Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Theaster Gates Jr.
Fyrir mig sem bandarískan listamann af afrísku bergibrotinn og búsettan í Chicago, sem gerir verk tengdsögu forfeðra minna í suðrinu og hinni margbrotnu
sögu þeldökkra alþýðulistamanna eftirstríðsáranna, hefur
„útkjálkamennska“ löngum verið áskorun fyrir verk mín. Oft
hefur hugtakið reyndar átt vel við. Það má segja, í hreinum
skilningi listahugtaksins, að Chicago sé útkjálki New York
borgar, og að á margan hátt gefi New York þeirri manneskju
gildi sem sé í mun að verða fullburða listamaður. Á hinn bóg-
inn mætti segja, að þar sem formleg listamenntun mín leiddi
ekki til háskólagráðu hafi ég ekki fylgt viðurkenndum leiðum
í að öðlast fullgildan listamannastimpil, og þess vegna geti ég
í raun ekki kallað mig faglegan listamann; að ég sé sjálf-
lærður eða ófullnuma; útkjálkamaður. Og að síðustu, ef litið
er á feril minn, sem samanstendur af þjálfun í handverki þar
sem ég vísa meðvitað í hið bókmenntalega, hið staðbundna og
hið hversdagslega, gæti ég allt eins verið kallaður handverks-
maður ófær um að hugsa í stærri hugmyndum, eða í það
minnsta ófær um að skrásetja þær á fágaðan hátt. Ég nýt
þess að kanna nánar þessar óræðu ályktanir.
Gjörningaverk mín um þrælinn og leirlistamanninn Dave
Drake, sem var uppi um 1820-1865 og einn af fáum afrísk-
bandarískum leirlistamönnum sem ekki einungis skrifaði
undir verk sín, heldur orti einnig á þau stutt ljóð. Með því að
bera verk Daves, félagslíf hans og aðstæður saman við mitt
eigið líf í Chicago, get ég varpað ljósi á myrk líkindi sem hafa
með viðvarandi áhrif kynþátta- og efnahagsmismununar
ásamt öðru ríkjandi ójafnrétti Bandaríkjanna að gera.
Áhugavert er að sögu Daves og arfleifð hans hefur verið tek-
ið með mikilli og gildishlaðinni eftirvæntingu bæði meðal op-
inberra safna sem einkasafnara. Gjörningum mínum um
Dave er ætlað að vekja gagnrýnar spurningar um þennan
nýja áhuga.
Áhugi minn á Dave hófst þegar ég var að ljúka grunnnámi
og fékk áhuga á sögu afrísk-amerískrar alþýðu í Suðurríkj-
unum. Til auka áhuga minn enn frekar var alger vöntun í
menntakerfinu á framlagi þeldökkra Bandaríkjamanna til
bandarískrar listasögu. Meirihluti þeirra listamanna sem
komast á spjöld sögunnar eiga lítið sameiginlegt með minni
eigin sögu eða menningu, áhrifavöldum eða hversdagslífi
mínu. Afleiðing þessa var sú að oft leið mér eins og þau verk
sem ég vildi skapa fjölluðu minna um hver ég væri og meira
um hvað væri ásættanlegt. Ég gerði tilraun til að finna upp á
nýrri menningarvídd fyrir sjálfan mig sem gerði mér kleift að
virðast heimsborgarlegri, siðmenntaðri og fágaðri. Á margan
hátt var standardinn fyrir það sem kalla mátti góða list
grundvallaður á hvítri bandarískri listfræði, gagnrýni og við-
fangsefnum. Á þann hátt voru viðmið mín ávallt á skjön við
minn eigin reynsluheim.
Ætlunin með verkum mínum er að byggja á þeim marg-
brotnu þáttum sem persónuleg saga byggist á og hefja sam-
ræðu við aðrar samhliða sögur í þeim tilgangi að kanna nýjar
víddir sem undanskildar voru í sögunni. Um þessar mundir
skora ég á Dave, leirlistamanninn sem var uppi fyrir 150 ár-
um, því saga hans er keimlík minni eigin – einföld saga frels-
unar gegnum vinnu og átök. Með því að einbeita mér að við-
fangsefnum sem einkenndu líf Daves, þ.e. hinu strjálbýla
suðri og mállýsku, vonast ég til að opna fyrir áframhaldandi
umræðu um mikilvægi fjölmenningar sem aftur skapar vett-
vang til að ögra, og um leið, varpar ljósi á hina „raunveru-
legu“ þýðingu þess að vera samtímalistamaður.
Ég gerði þetta leirverk – svört útkjálkamennska í samtímalist
Höfundur er listamaður og kennari við University of Chicago (Íslensk
þýðing: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir).
Kjálkann út
Eftir Huldu Rós Guðnadóttur
Ég lít á verk mín sem hluta af því að skilgreina samtímanneða að minnsta kosti sem tilraun til að hafa áhrif á þá áttsem orðræðan um samtímann hefur möguleika á að bein-
ast í. Í fyrirlestrinum mun ég fjalla um myndlistarverkið Don’t
stop me now. I’m having such a good time, einnig um verkið Don’t
feed them after midnight – The Cult of the cute gremlin puffin og
síðast um sýningarstjórnarverkefnið DÍÓNÝSÍA sem mun eiga
sér stað 9.–19. júní næstkomandi.
Fyrrnefnda verkið er þriggja metra hár skúlptúr af ungum fjár-
mála Lukku-Láka sem prjónar á blikkhesti sínum vaðandi í brotnu
öryggisgleri sem minnir á demanta. Verkið fjallar um nýju ís-
lensku hetjuna, peningaguttann, sem fjölmiðlar hafa verið dugleg-
ir við að búa til með endalausum sögum af veislum, starfsloka-
samningum og gróðatölum. Ég sé þetta sem strákaleik,
kúrekaleikinn þar sem peningaguttinn þeysist um frjáls eins og
fuglinn og sigrar ný lönd. Hin hliðin á glamúrnum er niðurbrotið
öryggiskerfi þar sem sérhvern hefur alltaf langað í jeppann, segir
auglýsingin. Þetta er ástand sem minnir um margt á hugarástand
og hegðun nýju valdastéttarinnar eins og henni er lýst í afrískum
eftirnýlendubókmenntum. Hugtakið provincialism er upprunnið í
nýlendusamhengi til að aðgreina unnar lendur frá valdamiðjunni
sem tæki til að viðhalda ójöfnum valdatengslum. Eftirnýlendu-
ástand lýsir sér í viðbrögðum við þessum niðurlægjandi stimpli að
vera útkjálki eða province og áherslu á að líta út fyrir að tilheyra
valdamiðjunni þar sem taktur tíðarandans slær með því að eignast
öll þau tákn sem talin eru skilgreina þessa sömu miðju.
Síðarnefnda verkið er lundaþema innsetning sem samanstendur
af strengjabrúðuskúlptúr, myndbandi, ljósmynd og prentuðum
lundapeysum. Verkið fjallar um ím
af ungum íslenskum listamönnum
Líki ég henni við þróun á lundaímy
Disneylega Mínu mús. Þetta er go
álfslega og náttúrulega eðli sem re
reykvískri barmenningu og krútti
miðnætti. Þetta er framandgering
Verkið er tilraun til að taka þessa
sér að henni og umsnúa. Verkið er
geringu sem framandlegt og forvi
veldlega væri hægt að selja sig á ím
ur í gömlu tvíhyggjunni um hið bo
við hið útkjálkalega og öðruvísi se
vitsmunalegri umræðu samtímans
skoða tímabundið.
DÍÓNÝSÍA er sýningarstjórna
listamenn munu dvelja í litlum hóp
landinu og vinna saman í 10 daga.
mannanna við íbúa á hverjum stað
að miðju listheimsins bæði hvað va
ur umbreyst á síðastliðnum áratug
Ekki skrítin sókn þar sem fjármag
fylgir avant-garde forvitnileika út
fyrir listamenn sem venjulega dve
Reykjavík. En list snýst um annað
rýna auga listsköpunar þrífst með
Öfugt við það sem flestir listamen
stað heilmikil, framsækin og merk
kjálkastöðum á landinu. DÍÓNÝS
brjóta niður þessa hugsanamúra o
innanlands.
Disco Molecule Verkið
er eftir sænska mynd-
listarmanninn Made-
leine Park (2007).asdf
Eftir Viðar Hreinsson
Þjáningin kemur stundum eins ogþögul nótt og svo varð hér,“ sagðisérvitur bóndi fyrir norðan í minn-
ingargrein um lamb. „Með Móra hvarf
mér ánægja og ljósgjafi augna minna,“
sagði annar bóndi um fallinn forystusauð.
Margt sem nú er sagt er merkingarlaust
miðað við orð bændanna, ofgnótt boð-
skipta á brún hinnar svörtu holu inn-
sprengingarinnar (Baudrillard). Lyst-
arstol og lotugræðgi upplýsinganeyslu
vegast á, upplýsingar flæða ofaní tóm
næringarleysis og ofáts. Ofgnótt alls
nema innihalds þyrmir yfir. „Hvar hafa
dagar lífs þíns lit sínum glatað,“ kveinaði
berklaveikur sveitastrákur, dauðvona í
erlendri borg fyrir 80 árum.
Borgin hefur reynt að ganga af dreif-
býlinu dauðu. Tákn þess er sauðkindin
með syndir heims á herðum, kjötfjöll,
rofabörð og háa skatta. Hún hefur verið
krossfest fyrir þær þungu sakir þótt hún
hafi fætt fólk og klætt um aldir alda,
fjárhúsjatan sé vagga menningar okkar
og góði hirðirinn öflugast tákn um mann-
úð.
Jarm ómar um íslenska menning-
arsögu, sauðkindin fléttast við örlög Ís-
lendinga allra tíma. Grettir var vetur-
langt í Þórisdal og gamnaði sér við
jötnameyjar. Þar var feitara fé en í öðr-
um stöðum og þegar Grettir hafði skorið
afbragðsvænan dilk undan mókollóttri á
fór hún hverja nótt upp á skála hans og
jarmaði svo hann gat ekki sofið.
Sauðfé var í útilegumannabyggðum og
Jón lærði orti Áradalsóð um óbyggða-
vættir og feita sauði með soramörk;
hálfvætt mörs í hverjum var
með herlegum sperðlasmíðum.
Útópían bjó í holdafari sauðanna sem
merking og næring. Jón var bernskur
sjáandi og beitti hugskotseyrum og aug-
um andar í skapandi hugsun. Fátæk og
bókhneigð hjásetubörn gáfu ánum salt og
söl til að fá frið til að lesa bækur sem
þau földu í haganum, annála, rímur og
guðsorð, þannig fléttast sauðkindin við
bókmenningu sem bar í sér sköp-
unarmátt.
Sauðkindin býr yfir auðlegð merkingar
gagnstætt innsprengdu merkingarleysi
nútímans. Hún sprengir upp merking-
arheim eins og í Opinberunarbókinni og
það vita listamenn. Hún er upphafin í lífi
Bjarts í Sumarhúsum – ber uppi sjálfs-
mynd hins sjálfstæða Íslendings. Aðventa
Gunnars Gunnarssonar um góða hirðinn
er guðdómlegur gleðileikur um mannlega
reisn. Og hún er æ margræðari og dul-
arfyllri í textum og myndlist. Kristín
Jónsdóttir frá Munkaþverá vinnur í hlýja
fjársjóði ullarinnar, Birgir Andrésson
prjónar fána Íslands og Bandaríkjanna í
sauðalitum, Ólöf Nordal steypir for-
ystuhrút í einangrunarplast, gerir jarm-
andi tölvuhrút og setur saman kindahorn
og barbídúkkur með tvíræðum hætti.
Oddný Eir Ævarsdóttir heimspekingur
flögrar milli heimsborga með kindur í
hjartanu, fléttar sauðburð fagurlega við
skáldlegar hugleiðingar. Í New York
breytti hún útskoti í íbúð sinni í beitarhús
þar sem Þórdís Aðalsteinsdóttir málaði
ána Botnu á vegg, kynduga skepnu, og í
skugga hennar litla mynd af konu að
fæða lamb. Í myndbandsverkinu „Opið
bréf til Botnu“ vísar Þórdís írónískt í Að-
ventu og spyr hvort Bensi hafi bjargað
kindunum af manngæsku eða til að éta í
næstu sláturtíð. Hún talar um litleysi í
kringum sig og færir Botnu bibl-
íuboðskap, hún skuli yfirgefa land sitt
vegna hinnar eyðandi nytjahyggju. Verk
Þórdísar eru ekki óður til sauðkinda
heldur óræður myndheimur sem spyr um
heimsmynd okkar og menningu.
Borgin má ekki innspringa í merking-
arleysu. Hún þarf að finna dreifbýlið,
spegla sig í fortíð og framandleika, litast
um og skoða kindur á beit, rísa með þeim
upp úr tvíhyggju sveitar og borgar því
merking finnst aldrei nema í samræðu
við eitthvað annað.
Krossfesting og upprisa
sauðkindarinnar
Höfundur er bókmenntafræðingur og fram-
kvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar.
A
t
þ
Útkjálkamennsk
Laugardaginn 2. júní kl. 10-14 stendur ReykjavíkurAkademían fyrir alþjóðlegu m
„Provincialism“, eða Útkjálkamennsku á íslensku. Málþingið er haldið í tilefni sý
mannahópsins „The Provincialists/Útkjálkamennirnir“, sem opnuð verður sama
Við opnunina mun einn fyrirlesaranna, Theaster Gates Jr. flytja gjörning ásamt
Markmið málþingsins er að skapa vettvang fyrir gagnrýna umræðu um hugtakið
irlesarar, sem vinna ýmist með fræðikenningar, list, arkitektúr eða sýningarstjó
takið frá mismunandi sjónarhornum og beita því á samtímalist sem og samfélagi
verður haldið á ensku og er opið öllum. Sjá nánar á heimasíðu listahópsins www.