Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Jón BK Ransu ransu@mbl.is F eneyjatvíæringurinn er einhver virtasti og stærsti myndlistar- viðburður heims. Yfir 70 þjóðir senda sinn fulltrúa á sýninguna og eiga sinn þjóðarskála sem flestir eru staðsettir á svæði sem kallast Giardini di Castelli. Árið 1984 hóf Ísland formlega og reglulega þátttöku í Feneyjatvíæringnum, en áður höfðu fáeinir íslenskir listamenn verið valdir á hlið- arsýningar tvíæringsins eða þeim boðið að sýna með í skálum hinna Norðurlandaþjóð- anna. Frá árinu 1984 leigðu Íslendingar sýning- arskála af Finnum í Castelli-garðinum en eftir síðasta tvíæring vildu Finnarnir skálann til baka og mun sýningarstaður Íslands þetta árið vera utan aðalsýningarstaðarins í húsnæði skammt frá Canal Grande, miðsvæðis í borg- inni. Lóan er komin Steingrímur Eyfjörð er fulltrúi Íslands á Fen- eyjatvíæringnum í ár sem er sá 52. í röðinni. Steingrímur fæddist í Reykjavík árið 1954 og nam listir á Íslandi, Finnlandi og í Hollandi. Hann hefur verið í framlínu íslenskrar mynd- listar í um 30 ár og á síðustu árum hlotið margskonar viðurkenningar fyrir störf sín. Hlaut til að mynda Menningarverðlaun DV ár- ið 2002 og hefur í tvígang verið tilnefndur til Norrænu Carnegie-verðlaunanna, fyrst árið 2004 og aftur árið 2006. Það sama ár var einnig haldin yfirlitssýning á verkum hans í Listasafni Íslands. List Steingríms er margþætt og margbrotin. Hann vinnur í alla mögulega listmiðla og hefur einstaka hæfileika til að hrífa með sér aðra listamenn úr ýmsum listgreinum í verkefni og þannig nær hann að endurnýja sig í sífellu en um leið miðlar hann reynslu sinni til þeirra sem starfa með honum. Jafnframt er eins og hann nálgist hvert verkefni frá einhverjum núll- punkti og vinni sig síðan áfram. Fyrir vikið verða listaverk hans og sýningar að ferli í sjálfu sér sem manni ber að lesa í líkt og teikni- myndasögu, án einhvers gefins upphafs eða endis, og komast þannig í tengsl við innihald verkanna sem oft fela í sér hnitmiðaða samfé- lagsgagnrýni en eru að sama skapi aðgengileg og einlæg. Sýning Steingríms á Feneyjatvíæringnum nefnist Lóan er komin (The Golden plover has arrived) og samanstendur af 13 sjálfstæðum listaverkum, en sennilegt þykir mér að sýning- arskráin virki eins og 14. listaverkið á sýning- unni, ekki vegna þess hve vegleg og vönduð hún er, heldur vegna þess að hún ber fingraför listamannsins í útliti, uppbyggingu og inni- haldi. Steingrímur hefur löngum tvinnað saman vestrænni heimsmynd og íslenskum þjóðhátt- um eða þjóðartrú sem listamaðurinn hefur vilj- að rekja til Matthíasar Jochumssonar sem hafi hjálpað Íslendingum að samræma hindurvitni og þjóðsögur við kristin trúarfræði. Þessari þjóðartrú stendur hinsvegar ógn af hnattvæð- ingu vestrænnar eða bandarískrar menningar sem listamaðurinn hefur verið að skoða með verkum sínum svo oft er engu líkara en að sál þjóðarinnar sé að tjá sig í gegnum list Stein- gríms. Sýningar Steingríms fjalla mikið til um þessi átök nútímamenningar og menningararfleifðar en með þeim hætti sem listin ein getur miðlað. Í áðurnefndri sýningarskrá hefur listamað- urinn birt ritgerð eftir Benedikt Gröndal og strikað undir málsgrein þar sem segir; „Ljóð á ekkert föðurland annað en land mannsandans og lögmál þess um eilíft frelsi. Inntak lista- verks þarf því ekki að lúta neinu þjóðlegu held- ur einhverju fagurfræðilegu.“ Sá ósýnilegi veruleiki sem Steingrímur leit- ast við að sýna okkur og lætur í áþreifanlegt form eða mynd kallar eftir trú á það sem við upplifum þótt maður sjái ekki eða skilji með rökrænum hætti. Þannig er tungumál listar- innar. Sýning Steingríms Eyfjörð á Feneyjatvíær- ingnum verður opnuð almenningi á laugardag- inn kemur og stendur til 21. nóvember. Ég hlaut þann heiður að hitta listamanninn að tali á vinnustofu hans í Myndhöggvara- félaginu í Reykjavík til að kynnast og fræðast nánar um sýn hans á lífið og listina daginn áður en hann lagði af stað til Feneyja og skráði ég samtal okkar niður á blað. Fagurfræðileg listaverk JBK Ransu: Hvernig hefur undirbúningurinn gengið fyrir sig? Steingrímur Eyfjörð: Valið á Feneyjafaran- um var tilkynnt frekar seint í þetta skipti úr því að Íslendingar höfðu misst finnska skálann og leita þurfti að nýjum sýningarstað svo að tím- inn var knappur. Ég fékk til liðs við mig Hönnu Styrmisdóttur sem „pródúsent“ eins og ég kalla það. Síðan var hún skipuð sýningarstjóri. Ég er henni mjög þakklátur því ég hefði aldrei náð að klára þetta án hennar hjálpar. Annars hef ég fengið margt fólk til liðs við mig í verkefnið og viðað að mér miklu hráefni sem ég hef látið í ferli sem er organískt og opið og þróast nokkuð af sjálfu sér. JR: Hvernig þá? SE: Það fara margar verkeiningar af stað og sumar lifa en aðrar deyja. Ég ákveð heldur ekki fyrirfram hvað verður meginverk á sýn- ingunni og hvað ekki. Það gerist í ferlinu. Ég vinn ekki fræðileg eða vísindaleg verk. Þetta eru fagurfræðileg listaverk sem verða fyrst til á sýningu og þegar fólk upplifir þau þar. Þá er ég ekki að meina Marcel Duchamp-skilgrein- inguna – að áhorfandinn búi til listaverkið þeg- ar hann upplifir það, því ég lít svo á að þessi listaverk séu þegar til í umhverfi okkar og í þjóðarsálinni, heldur á ég við þegar fólk fer að ræða um sýninguna, skrifa og túlka hana. Íslensk huldukind JR: Þú talar um þjóðarsál, sem hefur einmitt skipað vegamikinn þátt í verkum þínum. Þú munt sýna íslenska huldukind í Feneyjum. Hvernig kom það til? SE: Hún á sér langa sögu. Það er kona í Breiðholtinu sem ég heyrði af fyrir nokkrum árum sem er með flóttamannabúðir í garðinum hjá sér fyrir huldufólk og álfa sem hafa þurft að flýja heimili sín og farið á vergang vegna bygg- ingaframkvæmda á svæðinu. Í fyrstu langaði Líkn fyrir deyjandi Gerði huldukindarinnar „Ég hef látið útbúa fyrir hana gerði eftir lýsingu huldufólksins og líka sérstaka körfu til að flytja hana í á milli landa. Annars er þetta flókið þar sem kindin er í annarri vídd.“ Steingrímur Eyfjörð er fulltrúi Íslands á Fen- eyjatvíæringnum sem er ein stærsta mynd- listarmessa heims. Steingrímur sýnir meðal annars huldukind, tröll og umferðarskilti en sýninguna kallar hann Lóan er komin. Blaða- maður ræddi við Steingrím stuttu áður en hann hélt til Feneyja en tvíæringurinn hefst næsta laugardag. »Ég ákveð heldur ekki fyrirfram hvað verður meginverk á sýningunni og hvað ekki. Það gerist í ferlinu. Ég vinn ekki fræðileg eða vísindaleg verk. Þetta eru fagurfræðileg listaverk sem verða fyrst til á sýningu og þegar fólk upplifir þau þar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.