Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Síða 8
ur. Árið 2003–04 spiluðu hljómsveitirnar fyrir 28 milljónir áheyrenda. Ennfremur er fullyrt að bandarískar sinfóníuhljómsveitir hafi sýnt fram á 8% hagnað á ársgrundvelli 2003–2004 meðan að kostnaðaraukningin hljóðaði upp á 7%. Hér skal þó áréttað að rit þetta er gefið út með það fyrir augum að styrkja ímynd sinfóníuhljómsveita í Bandaríkjunum og hugsað sem andsvar við nei- kvæðum niðurstöðum ýmissa rannsókna og kannana, á borð við sænsku úttektina, sem komið hafa fram á síðustu árum. Breið skírskotun SÍ Ef litið er til talna um áheyrendur SÍ á árunum 1992–2004 verður þróunin að teljast mjög já- kvæð. Á þessu tímabili hefur greiðandi gestum fjölgað úr 17.553 í 31.824. Samkvæmt stefnu- mörkun SÍ fyrir 2004–09 sem unnið var að starfs- árið 2001–02 er „stefnt að því að fjöldi áheyrenda aukist umtalsvert á tímabilinu 2004–2009; úr 26.500 seldum miðum starfsárið 2002–2003 í um 31.000 á starfsárinu 2008–2009“. Hljómsveitin hefur nú þegar náð þessu markmiði sínu. Raunar náðist það strax starfsárið 2003–04, þegar fjöldi greiðandi tónleikagesta var 31.824. Í ljósi þess má spyrja hvort hljómsveitin þurfi ekki setja sér há- leitara markmið þar sem hún undirbýr nú flutn- inga í nýtt tónlistarhús með helmingi stærri tón- leikasal. Þessar tölur sýna þó glöggt að SÍ hefur breiða skírskotun og hefur tekist að auka umtals- vert við áheyrendafjöldann á síðustu árum. Eins og sést á misvísandi tölum frá Bandaríkj- unum og Svíþjóð, jákvæðum áheyrendatölum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og varnaðarorðum fólks í bransanum á borð við Evelyn Glennie og Norman Lebrecht fer tvennum sögum af raun- verulegum áhuga almennings á sinfónískri tónlist og tónleikum. Heimildum mínum ber þó saman um að almennt séu sinfóníuhljómsveitir ekki að tvöfalda áheyrendafjölda sinn á milli ára. Það virðist vera ærið verkefni fyrir þær að halda í horfinu með þrotlausum og markvissum sam- skiptum við áheyrendur. Það er því ljóst að róður Tónlistarhúsið Salurinn verður viðarklæddur og tekur 1.800 manns í sæti. Þar verða tónleikar með Eftir Örnu Kristínu Einarsdóttur arna@b11.cc T ölvugrafískar myndir af fyr- irhuguðum sal Tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavík sýna okkur troðfullan sal af prúðbúnu fallegu fólki og hljómsveit á sviði. Þessi mynd framkallar fiðring í magann og tilhlökkun því loksins, loksins mun tónlistin eignast hús yfir höfuðið og Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) heimili sem sómi er að. Um þessar mundir spilar SÍ fyrir að með- altali 600 manns í sal sem rúmar rétt um 900. Sal- ur nýja tónlistarhússins mun hins vegar taka 1.800 manns í sæti. Allir sem reynt hafa þekkja muninn á því að spila fyrir fullum sal eða hálf- tómum. Sá munur getur haft mikil áhrif á flutn- inginn og tónleikaupplifunina í heild. Í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu verða þrír salir sem liggja hlið við hlið, tónleikasalur sem tekur 1.800 manns, æfingasalur fyrir 450 manns og ráð- stefnusalur sem rúmar 750 manns auk 180 manna salar á neðri hæð. Gert er ráð fyrir að ýmis starf- semi geti átt sér stað í sölunum samtímis án trufl- unar. Einnig er hægt að nýta allt rýmið fyrir stærri viðburði. Æfingaaðstaða verður fyrir hljóðfæraleikara og minni hópa, upphit- unarherbergi, hljóðfærageymslur, búnings- herbergi, skrifstofur, fundaherbergi og fleira. Í dag nýtist neonlýst gluggalaus kaffistofa hljómsveitarinnar sem upphitunarherbergi fyrir tónleika. Á kvennasnyrtingunni fara konurnar í kjólana og hrúgast fyrir framan spegilinn til að setja á sig varalit og spreyja hárið. Aðstaða karl- anna er með svipuðu móti. Þegar komið er upp á sviðið blasir við hljóm- sveitinni bíósalur hannaður með það fyrir augum að sýna kvikmyndir með græjurnar í botni. Hvers eiga strengjahljóðfæri að gjalda við slíkar aðstæður? Og þó svo að hljómurinn sé ekki al- slæmur á sviðinu sjálfu, þá er það áfall fyrir hljóð- færaleikarana að setjast út í sal og átta sig á því að öll sú mikla vinna og alúð sem lögð er í tónlist- arflutninginn berst ekki lengra en fram í miðjan sal. Þetta hefur verið aðstaða SÍ síðan hún flutti úr Þjóðleikhúsinu árið 1961. Það er því löngu tíma- bært að hljómsveitin komist í viðunandi húsnæði þar sem hún hefur möguleika á því að dafna og blómstra enn frekar. 25% fækkun í Svíþjóð En þrátt fyrir tilhlökkunarfiðring yfir því að draumurinn um tónlistarhúsið sé nú loks að verða að veruleika örlar líka á kvíðabeyg. Á sama tíma og SÍ undirbýr flutning í helmingi stærri sal ber- ast fréttir utan úr heimi um fækkun tónleikagesta á sinfóníutónleika. Í nýlegri úttekt, sem sænska menntamálaráðuneytið lét gera á stöðu rík- isstyrktra sinfóníuhljómsveita þar í landi, er dregin upp afar dökk mynd. Þar kemur fram að á árunum 1998–2003 hafi áheyrendum fækkað um 25%. Í úttektinni er bent á að ef sú þróun héldi áfram, án aðgerða, muni ekki nokkur hræða vera eftir í sænskum tónleikasölum árið 2018. Skýrslan olli töluverðu umróti í sænsku menn- ingarlífi þegar hún kom út í mars 2006 en í henni er bent á þá þversögn sem kemur fram í þróun á starfsumhverfi sænskra sinfóníuhljómsveita und- anfarin ár. Aldrei áður í sænskri sögu hefur jafn- mikið verið flutt af sinfónískri tónlist. Aldrei áður hafa jafnmargir hámenntaðir tónlistarmenn verið útskrifaðir úr tónlistarháskólum sem jafnframt hafa aldrei verið fleiri. Aldrei hafa sjálfstætt starfandi tónlistarmenn heldur verið fleiri. Á sama tíma hefur tónleikagestum fækkað umtals- vert á milli ára. Þetta misræmi í þróun framboðs og eftirspurnar gerir það að verkum að upp er kominn ákveðinn óróleiki innan stéttarinnar. Að mati breska tónlistargagnrýnandans og rit- höfundarins Norman Lebrecht eru Norðurlöndin fimm árum á eftir þeirri neikvæðu þróun sem hefur átt sér stað annars staðar í hinum vestræna heimi og lýsir sér í því að sinfóníuhljómsveitir verða að takast á við þær staðreyndir  að áheyrendum fækkar stöðugt,  að möguleikar til þess að útvega styrki hafa skroppið saman,  að launa- og rekstrarkostnaður eykst sífellt,  að plötu- og diskaútgáfa er af skornum skammti og  að tækifærum til alþjóðlegra tónleikaferða hef- ur fækkað. Hlutverkið endurmetið Lebrecht bendir á að Norðurlöndin hafi mögu- leika á að forða sér undan þessum voða með því að taka af skarið og endurmeta og skilgreina hlutverk sinfóníuhljómsveita í nútímasamfélagi. Á þeim nótum er nýlegt opið bréf sem skoski slagverksleikarinn Evelyn Glennie ritar til for- svarsmanna sinfóníuhljómsveita og rakið var hér á síðum Morgunblaðsins fyrir stuttu. Þar vekur Evelyn athygli á þeirri staðreynd að sinfón- íuhljómsveit með framúrskarandi hæfileikaríkum tónlistarmönnum á í mestu erfiðleikum með að fylla 1.000–2.000 manna sali þótt miðaverði sé stillt í hóf. Á sama tíma fer þokkalega hæfi- leikaríkur unglingur létt með að fylla 50.000 manna íþróttaleikvang þótt miðar séu á upp- sprengdu verði. Evelyn er þeirrar skoðunar að hinn klassíski heimur hafi ekki lengur efni á því að líta fram hjá því hvað áheyrendur vilji og það sé hlutverk sinfóníuhljómsveita að þjóna þeim. Þekking á markaðnum Eitt af grundvallaratriðum í markaðssetningu er að þekkja markaðinn. Að vita eftir hverju kaup- andinn er að sækjast og hverjir eru mögulegir kaupendur. Eina leiðin til að átta sig á þörfum neytandans er að kanna hug hans. Gerðar hafa verið tvær kannanir á síðustu árum fyrir Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Markaðsrannsókn sem SÍ fól Gallup að gera árið 2002 og áskrifendakönnun sem ABS Fjölmiðlahús gerði árið 2004. Sam- kvæmt markaðsrannsókn Gallup 2002 sögðust um 29% þeirra 47%, sem aldrei höfðu farið á tón- leika hjá SÍ, hafa mikinn áhuga á að fara. Í mark- hópagreiningu Knight Foundation sem gerð var árið 2000 á markaðssvæði 15 bandarískra sinfón- íuhljómsveita kemur fram að takist hljómsveit- unum að ná til aðeins helmings þeirra sem segj- ast vera mjög áhugasamir um klassíska tónleika en hafa ekki látið verða af því að fara myndi áheyrendahópur hinna bandarísku hljómsveita tvöfaldast. Fyrir síðustu jól var kynnt markaðsátak sin- fóníuhljómsveitarinnar undir nafninu Fyrsti konsert er frír. Þar stendur áhugasömum aðilum, sem aldrei hafa áður komið á tónleika, til boða ókeypis miði. Að sögn Sváfnis Sigurðarsonar, kynningarfulltrúa SÍ, hafa um 1.000 manns skráð sig og um 600 manns fengið boð um að koma á tónleika. Ekki liggur fyrir hversu margir hafa þegið boðið. Að sögn Sváfnis er tilgangurinn með átakinu sá að ná til þeirra sem standa fyrir utan hinn hefðbundna áheyrendahóp. Hér skiptir eft- irfylgnin öllu máli sem leið til að kynnast ein- staklingum innan þessa hóps nánar, kanna hvað vekur áhuga þeirra, eftir hverju þeir sækjast og með hvaða hætti hægt sé að tryggja að þeir komi aftur. Þó gildir einu hversu öflug og markviss mark- aðssetning er sé áhugi á klassískri tónlist ekki fyrir hendi í samfélaginu almennt. Rannsóknir sýna með afgerandi hætti að tengsl eru milli tón- listaruppeldis og þess að hafa áhuga á klassískri tónlist og að tónlistarmenntun og -fræðsla er undirstaða þess að viðhalda áhuga á klassískri tónlist. Bandarískar sveitir í sókn Þó svo að sænskar og evrópskar sinfón- íuhljómsveitir glími við áheyrendakreppu virðist sú staða almennt ekki vera raunin í Bandaríkj- unum ef marka má rit sem samtök sinfón- íuhljómsveita í Bandaríkjunum (The American Symphony Orchestra League) gáfu út árið 2005 undir nafninu Music Matters. Þar kemur fram að síðasta áratuginn hafi bandarískar hljómsveitir leikið fyrir fleiri áheyrendur en nokkru sinni áð- Sinfónían í takt við Í FEBRÚAR síðastliðnum útskrifaðist Arna Kristín Einarsdóttir með meistaragráðu í menn- ingar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Rannsóknarritgerð hennar bar yf- irskriftina Sinfónían í takt við tímann. Kveikjan að ritgerðinni var spurningin um það hvernig Sinfóníuhljómsveit Íslands muni farnast í nýju og langþráðu húsi þar sem hennar bíður helm- ingi stærri salur en í Háskólabíói. Arna Kristín gegndi stöðu 2. flautu SÍ 2000–2004 og þekkir greinarhöfundur því vel til aðstæðna. Greinin er byggð á meistararitgerð Örnu. 8 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.