Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 11 Fertugasta og önnur Neon-bókiner komin út hjá Bjarti. Hún heitir Hver er Lou Sciortino? og er eftir ítalska rit- höfundinn Ottav- io Cappellani. Bókin fjallar um ítalsk-ættaðan Ameríkana sem er að feta sín fyrstu spor á glæpabrautinni. Eftir misheppnað upphlaup í Am- eríku er Lou Sci- ortino sendur til Sikileyjar, þar sem hann á að sitja við fótskör mafíuforingja umdæm- isins. Á Sikiley kynnist hann alvöru átökum og klassískum aðferðum mafíunnar við að kveða þau niður. Hver er Lou Sciortino? er háðs- ádeila á skipulagða glæpastarfsemi og misvitra harðjaxla. Höfundurinn Ottavio Cappellani er fæddur í Catania, á Sikiley, árið 1969 og býr þar enn. Að öðru leyti hefur hann komið víða við. Hann er heimspekimenntaður. Hann hefur keppt á ólympíuleikunum. Hann starfar sem blaðamaður og dálka- höfundur fyrir nokkur ítölsk dag- blöð. Hann er tónlistarmaður og textahöfundur í eigin póst-pönk hljómsveit. Auk þess er hann ólívu- bóndi. Hver er Lou Sciortino? er hans fyrsta bók.    Bókaútgáfan Deus hefur sent frásér ljóðabókina Nóvembernæt- ur eftir Eygló Idu Gunnarsdóttur,en þetta er önnur bók höfundar. Eygló hefur áður gefið út bókina Á meðan bærinn sefur sem kom út árið 2000. Nóvembernætur fjallar um mann- legar tilfinningar, segir í tilkynn- ingu.    Deus hefur einnig gefið út nýjaljóðabók eftir Bjarna Bern- harð sem ber hinn skelegga titil Blóm / The Sha- dowline - Klæðn- aður fyrir mið- nætti. Bjarni Bern- harður gaf út fyrstu ljóðabók sína, Upp og of- an, árið 1975. Sú bók var mynd- ræn og djarfleg, í senn rómantísk og jarðbundin. Í þessari ljóðabók leiðir skáldið lesandann um sálardjúp og draum- heima, upp á heiðar, inn í skóga og gegnum öngstræti og húsasund. Veröldin einkennist af óreiðu og vá en líka fegurð og yfir djúpum vötnum svífur bjartsýni, enda spretta blóm á bökkum þótt níðham- ar gnæfi yfir.    Lífsmark: Mann(erfða)fræði eftirGísla Pálsson prófessor er komin út í íslenskri þýðingu Árna Óskars sonar hjá Háskólaútgáf- unni. Framfarir á sviði erfðafræði hafa stóraukið skilning á manns- líkamanum, heil- brigði og sjúk- dómum. Í bókinni sýnir Gísli fram á að mannfræðin varpar nýju og forvitnilegu ljósi á mannerfðafræði og líftæknina sem á henni er reist. Leidd eru rök að því, með tilvísun í margvísleg verkefni sem nú er unnið að og tengjast rannsóknum á erfðamengi manns- ins, að til að átta sig á þeim líffélags- legu umskiptum sem eiga sér stað um þessar mundir og til að skilja flókið samspil erfða, lífveru og um- hverfis sé nauðsynlegt að segja skil- ið við tvíhyggju náttúru og sam- félags og setja spurningarmerki við erfðahyggju og hugmyndir um ein- angraða stofna. BÆKUR Hver er Lou Sciortino? Gísli Pálsson Bjarni Bernharður Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Um daginn rakst ég á bók í hillunummínum sem heitir Cult Fiction: AReader’s Guide en hún kom út árið1998. Í henni eru taldir upp á þriðja hundrað rithöfundar sem flokka mætti sem svo- kallaða költhöfunda. Í inngangi segja höfundar bókarinnar, Andrew Calcut og Richard Shephard, að költbókmenntir séu yfirleitt of „erfiðar“ fyrir smekk hins for- dómafulla almenna lesanda en miðlægar í lífi aðdáendahópsins. Hugtakið er þekkt í rokkkreðsum þar sem hljómsveitir og tónlistarmenn á borð við The Do- ors, Nick Cave og Tom Waits eru sannkölluð költfyrirbæri. Það er jafnvel trúarlegur tónn í orðinu: Tilteknir listamenn hafa orðið fyrir valinu hjá hópi fólks úr ýmsum áttum og gerðir að hálf- gerðum dýrlingum. Notkun hugtaksins hefur hins vegar ekki verið jafn almenn um rithöfunda þó að hún hafi þekkst. Költhöfundar hafa að minnsta kosti ekki verið bókmenntasöguleg fyrirbæri. Hins vegar hefur hugtakið „bókmenntakanóna“ verið notað um höfunda sem bókmenntastofnunin hefur skrifað inn í bókmenntasöguna og þannig hyllt þá. En er þetta þá ekki sami hluturinn? Geta költ- höfundar ekki verið hluti af kanónunni? Ef marka má val þeirra Calcut og Shephards þá eru költhöfundar svo að segja allir sem einn hluti af kanónunni. Meðal þeirra sem nefndir eru í bókinni eru Artaud, Auster, Borges, Brautigan, Breton og Bukowski, Coupland, Sade og Faulk- ner, Gaddis, Huxley, Jarry, Kafka og King, Kero- uac, Kundera og Kureishi, Lessing, McEwan, Miller og Murakami, Plath, Rilke, Salinger, Schulz og Sontag, Wilde, Winterson og Wurlit- zer. Allt eru þetta höfundar sem njóta almennrar virðingar og viðurkenningar en það sem kannski skilur þá frá öðrum höfundum bókmenntakanón- unnar er að þeir hafa ekki allir notið ótvíræðrar hylli bókmenntastofnunarinnar, þeir hafa verið umdeildir, þeim hefur jafnvel verið hafnað, þeir eru meira að segja sumir á eins konar skilafresti inni í kanónunni, eins og Charles Bukowski, Stephen King og hugsanlega Milan Kundera. Calcut og Shephard stilla költhöfundunum reyndar upp sem andstæðu hinna viðurkenndu höfunda kanónunnar vegna þess að þeir hafi skrifað bókmenntir sem stönguðust með ein- hverjum hætti á við viðmið kanónunnar. En þeir viðurkenna að það sé erfitt að negla költið niður. Samkvæmt skilgreiningu – költbókmenntir verða til á jaðrinum og í öfgunum – er til dæmis erfitt að sjá af hverju Ian McEwan er költhöfundur en ekki Philip Roth! Svarið felst kannski fyrst og fremst í því að költið verður til í lestrinum en ekki skrifunum. Það eru lesendur sem velja sér höfunda til að fylkja sér um. Höfundarnir sjálfir hafa ekkert með það að gera þó að auglýsingamennska sam- tímans miði að því leynt og ljóst að búa til ein- hvers konar íkon úr höfundum. En eftir að hafa gluggað svolitla stund í bókina fór ég aftur að rýna í hillurnar mínar og nú til þess að finna íslenska költhöfunda. Myndi Jónas ekki falla undir skilgreininguna? Var á sínum tíma á ská og skjön við allt og alla en dýrkaður í seinni tíð af mjög harðskeyttum hópi aðdáenda. En hann er auðvitað líka miðlægur í íslensku bókmenntastofnuninni, ekki síður en Faulkner í þeirri bandarísku. Laxness er ekki költhöfundur. Frekar Þórbergur. Dagur Sigurðarson var ábyggilega költhöfundur og Steinar Sig- urjónsson. Megas líka. Thor og Guðbergur. Og Matthías Johannessen. Þegar nær líður í tíma verður erfiðara að greina þessa höfunda úr. Einar Már Guðmunds- son var költhöfundur og er kannski enn eins og McEwan. Sigurður Pálsson. Sjón líka. Og Didda. Af yngstu höfundunum mætti kannski telja sex- istensíalistann Steinar Braga til þessa hóps en hann virðist eiga flokk aðdáenda meðal yngstu ljóðskáldanna í borginni, þeirra sem kenna sig við Nýhil (sem hann tilheyrir reyndar sjálfur) og Nykur. Umfram allt verður þó að setja fyrirvara við þetta poppfræðilega hugtak. Það er talsvert hált og ónákvæmt. Költbókmenntir » Af yngstu höfundunum mætti kannski telja sexistensíalist- ann Steinar Braga til þessa hóps en hann virðist eiga flokk aðdá- enda meðal yngstu ljóðskáldanna í borginni, þeirra sem kenna sig við Nýhil (sem hann tilheyrir reyndar sjálfur) og Nykur. ERINDI Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@googlemail.com Í sögunni „Handy“ segir ónafngreindur sögumaður frá bústaðarferð sinni skammt fyrir utan Berlín. Á meðan á dvölinni stendur gengur hópur fólks, í skjóli nætur, um nágrennið og brýtur og bramlar í kringum bústaðinn hjá honum og öðrum í kring. Sögumanni auðnast ekki að sjá hverjir eiga í hlut, en kynnist í kjölfarið nágranna sínum. Atvik hlutast svo þannig að hann lætur ná- granna sinn fá farsímanúmer sitt (Handy þýðir farsími á þýsku). En áður var það bara sambýlis- kona hans sem vissi það. Í framhaldi þessara at- burða gerist ekki mikið meira en að einhverjum mánuðum seinna hringir nágranni hans í hann um nótt, líkast til aðeins í því, og segir að skemmd- arvargarnir séu aftur á ferð. Höfundur þessarar sögu er þýski rithöfund- urinn Ingo Schulze. Er hún ein af þrettán í nýlegu smásagnasafni hans Handy – dreizehn Geschich- ten in alter Manier sem hlaut bókmenntaverðlaun bókamessunnar í Leipzig hinn 22. mars síðastlið- inn í flokki fagurbókmennta. Schulze er fæddur árið 1962 í Dresden og til- heyrir því kynslóð austur-þýskra rithöfunda. En nokkur munur er á þeim rithöfundum sem fædd- ust fyrir austan og þeim sem fyrir vestan fæddust. Þó nokkuð af verðlaunum og tilnefningum hefir honum hlotnast gegnum tíðina. Í fyrra var hann til dæmis tilnefndur til þýsku bókmenntaverð- launanna fyrir skáldsöguna Neue Leben, sem er tæplega 800 blaðsíðna bréfaskáldsaga er tekur á umskiptunum við fall múrsins og gefur góða mynd af tímabilinu 1989-1990. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála og þar á meðal ís- lensku. Árið 2000 kom Simple Storys: Ein Roman aus der ostdeutschen Provinz út í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur undir titlinum Bara sög- ur: Skáldsaga úr austurþýskum smábæ. Hann býr í gósenborg listamannsins, Berlín. Áður en lengra er haldið er vert að minnast ögn á fyrri verk Ingos. Eftir hann liggja fimm bækur. Sú fyrsta heitir 33 Augenblicke des Glücks: Aus den abenteuerlichen Aufzeichnungen der Deutsc- hen in Piter (1995) og er smásögusafn þar sem all- ar sögurnar gerast í Sankti Pétursborg og svipar stílnum nokkuð til bandaríska smásagnahöfund- arins Raymond Carvers, þótt líkindin séu meiri í Bara sögum, sem er skáldasaga. Bara sögur ger- ast að mestu í bænum Altenburg í austurhluta Þýskalands skömmu eftir fall múrsins og form- lega er þetta sögur frá ólíkum sjónarhornum sem saman fléttast. Eftir Bara sögur kom hin sér- stæða Von Nasen, Faxen und Ariadnefäden (2000), sem byggist á faxsendingum Schulze frá Sankti Pétursborg til vinar síns Helmar Penn- dorfs, sem svaraði til baka með teikningum. Eru bæði Schulze og Penndorf skráðir fyrir bókinni. Sex ára bið var svo á næstu bók Schulze, Neue Leben. Handy sker sig um margt frá fyrri verkum Schulze. Fyrir það fyrsta er sögusviðið ekki endi- lega austurhluti Evrópu – þá einkum í Þýskalandi – heldur eiga sögurnar sér stað víðsvegar um heiminn; í New York, þar sem sögumaður greinir frá kynnum sínum af gömlum manni með ástríðu fyrir gulrótarkökum, Kaíró, þar sem sögumaður greinir frá upplestrarferð sinni þangað ásamt kærustu sinni, sem hann eftirlætur svo ungum leiðsögumanni, Eistlandi, þar sem sögumaður kemst í návígi við gamlan sirkusbjörn og svo auð- vitað Berlín. Í mörgum þessum sögum er sögumaðurinn Ingo Schulze eða hann ber sterkan keim af hon- um. Umhverfið er oftlega rithöf- undaumhverfi – upplestrarferðir – og er veitt innsýn í líf rithöfundarins. Það er að segja að þeim þætti sem lýtur ekki beint að sköpuninni, nema hvað hér er það gert beint með því að gera umhverfið að efnivið. Schulze notast því hér, eins og í fyrri verkum sínum, við eigið líf sem efnivið, en passar sig á því að flækja þannig að skilin milli skáldskapar og raunveru- leika verði óljós. Minnir þetta á banda- ríska rithöfundinn Philip Roth, sem er gjarn á að nota sjálfan sig í verkum sínum. Roth hefir svo einnig verið gjarn á hliðarsjálfssköpun sem er eitt- hvað sem Schulze á einnig til. En lík- legt er að flestar sögurnar byggist á einhvern hátt á því sem höfundurinn hefir reynt á eigin skinni og að karakt- ereinkenni sögumanna séu um margt einkenni skapara síns. Samanburð- urinn á Schulze og Roth endar svo al- farið við þennan punkt. Við þetta má svo bæta að lesendur kunnugir Schulze munu sjá gamalkunnum persónum úr fyrri sögum hans bregða fyrir hér. Sagt hefir verið að Handy taki á til- finningum og líðan einstakra persóna í stað þess að vera viðóma samfélagslýs- ing og að sögurnar séu frekar lág- stemmdar og virki stundum frekar gamaldags. Undir slíkt má taka. Sam- anber dæmið í byrjun þessarar greinar þá er ekki beint átökunum fyrir að fara og minna sögurnar um margt á sögur hinar dönsku skáldsystur Schulze, Helle Helle; þær eru það sem kalla mætti hvunndagslegar og fjalla um atvik, að- stæður og augnablik sem allajafna eru ekki talin skáldleg, þótt Schulze skrifi að vísu meira útfrá sinni persónu en Helle. Þetta eru lítil augnablik sem fela í sér dvínandi ástríður, mislukkuð tæki- færi, vonbrigði og vanhæfni við að takast á við líf- ið. Til dæmis rekur sögumaður það fyrir lesand- anum í sögunni „Die Verwirrungen der Silvesternacht“ hvernig hann hætti með æskuást- inni, byrjar með nýrri konu og eignast með henni barn allt án þess vilja það í raun. Enda er hann æ með hugann við æskuástina uns hann hittir hana á ný eftir langan tíma við árþúsundaskiptin í Berlín. Ef gefa ætti þessu nafn mætti hugsanlega nefna það sögusöfnun hvunndagsins. Það má þó ekki skilja þetta sem svo að sög- urnar séu á einhvern hátt ómerkilegar. Þvert á móti eru þetta í flestum tilfellum skemmtilegar sögur og hafa oft á tíðum óvæntan vinkil. Hvunndagur rithöfundar skáldaður HANDY – dreizehn Geschichten in alter Manier er nýjasta skáldverk þýska rithöfundarins Ingo Schulze. Fyrir hana fékk hann bókmenntaverð- laun bókamessunnar í Leipzig á dögunum. Hér verður fjallað um höfundinn og bókina. Handy Sögurnar eru það sem kalla mætti hvunndagslegar. TENGLAR ............................................................... http://www.leipziger-buchmesse.de http://www.ingoschulze.com

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.