Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Blaðsíða 5
samir um að þessi umræða fari fram og segja aðspurðir að til standi að Portus opni kynning- arskrifstofu í miðbæ Reykjavíkur, skammt frá Austurhöfn, þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um framkvæmdina og starfsem- ina sem byggingin á að hýsa. Um starfsemina hefur heldur ekki verið mikið rætt. Hver á listræn stefna Tónlistar- hússins til dæmis að vera? Umræðan hefur að- allega snúist um það hvort í húsinu eigi að vera aðstaða til óperuflutnings. Niðurstaðan er sú að svo verður ekki. Tónlistarhúsið er ekki óp- eruhús. En hverjar skyldu vera hugmyndir Ashkenazys og Jaspers Parrotts um listræna stefnu og starfsemi hússins? Þórhallur Vilhjálmsson, markaðsstjóri Por- tus, segir það hafa skipt sköpum fyrir félagið að hafa fengið Ashkenazy og Parrott til liðs við sig. Það hafi meðal annars haft mikið að segja í sigri Portus í samkeppninni um að hljóta verk- efnið. Tillagan varð í fjórða og síðasta sæti eft- ir fyrstu umferð samkeppninnar en varð efst í seinustu umferðinni en þá hafði Þórhallur farið við fjórða mann suður til Grikklands að ræða við Ashkenazy um að taka þátt í verkefninu. „Þetta var mikil svaðilför,“ segir Þórhallur, „við þurftum að leigja okkur flugvél til þess að komast á áfangastað á réttum tíma en flugvélin reyndist hálfgert brak. En Ashkenazy tók okk- ur vel og mætti með okkur á síðustu kynningu tillögunnar í Reykjavík stuttu seinna. Það hafði að mínu mati mikil áhrif.“ Vladimir Ashkenazy kom í fyrsta skipti til Íslands árið 1962. Það var um jólaleytið og hann hélt tvenna tónleika. Það var svo tíu ár- um síðar sem hann vann í fyrsta skipti með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það var frumraun hans sem hljómsveitarstjóra. Hann segir að hljómsveitin hafi verið ágæt. „Ég hef fylgst með hljómsveitinni allar göt- ur síðan og finnst hún hafa tekið miklum fram- förum. Hljómsveitin er orðin góð en flestir Ís- lendingar hafa hins vegar aldrei heyrt hana flytja tónlist í góðum tónleikasal. Gæði hljóm- sveitarinnar eiga eftir að koma betur í ljós í hinu nýja tónlistarhúsi.“ Ashkenazy byrjaði snemma á níunda ára- tugnum að tala um nauðsyn þess að hér yrði reist tónlistarhús. Það var fyrir hans milli- göngu sem Fílharmóníuhljómsveitin í Lund- únum hélt styrktartónleika fyrir tónlistarhús í Reykjavík um miðjan níunda áratuginn en heiðursgestir voru Karl Bretaprins og Díana prinsessa. „Síðan eru liðnir meira en tveir áratugir en fátt hefur glatt mig jafn mikið og þegar fram- kvæmdir hófust við Tónlistarhúsið við hafn- arbakkann í Reykjavík. Ég hef mikla trú á þessu húsi. Það er fallegt og vel hannað. Og það er mikill kraftur í aðstandendum verkefn- isins.“ En það er ekki nóg að framkvæmdirnar gangi vel, bætir Ashkenazy við. Það skiptir ekki síður máli hvernig starfsemin verður í húsinu þegar það er risið. „Það er mjög mikilvægt að byrjunin verði góð. Og svo þarf að halda dampi.“ Kjarni íslensks menningarlífs Um þetta eru þeir Jasper Parrott sammála en það var að ósk Ashkenazys sem Parrott var fenginn til samstarfs um undirbúning að list- rænni starfsemi í húsinu. Parrott er eigandi umboðsskrifstofunnar HarrisonParrott í Lundúnum og hefur, að sögn kunnugra, mikil sambönd í heimi klassískrar tónlistar. „Það er mjög mikilvægt að dagskráin fyrstu misserin verði góð og tilkomumikil en það er líka mikilvægt að skipulag starfseminnar verði gott og vel undirbúið. Það verður til dæmis að leggja mikla vinnu í það að velja rétta manninn í starf stjórnanda hússins.“ Hvaða hugmyndir hefur þú um listræna stefnu hússins? „Enn er svolítið snemmt að tala sig út um listræna stefnu hússins. En við höfum eigi að síður þegar hafið undirbúning að mjög fjöl- breytilegri dagskrá fyrir fyrstu misserin eftir að húsið verður opnað. Hún verður byggð upp í kringum Sinfóníuhljómsveitina. Það er til dæmis stefnt að því að flytja allar sinfóníur Mahlers starfsárið 2010 til 2011 en þá er hundrað ára ártíð tónskáldsins. Ætlunin er að byggja á því besta sem íslensk tónlist og ís- lenskt menningarlíf býður upp á. Og það er mikilvægt að hafa í huga að við lítum ekki að- eins á húsið sem tónlistarhús. Það á að vera flaggskip íslensks sköpunarkrafts. Húsið er til dæmis ekki hannað fyrir óperusýningar en við gerum eigi að síður ráð fyrir því að geta boðið upp á konsertuppfærslur á óperum. Við von- umst eftir góðu samstarfi við Íslensku óp- eruna. Að mínu mati ætti líka að halda stórt al- þjóðlegt skákmót í húsinu skömmu eftir að það verður tekið í notkun enda mikil skákhefð á Ís- landi. En það er líka hugmyndin að fyrstu tvö eða þrjú árin verði boðið upp á fjölda erlendra listamanna. Það mun styrkja starfsemi hússins að hafa alþjóðlegan svip á dagskránni. Eins og þú heyrðir í gær hefur Berlínarfílharmónían þegar samþykkt að koma á vormánuðum 2011. Og líklega koma þrjár til fjórar aðrar hljóm- sveitir í svipuðum gæðaflokki, þar á meðal ein af bestu hljómsveitum Bandaríkjanna. Það er mjög flókið að fá þessar stóru hljómsveitir hingað og ekki raunhæft að ætla að þær leggi í ferð yfir hafið bara til þess að koma til Íslands. Við verðum því að sæta lagi og grípa tækifærið þegar þær eiga leið um, ef svo má segja. Það er reyndar verið að vinna að því að Tónlistarhúsið verði hluti af eins konar tónleikahring sem skipulagður hefur verið í Skandinavíu. Þar er Kaupmannahöfn byrjunarreitur en síðan fara hljómsveitir til annarra norrænna borga. Von- andi fáum við tvær eða þrjár hljómsveitir út úr því samstarfi ár hvert. Fílharmóníuhljóm- sveitin í Lundúnum mun væntanlega einnig koma en hún var jú eins konar stofnaðili að Tónlistarhúsinu. Við munum einnig bera ví- urnar í þekktar kammersveitir og einstaka listamenn, einleikara og söngvara.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Parrott tekur þátt í því að opna tónlistarhús og hann segir að reynslan sýni að fyrstu árin séu viðkvæmur tími, ekki síst þegar auka þurfi aðsókn. „Á vissum tímapunkti verður aðstandendum hússins að takast að skapa eftirvæntingu í samfélaginu. Það verður að skapa ákveðna spennu í kringum möguleikana sem hið nýja hús býður upp á, skapa væntingar um aukin gæði. Og þetta verður ekki gert nema með mjög markvissri markaðsherferð sem kynnir Tónlistarhúsið til sögunnar sem kjarna ís- lensks menningarlífs. Og síðan verður að halda dampi. Víða er reynslan sú að í kjölfar sterkrar opnunardag- skrár húsa sem þessara fylgi tímabil deyfðar. En ég held að áætlanir okkar eigi að koma í veg fyrir að það gerist hér.“ Miklir möguleikar í ímynd Íslands Stjórnandi hússins er enn ekki fundinn en Par- rott segir að hann þurfi bæði að hafa sterka listræna sýn og þekkingu á rekstri menning- arstofnana. „Og það er satt að segja meira til af slíku fólki nú en margur heldur. Á síðustu tuttugu árum eða svo hefur orðið til stétt fólks sem sérhæfir sig í slíkum rekstri. Spurningin er hvort eitthvert þeirra verði á lausu. En auðvit- að er líka möguleiki að finna einhvern sem hef- ur allar forsendur til þess að læra fagið, ef svo má segja.“ Það verður hlutverk stjórnanda hússins að fylgja eftir opnunartímabilinu sem nú er verið að undirbúa. En hvað telur Parrott að þurfi til þess að húsið marki sér sérstöðu á alþjóð- legum markaði. Það er gríðarlegur fjöldi tón- listar- og ráðstefnuhúsa í heiminum, um 1800 í Japan einu saman. „Ég held að það búi miklir möguleikar í þeirri ímynd sem Ísland hefur nú um stundir í heiminum. Þetta er ímynd krafts, frumleika og framandleika. Það þarf að vinna með þessa ímynd í kynningu á húsinu og líka í dagskrá þess. Samstarfið við ferðaþjónustuna verður til dæmis að vera náið. Ég hef ekki áhyggjur af því að tónlistar- húsið skapi sér ekki sérstöðu. Sérstaðan er Ís- land sjálft. Við vitum hins vegar að í litlu samfélagi eins og á Íslandi geta umræður um hlutina oft verið erfiðar. Nálægðin getur skapað togstreitu sem erfitt er að leysa. Því skiptir gríðarlega miklu máli að fast verði haldið um stjórnartaumana. Það þarf að vera mjög sterk forysta fyrir þessu verkefni. Og það liggur á að mynda hana. Að öðrum kosti er hætt við að samspilið sem húsið vill vera í við borgarbúa verði ekki farsælt.“ Jasper Parrott „Ég held að það búi miklir möguleikar í þeirri ímynd sem Ísland hefur nú um stundir í heiminum. Þetta er ímynd krafts, frumleika og framandleika.“ Vladimir Ashke- nazy „Það er mjög mikilvægt að byrj- unin verði góð. Og svo þarf að halda dampi.“ Ólafur Elíasson „Byggingin er stað- sett á frábærum stað. Aðkoman eft- ir Lækjargötunni á eftir að verða glæsileg.“ Í HNOTSKURN »Tónlistar- og ráðstefnuhúsið verður 28.000 fermetrar að stærð. »Húsið verður 43 metrar á hæð frá götu. »Byggingarlóðin í heild er alls 6 hektarar en á henni verða, auk Tónlist-ar- og ráðstefnuhúss, hótel, bílastæði, viðskiptamiðstöðin World Trade Center Reykjavík og Landsbankinn. »Hótelið verður 400 herbergja og 30 þúsund fermetrar að stærð. Hót-elbyggingin er hönnuð af Henning Larsen Arkitektum. »Bílastæðahús undir öllu svæðinu verður með 1.600 stæðum. »Viðskiptamiðstöðin World Trade Center Reykjavík verður 16.000 fer-metrar að stærð. Þar verða skrifstofur, fundarsalir og verslanir. Nýsir hf. eru eigendur viðskiptamiðstöðvarinnar og hafa umboð frá og samvinnu við World Trade Center International. »Kostnaður við byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins sjálfs verður14 milljarðar en kostnaður við allt svæðið með hóteli, bílastæði, við- skiptamiðstöðinni og Landsbanka er talinn geta náð um 60 milljörðum. »Bygging og rekstur Tónlistar- og ráðstefnuhússins er svokölluð einka-framkvæmd samkvæmt samningi milli Portus og Austurhafnar. »Austurhöfn - TR er fyrirtæki í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar. Ís-lenska ríkið á 54% hlut í fyrirtækinu og Reykjavíkurborg 46%. »Eigandi Tónlistar- og ráðstefnuhúss er Eignarhaldsfélagið Portus enríki og borg greiða árlega ákveðna upphæð samkvæmt samningi til 35 ára. »Nú er lokið að steypa veggi og gólfplötur á jarðhæð Tónlistar- og ráð-stefnuhúss og byggingin er byrjuð að rísa upp úr grunninum sem er tíu metra djúpur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 5 Verkfræðingarnir Finnur Torfi Magnússon og Guðmundur Ingi Þorsteinsson eru verkefnastjórar búnaðar, ferla og tæknilegra lausna hjá Portus. „Allar tæknilegar lausnir og búnaður miða að því að út- búa alla innviði í húsinu þannig að hægt verði að setja upp flesta mögulega viðburði, hvort sem það eru ráðstefnur, veislur, klassísk tónlist, popp, leikhús eða ópera,“ segir Finnur Torfi spurður um tæknilega möguleika hússins. „Vegna stærðar sviðsins og tæknilegrar getu í tónleika- salnum, sem rúmar 1.800 gesti, er vel mögulegt að vera með sviðsmyndir á færanlegu hringsviði og hljómsveit- argryfjan gerir það að verkum að hægt er að setja upp söngleiki og óperusýningar („semi-staged“) með betri hætti en nú er hægt hér á landi,“ bætir Guðmundur Ingi við. Guðmundur Ingi heldur áfram: „Tónleikasalurinn verð- ur í rauðum og hlýjum litum, gólf og sæti dökk sem auð- veldar uppsetningar. Salurinn er hannaður með fram- úrskarandi hljómgæði í huga með ómunarrýmum, hljómskildi og yfirborðsflötum. Að auki verða notuð raf- stýrð hljóðtjöld (banners/panels) í öllum sölum en með þeim má breyta ómunartíma salanna samkvæmt þörfum hvers viðburðar.“ Finnur Torfi lýsir hvernig fullkominn ráðstefnu- og sýn- ingarbúnaðurinn nýtist einnig til kvikmyndasýninga í öll- um sölum og að auki er aðstaða til sjónvarpsupptöku í öll- um rýmum. Þá bendir Guðmundur Ingi sérstaklega á að lýsing- armöguleikar eru miklir og allir innviðir bjóða upp á mik- inn sveigjanleika í allri uppsetningu lýsingar að ógleymdu hljóðkerfi í öllum sölum með besta fáanlega tæknibúnaði nútímans. Finnur Torfi og Guðmundur Ingi vona að húsið muni vera skrefi framar en sambærileg hús í nágrannalöndum og opni nýjar dyr í listum, ráðstefnuhaldi og ferðaþjónustu. Ekki bara tónleikar og ræður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.