Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 13
skyni finnst Misha sjálfum ekkert sjálfsagðara. Hann lítur ekki endilega á sig sem Rússa held- ur sem hluta af hnattvæddu samfélagi kraft- mikilla ungmenna sem þrátt fyrir víðsýni sína, og þetta er e.t.v. dálítil þversögn, móta sér stefnu og lífsstíl samkvæmt þeim hræringum sem efstar eru á baugi í alþjóðlegri, en þó eink- um bandarískri fjöldamenningu. Þegar bókin hefst er Misha staddur í Rúss- landi eftir langa fjarveru til að vera viðstaddur jarðarför föður síns sem var myrtur af „sam- keppnisaðilum“. Undanförnum árum hafði Misha varið í New York þar sem hann nam fjöl- menningarfræði (e. Multicultural studies, en fræðasvið þetta, eins og svo margt annað í bók- inni, er uppfundið en ber þó sterkan keim af veruleikanum) við virtan háskóla. Að því leytinu til sem við kynnumst námsferli Misha og fag- þekkingu virðist sérsvið hans felast öðru frem- ur í nákvæmri eftiröpun á menningarkima blökkumanna, þeim kima sem á eilítið einfald- aðan hátt er stundum kenndur við hip hop. Hér sjáum við t.d. Misha leggja hótelforstjóra nokkrar lífsreglur: „‘Í samhengi vinsældar- tónlistar’, en hér voru orð mín gædd þunga þess sem hefur útskrifast í Fjölmenningarfræðum, ‘skaltu einbeita þér að austurstrandar hip hoppi og gettó tek frá Detroit. Við neyðumst til að hafna evrópskri tónlist alfarið. Jafnvel fram- úrstefnu house. Ertu með mér, Lubya?’“ Algjör yfirráð bandarískrar poppmenningar yfir aftur- haldssamri og úreltri Evrópumenningu eru óumdeild hjá Misha, en rappið er eftirlæti bæði hans og vinanna. Þegar mikið liggur við, eða þegar áföll hafa skollið á, reynist jafnan árang- ursríkt að „bösta“ nokkur vísnaerindi á milli í vinahópnum, og skapa þannig flóttaleið í gegn- um gettómenningu sem kallast á við, er okkur ætlað að skilja, stöðu Austur-Evrópubúa í vest- rænt-miðaðri hnattvæðingunni. Áreksturinn milli harðsvíraðrar og karllægr- ar heimsmyndar hip hoppsins og mjúkrar skap- gerðar Misha leiðir svo til ýmissa gamansamra kringumstæðna þar sem honum mistekst jafn- an að færa ímyndina sem hann hefur skapað sjálfum sér yfir á svið áþreifanlegrar hegðunar. Einlægur áhugi Misha á rappi og hip hoppi, ásamt myndarlegum vexti, útskýrir hins vegar gælunafnið sem hann hlaut á háskólaárunum í New York, Snack Daddy, en jafnvel þegar til Rússlands er komið vekur nafn þetta ljúfar minningar í brjósti fjölmenningarfræðingsins (aðeins útvaldir vinir og elskhugar notast við það) enda tengjast námsárin bestu stundum ævinnar í huga Misha. Ástæðan fyrir endurkomu Misha til Rúss- lands er þó sorgleg, eins og minnst hefur verið á, en vandræðin eru þó aðeins að hefjast. Ekki er nóg með að „viðskiptafélagar“ nýlátins föður hans ásælist það sem með „réttu“ myndi teljast föðurarfur hans, heldur er Misha nú á kafi í dvalarleyfisvandræðum. Hann fær vegabréfs- áritun sína til Bandaríkjanna ekki endurnýjaða. Það teygist úr því sem aðeins átti að vera stutt viðdvöl í Rússlandi til að vera viðstaddur jarðar- för og smám saman uppgötvar Misha að ólík- legt verði að teljast að hann geti snúið aftur til sinnar heittelskuðu New York. Ástæðan er sú að nýgrafinn faðir hans, Boris, hafði, þegar „samningaviðræður“ fóru út um þúfur, myrt amerískan viðskiptamann en bandaríska sendi- ráðið í St. Leníngrad lítur slíkt athæfi alvar- legum augum, og fyrir það líður vísaumsókn Misha. Hér hefst hinn eiginlegi söguþráður bókarinnar en hann lýsir grátbroslegum til- raunum Misha til að endurheimta sitt dýrmæta landvistarleyfi, vegabréfið í heim fjöl(da) menningarinnar. Í skugga „Golly Burton“ Áköf löngun Misha til að snúa aftur til Banda- ríkjanna á sér ólíkar rætur. Í New York kynnt- ist hann því menningarlega fjöllyndi sem mótar heimssýn hans og í kjölfarið reynist umhverfi hinna hrundu Sovétríkja þröngsýnt, einangrað og gamaldags. Þar kynntist hann líka ástinni sinni, Rúönnu, en aðskilnaðurinn frá henni reynist Misha þungbær. Ekki bætir úr skák að Misha fær fréttir af því að annar rússneskur innflytjandi keppi um ástir Rúönnu. Þar er á ferðinni ungskáldið Jerry Shteynfarb, en mann þennan þekkir Misha ekki af góðu: „Leyfðu mér að lýsa Jerry Shteynfarb,“ segir Misha skömmu eftir að hann fréttir af keppinaut sín- um. „Hann var samnemandi minn við Acciden- tal College og einn af þeim rússnesku innflytj- endum sem höfðu lagað sig fullkomlega að Bandaríkjunum (hann var aðeins sjö ára þegar hann flutti). Hann nýtti sér sinn vafasama rúss- neska bakgrunn til að rísa í áliti innan skapandi skrifa deildarinnar í skólanum og svaf hjá hálf- um háskólanum í leiðinni. Eftir að hafa útskrif- ast, hélt hann fast við hótun sína að skrifa skáld- sögu og gaf út bók, hálf sorglega enduröpun á lífi innflytjandans sem átti víst að byggja á hans eigin reynslu (en slíkt líf finnst mér vera há- punktur hamingjunnar). Bókin hét, minnir mig, The Russian Arriviste’s Hand Job, eða eitthvað þvíumlíkt. Kaninn féll náttúrlega kylliflatur fyr- ir þessu.“ Shteynfarb eða Shteyngart? Fyrsta skáld- saga Shteyngart hét The Russian Debutant’s Handbook og kaninn „féll“ vissulega „kylliflat- ur“ fyrir henni, bókin var lofuð mjög og hampað víða og hér er því víst að höfundur er að stað- setja ákveðna skopstælingu á sjálfum sér inn í textanum. Það að höfundarsjálfið birtist hér í nokkuð nákvæmri eftirmynd af veruleikanum og í beinni andstöðu við söguhetjuna, í bókstaf- legri samkeppni við hana, er líka merki um þær tvær hliðar innflytjendareynslunnar sem ætla má að Shteyngart fjalli hér um (slíkur lestur er í öllu falli freistandi); annars vegar er það saga hans sjálfs sem endurspeglast í Shteynfarb, þ.e. hins innlimaða innflytjenda, en hins vegar er það söguhetjan sem birtist okkur sem eins kon- ar persónugervingur hinnar nýju Evrópu sem þráir ekkert heitar en að fá að vera með í bandaríska draumnum. Nýja Evrópa fyrirlítur gömlu Evrópu en þarf þó á henni að halda sem eins konar stökkpall inn í fyrirheitna heiminn. Það sem skilur Misha hins vegar frá hefð- bundnari innflytjendamyndum er sú staðreynd að það eru ekki efnahagsleg tækifæri sem hann sækist eftir heldur menningarleg. Sú staðreynd að Misha er í raun tilbúinn til að leggja allt í sölurnar fyrir vegabréf til Bandaríkjanna er einn af hverfipunktum skáld- sögunnar. Honum er lofað belgísku vegabréfi eftir óheiðarlegum leiðum en til þess að festa kaup á þessum passa inn í bjartari framtíð, og faðmlag Rúönnu, verður hann að ferðast til smáríkis nokkurs sem einusinni var örlítið fylgi- tungl Sovétsins en hefur nú öðlast sjálfstæði, Absurdistan, en segja má að það hafi týnst í mistrinu sem tók við af niðurfallinu. Það er af- skekkt, vitum við, og liggur austarlega á kort- inu. Misha ferðast þangað með bjartsýni og drauma um hip hopp í farteskinu en þegar í smáríkið er komið flækjast málin. Um er að ræða fátækt land sem þó virðist búa yfir mikl- um auðlindum, þetta er olíuríki sem er í þann mund að sjá drauma sína rætast með tilkomu Halliburton (þekkt innanlands sem „Golly Burton“) sem hefur í hyggju að bora í jörð og í framhaldinu dæla upp lífsgæðunum. Þetta er líka land sem, eins og þau sem Gúlliver forðum uppgötvaði, einkennist af allt að því óskiljan- legu ósætti milli íbúanna (forn trúmerki eru túlkuð á mismunandi hátt af tveimur hópum, en þessar deilur reynast ein frjóasta uppspretta höfundar fyrir þann absúrd-húmor sem ein- kennir bókina) og áður en langt um líður ríkir borgarastyrjöld í landinu. Misha reynist eiga sök á máli en hann hafði ráðlagt öðrum hópnum að ef athygli Vesturlanda skyldi náð væri best að einhvers konar óhapp ætti sér stað, styrjöld, borgarastríð og þjóðarmorð voru dæmi sem hann nefndi um nær óbrigðula aðferð til að ná athygli vestrænna fjölmiðla. Áður en Misha veit af eru þessir hlutir hins vegar skollnir á og hann, mitt í átökunum, gerir sitt besta til að lifa af (og borða, og ná sér í internet tengingu). Rétt er að taka fram að átökin voru í fyrstu tiltölulega saklaus, þau voru sviðsett fyrir fjölmiðla en ekki virðist mikið þurfa til svo að forn illindi vakni til lífsins og áð- ur en Misha, eða stjórnmálamennirnir vita af, hafa sjónvarpsvæn átök breyst í raunverulega borgarastyrjöld. Gallinn er sá að Svevï er of lítil borg til að annars markviss útþurrkun borgar- anna nái athygli Vesturlanda og því virðist öll fyrirhöfnin hafa verið unnin fyrir gýg. Í ljós kemur að olían í ríkinu dugir nefnilega ekki til, enda reynist lítið til af henni, og stjórnmála- menn landsins höfðu í raun séð fyrir sér framtíð sem millistjórnendur lepplands Bandaríkjanna. Gallinn er sá að Risinn í vestri veitir þeim enga athygli. Í bók þessari gerir Shteyngart miskunnar- laust gaman að ófermdarástandi. Hér er þó um nokkuð markvissa höfundarætlun að ræða. Bókin fjallar um þann veruleika sem varð til í alþjóðasamfélaginu þegar æðstu ráðamenn Bandaríkjanna, þess ofvaxna hrekkjalóms, ákváðu að veruleikinn væri ekki til. Eins og frægt er orðið lét háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Bush þau orð falla fyrir tæpum tveimur árum í samtali við Run Suskind í New York Tims Magazine að valdaklíkan þar í landi nennti hreinlega ekki að taka tillit til aðstæðna í umheiminum, enda væri þess ekki þörf þar sem Bandaríkin sköpuðu sinn eigin veruleika. Af því leiðir að það sem ekki fellur að þessum tilbúna ímyndunarheimi sé hreinlega óraunverulegt og þannig ómarktækt. Ráðamenn í Bandaríkj- unum komast upp með svona staðhæfingar, a.m.k. tímabundið, vegna þess að þær eru að sumu leyti „sannar“, eða lýsa í öllu falli skynjun margra borgara þar í landi. Það að ímyndaður veruleiki Bandaríkjanna lendi aftur og aftur í árekstri við raunverulegan veruleika annarra landa truflar svo ekki endilega hugarró stjórn- enda, eða kjósenda. Misha er hins vegar hinn fullkomni nýbúi í þessu heimsveldi ímyndanna þar sem hann kaupir bandaríska drauminn með öllu sem honum fylgir, hráum lauk, hip hoppi og ódýrri olíu. Írónían í bókinni er svo sú að ímynduð heimssýn Bandaríkjanna mótar veru- leikann í þeirri Austur-Evrópu sem við kynn- umst í framgangi verksins. Heilt þjóðland svið- setur borgarastyrjöld í þeim tilgangi einum að fá að vera með í enn þá mikilfenglegri sviðsetn- ingu Bandaríkjanna á heimspólitískri fjar- stæðu. Inn í þetta villist Misha, rússneskur hip hoppari á belgísku vegabréfi sem dreymir um að yfirgefa martröð Sovétsins, enda þótt hann líði nú ekki beinlínis fyrir eftirköstin, en lendir þess í stað í miðju hnattvæddrar hringekju sem að vísu snýst eftir bandarískri músík, en því miður ekki þeirri sem hann hefur prófgráðu í. heima » Sú staðreynd að Misha er í raun tilbúinn til að leggja allt í söl- urnar fyrir vegabréf til Bandaríkjanna er einn af hverfi- punktum skáldsögunnar. Honum er lofað belgísku vegabréfi eft- ir óheiðarlegum leiðum en til þess að festa kaup á þessum passa inn í bjartari framtíð, og faðmlag Rúönnu, verður hann að ferðast til smáríkis nokkurs sem einu sinni var örlítið fylgitungl Sovétsins en hefur nú öðlast sjálfstæði, Absurdistan, en segja má að það hafi týnst í mistrinu sem tók við af niðurfallinu. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.