Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Side 1
Víðsýni Augu drekaflugunnar Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ¹auga auga, augu (ef.ft. augna) HK 1 skynfæri sem nemur mynd (í sumum dýrum aðeins ljós) og gæðir lífverur sjón. Þetta er lengri skýringin á því sem augað er. Gamla orðabókin mín segir einfaldlega: ¹auga, -a, -u H 1 líkamshluti, líffæri til að sjá með Órómantískara getur það varla orðið; – líkamshluti, líffæri, nýja út- gáfan býður upp á ögn ljóðrænni út- færslu: – það gæðir lífverur sjón. Lesbók í dag sýnir svo ekki verður um villst, að augað er meira en ein- skært líffæri. Það hefur mótandi áhrif á hugsun okkar og atferli, kannski alla okkar lífssýn. Myndlistaraugað hefur haft nóg fyrir stafni að undanförnu, og þau vökulustu meðal þeirra létu sig ekki vanta á „stóra rúntinn“ sem Fríða Björk Ingvarsdóttir segir okkur frá í Lesbók í dag. Myndlistaraugu margra landa gagnrýndu að það sem átti að vera yndi þeirra á „stóra rúnti“ varð það ekki – augað hafnaði öfugsnúnu sjónarhorni, sjónlínu án marka, og því að þurfa bókstaflega að líta niður til listarinnar. Mikill er máttur líkamsparts. Myndlistar- pressa heimsins andæfir – auganu er misboðið. Fríða Björk sýnir okkur þó líka margt það sem gladdi augað á Documenta-sýningunni Kassel. Rúntur Ragnars Axelssonar í Lesbók í dag liggur um annars kon- ar sjónarmið og -lönd. Auga hans er næmt, og ekki bara gætt góðri sjón og eftirtekt, það sér fyrir það sem kann að gerast. Auga hans, lífrænt og stafrænt vokir þolinmótt yfir sjónarröndinni, þar til fuglinn sá arna flýgur loksins upp, til þess eins að gæða myndflötinn hinu óvænta og spennandi. Augað er sátt. Mikið fyrir augað MESTA SAGA HEIMSSÖGUNNAR PÉTUR SIGURGEIRSSON BISKUP HEFUR HNEPPT SÖGU FRIÐARHÖFÐINGJANS, EILÍFÐARFÖÐURINS OG UNDRARÁÐGJAFANS Í LJÓÐ >>10 Veit Hermann að konan er ekki til? » 2 l sbók Morgunblaðið/RAX Dagur landsins Fer fugl yfir vatn, yfir land í mynd sem má ekki hverfa. » 8 ÁGÆTU ÍSLENDINGAR! ÓBORGANLEGAR SÖGUR AF EYJAMÖNNUM ÞÚ VERÐUR AÐ LESA ÞESSA! Guðjón líkkistusmiður á Oddsstöð- um slær máli á látna – og lifandi, Mundi í Draumbæ ekur með prestsfrúna og fleira drasl, Ingi- björg Johnsen geymir jólaveltuna á óvenjulegum stað, Þórarinn í Geisla leitar að Óskari á Háeyri á hverri strippbúllunni á fætur annarri,, Binni í Gröf glímir við Landhelgisgæsluna og Bogi í Eyja- búð fær gos – og það stærri skammt en hann hugði. 1. prentun uppseld 2. prentun væntanleg Laugardagur 7. 7. 2007 81. árg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.