Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Page 12
12 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Þ ar sem við hér á Vesturlöndum stefnum ótrauð inn í þriðja ár- þúsundið myndu flestir halda því fram að svokölluð hnattvæðing sé komin til að vera. Þá er ekki fjarri lagi að ætla að nú sé sú al- menna skoðun ríkjandi að breytingarnar sem hugtakið felur í sér hafi almennt reynst jákvæð- ar og móti í raun þann farveg í átt að aukinni velsæld og hamingju sem best sé að fylgja. Hugtakið sjálft, „hnattvæðing“, er að vísu ekki ýkja gamalt og það má kenna við þá þróun sem átt hefur sér stað á síðustu tveimur til þremur áratugum. Þetta er tímabilið sem breski sagn- fræðingurinn Eric Hobsbawm hefur kallað „úr- slitastig“ tuttugustu aldarinnar en þannig vill Hobsbawm leggja áherslu á mikilvægi þess að undir lok níunda áratugarins og við upphaf þess tíunda hafi ákveðin heimsmynd sem ríkt hafði um áratugaskeið hrunið. Hér er breski sagn- fræðingurinn vitaskuld að vísa til falls Sovét- ríkjanna og þeirrar víðtæku endurskipulagn- ingar á heimspólitíkinni sem fylgdi í kjölfarið. Það sem átti sér stað þegar annað af tveimur heimsveldum tuttugustu aldarinnar liðaðist í sundur og hvarf inn í sögubækurnar er reyndar svo flókið ferli að enn er leitast við að skilja eft- irköstin. Eftirköstin birtust þó m.a. með þeim hætti að auðlindirnar sem finna mátti innan landamæra Sovétríkjanna hafa að talsverðu leyti verið innlimaðar í hið vestræna efnahags- kerfi sem hefur notið góðs af, líkt og útrás ís- lenskra fyrirtækja í Austur-Evrópu undanfarin ár ber vitni um. Á sama tíma fleygði upplýsingatækni fram og í krafti alls kyns samskiptakerfa og tækninýj- unga á sviði fjarskipta smækkaði heimurinn óð- fluga. Landamæri, hvort sem þau voru merkt á kort eða komin til sökum sameiginlegra menn- ingar- og málheima á ákveðnum svæðum, gegndu ekki lengur því útilokunarhlutverki sem þau höfðu áður gert. Framfarirnar í fjarskipt- um og tölvutækni sköpuðu áður óþekkta mögu- leika fyrir hraðvirka og skilvirka flutninga fjár- magns milli landa og hugmyndir um svokallað- an heimsmarkað (sem oft höfðu komið fram áður) voru loksins að verða að veruleika, þá ekki síst með aðstoð alþjóðlegra fjármálastofnana. Frjálshyggjumenn á borð K. Ohmae, í bók sinni The End of the Nation State frá 1995, fögnuðu þessum umbreytinum, ekki síst þar sem talið var að þær hefðu í för með sér afdrifaríkar breytingar á áhrifamætti og þýðingu þjóðríkja eins og það hugtak hefur verið skilið undan- farnar aldir. Þessari nálgun fylgir sú hugmynd að ef áhrif þjóðríkja og ríkisstjórna minnka þá muni umfang og áhrif markaðarins aukast að sama skapi. Það telja sumir vera af hinu góða þar sem frjáls verslun hafi jafnan átt þátt í því að auka almenn lífsgæði. Hraðfleygar sögulegar umbreytingar síðustu áratuga eru hér reifaðar, eins stuttlega og raun ber vitni, þar sem þær eru umhverfið og bak- grunnurinn sem bandarísk-rússneski höfundur- inn Gary Shteyngart notast við í annarri skáld- sögu sinni, Absurdistan (2006), en hér er á glettinn hátt tekið á ofantöldum framfara- og umbreytingalista frá sjónarhorni þeirra sem horfa á herlegheitin utanfrá, eru föst á hálf- gerðri umferðareyju og líta vonar- ef ekki bók- staflega bænaraugum til hinnar nærliggjandi verslunarmiðstöðvar. Shteyngart leikur sér að því að sviðsetja menningarheim sem öðru fram- ar mótast af því að horfa öfundaraugum í vesturátt og er í hægagangi þegar kemur að hnattvæddu kapphlaupi í átt að lífsgæðum og nútímalegum lífsstíl. Absurdistan vakti umtalsverða athygli vestanhafs og þykir Shteyngart hér hafa stað- sett sig í hópi þeirra ungu enskumælandi rithöf- unda sem á undanförnum árum hefur á hvað djarfastan hátt verið að takast á við breytta heimsmynd fjölmenningarsamfélagsins. Það er í öllu falli óhætt að halda því fram að hér hafi ungur höfundur stigið fram með einstaklega metnaðarfulla og alvarlega skáldsögu sem kem- ur boðskap sínum á framfæri með eitur- fyndnum söguþræði og málfarslegri uppfinn- ingasemi. Hugmyndaflugið sem einkennir stíl bókarinnar er reyndar svo ríkt, og á köflum ofsafengið, að samband sögufléttunnar við hefð- bundið raunsæi rofnar oft og iðulega, svo áber- andi eru fingraför höfundar. Þetta getur verið galli en í tilviki þessarar skáldsögu eru stílflugin einn af helstu ánægjuvökum sögunnar og nauð- synlegur hluti af þeirri upplifun sem bókin leit- ast við að veita. Því mætti jafnvel halda fram að sú ofgnótt og usli sem gera vart við sig í stílnum kallist á við þær hugmyndir og heimssýn sem eru rökvísi verksins miðlægar en það eru þær ofsafengnu misfellur sem greina má í heims- samfélaginu milli velmegunar og þurftar. Feitur og fastur á milli menningarheima Söguhetja Absurdistan er enginn venjulegur maður. Það er sem skáldsagan sé að leitast við að sýna lesanda ákveðna kurteisi með því að taka strax af allan vafa um það hverjum hann muni fylgja næstu 350 blaðsíðurnar. Fyrstu málsgreininni er nefnilega varið framan við gagnsæjan spegil, í ákveðnum skilningi. Sögu- maður lýsir sjálfum sér eins og hann ímyndar sér að hann blasi við öðrum: „Ég er Misha Bor- isovich Vainberg, þrjátíu ára gamall karlmaður sem er hrikalega feitur. Ég hef lítil, djúpstæð blá augu, nefið er gyðingalegt á tignarlega hátt, minnir í raun nokkuð á gogg páfagauks, og var- irnar eru svo ósjálfbjarga að löngun til að strjúka þeim varlega með handarbakinu gerir vart við sig.“ Hér er ekki of djúpt tekið í árinni. Misha er stórvaxinn með afbrigðum. Þegar að tölfræði kemur er hann eiginlega jafn stoltur af því að vera um 140 kíló að þyngd og að vera sonur 1.238 ríkasta manns Rússlands. Hvort tveggja er mikilvægt fyrir framgang sögunnar en síð- arnefnda atriðið, ríkidæmi Vainbergs (sem und- ireins er kennt við föður hans svo auðveldara sé að kenna soninn við hóp „ríkra iðjuleysingja“), vísar til þeirra umbreytinga sem áttu sér stað, og fjallað var um hér að ofan, þegar Sovétríkin liðu undir lok. Faðir Misha, Boris Vainberg, var þekktur sem andófsmaður og minniháttar kauphéðinn allt þar til stífnað og dautt efna- hagskerfið opnaðist upp á gátt á öndverðum tí- unda áratugnum. Rússneskt þjóðfélag tók þá eins konar heljarstökk frá miðstýrðri spillingu inn í markaðskapítalisma (og fjölþættara spill- ingarumhverfi) og í einu vetfangi var sem jörðin hyrfi undan fótum almennings. Þeir voru þó til sem á undan öðrum gerðu sér grein fyrir því sem var að eiga sér stað og gripu tækifæri sem skyndilega buðust til að leggja undir sig ýmsa þá hluta efnahagskerfisins sem áður tilheyrðu ríkinu. Þannig varð samfélag til sem einkennd- ist af gríðarlegum stéttarmismun (sem er kald- hæðnislegt í ljósi þeirra hugsjóna sem ríktu í fortíðinni), alþýðan glímdi við verðbólguskriðu og lamaða stjórnsýslu meðan örfáir eignuðust fáheyrð auðæfi, án undantekninga á glæpsam- legan hátt (enda þótt hugtök sem þessi séu vandmeðfarin í núverandi samhengi; spurning- in reynist nefnilega aðkallandi hvað nákvæm- lega sé hægt að kalla glæpsamlegt í fjarveru réttarríkis, en óhætt er að segja að á þessum tíma hafi lög þau og reglugerðir sem móta far- veg samfélagsgerðarinnar gufað upp; eftir stóð markaður sem sannarlega var frjáls). Boris var einn þeirra. Í krafti „viðskiptaumsvifa“ föður síns til- heyrir Misha síðarnefndu stéttinni, þeirri sem við getum kennt við ofsaríkidæmi. Holdafarið er bókstafleg birtingarmynd þeirra stórkost- legu forréttinda sem hann nýtur í fátæku borg- arsamfélagi „St. Lenínsborgar“ en sérstaða hans í rússnesku samfélagi á sér þó djúpstæðari rætur. Misha tilheyrir kynslóð og stétt sem ekki er bundin af þeim stríðslínum og landa- mærum sem einkenndu hið heimspólitíska landakort fáeinum árum áður. Jafn óhugsandi og það hefði verið fyrir föður Misha að ferðast í sínu ungdæmi til Bandaríkjanna í menntunar- Á milli menningar Skáldið Gary Shteyngart með gælubangsa fjölskyldunnar. Hann fæddist í Leníngrað 1972, og bjó þar til sjö ára aldurs þegar fjöl- skyldan fluttist til Bandaríkjanna Hann býr nú í New York. Heimurinn hefur breyst hratt undanfarin ár og Absurdistan, önnur skáldsaga bandaríska rithöfundarins Gary Shteyngart, endur- speglar á gróteskan hátt kómíska fjarstæðu samtímans og öfgana sem geta tilheyrt heimsmynd fjölmenningarsamfélagsins. Bók- in segir frá Misha, ungum rússneskum auð- kýfingi á belgísku vegabréfi, sem reynist hinn fullkomni nýbúi í heimsveldi ímyndanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.