Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Jón Ólafsson jonolafs@bifrost.is ! Hræringar samtímans krefjast þess oft af okkur að við end- urmetum gildi. Þá verður okk- ur ljóst að gamlar dygðir úreld- ast og stundum breytast gamlir lestir í dygðir við nýjar að- stæður. Því er stundum haldið fram að græðgi sé góð og þá er átt við að það sé ekkert athugavert við að hugsa fyrst og síðast um eigin hag. Það sé reyndar, þegar til lengri tíma er litið betra að menn hugsi þannig en að þeir séu að grufla í hagsmunum annarra, þar sem slíkt leiði á endanum til forræðishyggju. Vertu eins gráðugur og þú vilt, hljóðar því boðorðið, á meðan þú brýtur ekki á öðru fólki. Rökfræði lyganna er dálítið öðruvísi. Enginn segir að þær séu góðar en samt þykir okkur flestum sjálfsagt að stunda þær. Foreldrar ljúga að börnum sínum, börnin ljúga að foreldrunum, stjórn- málamenn ljúga að kjósendum sínum – og hver að öðrum auðvitað. Yfirboðarar ljúga að starfsmönnum og starfsmenn að yfirboðurum. Allir vita að stundum er nauðsynlegt að ljúga til að ná mark- miðum sínum. En ef það er best fyrir samfélagið þegar til lengri tíma er litið að hver hugsi fyrst og fremst um eigin hags- muni, hversvegna ekki að lofa lygina á sama hátt og græðgina: ef græðgi er góð, eru lygar þá ekki lofsverðar – innan vissra marka náttúrlega, á meðan ekki er beinlínis brotið gegn rétti annarra? Eða á annað fólk einhvern rétt á því að vera sagt satt? Ef græðgin er dygð athafnalífsins, þá er lygin dygð stjórnmálanna. Gráðugur kaupsýslumaður er líklegur til að safna auði – að minnsta kosti er hann mun lík- legri til að gera það heldur en sá sem hefur hófsemi í heiðri. Á sama hátt er djörf lygi miklu líklegri til að tryggja frama stjórnmálamanns heldur en sann- sögli. Stjórnmálamaður sem alltaf segir satt verður fljótt aðhlátursefni kjósenda og annarra stjórnmálamanna. Og dæmin sanna að þegar athafnamenn og stjórn- málamenn slá saman og hinn gráðugi fær að leiða hinn lygna eða öfugt, þá hefur ósigrandi lið verið myndað. Þetta sýnir okkur hve mikilvægt það er að innprenta börnum og unglingum græðgi og kenna þeim að stunda lygar, því annars verða þau sakleysingjar sem tæplega geta náð árangri í lífinu. En bíðum nú við. Er þessi röksemda- færsla ekki komin út í einhverja vit- leysu? Auðvitað eru hófsemi og sann- sögli ennþá dygðir eða hvað? Fyllumst við ekki aðdáun yfir stjórnmálamann- inum sem tárfellir yfir sannfæringu sinni sem hann heldur til streitu þrátt fyrir mótlæti og harða hríð andstæðing- anna? Rétt eins og hinn gjafmildi kaup- sýslumaður uppsker lof allra þegar fé hans streymir til góðra málefna? Eru þetta ekki augljós dæmi um óbreytta stöðu hinna gömlu gilda þegar öllu er á botninn hvolft? Kannski svarið við þeirri spurningu sé bæði já og nei og þar liggur hundurinn grafinn, því svar íróníunnar er alltaf bæði já og nei en aldrei bara já eða bara nei. Hinar nýju dygðir eru ekki við- urkenndar sem slíkar, heldur sem óhjá- kvæmilegur drifkraftur athafnamanna – og athafnastjórnmálamanna. Eftir sem áður krefjumst við þess af þeim að þeir kunni vel með þær að fara. Helber græðgi er áfram ljót og lygin skamm- arleg. En sé vel með hvorttveggja farið og það fært í óaðfinnanlegan búning hóf- semi, gjafmildi, sannsögli, heiðarleika og jafnvel náungakærleika vekur það fölskvalausa aðdáun. En það er raunar ekkert nýtt, því svona hefur það alltaf verið. Dygðir og lestir Eftir Sigtrygg Magnason naiv@internet.is M atthías Johannessen var í Kiljunni hjá Agli Helga- syni á miðvikudags- kvöldið. Egill ræddi við þennan merkilega mann sem hefur öðrum fremur í íslenskri blaðamannastétt borið hag ís- lenskrar tungu fyrir brjósti sem ritstjóri Morgunblaðsins, ótrúlegur samtalasmiður og síðast en ekki síst frábært skáld. Í Matt- híasi sameinast þetta allt saman og hann gefur aldrei afslátt af notkun málsins. Þannig ól hann upp tugi blaðamanna á Morgunblaðinu og þannig hefur hann haft mikil áhrif á lesendur sína og ung íslensk skáld. Egill Helgason spurði Matthías út í sam- tölin við helstu snillinga síðustu aldar, Kjar- val, Laxness, Borges og fleiri. Matthías rakti hvernig hann vildi með samtölum sín- um við þessa menn birta sína upplifun af þeim; það er alltaf skáldið sem heldur um pennann. Matthías vitnaði í verk Kjarvals og sagði hann aldrei hafa málað Esjuna, heldur hefði hann málað sína Esju: Esjuna eins og hann upplifði hana. Viðhorf Matthíasar er ekki bara hollt heldur nauðsynlegt núna þegar þingmenn trítla fram með hugmyndir um að gera ensku jafnréttháa íslensku í íslensku stjórn- kerfi. Menn verða að átta sig á því að tungumál er ekki bara samskiptatæki. Tungumálið og hugsunin verða ekki skilin að. Við hugsum á móðurmáli okkar, íslensk- unni. Í því felst sérstaða okkar sem þjóðar. Það er engin önnur þjóð sem hugsar á ís- lensku. Það er okkar auðlind. Okkar vopn í útrásinni. Á tímum ótrúlegrar samkeppni er ekkert nauðsynlegra en að efla íslenskukennslu og vitund þjóðarinnar um tungumálið. Ef fólk hefur gott vald á tungunni þá verður allt annað auðveldara. Þroskuð máltilfinning og þekking á málinu eflir hugsunina. Lífið og vinnan snýst um að nota hugtök, snýst um að hugsa og skiptir þá engu máli hvaða starfsvettvang fólk hefur valið sér. Það seg- ir mér enginn að íslenskir bankamenn hugsi á ensku á fundum með útlendum kollegum sínum. Þeir hugsa á íslensku og tala á ensku. Þar er stór munur á. Tungumálið er flókið fyrirbæri. Það er alltumlykjandi. Tungumálið er heimurinn og heimurinn er tungumálið. Móðurmálið verð- ur alltaf lykillinn að velgengni. Esjan okkar. Esjan eins og við sjáum hana. Það sem gerir okkur öðruvísi er sag- an okkar, landið og tungan. Okkar sérstaða ræður því að miklu leyti hvernig við sjáum heiminn. Íslenskir fjölmiðlar verða að vera meðvitaðir um þennan bakgrunn í störfum sínum. Menning okkar er okkar sjóngler. Þess vegna er mjög ánægjulegt að sjá góða hluti í íslensku sjónvarpi þessa dagana. Þá er nærtækast að nefna áðurnefndan þátt Egils Helgasonar, Kiljan. Egill er auðvitað orðinn stofnun í íslensku sjónvarpi og fáir, ef nokkur, hafa jafngott vald á sjónvarps- umræðunum. Þetta er nónonsens þáttur þar sem bókmenntirnar fá að njóta sín. Og talandi um íslensk sjóngler þá var virkilega þakklátt og fróðlegt að horfa á Kompás á þriðjudaginn þar sem Kristinn Hrafnsson fór austur til Bagdad. Þetta var mjög góður þáttur og lærdómsríkt að sjá hvernig íslensk sýn á stríðið eystra er frá- brugðin þeirri engilsaxnesku. Það er virð- ingarvert að einkastöðin skuli leggja það á sig að færa okkur fjarlægan heim á ís- lensku alla leið heim í stofu. Það er umhugsunarvert hversu mikið af heiminum við sjáum í gegnum erlendar fréttaveitur. Auðvitað er ekki hægt að ætl- ast til þess að allar erlendar fréttir séu frumunnar af íslenskum fréttamönnum en eins og útrás viðskiptalífsins sýnir þá er ekkert mál að taka upp símann og hringja til útlanda. Ég hef áður minnst á Næturvaktina í pistlum mínum. Nú er serían komin vel af stað og alltaf batnar hún. Það er ómet- anlegt að fá að kynnast þessum persónum og fylgjast með þeim þroskast á skjánum. Sérstaklega er gaman að fylgjast með ungu mönnunum, Pétri Jóhanni Sigfússyni og Jörundi Ragnarssyni. Pétur Jóhann er ekk- ert minna en frábær í þessum þáttum. Hann nær að spila jafnt á hláturtaugarnar og þær viðkvæmu. Þetta er gaman. Meira svona. Núna er árið 2007. Matthías Johannessen er fyrir nokkru hættur að ritstýra en arf- leifð hans lifir á Morgunblaðinu. En hvernig hugsa menn um tunguna á hinum miðlunum? Eru stjórnendur meðvitaðir um að þeir bera ábyrgð? Vonandi. Vonandi. Morgunblaðið/Kristinn Matthías Johannessen „Viðhorf Matthíasar er ekki bara hollt heldur nauðsynlegt núna þeg- ar þingmenn trítla fram með hugmyndir um að gera ensku jafnréttháa íslensku í íslensku stjórnkerfi. Menn verða að átta sig á því að tungumál er ekki bara samskiptatæki. Tungumálið og hugsunin verða ekki skilin að.“ FJÖLMIÐLAR » Það sem gerir okkur öðru- vísi er sagan okkar, landið og tungan. Okkar sérstaða ræður því að miklu leyti hvern- ig við sjáum heiminn. Íslenskir fjölmiðlar verða að vera með- vitaðir um þennan bakgrunn í störfum sínum. Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Okkar Esja. Okkar Bagdad

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.