Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 3 Eftir Úlfhildi Dagsdóttur varulfur@centrum.is F yrir tvö þúsund og fimm hundruð árum varð til goðsögn úr sögulegum atburði, þegar konungurinn Leonídas af Spörtu féll hetjulega í bardaga þrjú hundr- uð valinna manna sinna gegn óvægnum her Persa. Fyrir tæpum áratug skrifaði myndasöguhöfund- urinn Frank Miller myndasöguna 300 byggða á þessari sögu. Og nú hefur kvikmyndagerðarmaðurinn Zack Snyder gert kvikmyndina 300 byggða á þessari bók Millers. Bar- daginn hafði reyndar áður verið kvikmyndaður, sem The 300 Spart- ans, eða Spartverjarnir 300 (1962), og hefur Miller lýst því yfir að sú mynd hafi haft mikil áhrif á sig, áhrif sem birtast ekki aðeins í 300, heldur einnig í öðrum verkum Mill- ers, eins og til dæmis Sin City, eða syndaborgar-bókunum. Þær voru einmitt kvikmyndaðar fyrir tveimur árum af Robert Rodriguez í félagi við höfundinn sjálfan og var sú kvikmynd einna frægust fyrir að vera afar trú fyrirmyndinni, ekki aðeins hvað varðaði söguþráð og samtöl heldur einnig allt útlit og stíl. Sem slík markaði Sin City ákveðin tímamót í kvikmyndun á myndasögu, því yfirbragðið allt var afar myndasögulegt, svo að myndin virkaði á köflum líkt og myndasag- an hefði einfaldlega lifnað við, líkt og í teiknimynd. Það sama á við um 300, en þar velur Snyder sömu leið, kvikmyndar megnið af myndinni með svokölluðum „bláum“ eða „grænum“ bakgrunni, sem síðan er fylltur upp með tæknibrellum. Að auki nýtir hann tæknibrellur til að umbreyta fólki, allt til að halda í sem mest af einkennum myndasögu Millers. Áherslan er á útlitið segir leikstjórinn og viðurkennir að hafa hiklaust hnikað til sögulegum við- miðum til að þjóna sinni sögu (þ.e. sögu Millers) og yfirbragði hennar sem best. Á sömu vefsíðu (imdb.com) lýsir einn áhorfandi myndarinnar sig sérlega ánægðan með hversu vel sé farið með sögu- legar staðreyndir. Eftirmyndir eftirmynda Já, ég gat ekki annað en hugsað til kenninga franska fræðimannsins Jeans Baudrillards meðan ég sat í kvikmyndasalnum og horfði á þetta sjónarspil, sem á margan hátt virk- aði sem eins konar fullkomnun hug- mynda hans um eftirmyndir eft- irmynda sem enda á því að endurskapa sjálfar sig sem frum- myndir. Daginn eftir frétti ég að Baudrillard hefði tapað sinni eigin orrustu gegn krabbameini. Sagan Saga Millers (og kvikmynd Snyd- ers) virðist halda sig nokkuð við þær sögulegu staðreyndir sem þekktar eru, en 300 hefst á því að Leonídas neitar að lúta Persakon- unginum Xerxes og því lýsir sá yfir stríði. En trúarbragðaflækjur valda því að æðstuprestar Spörtu banna Leonídasi að fara af stað með her sinn og því velur hann þrjú hundruð manna sinna til að tefja fyrir óvígu liði Persa í Laugarskarði. Í för með honum slást aðrir grískir herir, öllu óreyndari en útvaldir kappar Spörtu, en þrátt fyrir liðsmuninn tekst Leonídas ætlunarverk sitt; hann stöðvar innrás Persa, en deyr sjálfur í bardaganum. Á meðan, heima í Spörtu, berst kona hans, drottningin Gorgó, sinni eigin bar- áttu, en hana hefur Leonídas gert út til að tala um fyrir þinginu og fá þá til að samþykkja að gera út her. Inn í söguna blandast svo svik og prettir, en Persakonungur hefur látið múta lykilmönnum til að vinna gegn Leonídasi. Átök austurs og vesturs Sagan er sett upp á frekar óvenju- legan hátt af myndasögu að vera, en allar síður eru tvöfaldar að breidd miðað við venjulegt útlit myndasagna og er því hver síða á við eina opnu. Lynn Varley, fyrr- verandi eiginkona Millers, sér um litina líkt og í fleiri verkum hans og á mikinn þátt í vel heppnuðu yf- irbragði myndasögunnar. Litanotk- un hennar er alltaf óvenjuleg og hér notar hún jarðliti í bland við rautt, en skikkjur Sparta eru eldrauðar. Þetta litaval er síðan tekið upp í kvikmyndinni. Eins og ljóst má vera leggja myndasagan og kvikmyndin meira upp úr sjónarspili en mannkyns- sögulegum flækjum, en þó verður ekki hjá því komist að efniviðurinn kalli á ýmsar vangaveltur. Ein þeirra snertir á átökum austurs og vesturs, en hinn sögulegi bardagi er meðal annars álitinn mikilvægur lið- ur í því að vernda Vesturlönd gegn innrás og yfirtöku Austurlanda. Þess má geta að önnur fræg goð- sagnahetja, Vlad Tepes, prins af Rúmeníu, hratt innrás Tyrkja á fimmtándu öld, en bardagar hans hafa einnig verið taldir sögulega mikilvægir af sömu ástæðu og orr- usta Leonídasar. Goðsögn Vlads er þó öllu þekktari en Spörtukonungs, en það kemur ekki til af góðu, því Vlad varð að fyrirmynd aðalsögu- hetju írska rithöfundarins Abra- hams Stokers, í skáldsögunni Dra- kúla (1897). Þessi sögulegi þáttur hefur á síðari árum orðið æ vinsælli eins og skáldsagan Sagnfræðing- urinn eftir Elizabeth Kostova er gott dæmi um, en hún kom út í ís- lenskri þýðingu árið 2005. Ímyndir vesturs og austurs Hér mætti auðveldlega setja kvik- myndina 300 upp sem táknmynd fyrir mótspyrnu hins hetjulega vesturs gegn undirferli austursins og vissulega ýtir hliðarplottið um svikin undir slíkar vangaveltur. En þó er margt sem vinnur gegn slíkri einfaldri pólitískri túlkun á mynd- inni. Sá hluti sem gerist heima í Spörtu er til dæmis mun veikari en sá hluti sem lýsir hetjulegum orr- ustum hinna þrjú hundruð her- manna. Einnig er mikið gert út á það sjónarspil sem fylgir Xerxes, en hann er glæsimenni mikið, ríkulega skreyttur og herir hans eru fjöl- breyttir og ævintýralegir – á stund- um var eins og bardagarnir væru hluti af sögunum í Þúsund og einni nótt. Að þessu leyti minnti stíllinn dálítið á glamúrinn sem fylgdi austrinu í Hringadróttins- kvikmyndunum. Allur þessi glamúr dregur úr þeirri tilfinningu að hér sé raunverulega verið að fjalla um austrið (eða vestrið, ef út í það er farið), heldur virkaði þetta frekar á mig sem enn einn ímyndaleikurinn, við mér blasti ýkt ímynd austursins; draumsýn ævintýrisins. Á sama hátt birtist vestrið sem ímynd, tákngert í karlmennsku Spartverja. Mikið er gert úr því að lýsa því hvernig ungir drengir eru hertir frá barnæsku, aldir upp við stöðuga bardaga til að tryggja að þeir verði miklir kappar, hermenn í húð og hár. Í myndasögu Millers er karlmennskan síðan enn undir- strikuð með því að hafa hermennina kviknakta á stundum – utan rauðu skikkjurnar – með allt lafandi, sem undirstrikar óneitanlega hvers kyns er. Karlmannleg nekt er enn tabú í bandarískum kvikmyndum og því eru leikararnir vandlega dressaðir allan tímann í lendaskýlur úr leðri, en að öðru leyti fá vel þjálfaðir skrokkarnir að njóta sín (enda var myndin úrskurðuð ekta „chick- flick“ af kvenkynsáhorfendum). Myndin hampar þessum þætti hinn- ar hetjulegu karlmennsku af miklu afli og birtist það í löngum hægum senum sem sýna hermennina á göngu, öllu hraðari bardagasenum og svo auðvitað karlmannlegum húmor og tilsvörum. Einn Spart- verjanna horfir til dæmis yfir óvíg- an her Persa og brosir fallega. Skelkaður Grikki spyr hann hvað gleðji svo mjög og Spartverjinn svarar því til að hann hafi lengi dreymt um að hitta fyrir verðugan andstæðing sem væri fær um að fella hann í bardaga. Og að nú virð- ist sá draumur loksins ætla að ræt- ast. Hér fyrirgefst lesendum alveg að hugsa til okkar eigin Íslend- ingasagna-hetja, en samsvaranirnar eru fjölmargar, allt frá bernskum bardagamönnum (Egill Skalla- grímsson!) til aðdáunarinnar á hetjudauða í bardaga. Ný fyrirmynd karlmennskunnar? Þannig má segja að teflt sé á kunn- uglegar klisjur, vestrið er karlgert í spartverskum hetjum og austrið kvengert í skreytingum og und- irferli. Þó væri slík niðurstaða ein- földun, líkt og hin pólitíska vísun. Hér má rifja upp kvikmyndir sem komu fram á níunda áratugnum og skörtuðu vöðvastæltum leikurum á borð við Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone. Myndir þessar gerðu einmitt úr á hetjulega karl- mennsku af ýktustu gerð og voru skilgreindar sem „móðursjúk vöðva- mennska“ af gagnrýnendum, með tilvísun til þess að hér væri á ör- væntingarfullan hátt verið að bæta upp það áfall sem karlmennskan hafði orðið fyrir á tímum kynjajafn- réttis. Kvikmyndin 300 minnir um margt á þessar myndir en þó er sá munur á að örvæntingin er fjarri. Í staðinn stendur hugmyndin um hina hetjulegu karlmennsku eftir sem hrein ímynd, hugmynd sem á heima í kvikmynd sem er gerð eftir myndasögu sem er innblásin af kvikmynd sem er byggð á goðsögu um sögulegan atburð. Hvort þessi ímynd hetjunnar sem birtist í 300 á síðan eftir að verða að nýrri fyr- irmynd, eða frummynd karl- mennskunnar, er síðan spurning sem ekki verður svarað hér. Karlar í krapinu Courtesy of Warner Bros. Ent. Útlitið Áherslan er á útlitið segir leikstjóri 300 og viðurkennir að hafa hiklaust hnikað til sögulegum viðmiðum til að þjóna sinni sögu sem best. Kvikmyndin 300 var frumsýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar í gær. Myndin er byggð á sam- nefndri myndasögu Franks Millers en hún byggist á goðsögninni af því þegar konungurinn Leonídas af Spörtu féll hetjulega í bardaga þrjú hundruð valinna manna sinna gegn óvægnum her Persa. » Í staðinn stendur hugmyndin um hina hetjulegu karlmennsku eftir sem hrein ímynd, hugmynd sem á heima í kvikmynd sem er gerð eftir mynda- sögu sem er innblásin af kvikmynd sem er byggð á goðsögu um sögulegan atburð. Höfundur er bókmenntafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.