Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2007, Page 12
12 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Rúnar Helga Vignisson rhv@simnet.is E inhvern veginn er það svo að sá eða sú sem býr í Reykjavík þarf ekki að gera grein fyrir búsetu sinni, vegna þess að þar er miðjan óumdeilda. Sá sem býr í Kópavogi eða Hafnarfirði þarf þess sennilega ekki heldur, en um Garðabæ getur hins vegar gegnt öðru máli. Þar getur sá sem ekki er viðriðinn einhver stórviðskipti og ekki ekur um á dýru farartæki þurft að standa fyrir máli sínu: Hvað ert þú að gera í Garðabæ? – og þá ekki síst ef viðkomandi er tengdur húman- ískum greinum, skólamálum eða umönnun, svo ekki sé minnst á listir sem margir, ekki síst listamenn sjálfir, halda iðulega að rúmist hvergi annars staðar en í póstnúmeri 101. Gildismatið sem liggur að baki gerir ráð fyrir að affarasælast sé að umgangast sér um líka – listamenn eigi að umgangast aðra listamenn, kaupsýslumenn aðra kaupsýslumenn, og þann- ig er því ótrúlega oft háttað í veröldinni. Ólíkt kaupsýslumönnum getur rithöfundur búið all- lengi í Garðabæ án þess að rekast á nokkurn mann sem hefur brennandi áhuga á bók- menntum og listum og enn lengur án þess að rekast á annan rithöfund. Enda er það svo að kollegar mínir, hvort sem er úr listaheiminum eða akademíunni, glenna iðulega upp augun þegar þeir komast að því að ég bý í Garðabæ. Þeir gera kannski ekki beinlínis athugasemd við það, spyrja í mesta lagi hvort ekki sé langt að fara, vegna þess að þeir gera ráð fyrir að allt þurfi að sækja vestur í bæ, en maður skynjar undrunina, enda búa þeir flestir í gömlum hús- um í eða við miðbæ Reykjavíkur – og undireins er maður farinn að útskýra, jafnvel verja, hvers vegna maður býr í Garðabæ: Það hafi verið til- viljun að við hjónin lentum þar, við höfðum á sínum tíma einungis fáeina daga til að leita okk- ur að íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu og lang- hentugasta íbúðin, þar að auki með besta út- sýninu, hafi að okkar mati verið sú sem við fundum í Garðabæ. Svo hafi eitt leitt af öðru, við höfum stækkað við okkur og í nýju íbúðinni hafi jökulinn líka borið við loft. Auk þess séu synir okkar orðnir rótgrónir Garðbæingar og þá ekki síst Stjörnumenn og vilji hvergi annars staðar búa. KR? Ekki að ræða það! Og eftir allt þetta hrekkur kannski upp úr viðmælandanum: Já, er ekki bara gott að búa í Garðabæ? Jú, það er mjög gott, segir maður, sjálfstæð- ismennirnir hafi gert margt vel, svo sem eins og í skólamálum, og íþróttaaðstaðan sé fram- úrskarandi. Auk þess sé bærinn orðinn mjög miðsvæðis í seinni tíð og svo sé enn sem komið er miklu minni umferð þar en almennt gerist á götum Reykjavíkur. Já, er þetta ekki svefnbær? er þá sagt og ósjaldan er smáorðið „bara“ haft með. Svefnbærinn Stundum segi ég hiklaust já, að Garðabær sé sem betur fer svefnbær. Enda er gott að sofa í Garðabæ, yfirleitt engin truflun og fátt veit ég dýrmætara í lífinu en að búa á stað sem tryggir góðan nætursvefn. Þess vegna getum við sagt að fátt sé dýrmætara einu samfélagi en einmitt góður staður til að sofa á. Það er líka gott fyrir börnin okkar að ekki sé mikill ys og þys á göt- um bæjarins þó að það tryggi því miður ekki slysalausa umferð. Fólk leggur greinilega tals- vert upp úr lífsgæðum af þessu tagi því stöðugt fjölgar í bænum og fasteignaverð hefur verið með því hæsta á landinu, lóðaverð reyndar ávið íbúðaverð í seinni tíð, og hér hafa verið byggðir sumir af stærstu og glæsilegustu svefnskálum landsins, svo stórir að flytja hefur orðið inn vinnuafl til þess að þrífa þá. Á móti kemur að bærinn verður látlaus og líf- lítill vegna þess hversu fá fyrirtæki eru rekin í honum. Það er fremur lítið verslað í Garðabæ, öfugt við það sem efni íbúanna gefa tilefni til. Flestar skemmtanir og menningarviðburði þarf líka að sækja út fyrir bæjarmörkin sem er gott til að tryggja frið og ró en laðar ekki að skatttekjur sem bæjarsjóður getur nýtt til að bæta aðstöðu hinna sofandi enn frekar. Þannig verður Garðabær að andstæðu við borgina sem aldrei sefur, þar sem kynósa og rallhálfar yngismeyjar ku draga útlendinga á tálar. Garðabær er laus við augnaráð ferðalangsins, hann lúrir við voginn fagra á sínum sérstöku forsendum, og hefur ef eitthvað er fremur karl- legt yfirbragð miðað við áðurnefnda tuggu um 101 Reykjavík. En fyrir rithöfund er sérlega gott að búa í svefnbæ því rithöfundar þurfa jú sæmilegan frið. Svo má líka spyrja hvort ekki sé kjörefni- viður í Garðabæ fyrir rithöfund sem vill skrifa um samtímann; þar eru jú nýríkir útrásarsinn- ar í flestum görðum. Auðmannabærinn Garðabær virðist hafa ákveðna ímynd í hugum Íslendinga. Þótt kosningaúrslit sýni jafnari skiptingu, gerir fólk iðulega ráð fyrir því að þar búi nánast eingöngu heiðbláir og vellauðugir sjálfstæðismenn. Það er eins og myndast hafi samkomulag um að Garðabær sé griðastaður efnafólks, þar fái það að vera í friði með auðæfi sín, þar sé það innan um sér um líka sem taki mikil efnisleg gæði sem sjálfsögðum hlut og séu ekki sýknt og heilagt með eitthvert jafn- aðarmannakjaftæði á vörum. Að vissu marki á þessi ímynd við rök að styðjast, í Garðabæ virð- ist mér vera leyfilegt að sulla í skotsilfri og ber- ast á, búa í miklu stærra húsi en maður hefur þörf fyrir og aka um á bíl með miklu stærri dekkjum en malbikaðar götur Stór-Garðabæj- arsvæðisins gera kröfu um. Og það er ekkert ljótt við öll þessi gæði, þau bera ekki vott um að maður sé gráðugur eða eigingjarn, hvað þá sið- laus, þvert á móti bera þau vott um að maður hafi komið ár sinni vel fyrir borð og sé eitthvað til lista lagt. Það að búa í Garðabæ þýðir nefni- lega að maður er í borgaralegum skilningi ekki illa heppnaður, svona almennt séð, og í rauninni ívið betur heppnaður en fólk í öðrum sveit- arfélögum, þó að það sé ekki sagt upphátt. Auð- vitað erum við nokkur sem eigum á brattann að sækja, en þjónum þá þeim tilgangi að minna hina á hvað þeir séu vel gerðir og hafi það ofsa- lega gott. Þetta þýðir að normið, sem í Garðabæ birtist iðulega í öðru veldi, gjarnan með hundi, hesti, skuldahala á hjólum og álíka frumlegheitum, gerir efnaminna fólki erfiðara fyrir í bænum. Það stendur höllum fæti í samanburðinum og fer kannski að strekkja einum of mikið við að falla í kramið, tekur svimandi há bíla- og hús- næðislán sem vaxtafíknir bankar fara fjálgum höndum um með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Þó væsir ekki um neinn í fátækrahverfum Garðabæjar, enda eru þau lítil raðhús og vel búin fjölbýlishús, sum með heimsklassa útsýni. Þau sem eru svo heppin að fá að búa í fátæk- ari hverfum Garðabæjar verða hins vegar að hafa sterka sjálfsmynd og búa yfir fjárhags- legum þroska. Það má t.d. ekki gera eins og ég þegar ég sótti son minn til vinar sem var af efn- uðu fólki kominn. Á hlaðinu stóðu nokkrar gljá- fægðar glæsikerrur og mér varð það á að spyrja heimilisföðurinn: Ertu búinn að opna Hvað ert þú að gera í Normið í öðru veldi „Þetta þýðir að normið, sem í Garðabæ birtist iðulega í öðru veldi, gjarnan með hundi, hesti, skuldahala á hjólum og álíka frumlegheitum, gerir efnaminna fólki erfiðara fyrir í bænum. Það stendur höllum fæti í samanburðinum og fer kannski að strekkja einum of mikið við að falla í kramið, tekur svimandi há bíla- og húsnæðislán sem vaxtafíknir bankar fara fjálgum höndum um með fyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Staðir eru aldrei bara staðir. Þeir fela í sér umgjörð um líf og þeir móta líf. Um leið taka þeir sér bólfestu í manni, verða hjartastaðir, og eru því menningarfyrirbæri, jafnvel eins konar texti. Undanfarið hefur greinarhöf- undur rýnt í staðinn sem hefur verið heima- bær hans í rúman áratug og reynt að lesa á milli línanna. »En ef til vill fer þjösnaskapurinn framhjá mér vegna þess að í bænum ríki samkomulag um að opinbera hann ekki. Og satt að segja virðist mér sem samkomulag af því tagi sé við lýði, ég finn mjög sterkt fyrir því – og fyrir því fann ég við samningu þessa greinarkorns – að það telst ekki góður siður í Garðabæ að kvarta. Þar eiga menn að vera yfir það hafnir, sennilega vegna þess að þar á að vera svo gott að búa og þar búa því einungis sig- urvegarar sem speglast í því að þar er bara einn flokkur við völd, og hefur alltaf verið, sigurvegaraflokkurinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.