Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 8
Myndir: Ragnar Axelsson | rax@rax.is Texti: Freysteinn Jóhannsson | freysteinn@mbl.is Viljum við endalok? Viljum við feigt það geimskip sem við gistum í vegferð okkar umvíðáttuna? Eða vitum við að það er ekki jörð til skiptanna og að við verðum aðsnúa blaðinu við og vinna þessu landi til lífs?Hvort fljótum við sofandi að feigðarósi, eða spyrnum við fæti? Sólarhringstónleikar Live Earth í sjö heimsálfum eiga að vekja okkur til umhugsunar um loftslagsbreytingar af mannavöldum og minna okkur á að við eigum val. Tónlistin er bæn um betri heim, ákall um aðgerðir, áskorun um að við öxlum okkar ábyrgð. Við erum ekki aðeins ábyrgðarmenn þessa Íslands sem er okkar fósturjörð, heldur er öll jörðin undir. Og ábyrgð okkar veit að öllum mönnum, ekki bara samferðamönnum heldur líka afkomendum svo lengi sem Íslands þúsund ár eru að líða. Sú er ábyrgð okkar sem ljósmyndir Raxa af landinu lýsa. Í þessari skuldbindingu okkar er framtíðin fólgin; að vilja dag landsins á hverjum degi. Álftarós Í faðmlögum land og fljót. Marland Við væng marar land í hálfu kafi. Vatnið Fram af fossbrúninni. Landinu til lífs 8 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.