, Tími – Afstæði – Gildi, endurspeglar þær vangaveltur sem liggja að baki verkum hennar. Ómælanlegar þver- stæður – Um list Rúríar Moegunblaðið/RAX Jóel Pálsson „Eins og sönn stórstjarna lést Hamlet Gonashvili í ótímabæru slysi við fall úr eplatré á hátindi ferils sins árið 1985 og dregur það síst úr áhrifamætti plötunnar.“ Hlustarinn Hamlet með georgíska söngvaranum Ham-let Gonashvili er plata sem ítrekað hefur ratað í spilarann hjá mér á undanförnum ár- um. Gonashvili var þekktur söngvari og kenn- ari í heimalandi sínu og oft nefndur „rödd“ Georgíu vegna frábærrar túlkunar sinnar á þjóðlögum landsins. Gonashvili var glæsi- menni; karlmannlegur, fágaður og minnti dá- lítið á Omar Sharif í útliti. Með flauelsmjúkri og rembingslausri tenórrödd sinni syngur hann lög um vinnuna á akrinum, vögguvísur, veiðivísur og ástarsöngva í slagtogi við félaga sína í hinum frábæra Rustavi-kór. Einhver óræð og tær fegurð liggur í tónlistinni sem er dáleiðandi í einfaldleika sínum. Það er m.a. haft eftir Igor Stravinski að hann hafi verið sterklega innblásinn af hinum georgíska kór- söng á seinni árum. Eins og sönn stórstjarna lést Hamlet Gonashvili í ótímabæru slysi við fall úr eplatré á hátindi ferils sins árið 1985 og dregur það síst úr áhrifamætti plötunnar. Fyrir áhugasama er hægt að grafa upp tón- listarmyndband með Gonashvili á you- tube.com Jóel Pálsson tónlistarmaður Lesarinn Einhvern tíma á haustdögum náði ég mér íeintak af Book of Longing eftir Leonard Cohen sem út kom 2006. Hér er um að ræða uppsafnaðan ljóðaforða skáldsins frá síðustu tveimur áratugum, en þess var í leiðinni minnst að hálf öld var liðin frá útkomu fyrstu bókar hans. Book of Longing er notaleg bók með myndskreytingum höfundarins og má segja að hann valsi á milli ljóða, söngtexta og smáprósa, en teikningarnar eru flestar úr frumhandritum og ljá verkinu skemmtilegan blæ. Góð bók til að rifja upp gömul kynni af Cohen sem hefur yfirleitt haft sterkari stöðu á tónlistarsviðinu þótt hann sé fyrst og fremst orðsins maður. Ég mæli með Book of Longing fyrir aðdáendur Cohens, líka þá sem ekki hafa gefið bókum hans gaum fram að þessu. Svo er auðvitað viðbúið að bókin veki löngun lesand- ans til að leggja við hlustir í beinu framhaldi og þá er auðvelt að gleyma sér. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur. Aðalsteinn Ásberg Book of Longing er góð til að rifja upp gömul kynni af Cohen sem hefur yfirleitt haft sterkari stöðu á tónlistarsviðinu þótt hann sé fyrst og fremst orðsins maður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.