Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 7
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@gmail.com
Í ár eru tuttugu ár síðan plataU2, The Joshua Tree, kom út.
Af mörgum er hún talin meist-
araverk sveitarinnar. Víst er að
platan er sú mest selda af plötum
U2, og héldust dómar gagnrýnenda
í hendur við þann góða árangur.
Joshua Tree var ausin miklu lofi og
af henni eru hinar feikivinsælu
smáskífur „Where The Streets
Have No Name“, „With Or Witho-
ut You“ og „I Still Haven’t Found
What I’m Looking For“ en einnig
sterk „plötulög“ eins og „One Tree
Hill“, „Running To Stand Still“,
„Mothers Of The Disappeared og
„Red Hill Mining Town“.
Sérstök afmælisútgáfa plötunnar
kemur út 20. nóvember í fjórum
mismunandi gerðum, sem einfaldur
diskur, tvöfaldur diskur, sem tvö-
faldur diskur með mynddiski og
svo á tvöföldum vínyl (jibbí!).
Á tímabili átti The Joshua Tree
að vera tvöföld, og það útskýrir að
hluta þau miklu gæði sem prýddu
b-hliðar-lögin sem voru gefin út í
kringum plötuna. Sem dæmi má
nefna „Spanish Eyes“, „Deep In
The Heart“ og „Luminous Times“
(Hold on to Love), lög sem allir
U2-aðdáendur ættu að heyra.
Mögulega koma þau út samhliða
afmælisútgáfunni, ásamt óútgefn-
um lögum, en ekkert hefur fengist
staðfest um það enn.
Bandaríska rokktríóið Primus,sem stýrt er af snillingnum og
furðufuglinum Les Claypool, ku
vera að vinna að
nýrri hljóðvers-
skífu en sú síð-
asta, Antipop,
kom út 1999. Tal-
að er um að plat-
an komi út ann-
aðhvort seint á
þessu ári eða
snemma á því
næsta. Sveitin
kom saman á
nýjan leik seint á árinu 2003, skip-
uð upprunalegum meðlimum; þeim
Les Claypool, Larry Lalonde og
Tim „Herb“ Alexander. Þrenningin
hefur komið fram á hinum og þess-
um tónleikum og spilaði m.a. plöt-
una Sailing the Seas of Cheese frá
1991, sem er líklega þekktasta verk
sveitarinnar, í heild sinni á nokkr-
um slíkum.
Það var árið 1996 sem lagið „Po-pular“ með Nada Surf sló
heldur betur – en algerlega óvænt
– í gegn. Þessi
óvænti smellur
þessa hægláta
nýbylgjutríós
hékk lengi vel
sem myllu-
steinn um háls
meðlima. Eftir
að platan The
Proximity Ef-
fect kom út árið 1998 var sveitinni
hins vegar sagt upp af stóra útgef-
andanum (Elektra) og það reyndist
mikið heillaspor. Sveitin sneri aftur
árið 2002 með plötunni Let Go og
þremur árum síðar kom The
Weight Is A Gift, öndvegis plötur
báðar tvær. Plöturnar komu út á
litlu merki og þriðja plata þessa
„óháða“ tímabils, Lucky, kemur út
í febrúar 2008, en það var tilkynnt
fyrir stuttu. Gestir á plötunni verða
Ben Gibbard úr Death Cab For
Cutie, John Roderick úr Long
Winters, Ed Harcourt og Phil
Wandscher, gítarleikari Jesse Sy-
kes.
TÓNLIST
Joshua Tree
Les Claypool
Nada Surf
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Íupphafi þessarar aldar var orðið „milt-isbrandur“ (e. anthrax) skyndilega á allravörum í hinum vestræna heimi. Hryðju-verkamenn tóku þá upp á þeim óskunda að
þurrka miltisbrandsgró og senda bréfleiðis til út-
valinna aðila í Bandaríkjunum en komist menn í
snertingu við miltisbrandsgró getur það haft vo-
veiflegar afleiðingar. Miltisbrandur er banvænn.
Mitt í þessu fári dustuðu einhverjir æringjar
rykið af bandarískri þungarokkshljómsveit með
sama nafni og baðaði sveitin, sem muna mátti sinn
fífil fegri, sig um tíma í sviðljósinu á ný af þessum
sökum. Eins dauði er annars brauð. Gott ef plötu-
sala tók ekki kipp.
Eflaust hefur einhverjum þótt Anthrax-menn
kynlegir kvistir á þessum tímapunkti og ólíklegir
til afreka. Staðreyndin er hins vegar sú að tæpum
tveimur áratugum áður var sveitin í fylking-
arbrjósti þegar þrass- eða hraðmálmsbylgjan skall
á rokkheimum eins og fellibylur á moldarkofa.
Ásamt sveitum á borð við Metallica, Megadeth og
Slayer. Í sögulegu samhengi er yfirleitt talað um
þær sem „hinar fjórar stóru“.
Anthrax var stofnuð í New York árið 1981.
Nafnið fundu menn í líffræðibók og þótti það nógu
„andstyggilegt“ til að færa sér það í nyt. Sveitin
sótti áhrif til goðsagnakenndra þungarokkssveita
á borð við Black Sabbath, Iron Maiden og Judas
Priest en einnig pönksveita eins og Ramones.
Sveitinni lá ekki eins mikið á hjarta og samanburð-
arsveitunum – sem höfðu allar heimsins áhyggjur
á herðunum – og gætti meiri gáska í textagerð og
ekki síður sviðsframkomu. Anthrax gat sér
snemma gott orð fyrir framúrskarandi tilþrif á
tónleikum.
Þreifingar stóðu yfir á fyrstu tveimur breið-
skífum sveitarinnar, Fistful of Metal (1984) og
Spreading the Disease (1985) og voru manna-
breytingar tíðar. Á þriðju skífunni, Among the Li-
ving, sem kom út í marsmánuði 1987 fann Anthrax
loksins fjölina sína og festi sig í sessi. Scott Ian,
stofnandi og leiðtogi sveitarinnar, leikur þar á gít-
ar ásamt hinum agnarsmáa Dan Spitz. Frank
Bello plokkar bassann og Charlie Benante lemur
húðir. Um sönginn sér Joey Belladonna. Þetta var
sú liðskipan sem hefur fært Anthrax mesta gæfu
um dagana.
Belladonna á rætur í mun léttara rokki en hinir
og var ekki dæmigerður þrasssöngvari í anda
James Hetfield eða Dave Mustaine. Félagar hans í
hljómsveitinni féllu aftur á móti fyrir raddsviðinu,
tækninni og ekki síst sviðsframkomunni. Hann
leysti því hinn upprunalega söngvara, Neil Turbin,
af hólmi.
Among the Living er að margra dómi hápunkt-
urinn á ferli Anthrax. Heildarmyndin er sterk og
skífan hýsir þungarokksperlur á borð við I am the
Law, Caught in a Mosh og A.D.I./Horror of it All,
að ekki sé minnst á hið magnaða Indians. Stríðs-
dans Belladonnas í því verki miðju var um árabil
ómissandi á tónleikum.
Enda þótt húmorinn kraumaði á yfirborðinu, lá
alvaran undir niðri á Among the Living. Þannig er
lagið Efilnikufesin (N.F.L.) óður til leikarans
Johns Belushi og platan í heild tileinkuð minningu
Cliffs Burtons, bassaleikara Metallica, en báðir
höfðu þeir kvatt þessa tilveru skömmu áður – langt
fyrir aldur fram. Framan á umslagi plötunnar er
mynd af Henry Kane úr kvikmyndinni Poltergeist
en ekkert fyrirbæri mun um dagana hafa skotið
Anthrax-mönnum meiri skelk í bringu.
Anthrax viðhélt vinsældum sínum með tveimur
prýðilegum breiðskífum, State of Euphoria (1988)
og Persistence of Time (1990), sem báðar voru
hefðbundið þrass. En sveitin nam líka ný lönd með
því að bræða saman þungarokk og rapp. Eft-
irminnilegast er samstarf Anthrax og rapp-
frumkvöðlanna Public Enemy sem gat af sér hið
kostulega lag Bring the Noise (1991) sem naut
lengi vel lýðhylli. Og gerir jafnvel enn. Ýmsir
muna eflaust líka eftir spérappinu I’m the Man
(1987).
Á tíunda áratugnum fjaraði hratt undan Ant-
hrax eins og svo mörgum þungarokkssveitum.
Grönsið tók við. Það kvarnaðist líka úr hópnum,
fyrst fór Belladonna, síðan Spitz. Hinir þrír héldu
þó hópinn og hafa í félagi við aðra menn, m.a.
söngvarann John Bush, sent frá sér fjórar breið-
skífur til viðbótar.
Í fyrra kom svo Among the Living-gengið sam-
an á ný með upptökur í huga. Talsverð eftirvænt-
ing ríkti meðal langsoltinna aðdáenda og það urðu
þeim því mikil vonbrigði þegar Belladonna gekk úr
skaftinu fyrr á þessu ári vegna ágreinings við aðra
meðlimi. Þegar síðast spurðist leitaði Anthrax log-
andi ljósi að nýjum söngvara. Nóg er til af efni.
En hvort sem plöturnar verða fleiri eður ei er
ljóst að Anthrax verður lengi minnst í rokk-
heimum sem – eins og Scott Ian orðaði það einu
sinni – „fimm gaura sem gáfu þungarokkinu ræki-
legt spark í afturendann!“
Banvænt bárujárn
POPPKLASSÍK
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
B
loc Party tók reynd-
ar forskot á sæluna
í gær. Þá lék hún á
skólaballi í Flens-
borgarskóla! Á hinni
umtöluðu okursíðu
dr. Gunna (www.this.is/drgunni/
okur) er að finna þessa skemmti-
legu færslu: „Besta dæmi um okur
er kannski ekki í krónum og aur-
um, heldur sú staðreynd að Nem-
endafélag Flensborgarskóla fengu
Bloc Party – nokkuð þekkt hljóm-
sveit – til að spila á skólaballi (!),
þar sem þeir eru ódýrari en Pap-
arnir.“
Hvað sem svona tali líður virðast
Bloc Party enn hafa vott af veru-
leikaskyni, þrátt fyrir þá skyndi-
legu frægð sem þeim áskotnaðist
eftir að fyrsta breiðskífan, Silent
Alarm, kom út í febrúar 2005. Sú
plata var lofuð í hástert af flestum
sem vettlingi gátu valdið, talað var um ferskustu
rokkplötu sem heyrst hafði lengi og svipað tal í
þessum ofurlýsingarorðastíl sem tónlistar-
blaðamönnum er svo tamur (ekki horfa á mig!).
En já, Flensborgargiggið sannar að Bloc Party
hlustar enn eftir grasrótinni – og kostar enn
minni pening en Paparnir!
Hundar
Forvígismaður Bloc Party er Kele Okereke,
sonur nígerískra foreldra sem brugðu búi og
fluttu til Liverpool. Síðar átti Okereke eftir að
flytjast til Lundúna þar sem hann kynntist Rus-
sell Lissack, hinum hægláta, mjóslegna gít-
arleikara sveitarinnar, en sérstæð hárgreiðsla
Lissack hefur hlotið eigið nafn. Þeir sem hana
bera kallast „Bloc-heads“. Þeir félagar áttu í
kunningsskap er þeir rákust á hvor annan á
Reading-hátíðinni, 1999, þá átján ára gamlir.
Ákveðið var þá og þegar (í klósettröðinni, ef
maður þekkir þetta rétt) að stofna hljómsveit og
fjölda banda var nú komið á koppinn. Það lang-
lífasta varð Union, sem breyttist svo í Bloc
Party haustið 2003.
Okereke hjólaði svo á fullu í það að „plögga“
sveit sinni, eins og það er kallað, sem víðast. Á
tónleikum með Franz Ferdinand neyddi hann
eintak af fyrstu smáskífu Bloc Party, „She’s He-
aring Voices“ upp á bæði Alex Kapranos, leið-
toga Fanz Ferdinand og Steve Lamacq, einn
áhrifamesta útvarpsmann þeirra Breta. Lamacq
spilaði svo lagið í þætti sínum og hampaði því
mjög, kallaði það snilld og
bauð Bloc Party að hljóðrita
hjá sér. Þegar áðurnefnd Si-
lent Alarm kom svo út árið
2005 varð allt gjörsamlega
tjúllað og NME átti eftir að
velja hana plötu ársins. Gald-
urinn, svona eftir á að
hyggja, var sá að Bloc Party
var að slá tvær flugur í einu
höggi. Ungæðisleg ástríðan
og ómótstæðilegar mel-
ódíurnar náðu til „krakk-
anna“ en sú staðreynd að
tónlist sigldra hetja á borð
við U2 og Cure endurómaði í
lögunum fékk gamla hunda
til að sperra eyrun.
Hefðbundið skref var nú
tekið. Túrað um allar trissur,
þar til menn lágu svo gott
sem örendir. Enginn var
tíminn til að semja á næstu
plötu þannig að annað hefð-
bundið skref var tekið. End-
urhljóðblöndunarskífan Si-
lent Alarm Remixed (já,
hugmyndabankinn greinilega
kominn í þurrð líka) var gef-
in út um haustið 2005. Lög-
unum var raðað í sömu röð
og prýddu fyrirmyndina, og
þeir sem sneru og skældu
voru listamenn á borð við
Ladytron, M83, Death From
Above 1979, Four Tet og
Mogwai.
Þroski
Tómur og þreyttur Okereke
kom aftur til Lundúna við
ársupphaf 2006. Nú var kom-
inn tími til að setja í nýja
plötu, ekki seinna vænna. Eftir nokkurra mán-
aða vinnu lá A Weekend in the City fyrir, Oke-
reke þar harðákveðinn í að ýta bandinu í aðrar
áttir og nýta sér reynslu síðustu ára sem end-
urspeglast í textagerðinni, en ungur maðurinn
þurfti að þroskast hratt í öllum þeim veðra-
brigðum sem fylgdu því að breytast úr litlum
indístrák í alþjóðlega poppstjörnu. Platan kom
svo út í febrúar á þessu ári, nákvæmlega tveim-
ur árum eftir frumburðinn. Allt þetta ár hafa
Bloc Party svo verið í „hefðbundnum“ fasa, þ.e.
túrandi um gervallan heim á meðan smáskífum
af plötunni er lætt út með reglubundnu millibili.
Ekki slæmt að þessi hefðbundnu vinnubrögð
hafi skolað þessari merkissveit til Íslands. Sei,
sei, já…
Partí
ÞAÐ ER við hæfi að hljómsveit að
nafni Bloc Party sé „stærsta“ nafn-
ið í stærsta tónlistarpartíi ársins.
Þessi vel þokkaða nýbylgjusveit frá
Bretlandi kemur fram á Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarhúsi um mið-
næturbilið í kvöld, þegar tónlist-
arhátíðin Iceland Airwaves nær há-
punkti.
Bloc Party Á nýrri plötu, A Weekend in the City, fer bandið í nýjar áttir.