Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Síða 9
» Heimildum
mínum ber þó
saman um að al-
mennt séu sinfón-
íuhljómsveitir
ekki að tvöfalda
áheyrendafjölda
sinn á milli ára.
Það virðist vera
ærið verkefni
fyrir þær að
halda í horfinu …
tónlist af öllum gerðum.
SÍ gæti orðið þungur sé tekið mið af hinu al-
þjóðlega umhverfi. Í raun er það gríðarleg bjart-
sýni að gera ráð fyrir að hljómsveitin eigi mögu-
leika á að tvöfalda eða jafnvel þrefalda
áheyrendafjölda sinn í nýju húsi.
Ekki nóg að bíða
Umræðan um stærð tónleikasalarins hefur verið
áberandi í íslenskum fjölmiðlum undanfarið. Hún
hófst með grein sem verkfræðingurinn Ólafur
Hjálmarsson ritaði og birtist í Lesbók Morg-
unblaðsins 9. desember síðastliðinn. Þar setur
Ólafur fram gagnrýni á stærð salarins út frá
hljómburði og ómtíðni. Hann gagnrýnir að sal-
urinn skuli hugsaður og hannaður bæði fyrir tal-
að mál og tónlist og segir að tæknilegar tilfær-
ingar með breytingar á ómtíma dragi úr gæðum
hljómburðarins. Þar sem ég hef engar fræðilegar
forsendur til að meta tæknilega útfærslu á saln-
um legg ég ekki dóm á þessar athugasemdir hér.
Hins vegar segir Egill Ólafsson í svargrein sinni
16. desember að ekki þurfi að hafa áhyggjur af
því að salurinn sé of stór utan um áheyrendur SÍ
þar sem verið sé að reisa hús til næstu 100 ára. Í
framtíðinni eigi frítími fólks eftir að aukast – bæði
með tilliti til hlutfallsfjölda þeirra sem komast á
eftirlaun innan fárra ára (baby-boom-kynslóðin)
og eins almennrar hagsældar.
Þetta er sjónarmið sem ég tel afar varasamt
þegar litið er til áheyrendaþróunar almennt.
Þannig benda rannsóknir National Endowment
for the Arts (NEA) í Bandaríkjunum til þess að
skýr kynslóðaskipti séu á milli aðsóknar á hinar
mismunandi listgreinar. NEA skiptir úrtaki sínu
í fimm minni þýði:
Krepputímabil – fædd 1926–1935
Önnur heimsstyrjöldin – fæddir 1936–1945
Fyrra tímabil „barnakúfsins“ (baby boomers)
– fæddir 1946–1955
Seinna tímabil „barnakúfsins“ – fæddir 1956–
1965
Barnalægð – fæddir 1966–1976
Samkvæmt NEA tilheyra flestir tónleikagestir
kynslóðinni fæddri 1936–1945 en fæstir Barna-
lægðinni, það er yngstu kynslóðinni. Yngsta kyn-
slóðin sækir hins vegar frekar listasöfn en hinar
eldri, sem er allrar athygli vert í sjálfu sér.
Miðla þarf listinni
Að mati Bonita M. Kolb, höfundar Marketing for
Cultural Organisations, er engan veginn nóg fyrir
menningar- og listastofnanir að bíða í rólegheit-
um eftir því að aldurinn færist yfir yngri kynslóð-
irnar til að ná í áheyrendur. Hafi það ekki verið
partur af reynsluheimi einstaklinganna að sækja
tónleika eða hlusta á klassíska tónlist eru afar litl-
ar líkur á því að það muni verða hluti af lífi þeirra
þegar aldurinn færist yfir. Eina svarið við þessu,
að mati Kolb, er að finna leið til að miðla listinni
með þeim hætti að það kveiki forvitni yngri kyn-
slóðanna og opni fyrir þeim nýjan heim. Sígild
tónlist þarf að heyrast, finnast og sjást eins og
aðrar tónlistartegundir í fjölmiðlum og á almenn-
um vettvangi. Þar liggur vaxtarbroddurinn sem
getur með tímanum leitt til fjölgunar áheyrenda.
Rannsóknir Kolb renna stoðum undir þá skoð-
un að mikilvægt sé fyrir sinfóníuhljómsveitir að
leggja sitt af mörkum til tónlistaruppeldis. Því
miður er SÍ er langt frá fræðslumarkmiðum sín-
um. Þannig kemur fram í stefnumótun hljóm-
sveitarinnar að á árinu 2009 muni 14.189 skóla-
börn hlýða á tónleika hljómsveitarinnar. Árið
2004–05 hafði heimsóknum skólabarna hins vegar
fækkað úr 9.000 í 7.600 en það starfsár hafði verið
stefnt að því að 13.635 börn kæmu á tónleika
hljómsveitarinnar. Að sögn Þrastar Ólafssonar,
framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar, er ástæð-
an sú að ekki hefur fengist nægilegt fjármagn til
þessa þáttar. Sérstakur fræðslufulltrúi hljóm-
sveitarinnar var ekki ráðinn inn fyrr en sl. haust
þótt stefnt hafi verið að því mun fyrr.
Huga þarf að grunninum
Með byggingu Tónlistarhússins er horft til fram-
tíðar. Vonir standa til þess að húsið verði ein
helsta bygging landsins og kennileiti Reykjavík-
urborgar líkt og óperuhúsið í Sydney. Ríki og
borg gerðu með sér samkomulag árið 2002 um að
leggjast á eitt í því að standa að byggingu tónlist-
ar- og ráðstefnuhússins. Nauðsynlegt er að op-
inberir aðilar horfi jafnframt til lengri tíma, fjár-
festi í framtíðinni og standi vörð um
tónlistarmenntun í landinu eigi starfsemi hússins
að blómstra og snúast um meira en ráð-
stefnuhald.
Á þessu sviði er víða pottur brotinn. Taka má
sem eitt dæmi af mörgum að öllum börnum í 1.–8.
bekk ber samkvæmt lögum að fá tónmennta-
kennslu einu sinni í viku. Úttekt Fræðslu-
miðstöðvar Reykjavíkur (nú menntasviðs
Reykjavíkurborgar) sem gerð var árið 2003 sýnir
að einungis 8% skóla á Reykjavíkursvæðinu upp-
fylla þetta lögboðna skilyrði. Flestir skólar hætta
tónmenntakennslu eftir 4.–6. bekk og einungis
um helmingur skóla á landinu býður yfirhöfuð
upp á tónmenntakennslu. Á síðustu árum hafa
jafnframt staðið yfir harðvítugar deilur milli
sveitarfélaga og ríkisins um kostnaðarskiptingu
vegna tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. Deil-
urnar hafa raskað starfi tónlistarskóla umtals-
vert. Um leið og hið mikla Tónlistar- og ráð-
stefnuhús rís, eins og stór ískristall upp úr
sjónum, til vitnisburðar um hið þrautseiga tón-
listarlíf sem þrifist hefur hér á norðurhjara ver-
aldar þarf að huga að grunninum. Ríki og borg og
helstu máttarstólpar klassískrar tónlistar á Ís-
landi þurfa að taka höndum saman um að stórefla
menntun og miðlun svo að hið tignarlega tónlist-
arhús megi iða af lífi á komandi árum.
Í næstu grein verður fjallað um reynslu Hallé
Orchestra í Bretlandi og Los Angeles Philharm-
onic í Bandaríkjunum af því að flytja í nýtt tón-
listarhús og um áhrif flutninganna á starfsemi
þeirra og aðsókn á tónleika. Af reynslu þessara
hljómsveita má margt læra.
tímann
Höfundur er verkefnastjóri á skrifstofu menningar-
og ferðamála hjá Hafnarfjarðarbæ og flautuleikari.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 9