Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 2. 6. 2007 81. árg. lesbók ÍSLENSKA AKADEMÍAN ÍSLENSKIR FRÆÐIMENN ERU KALDHÆÐNIR EINS OG SEINFELD, SEGJAST GAGNRÝNIR Á HLUTI SEM ÞEIR GERA SJÁLFIR >> 10 Cartney er lagið að vera mistækur » 7 Steingrímur Eyfjörð Lóan er kominn heitir sýning Steingríms á Feneyjatvíæringnum sem opnuð verður næsta laugardag. Rætt er við Steingrúm um íslenska huldukind, tröll og umferðaskilti og þjóðarsálir í sárum. » 4-5 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Almenningsálitið er ekki tilheitir ellefta bókin í ritröðAtvika en hún inniheldur sjö greinar eftir Pierre Bourdieu og inngang eftir Davíð Kristinsson um fræðimanninn. Pierre Bour- dieu var einn af yfirburðamönn- unum sem franska mennta- kerfið gat af sér á síðustu öld. Hann lést árið 2002 og var einn af síðustu fræði- mönnunum sem tilheyrðu franska undrinu svokall- aða en þeirra á meðal voru einnig Michel Foucault (d. 1984), Jacques Derrida (d. 2004) og Jean Baudrill- ard (d. 2007) svo einhverjir séu nefndir. Bourdieu átti margt sam- eiginlegt með þessum félögum sín- um. Hann var uppreisnarmaður og aktívisti eins og Foucault, skóla- bróðir og vinur Derrida og sveita- maður eins og Baudrillard. Uppruni hans hafði kannski ekki síst mikil áhrif á hugmyndir hans og fræðaiðkun. Þegar í námi komst hann að því að félagsleg staða nem- enda hefði áhrif á gengi þeirra, nemendur sem komu úr fjöl- skyldum borgaralegra mennta- manna höfðu ákveðið forskot. Síðar á ævinni setti Bourdieu fram kenn- ingu sem skýrði áhrif félagslegrar stöðu á gengi einstaklinga og jafnt hegðun þeirra og hegðun stofnana og kerfa samfélagsins gagnvart þeim. Sjálfur fann hann sig aldrei í hópi borgaralegra menntamanna, var gagnrýninn á vinstriróttækni samnemenda sinna í útvalsskól- anum École normale supérieure sem hann taldi vera í litlu sam- bandi við kjör hinna verst settu í samfélaginu og síðustu ár sín gerð- ist hann harður aktívisti, studdi til dæmis nóvembermótmæli rík- isstarfsmanna árið 1995 með gjall- arhorn í hendi. Greinarnar í Atviksbókinni bera þess líka merki að Bourdieu var umhugað um að fjalla um efni sem kom fólki við, nefna má frægar og geysilega sterkar greinar um skoð- anakannanir, sem hann segir stjórnvaldstæki sem reyni að koma á þeirri tálsýn að til sé almennings- álit, og um áhrifavald fjölmiðla, sem hann segir ala á markaðs- sjónarmiðum í listum, vísindum og bókmenntum. Báðar greinarnar eru skyldulesning og einnig grein um fjölmiðla og siðferði og kjarna nýfrjálshyggjunnar. Eins og sjá má á mynd af ellefta hefti Atvika hér til hliðar eru þau komin í annan búning sem er óneit- anlega mun álitlegri. Vonandi end- ist útgefendum kraftur til þess að halda áfram metnaðarfullu starfi sínu við að kynna meginstrauma í samtímamenningu og -fræðum. Forvitnilegt Atvik MENNINGARVITINN ÁGÆTU ÍSLENDINGAR! ÓBORGANLEGAR SÖGUR AF EYJAMÖNNUM ÞÚ VERÐUR AÐ LESA ÞESSA!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.