Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 20. 10. 2007
81. árg.
ráðhús reykjavíkur 25. okt . – 11. nóv. 2007 – sigurþór jakobsson málverk
lesbók
TÓNLISTARHÚSIÐ
HVAÐA ÁHRIF MUN TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚSIÐ
HAFA Á BORGARMYNDINA OG BORGARLÍFIÐ? >> 3
Er ævisaga Maós eftir Jung Chang farsakennd skrípamyndaskrif? » 8
Bloc Party Stærsta nafnið í stærsta tónlistarpartíi ársins spilar í Hafnarhúsinu í kvöld. »7
Eftir Þröst Helgason
vitinn.blog.is
Blótgælur eftir Kristínu Svövu Tóm-asdóttur er besta frumraun ljóð-skálds sem ég hef séð lengi. Kristín Svava er 22 ára og hef-
ur meðal annars lesið upp ljóð sín á ljóða-
kvöldum Nýhils við góðar undirtektir. En
þessi bók á eftir að afla Kristínu Svövu við-
urkenningar sem fá fyrstubókarskáld hljóta.
Kristín Svava slær harðan tón. Hún er
köld, írónísk, æðrulaus en líka sjóðandi heit
og fyndin. Þetta eru ekki lög unga fólksins
en það er mikið rokk og ról í textunum.
Og afstaðan er skýr þótt tíminn einkenn-
ist af afstöðuleysi: „Skítt með það, förum
heim til mín.“
Í heiminum sem þessi ljóð lýsa ríkir ást-
leysi og áttleysi, „allt er einhvern veginn fyr-
ir bí“, kæruleysi, miskunnarleysi og sam-
bandsleysi, „annarleg eru annarra mörk/og
íshafið sjálft á milli“.
En Kristín Svava stendur styrkum fótum
í sinni hefð. Hún leikur sér að því að snúa
upp á Unglinginn í skóginum, „eia pillur! eia
stjörnur!/stjörnurnar í bandaríska fán-
anum“. Og femínísk kveðja hennar til Sig-
urðar Pálssonar (sem verður einhvern veg-
inn óforvarandis að táknmynd karlveldisins í
íslenskum bókmenntum) er skuggalega
skemmtileg: Klof vega menn.
Þetta er rödd sem þið skuluð hlusta eftir.
MENNINGARVITINN
Klof vega
menn