Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Side 15
Hlustarinn Undanfarið hef ég verið að hlusta á geisla-diskinn Kära du með sænsku söngkon- unni Louise Hoffsten. Ég uppgötvaði þennan geisladisk fyrst fyrir um það bil tíu árum og hef alltaf reglulega tekið tímabil þar sem þessi diskur nánast festist í spilaranum hjá mér. Louise Hoffsten varð fyrst þekkt í Svíþjóð fyrir flutning á rokktónlist á níunda áratugn- um, en hún hefur einnig fengist við blús, vísna- og þjóðlagatónlist. Á Kära du flytur hún, ásamt tríói Esbjörns Svensson, gamlar norrænar vísur. Þess má geta að á þessum geisladiski er að finna lagið Kristallen den fina sem hefur hlot- ið íslenska heitið Gef að stjörnurnar skíni í flutningi Ragnheiðar Gröndal. Ég er mjög hrifin af sænskum vísum, sér- staklega í nútímalegum flutningi, og ég mæli með að þeir sem hafa áhuga á slíku verði sér einnig úti um frábæra smáskífu með Håkan Hällström þar sem hann flytur meðal annars vísurnar Trubbel eftir Olle Adolphson og Visa vid vindens ängar eftir Mats Paulsson og öðl- ast þær algjörlega nýtt líf í hans flutningi. Freyja Dögg Frímannsdóttir, yfirmaður markaðssviðs Íslensku óperunnar Morgunblaðið/Kristinn Freyja Dögg „Ég er mjög hrifin af sænskum vísum, sérstaklega í nútímalegum flutningi.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 15 SUM tónverk eru svo fræg að þau eru eiginlega aldrei flutt opinberlega. Ég man ekki eftir að hafa farið á tón- leika þar sem Für Elise eftir Beetho- ven hefur verið leikið. Sumar tón- smíðar hafa orðið svo vinsælar að þær hafa hreinlega verið bannaðar, eins og mér skilst að hafi gerst á tímabili með þriðju ballöðu Chopins í Tónlist- arskólanum í Reykjavík – eða var það eitthvert impromptu eftir Schubert? Allir vildu spila þetta tiltekna verk og á endanum gáfust píanókennararnir upp og neituðu að hlusta á það oftar. Rétt áður en tónleikar ítalska pí- anóleikarans Domenico Cotispoti í Salnum í Kópavogi hófust á föstu- dagskvöldið rakst ég á vinkonu mína sem sagðist ekki vilja missa af lifandi flutningi á h-moll-sónötu Liszts, ein- hverju magnaðasta píanóverki tón- bókmenntanna. Kollegi hennar hafði hins vegar neitað að fara, sagst frekar vilja sjá spurningakeppni framhalds- skólanna í sjónvarpinu, það væri líka „alltaf verið að spila þessa h-moll- sónötu“. Fyrir honum var sónatan eitt af þessum óþolandi tónverkum, rétt eins og Für Elise. Vissulega er sónatan eftir Liszt eitt þekktasta tónverk sögunnar, en ólíkt hinu auðspilanlega Für Elise eru mjög fáir sem ráða við hana. Það er því ekki rétt að alltaf sé verið að leika hana, öðru nær. Þess vegna má segja að tónleikar með sónötunni séu við- burður í íslensku tónlistarlífi. Sér- staklega þar sem Cotispoti flutti hana með þvílíkum eindæmum að lengi verður í minnum haft. Sónatan er óvenjuleg að því leyti að hún tekur um hálftíma í flutningi en er aðeins í einum kafla. Tónlistin er dularfull, hún hefst á örveikum tónum djúpt í bassanum sem síðan breytast í ægileg átök. Það er eins og herskarar ljóss og myrkurs eigist við og him- neskt yfirbragðið í lokin þýðir að hið góða sigrar á endanum. Píanóleikur Cotispotis var einstak- ur. Ekki aðeins hafði hann flókin tæknileg atriði fullkomlega í hendi sér, heldur var túlkun hans á þessu margbrotna verki óvanalega sann- færandi. Stígandin var þaulhugsuð og hápunktarnir gífurlega kröftugir. Styrkleikabreiddin var afar mikil, en án þess að tónninn yrði harður í sterkustu köflunum, eða flatur í þeim veikustu. Þvert á móti var hljómurinn í píanóinu sérlega safaríkur, ýmist dúnmjúkur og fagurómandi, en einn- ig breiður og alltumlykjandi. Í stuttu máli var þetta ein áhrifamesta túlkun á sónötu Liszts sem ég hef heyrt. Cotispoti flutti einnig smáverk eftir Albeniz og gerði það af sjaldheyrðum sjarma. Og etýður op. 39 (nr. 1, 2, 3, 5, 8 og 9) eftir Rachmaninoff voru svo glæsilegar, bæði ofsafengnar en líka þrungnar viðeigandi dulúð, að maður gersamlega tapaði sér. Óneitanlega voru þetta frábærir tónleikar með einstökum píanóleikara. Greinilegt er að Cotispoti, sem er um þrítugt, er í örum vexti sem listamaður. Hann hefur nú komið nokkrum sinnum til Íslands og hann verður betri og betri. Ljóst er að þeir sem heima sátu og gláptu á sjónvarpið misstu af miklu. Herskarar ljóss og myrkurs TÓNLIST Jónas Sen Salurinn í Kópavogi Tónlist eftir Liszt, Albeniz og Rachm- aninoff í flutningi píanóleikarans Dome- nico Cotispoti. Föstudagur 9. mars. Píanótónleikar Bókaskápur Steinars Braga Morgunblaðið/Einar Falur Steinar Bragi „Bækur eru fuglinn áður en hann hóf sig til flugs, en eftir að hann var fjarlægður úr hillunni.“ Grúskarinn Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Þegar maður er krakki er það stórfenglegtilhugsun að geta talað „útlensku“. Til bráðabirgða, meðan tilhlýðilega tungumála- kunnáttu skorti, mátti í den vel notast við sína eigin. Þeir flinkustu kunnu jafnvel margar út- lenskur. Þessa kunna margir enn í dag: Alabaddarí, fransí. Koppur undir rúmi til að piss’ í. Gunnar Torfason sendi mér mun flottari út- gáfu af „frönskunni“ og ljóst að mikið hefur verið lagt í að stafsetja „eðlilegar“ en mín kyn- slóð gerði: Vi, vi a la battari franchi Coupur undir rúmi del a pissí. Gunnar laumaði að mér annarri skemmtilegri vísu og segir svo um tilurð hennar: „Við, sem vorum farnir að ganga í skóla þegar breski herinn gekk hér á land 10. maí 1940 (ég segi farnir af því að ég man bara eftir máltaki strákanna og held að stelpurnar hafi verið prúðari í munninum á þeim dögum en við strákarnir), fórum fljótlega að þylja eitthvað sem við töldum ýmist vera ensku eða frönsku: This very fresh two hross spiser gress paa Laugarness. Vinsældir dönskunnar voru nú ekkert sérlega miklar hjá krökkum baby-boom-kynslóð- arinnar á 7. áratugnum. Þó eimdi eftir af „út- lenskum“ sem höfðu fest sig í sessi fyrr á öld- inni. Þar á meðal var þessi aðferð við að velja þann sem átti að ver’ann: Eninga meninga skúkken dí obbel dobbel domm og dí. Draga pott med ud og ind, Express, obbel dobbel dex. Sennilega á leikurinn Pílaranda líka rætur í alvöru dönsku. Skringilegur leikur, Pílaranda, en manni fannst hann nú skemmtilegur samt. Tveir taka höndum saman og mynda brú og aðrir tveir í kross yfir. Svo rugga bátarnir tveir meðan kveðið er til enda og einn í einu tekinn „í skaren“ með því að örmum mótherj- anna er svipt yfir og afturfyrir viðkomandi. Pílaranda, pílaranda, maren, gúlaren, tökum Jón í skaren. Þegar allir eru komnir í „skaren“ er farið meðversið einu sinni enn og allir teknir úr honum í einu með hoppi, híi og látum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.