Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Page 12
N SK er land- og landamæralaust ríki; tilvist þess er aðeins í tíma. Á langri sögu þessa sérstæða ríkis hafa útibú þess sprottið upp í ýmsu formi, á ýmsum tímum; sem ræðismanns- skrifstofa í Helsinki, rafrænt sendi- ráð í Tókíó, pósthús í Sarajevó. Þetta víðfeðmasta ríki alheimsins sem á sér eigin fána og þjóðsöng, gef- ur út vegabréf og frímerki, stökk út úr höfði hinnar óstýrilátu hljóm- sveitar Laibach árið 1984 og hreif með sér vini og kunningja; unga listamenn í Ljúbljana, höfuðborg Slóveníu, á þeim tíma er landið var enn hluti gamla sambandslýðveld- isins Júgóslavíu. NSK var upphaflega skammstöfun á Neue Slowenische Kunst – Ný slóv- ensk list – og samanstendur af fimm deildum; myndlistardeild (Irwin), Noordung (þyngdarleysisleikhús), Nýju samvinnuhreyfingunni (Novi Kolektivizem – hönnunardeild), PPP (Hagnýta, hreina heimspekideildin) og tónlistararminum Laibach. Retro-Garde: ekkert er nýtt undir sólinni Verk NSK hafa gjarnan verið skil- greind sem framúrstefna (Avant- Garde), – sérstaklega Irwin. Ekkert er fjarri sanni hvað flestar deildir NSK varðar, því allt er notað og nýtt í senn og dansar í eilífa hringi í hafsjó tímans. NSK tók því upp hugtakið hugtakið „Retro-Garde“ – endur- vinnslustefna. Allar deildir NSK eru hugfangnar af ófrumleikanum (The Impossibility of Originality). Þessi þráhyggja deildanna fimm birtist í eins konar sí- endurtekinni hringrás, eða endur- vinnslu hugmynda frá einni deild til annarrar. Öllu er stolið og allt er stælt, allt skrumskælt. Gömul tákn eins og krossinn og sólin eru gjarnan notuð á svipaðan hátt og pólitískar hreyfingar eða stjórnmálaflokkar gera: til að kalla fram sterk viðbrögð. Þetta má líka sjá í fjölmörgum endurunnum klassískum poppslög- urum tónlistardeildarinnar: One Vi- sion eftir Queen breytist í fasískan hermars með því einu að snara text- anum á þýsku og breyta nafninu í Geburt einer Nation („endurunninn“ titill myndar D.W. Griffith). Lagið ,,War með Frankie Goes to Holly- wood gerbreytir um merkingu ef grannt er hlustað á orðin sem skotið er inn í útgáfu Laibach: ,,Stríð – hvaða tilgangi þjónar það?“ (Hvísl: ,,Fyrir efnahaginn, vísindin, trúna“.) Stundum þarf ekki að hnika nema einum staf til að gerbreyta merkingu texta: Every minute of the future is a memory of the (E)ast … Dr. Alexei Monroe, sem verður sérlegur heiðursgestur við opnun sendiráðs NSK í Reykjavík, heldur því fram í bók sinni, Yfirheyrsluvél- inni (The Interrogation Machine), að almenningur í Austur-Evrópu rýni í texta og myndmál af meiri dýpt en fólk í vestri; bæði vegna offlæðis af afþreyingu sem hefur sljóvgað skyn- færi okkar og eins vegna þess að „barbararnir úr austri“ bjuggu við tunguhaft og bókabönn. Í vestri eru mörkin líka mjög óskýr milli múg- sefjunar vinsælla poppara, trúar- leiðtoga og orðræðu og framkomu hins dæmigerða stjórnmálamanns. Þjóðsöngur NSK er endurunnin aplaköt frá hönnunardeildinni Novi Kolektivizem með áletruninni ,,Unit- ed States of Europe“. Hún er nokkuð skondin sagan af því þegar Nýja samvinnuhreyfingin vann verðlaun í samkeppni sem til- einkuð var Tító og Ungmennadegin- um (Dan Mladosti) árið 1987. Júgó- slavneska stjórnin var að reyna að bæta ímynd sína rétt fyrir þann tíma er Ríkið hrundi. NK fékk fyrstu verð- laun fyrir stórglæsilegt veggspjald sem sýndi fyrirmyndarungmennið með kyndil og fána. Það runnu tvær grímur á yfirvöld þegar gamall verk- fræðingur, sem hafði unnið í Þýska- landi á árum seinna stríðsins, þekkti fyrirmyndina: Myndin var endurunn- inn áróður Þriðja ríkisins … Irwin Málararnir í Irwin bræða saman slóvenskt landslag, kaþólskar fresk- ur og klassískar ímyndir kommún- isma og fasisma; kúbíska millistríðs- ára-andlitsdrætti sáðmannsins (þjóðlegt tákn fyrir framfarir sem við þekkjum úr merki gamla Búnaðar- bankans) þar sem hann stendur keik- ur fyrir framan spúandi verksmiðj- urnar iðnaðarborganna. Irwin-hópurinn vinnur ekki bara í málaralist; þeir gera hvað sem er – láta smíða í sig gulltennur, taka myndir af herjum ýmissa landa á Balkanskaganum með NSK-fána í bakgrunni. Irwin vinna gjarnan með öðrum hópum NSK, t.a.m. verk fyrir leiksvið og myndbönd. Nýjasta afurð þeirra er fimm hundruð blaðsíðna doðranturinn East Art Map, þar sem þeir taka saman týnda listasögu Balkanskagans. Bókin sýnir hversu mikið líf og framúrstefna átti sér stað austantjalds á tímum þegar Vestur- landabúar sáu fyrir sér harðræði, kúgun og gúlög þegar minnst var á Júgóslavíu. Þeir minna á að hver minnsta listræn hreyfing í Vestur- Evrópu er rækilega kortlögð og skráð. Sagnfræði er ekki sjálfgefin, segja þeir í kynningunni; – það þarf alltaf einhver að búa hana til. Irwin árita aldrei myndirnar sínar, heldur stimpla þær. Með því leggja þeir áherslu á eitt veigamesta ein- kenni NSK frá upphafi: Fyrsta alþjóðlega ríki Áróður Eitt af áróðursveggspjöldum Ríkisins víðfeðma. Takið eftir NATO - merkinu. Öll ríki eiga sér sögu. Allar þjóðir lúta stjórn. Nema NSK – fyrsta al- þjóðlega alheimsveldi sögunnar sem opnar á fimmtudag nýjasta sendiráðið af mörgum með viðhöfn í ReykjavíkurAkademíunni. Umdeilt Endurunnin mynd Nýju Samvinnuhreyf- ingarinnar (NK) frá tímum Þriðja Ríkisins. Þyngdarleysishringur Hermanns Potoènik Noordung - leikhópurinn svífur um í þyngdarleysi í verkum sínum. » Það er viss kaldhæðni í því að meðlimir og velunnarar sluppu stundum yfir landamæri Balkan- landanna með „diplómatapassa“ NSK einan á sér, meðan stríðið í Júgóslavíu geisaði. „Tilbúið“ ríki var orðið raunverulegt – jafnvel raun- verulegra en hin margklofnu og sundurtættu þjóðabrot Balkanskagans. 12 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Dr. Alexei Monroe er prófess- or í samskipta- og ímynd- arfræðum frá háskólanum í Kent í Bretlandi. Fjölmörg rit og greinar liggja eftir hann, en þekktast þeirra er Yf- irheyrsluvélin (Interrogation Machine – Laibach and NSK’, úr ritröðinni „Short Circuits“ sem slóvenski heimspeking- urinn Slavoj Zizek ritstýrir, hjá MIT Press í Bandaríkjunum. endurvinnsla Laibach á endurvinnslu Iron Maiden á einni þekktustu ræðu Winstons Churchill: ,,Við munum berjast á bökkunum, heyja stríð á sléttunum, endast að eilífu, verja Ríkið… – Aldrei að víkja!“ Og því þá ekki að endurvinna hug- myndina um ríkið? Stærsta ríki alheimsins spilar á viðkvæma strengi og kallar fram óvænt viðbrögð með því að halda því fram að þjóðir og þjóðartákn séu ekkert sérlega frumleg fyrirbæri, og því eðlilegt að afskræma þau og end- urvinna. Í huga þessara listamanna er fólk sauðir sem auðvelt er að stýra – en einmitt vegna þess að sérstaða margra ríkja er oft ímyndunin ein, reyna þau af veikum mætti að draga hana fram. Það er fyndin þversögn falin í þjóðerniserjum; þær stafa ekki af raunverulegum mun milli þjóða; það er ekki mikill munur á arn- artákninu austurríska, ameríska, albanska, þýska eða hinu pólska með höfuðin sín tvö. NSK er þannig um leið orðið að hrópandi mótsögn við upphaflegt nafn hreyfingarinnar sjálfrar – hvað gæti verið þjóðlegra en „Ný, slóv- ensk list“, eins og samlandi þeirra og velunnari, heimspekingurinn Slavoj Zizek, hefur bent á. Þessi mótsögn birtist svo aftur í þjóðlegum lands- lagsverkum Irwin. Öll heimspekin byggist á mótsögn- um sem ganga á einhvern und- arlegan hátt alltaf upp. Hvernig fer það saman, þegar Peter Mlakar, höf- uð heimspekideildar NSK (sem á sér annað sjálf sem Peter Paracelsus, sataníski tekknókratinn), þrumar yf- ir lýðnum: ,,Særingar okkar miða að því að sigra hin myrku öfl!“ Nýja samvinnuhreyfingin Novi Kolektivizem – hönnunardeild- in, sér um allt er lýtur að ímynd NSK útávið: Plaköt, vegabréf, frímerki. Feitletraðar, harkalegar yfirlýsingar og sterkt myndmál, oft í svart/hvítu, einkenna verk NK, sem hannar svo auðvitað veggspjöldin fyrir mús- íkdeildina. Áhrifamátturinn er á við áróður nasista eða Stalín þegar stað- ið er fyrir framan yggldar augabrún- ir, starandi augnaráð og fingur sem bendir beint í fésið á manni a la Sam frændi: – KAUPIÐ SIGURINN! – Í krafti vonarinar verðum við öll að axla ábyrgð! Snemma á níunda áratugnum, áð- ur en nokkur almenn umræða hófst um Evrópusambandið, birtust ris-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.