Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Qupperneq 4
anlega lögun hjúpsins. Það var svo mitt að út-
færa form hjúpsins í smáatriðum.“
Húsið verður vel sýnilegt úr öllum áttum og
hefur því enga sérstaka framhlið. Suðurhliðin
snýr inn í borgina, norðurhliðin út á sjó, vest-
urhliðin snýr að hótelinu og austurhliðin að
Sæbrautinni.
„Suðurhliðin hefur þó sérstaka þýðingu
vegna þess að hún snýr að borginni og snýst
um hana með vissum hætti. Þar byggi ég á
sömu meginhugmynd og í öðrum verkum mín-
um. Ég vil að byggingin verði í skapandi sam-
spili við borgarbúa og líka borgina sem slíka.
Suðurhliðin verður því atkvæðamikil. Inn-
gangur og almenningsrými hússins verður líka
í suðurhluta byggingarinnar þannig að þarna
verður talsvert líf.“
Við hönnun suðurveggjarins þróaðist hug-
mynd sem síðan var yfirfærð á allar hinar hlið-
arnar. Á tímabili voru hliðarnar mjög ólíkar,
suðurhliðin skar sig algjörlega úr en hinar hlið-
arnar voru hefðbundnir glerveggir eins og
sjást á skrifstofubyggingum í borginni.
„Mitt verk var í byrjun bara suðurhliðin en
núna kem ég að hönnun alls hjúpsins,“ segir
Ólafur, „og ég er mjög spenntur fyrir því. Og
ég er líka mjög ánægður með það hversu mikill
kraftur er í aðstandendum hússins. Allir eru
staðráðnir í því að standa eins vel að verki og
mögulegt er.“
Stuðlaberg úr gleri
Form hjúpsins byggist á stuðlaberginu ís-
lenska. Ég spyr Ólaf hvort hann geti útskýrt
fagurfræðina á bak við hjúpinn.
„Ég hef unnið með rúmfræðilegt form, eig-
inlega kristalskennt múrsteinsígildi sem hefur
sexhyrnda lögun stuðlabergsins. Það er hefð
fyrir því að nota stuðlabergið í íslenskum
byggingum með mjög klassískum og sögu-
legum tengingum við náttúruna. En ég vildi
ekki skapa þessa massífu tilfinningu sem
grjótið býr yfir. Og ég vildi líka forðast of
mikla tengingu við hefðina á bak við notkun
stuðlabergsins í byggingarlist.
Náttúran og sagan er vissulega mikilvæg
fyrir Ísland en stundum eru þær íþyngjandi,
brennimerkja skilning okkar á hlutunum,
koma í veg fyrir samtímalegan lestur á því sem
er íslenskt. Ég er því svolítið hikandi þegar ég
nefni stuðlabergið.
Ég hafði áhuga á rúmfræði þess og hvernig
náttúran mótar form sín en ég hafði síður
áhuga á hinni þungu goðsagnarlegu hefð sem
steinninn ber með sér. Mér fannst glerið draga
úr þessum þunga. Og niðurstaðan varð að
hjúpa húsið með eins konar glersteini.
Ég hef skoðað vel hvernig lífræn form og
gler hafa verið notuð í byggingarlist í gegnum
tíðina og lært ýmislegt af því. En ég byrjaði að
rannsaka þessa hluti fyrir tíu árum þegar sam-
starf okkar Einars Þorsteins hófst. Hann býr
yfir mjög fáguðum skilningi á stærð-
fræðilegum og rúmfræðilegum lögmálum og
hefur lagt mikið til verka minna. Á þessum tíu
árum hef ég gert mörg verk af mun minni
stærðargráðu sem byggð eru á sömu lög-
málum og við erum að vinna með í hjúpnum.
Núna líta þau út eins og skissur eða undirbún-
ingur að því stóra verki sem glerhjúpurinn er.
Fyrstu verkin sem ég gerði af þessu tagi voru
úr mold en síðan hef ég smám saman fært mig
yfir í léttari efni, óefniskenndari verk.“
Suðurhliðin mun verða samsett úr 800 ein-
ingum af sexhyrndum glersteinum en hinar
hliðarnar verða gerðar úr sexhyrndum glugg-
um.
„Það er hægt að stafla stuðlabergi upp þann-
ig að engin lofthólf séu til staðar,“ útskýrir
Ólafur. „Þetta gerðum við með glersteinana og
skárum síðan þvert í gegnum staflann. Þannig
fæst glerveggur með sexhyrndum glugga-
römmum. Það er því sama lögmálið á bak við
allar hliðarnar þótt útfærslan sé ólík.“
Ólafur segir að það hafi þurft að einfalda út-
færsluna á norður-, austur- og vesturhlið-
unum. Menn hefðu getað setið uppi með þús-
undir smáglugga þar sem níutíu gráða horn
væru mjög sjaldgæf, svo ekki sé meira sagt.
Framkvæmdin hefði orðið mjög dýr.
„Ég hef ekki tekið þátt í því að fjármagna
bygginguna en ef allrar sanngirni er gætt þá
verð ég að segja að allar mínar hugmyndir
hafa kallað á meiri peninga. Ég hef auðvitað
reynt að sýna fjárhagslega ábyrgð í tillögum
mínum, eins og í öllum öðrum verkefnum sem
ég tek þátt í, en ég vil taka skýrt fram að fram-
kvæmdaraðilarnir gerðu mig aldrei afturreka
með hugmyndir mínar vegna þess að þær
væru of kostnaðarsamar. Ég hélt fast við mín-
ar hugmyndir og mér finnst framkvæmdarað-
ilarnir eiga hrós skilið fyrir að gefa mér svig-
rúm. Og þá ekki síst í ljósi þess að hönnun mín
hefur gert bygginguna dýrari en ætlunin var.“
Skilaboð ljósaveggjar
Suðurhliðin mun verða mjög lífleg að sjá.
Veggurinn mun slúta lítillega yfir torgið fyrir
framan bygginguna og varpa sólarljósinu á
gesti og gangandi. Eins og áður sagði hafa far-
ið fram nákvæmar rannsóknir á því hvernig
sólarljósið hegðar sér í miðborginni.
„Byggingin stendur á frábærum stað. Að-
koman eftir Lækjargötunni á eftir að verða
glæsileg. Við erum að velja litina í glersteinana
sem fara í suðurhliðina en veggurinn mun aldr-
ei verða eins að sjá. Birtan mun spila á hann
eins og hljóðfæri. Ég vona að það verði tekið
tillit til þessa í framtíðarskipulagningu ná-
grennis byggingarinnar.“
Sólarljósið mun að nokkru leyti lýsa bygg-
inguna að innan en einnig mun innanhússlýs-
ingin að nokkru leyti flæða út í gegnum gler-
hjúpinn. Hönnuð hefur verið sérstök lýsing í
suðurveggnum sem byggist á LED-tækninni
(light-emitting diode).
„Þetta er tækni byggð á lágum straumi.
Hliðin er gríðarlega stór og þegar ég fór að
huga að lýsingunni í henni fannst mér rétt að
horfa til framtíðar. Hvaða skilaboð vill Ísland
senda með þessum ljósavegg? Orkusparnaður
kemur yfirleitt ekki fyrst upp í hugann þegar
lýsing í borgum er annars vegar. Raforkan er
auðvitað ódýr og hrein á Íslandi enn sem kom-
ið er en ég held það sé engu að síður ástæða til
þess að umgangast þessa auðlind af virðingu
og ábyrgð. LED-tæknin gerir okkur kleift að
lýsa upp suðurhliðina án þess að nota mikla
orku.“
Aldrei áður mun hafa verið notað jafn mikið
af LED í byggingu í heiminum. Í hverjum
glersteini suðurhliðarinnar mun verða ljós sem
gerir það að verkum að í myrkri getur hún ver-
ið mjög lífleg einnig.
„Maður verður að gæta þess að húsið líti
ekki út eins og jólatré,“ segir Ólafur, „nema
þegar við höldum jólaboð.“
Hef mikla trú á þessu húsi
Það er forvitnilegt að heyra Ólaf lýsa hug-
myndunum á bak við hönnun sína en slík kynn-
ing hefur ekki verið mikil hingað til. Byggingin
var kynnt á byggingarlistartvíæringnum í
Feneyjum í fyrrahaust og myndir hafa verið
birtar í fjölmiðlum hér á landi. Hönnun Henn-
ings Larsens arkitekta í Danmörku og sam-
starfsmanna þeirra hér í Batteríið Arkitektar
hefur ekki verið til umfjöllunar að neinu ráði.
Ólafur bendir á að það þurfi að efna til um-
ræðu um bygginguna í Reykjavík.
„Ég held það þurfi sérstaklega að ræða sam-
hengið á milli þessarar nýju byggingar og mið-
bæjarins. Sú umræða hefur ekki farið fram en
ætti að hafa farið fram nú þegar. Það þarf að
ræða hvernig við viljum sjá miðbæinn þróast
og þá ekki síst í ljósi Tónlistarhússins sem er
að rísa.“
Aðstandendur byggingarinnar eru áhuga-
Stuðlaberg úr gleri „Ég hef unnið með rúmfræðilegt form, eiginlega kristalskennt múrsteinsígildi sem hefur sexhyrnta lögun stuðlabergsins. Það er hefð fyrir því að nota stuðlabergið í íslenskum
byggingum með mjög klassískum og sögulegum tengingum við náttúruna. En ég vildi ekki skapa þessa massífu tilfinningu sem grjótið býr yfir,“ segir Ólafur Elíasson.
4 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók