Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Ásgeir H Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
Guillermo del Toro hefur lengiverið talinn
til forvitnilegri
leikstjóra en eftir
Völundarhús
Pans (El Laber-
into del Fauno)
hljóta næstu
myndir hans að
teljast skyldu-
áhorf. Sú næsta
er Hellboy 2: The
Golden Army sem
verið er að kvikmynda í þessum rit-
uðum orðum en í kjölfarið mun hann
leikstýra At the Mountains of Mad-
ness, byggða á samnefndri bók hroll-
vekjumeistarans H.P. Lovecraft.
Sögur Lovecraft virðast skapaðar
fyrir del Toro og því er vonandi að
loksins verði til almennileg bíómynd
eftir sögu Lovecraft, en af rúmlega
þrjátíu kvikmyndaaðlögunum sagna
hans er Re-Animator frá árinu 1985
sú eina sem ekki hefur lent í rusla-
kistum kvikmyndasögunnar.
Hitler var ekki bara illa við gyð-inga og aðra ekki-aría, honum
var líka meinilla við alla list sem og
óþarflega fallegar
borgir sem ekki
voru þýskar. Um
þetta fjallar
heimildarmyndin
The Rape of Eu-
ropa, þar sem
fjallað er um til-
raunir Hitlers til
þess að má út
stóran hluta Evr-
ópskrar listasögu.
Gripdeildir nasista á evrópskum
listasöfnum voru alls ekki tilvilj-
unarkenndar, þeir voru með ítarlega
lista yfir verk sem ýmist átti að eyði-
leggja eða færa yfir í þýsk listasöfn,
flest í gríðarstór einkasöfn Hitlers
og Görings. En sem betur fer voru
safnstjórar á Louvre og fleiri lista-
söfnum viðbúnir og meðal annars
eyddi Mona Lisa stríðinu í trékassa á
frönsku sveitabýli. Engu að síður
varð skaðinn heilmikill, mikið af list
gyðinga var eyðilagt og mikið er um
ránsfeng sem enn er ófundinn (þar á
meðal ránsfengur Rússa frá Þýska-
landi). Þetta hatur virðist fyrst og
fremst hafa verið sprottið af af-
brýðisemi, Hitler var neitað um inn-
göngu í listaskóla í Vín sama ár og
þekktir málarar af gyðingaættum á
borð við Gustav Klimt fengu inn-
göngu, en þónokkrir gyðingar voru í
matsnefndinni. Hann var einnig öf-
undsjúkur út í París sem honum
þótti óþarflega falleg fyrir ó-þýska
borg og ætlaði að leggja hana í eyði
en það varð París til bjargar að
seinna fékk hann þær grillur í höf-
uðið að endurbyggja heimaborg sína,
Linz í Austurríki, á þann veg að Par-
ís myndi falla algerlega í skuggann
og því yrði óþarfi að eyða henni. Ég
meina, hvern hefur ekki dreymt um
rómantíska helgarferð til Linz?
Spólið til baka. Er þetta ekki ofgott til þess að vera satt? En Be
Kind Rewind er í alvörunni um það
bil að verða að
veruleika og þar
mun Michel
Gondry (sem
gerði alla ind-
ístrákana sem
voru of kúl fyrir
Titanic ástfangna
af Kate Winslet í
Eternal Sunshine
of the Spotless
Mind) leikstýra
villingnum Jack
Black í hlutverki starfsmanns mynd-
bandaleigu sem verður það á að eyði-
leggja allar spólurnar – en í staðinn
fyrir að panta fleiri (já, eða bara fara
út í DVD) bregður hann á það ráð
með samstarfsmönnum sínum að
endurgera allar myndirnar – þannig
að í aðeins einni bíómynd fáum við
útgáfu Gondry og Black af The Lion
King, Back to the Future, Ghostbus-
ters, RoboCop, Rush Hour, Driving
Miss Daisy og fleiri klassíkerum.
KVIKMYNDIR
Guillermo del Toro
Jack Black sem
Miss Daisy.
Adolf Hitler
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
Hvert er hlutverk heimildarmynda? Þessari spurningu er hægt að svaraá ýmsa vegu. Halda mætti fram að íeinhverjum skilningi fangi heimild-
armyndir veruleikann, að þær varpi ljósi á við-
fangsefni sitt, hvert svo sem það nú sé, og geti
þannig verið gagnlegar, gagnrýnar, skemmti-
legar, jafnvel uppfræðandi. Einhver myndi
kannski benda á að þær sýni okkur heiminn,
a.m.k. ákveðna persónulega mynd af heiminum,
auk þess sem þær geti reynst mikilvægar heim-
ildir um atburði líðandi stundar. En einhver ann-
ar myndi e.t.v. kjósa að leggja minni áherslu á
staðreyndagildi og trúverðugleika heimild-
armynda, heimildarmyndir séu alltaf í ákveðnum
skilningi huglæg sköpunarverk mætti benda á í
þessu samhengi, og „sannleikurinn“ sem þar birt-
ist sé ávallt takmörkunum háður. Halda mætti
fram að heimildarmyndir, einmitt vegna þess að
þær séu svo nátengdar umfjöllunarefninu og
hlutleysissjónarmiðum, og birti að því virðist
veruleikann ómiðlaðan, geti verið hættuleg áróð-
ursvopn, þær ljúgi og falsi í skjóli áreiðanleika
ljósmyndarinnar og sannfæringarkrafts ímynd-
arinnar.
Viðbragðaflóra á borð við þessa blasir við þeg-
ar viðtökusaga þeirra heimildarmynda sem vakið
hafa athygli undanfarin ár er skoðuð. Fáar lista-
afurðir eiga þess nefnilega kost að vekja viðbrögð
á borð við þau sem heimildarmynd sem hittir
naglann á höfuðið getur gert En spurningin sem
lagt var af stað með hér í upphafi – hvert er hlut-
verk heimildarmynda? – er að sumu leyti villandi.
Heimildarmyndin sem kvikmyndaform hefur vit-
anlega ekkert sérstakt hlutverk eða eðlislægt
ætlunarverk, ekki fremur en önnur tjáningar- og
listform, þótt vissulega megi benda á ákveðnar
hneigðir eða frásagnarformgerðir sem geta talist
einkennandi fyrir formið, t.d. átök við pólitískan
veruleika, áherslu á reynslusögur einstaklinga,
o.s.frv.
En þess ber einnig að geta að heimild-
armyndir, hvort sem þær birtast í sjónvarpi eða
kvikmyndahúsum, geta, og hafa á stundum haft
umtalsverð áhrif. Hér eru þá gjarnan á ferðinni
pólitískar myndir, verk sem taka á hitamálum í
samfélaginu og hafa jafnvel hugsjónir að leið-
arljósi. Í fyrra gaf að líta eina slíka, An Incon-
venient Truth með Al Gore, en þar var á ferðinni
mynd sem sannarlega hitti naglann á höfuðið,
bæði í efnisvali og miðlun umfjöllunarefnisins til
áhorfenda. Viðbrögðin við myndinni voru mikil,
hún varð vinsæl og fór víða, og varð hvati að
miklum umræðum um heim allan um viðfangs-
efnið, hlýnun jarðar og umhverfisspjöll iðn-
aðarsamfélaganna. Sjá mátti ummælendur grípa
til ýmiss konar stóryrða, ýmist til að hrósa mynd-
inni eða lasta, en óhætt er að segja að frægð-
arsaga Al Gores í eftir-varaforseta embætti sínu
sem talsmaður góðra málefna, einkum umhverf-
ismála, hafi náð áður óþekktum stjörnuglans og
alheimsviðurkenningu með Óskarsverðlaununum
sem heimildarmyndin hlaut fyrr á þessu ári.
Sú upphefð bliknar þó samanborið við nýjustu
fréttir: Al Gore og Friðarverðlaun Nóbels!
Maðurinn sem tapaði árið 2000, og hefði þá allt
eins getað horfið ofan í holu og gleymst að eilífu,
hefur sannarlega endurskapað sjálfan sig. Og án
þess að ég telji mig vera að halda fram vís-
indalegri staðreynd leyfi ég mér að benda á að
áðurnefnd heimildarmynd, An Inconvenient
Truth, hafi sennilega haft ýmislegt með val aka-
demíunnar að gera. Þarna var baráttu Gores
miðlað um heim allan á áhrifaríkan hátt, ný og af-
ar sjarmerandi mynd birtist af manninum sjálf-
um, og hann festi sig í sessi sem frömuður á sviði
umhverfismála. Hann varð í raun eitt af helstu
andlitum hreyfingarinnar og áhrif stjörnuímynda
geta verið mikil og náð langt, jafnvel inn í nób-
elsakademíuna. Ef leggja á áherslu á þennan
málaflokk liggur beint við að heiðra Gore, því að í
krafti þessarar einu kvikmyndar er hann orðinn
eins konar samnefnari baráttunnar. Máttur heim-
ildarmynda getur verið mikill.
Og kaldhæðnin leynir sér ekki. Gore tapaði ár-
ið 2000 og Bush, sem varð forseti með dóms-
úrskurði, bar höfuðið hátt. Nema hvað. Meðan
allt heldur áfram að fara í handaskolum hjá
Crawford-kúrekanum hlýtur hinn sigraði og auð-
mýkti Gore einhver virtustu verðlaun í heimi.
Gore verður alheimsborgari meðan Bush festir
sig í sessi sem misheppnaðasti stjórnmálamaður
nýrrar aldar. Í þessum samanburði, í samslætti
lífs mannanna tveggja og ólíkri framvindu, gefur
að líta sögu um ris og fall, endurlausn og hörmu-
leg endalok, stríð og hnattræna dramatík, hér er í
raun að finna efni í heillandi heimildarmynd!
Nóbellinn og Gore
ERINDI » Gore verður alheimsborgari
meðan Bush festir sig í sessi
sem misheppnaðasti stjórn-
málamaður nýrrar aldar.
Eftir Heiðu Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
Í
áhorfendasal Verdi-leikhússins, að-
alsýningarstað hátíðar þögulla kvik-
mynda í Pordenone á Ítalíu (Le Gior-
nate del Cinema Muto), ríkir lítið
umburðarlyndi gagnvart truflandi há-
vaða. Hver sá sem gerir sig líklegan
til hósta ótæpilega eða snýta sér, hvísla eða
seilast í brakandi snarlpoka, er umsvifalaust
kveðinn í kútinn með höstugu sussi og áminn-
andi augnatilliti úr öllum áttum. Og vei þeim
sem gleymir að slökkva á farsímanum áður en
kvikmyndasýningin hefst. Í umræddum sýning-
arsal eru nefnilega saman komnir helstu sér-
fræðingar og ástríðufólk um þöglar kvikmynd-
ir, og kvikmyndalistina almennt í sinni
upprunalegustu mynd, og í mörgum tilfellum
er sýningin sem blasir við fyrsta og jafnvel
eina tækifæri áhorfandans til þess að sjá við-
komandi kvikmynd af filmu í mestu mögulegu
gæðum, á stóru tjaldi og með lifandi tónlist-
arflutningi.
„Þöglar“ kvikmyndir
Þöglar kvikmyndir er reyndar hálfgert rang-
nefni. Þessi horfna aðferð kvikmyndagerðar er
að mati fræðimanna og áhugafólks einstök list-
grein, vegna þess að hún byggist á samspili
sjónrænna ímynda, texta, og lifandi tónlistar
(og stundum áhrifahljóða) sem verður jafn-
framt að áberandi þætti í kvikmyndafrásögn-
inni. Það er einmitt þetta samspil sem hefur
skapað aukinn og endurnýjaðan áhuga á þögl-
um kvikmyndum sem féllu um áratugabil í
gleymskunnar dá og voru á heildina álitnar
frumstæð og skopleg útgáfa af listgrein sem
síðar náði mun meiri tæknilegri og frásagn-
arlegri fullkomnun. Sá breiði hópur fræði-
manna sem hefur á síðustu áratugum tekið að
beina sjónum að þöglum kvikmyndum, og kvik-
myndum frá árdögum miðilsins, hefur hins
vegar hafið þær til vegs og virðingar á ný, og
bent á sérstaka eiginleika listformsins, ekki
síst hvað sjón- og hljómrænar frásagn-
araðferðir og kvikmyndaleik varðar.
Kvikmyndahátíðinni í Pordenone var komið á
fót fyrir rúmum aldarfjórðungi af hópi fag-
manna og áhugafólks um rannsóknir og varð-
veislu þögulla kvikmynda og í dag má segja að
hátíðin sé hjarta þess samfélags fólks sem hef-
ur unnið tröllaukið starf við að skapa varð-
veislu-, rannsóknar- og miðlunarramma um
þennan mikilvæga hluta kvikmyndaarfleifð-
arinnar. Þeir sem sækja hátíðina eru nefnilega
ekki aðeins fræðimenn og áhugamenn, heldur
einnig safnafræðingar sem hafa sérhæft sig í
varðveislutækni og viðgerðum á gömlum kvik-
myndum. Vegna sterkra tengsla hátíðarinnar
við öflugustu kvikmyndasöfn heims, er Porde-
none sá vettvangur sem nýjar uppgötvanir eru
gjarnan frumsýndar á, t.d. sýndi hátíðin í ár
sýnishorn 93 kvikmynda frá því um aldamótin
1900 sem fundust í fornmunaverslun fyrr á
þessu ári og innihéldu m.a. kvikmyndir um
píslarsögu Krists (þar er Kristur leikinn af
barni, jafnvel í atriðinu þar sem hann er negld-
ur á krossinn!). Sú uppgötvun sem mesta eft-
irvæntingu vakti á hátíðinni var þó All at Sea
15 mínútna heimildarmynd frá árinu 1933 sem
fannst nýlega í dánarbúi breska blaðamannsins
Alistair Cooke. Þessi stutta og ljóðræna heim-
ildarmynd fjallar um engan annan en Charlie
Chaplin en myndin er tekin upp á skemmtisigl-
ingu sem Chaplin bauð Cooke með í. Úr varð
einstök heimildarmynd sem sýnir Chaplin af-
slappaðan í fríi, þar sem hann bregður m.a. á
leik á þilfarinu og hermir eftir Napoleon og
Gretu Garbo, með aðstoð skúringarkústs.
René Clair, Weimar og Chicago
Af öðrum þáttum sem bar hæst á hátíðinni í ár
var m.a. sýningardagskrá helguð kvikmyndum
franska leikstjórans René Clair frá því á þögla
tímabilinu, en eftir Clair liggur einstakt safn
kvikmynda frá þessum tíma, á borð við Paris
qui dort sem segir frá næturverði í Eiffel-
turninum sem vaknar einn morgun upp við
þann vonda draum að gervallt mannlíf Par-
ísarborgar hefur verið fryst í hreyfingu. Paris
qui dort er dæmi um skapandi og sjálfsvísandi
nálgun Clairs við kvikmyndamiðilinn, þar sem
hann þreifaði sig áfram með ýmis frásagn-
arbrögð og tækni sem frásagnir voru spunnar í
kringum. Sérstök dagskrá var einnig helguð
þýskri kvikmyndagerð frá Weimar-tímabilinu,
en nálgunin var þó allt önnur en sú sem við er
að búast þegar talað er um Weimar-kvikmynd-
ir. Dagskráin miðaði að því að benda á að mun
fjölbreytilegri kvikmyndagerð var ríkjandi í
Weimar en sú sem frægust er og mest hefur
verið hampað, þ.e. hin myrka og angistarfulla
expressjóníska kvikmyndagerð sem kvikmynd-
ir á borð við Das Cabinet des Dr. Caligari og
Metropolis eru dæmi um. Aðeins lokamyndin á
hátíðinni, Askja Pandóru (Die Büchse der Pan-
dora), er úr röðum Weimar-kanónunnar, aðrar
myndir í dagskránni spönnuðu allt frá gaman-
myndum, til heimildarmynda og dramatískra
kvikmynda sem sýndu fram á þá breidd sem
öflugur kvikmyndaiðnaður tímabilsins hafði yf-
ir að búa. Þriðji megindagskrárliðurinn voru
sýningar á ævintýralegum verkum rússneska
hreyfimyndagerðarmannsins Ladislas Stare-
witch.
Hátíðin var sérlega glæsileg í ár, en þá færði
hún varanlega miðstöð sína aftur til bæjarins
Pordenone á Norður-Ítalíu, eftir að hafa verið
haldin í nágrannabænum Sacile um átta ára
skeið meðan á byggingu nýs leikhúss stóð.
Skiptar skoðanir voru reyndar um hentugleika
Verdi-leikhússins til kvikmyndasýninga sökum
takmarkaðs útsýnis af efri svölum, þótt hljóm-
gæði hafi verið eins og best er á kosið, en þar
er hljómsveitargryfja og flygill af bestu gerð.
Því ekki má gleyma að kvikmyndahátíðin í
Pordenone er öðrum þræði tónleikaviðburður.
Hátíðin hefur lagt rækt við rannsóknir á tón-
list þögulla kvikmynda og á völdum tónleika-
sýningum sáu stærri eða smærri hljómsveitir
um flutninginn. Eftirminnilegasta tónleikasýn-
ing hátíðarinnar, og ein besta mynd hátíð-
arinnar að mínu mati, var bandaríska kvik-
myndin Chicago frá árinu 1927, en samnefndur
síðari tíma söngleikur og kvikmyndaaðlögun
eru byggð á sömu sögu. Kvikmyndin er byggð
á leikriti eftir fyrrum blaðakonuna og rithöf-
undinn Maurine Watkins, en Cecil B. DeMille
keypti kvikmyndaréttinn og framleiddi mynd-
ina. Útkoman er meistaraverk sem slær sam-
tímaútgáfunni af Chicago margfalt við, en
myndin var sýnd við dúndrandi tónlistarflutn-
ing stórsveitarinnar Prima Vista Social Club,
hljómsveitar sem sérhæfir sig í að flytja tónlist
með þöglum kvikmyndum.
Heimur þöglu myndanna
KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Pordenone á Ítalíu er
alfarið helguð þöglum kvikmyndum. Grein-
arhöfundur sótti hátíðina í ár og kynntist því
samfélagi ástríðufólks um kvikmyndagerð sem
stendur að hátíðinni og sækir hana ár hvert.
Frosin París Paris qui dort eftir René Clair segir
frá næturverði í Eiffel-turninum sem vaknar einn
morgun við þann vonda draum að gervallt mann-
líf Parísarborgar hefur verið fryst í hreyfingu.