Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 15 snæða blæðandi lifur í eintrjáningi á tjörninni (ef eirðarlaus) draga að öðrum kosti tvist úr spilastokki þvo bílinn á krosssprungnu plani draga sjöu og dreyma rofnar jarðlestir, stokka draga gosa finna sveittan bar lesa le monde í biðröðinni – vopndauðir fara til valhallar óvíst með þá sem falla í hafnarstræti – brýna hornið á háum spaða rista svörðinn á klambratúni hlusta á landið æmta með nefið fullt af mold hér brenna tungl og glaumbæir hér má ekki vera með sjóndapra hunda, eins og sími sé að hringja, eins og einhver stjaki við höggormi, eins og bílskúrar þæfist af síðrokki, stokka aftur strengja á eintrjáning sólbrenndar húðir Það var í hittiðfyrra sem finnski ljósmyndarinn Marcus Roos bað mig um að semja ljóð um Reykjavík í ljósmyndabók sem hann var með á prjón- unum. Hann hafði þá farið á milli allra norrænu höfuðborganna og myndað fólk sem var upptekið við að njóta lífsins – sem sumir kalla reyndar að gera ekki neitt. Það voru flottar, svarthvítar myndir. Hverri myndaröð átti að fylgja eitt ljóð um borgina frá innmúruðu skáldi. Ég keyrði niður í bæ og fór fljótlega að hugsa um ævintýralegan spilastokk sem réði því hvað mað- ur hefði fyrir stafni. Í ljóðinu kemur Klambratún við sögu, sem og síð- rokksveitir sem æfa sig í Hlíðunum – þar hafði ég í huga að maður veit aldrei hvar næsta Sigur Rós er að verða til í nálægum bílskúr. Fáum vikum eftir að ég skilaði ljóðinu var tilkynnt að Sigur Rós hygðist halda stór- tónleika á Klambratúni og mér fannst ég vera véfréttin í Delfí. Þegar gítar Jónsa byrjaði að æmta stóð ég á túninu og starði í grasið eins og allt meik- aði sens. Bók Marcusar Roos er tilbúin en hann skortir víst enn fjármagn til útgáf- unnar. Ljóðskáldið | Sigurbjörg Þrastardóttir fædd á Akranesi 1973 Morgunblaðið/Kristinn Ljóðabækur Sigurbjargar Þrastardóttur: Blálogaland (1999), Hnattflug (2000), Túlípanafallhlífar, (2003). reykjavík Lesarinn Ég verð að viðurkenna, ég les ekki mik-ið ljóð. Hef ekki eirð í mér til þess. En það er ein ljóðabók sem hefur verið á skrifborðinu mínu í vinnunni í allan vetur – og ég hef alloft leitað í – eftir andagift og hugarró. Það er Perlur – úr ljóðum íslenskra kvenna sem Silja Aðalsteinsdóttir valdi saman í bók. Ljóðin eru mörg og misjöfn, mörg frábær, sum óttalega væmin, önnur þrungin drama og nostalgíu, nokkur fyndin og örfá, fer- lega léleg. En það eru ljóð einnar konu sem höfða mest til mín, ljóð Ingibjargar Haralds- dóttur. Hún á sjö ljóð í bókinni, hvert öðru betra. Þarna er „Breiðholt“ – ljóðið um út- hverfakonuna, sem Ingibjörg ætlar ein- hverri annarri en sjálfri sér, konan sem gengur „…hokin um stofur“ og leitar „…svara í spegilbónaðri ásýnd hlutanna“. Póstnúmer mitt segir mér að ég sé slík en í hjarta mínu er ég það ekki. Þarna er „Frelsið“ – sem er dýrkeypt og „…öryggiskenndin var sæl“, en það sem ekki er sagt, segir meira en nokkur orð. Og „Alein“ um konuna sem allt var horfið en hún „…vissi að nú var hún loksins frjáls“. Ég öfunda um leið og ég dáist að snilld Ingibjargar, hvernig hún getur með örfá- um orðum og því ósagða, sagt meira en nokkur annar. Ég hef orðið mér úti um allar ljóðabækur hennar og ætla að taka þær með mér inn í sumarið. Ása Richardsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ása „Ég öfunda um leið og ég dáist að snilld Ingibjargar, hvernig hún getur með ör- fáum orðum og því ósagða, sagt meira en nokkur annar.“ Hlustarinn Mér dettur strax í hugútgáfufyrirtækið StonesThrow, sem er í sér- stöku uppáhaldi hjá mér. Ég tryggi mér nánast allt sem viðkemur þeirri útgáfu, enda eru þeir búnir að vera fram- arlega í stefnumótun á und- irgrundar-hipphoppi und- anfarin tvö ár eða svo. Meistarar eins og J Dilla og Madlib hafa þá spilað stórt hlutverk í velgengni þeirra. Nú voru þeir t.a.m. að gang- setja nýja undirútgáfu sem heitir Now-Again Records og verður gefin út plata þar sem kemur bæði út sem 17 laga CD-diskur og sjö 7" vínylplötur. Tónlistin á henni er aðallega fönk sem m.a. Cut Chemist, Madlib, Todd Terry og Kenny Dope eru búnir að eiga við auk nokkurra rappara sem ljá völdum lögum rímur, frábær plata! Ég hef annars mikið verið að grafa upp undirgrundar- hipphopp úr öllum áttum, bæði hala ég því niður og kaupi á netinu. Ég hlusta líka alltaf eftir tónlist frá hinum ýmsu löndum og gróf m.a. upp tvær pólskar hipp- hopp-plötur um daginn með taktsmiðnum Eldo annars vegar og hljómsveit að nafni O.S.T.R hins vegar, báðar mjög þéttar og með ferskan hljóm. Svo er breska hipp- hoppið á mikilli uppleið um þessar mundir og það sama má segja um kanadískt hipphopp. Þessa dagana hef ég mikið verið að hlusta á nýju DJ Jazzy Jeff-plötuna, einnig nýju plötur Blu & Exile, Black Milk, Talib Kweli, Theory Hazit og Beastie Bo- ys. Ómar Ómar, TFA/Hiphop.is, er annar stjórnandi útvarpsþáttarins ORÐ á Flass 104,5. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ómar Ómar „Ég hlusta líka alltaf eftir tónlist frá hinum ýmsu löndum og gróf m.a. upp tvær pólskar hipphopp-plötur um daginn með takt- smiðnum Eldo annars vegar og hljómsveit að nafni O.S.T.R hins vegar, báðar mjög þéttar og með ferskan hljóm. “

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.