Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók E nginn skortur er á nýlegum ævisögum um Maó Zedong (1893-1976), hvorki í Kína né á Vesturlöndum. Ef einungis er litið til enskumælandi landa má nefna nýlegar ævisögur eftir Philip Short, Maurice Meisner, Jonathan Spence, Lee Feigon og Michael Lynch og eru þá einungis fáeinar taldar.1 Eins og vænta má er sýn þessara höfunda ólík því sem tíðkast í kínverskum ævisögum; yfirleitt er mun meiri áhersla lögð á neikvæða þætti í fari formannsins og gagnrýni á verk hans. Bókin Maó: Sagan sem aldrei var sögð, eftir Jung Chang og Jon Halliday, er hins vegar fyrsta ævisaga for- mannsins sem kemur út á íslensku, í þýðingu Ólafs Teits Guðnasonar. Þessi bók gefur sig út fyrir að standast samanburð við akademískt sagnfræðirit af þessu tagi. Löng heimildaskrá og aragrúi tilvitnana gefa það til kynna – sem og almenn kynning á ritinu í fjölmiðlum. Vel heppnuð markaðssetning á ritinu hefur einkum snúist um að hér sé á ferð byltingarkennt rit – sagan sem aldrei var sögð. Það er því fróðlegt að sjá hversu vel ritið stend- ur undir slíkum fyrirheitum. Alvarlegir vankantar á heimildarýni Miðað við þá kynningu sem bókin hefur fengið víða á Vesturlöndum hefði mátt búast við grundvallarnýjung- um í bókinni sem byggðar væru á viðamiklum rannsókn- um. Formið á bókinni er hins vegar hefðbundin frásagn- ar- og atburðasaga sem rakin er í tímaröð. Þetta form hentar ekki vel til að setja fram fræðilegar nýjungar þar sem þær kalla á rökstuðning og greinandi sagnfræði. Litlu rými er enda varið til slíks í þessu riti. Það sem kalla mætti nýjungar í bókinni er af öðru tagi þar sem höfundar leitast víða við að endurtúlka einstaka atburði, oftast nær með vísun í viðtöl sem þau hafi tekið og eru heimildarmennirnir þá iðulega nafnlausir. Gagnrýninn lesandi á engan veginn auðvelt með að meta áreiðanleika slíkra heimildarmanna, en tvennt vekur þó ástæðu til efasemda. Val á heimildarmönnum virðist oft handahófs- kennt og einnig virðast höfundar markvisst hafa snið- gengið frásagnir sem ekki féllu að þeirra eigin skilningi.2 Meðal róttækari fullyrðinga þeirra er að „gangan mikla“ 1934-1935 hafi hafist vegna þess Jiang Jeshi (Sjang Kæsjek), leiðtogi þjóðernissinna, leyfði göngumönnum að sleppa úr herkví (bls. 145-48). Þetta verða lesendur að taka gott og gilt, en það sem ekki kemur fram í bókinni er að þessi fullyrðing stangast á við fjölmargar frásagnir sjónarvotta sem höfundar kjósa af einhverjum ástæðum að sniðganga, þar á meðal heimildir sem þau taka annars góðar og gildar. Höfundar taka vitnisburð frá einum nafnlausum heimildarmanni sem sönnun fyrir því að frægur bardagi við Dadu-fljót hafi ekki átt sér stað, en hunsa vitnisburð fjölmargra annarra sem halda hinu gagnstæða fram.3 Einnig er töluvert vitnað í skjöl án þess að greint sé frá því hvar þau sé að finna svo aðrir fræðimenn eigi þess kost að vega þau og meta.4 Með þess háttar notkun á heimildum er auðvitað einfalt að halda fram einhverju nýju, en hún er lakari ef markmiðið á að vera einhvers konar sannleiksleit. Ansi margar slíkar tilvísanir reynast vera afar lausleg- ar, „viðtal við innherja“, „viðtal við þjón Maós“ o.s.frv. Engin leið að meta gildi slíks vitnisburðar. Engar upp- lýsingar eru veittar um hvernig staðið er að viðtölum eða hvort þau verði gerð aðgengileg öðrum fræðimönnum. Frásagnir nafnlausra innherja eru einkenni á slúðurbók- menntum eins og bandaríska blaðakonan Kitty Kelley hefur sérhæft sig í. Áherslur höfunda í Maó: Sagan sem aldrei hefur verið sögð minna líka stundum á slíkar bók- menntir. Mikil áhersla er lögð á einkalíf Maós, framhjá- höld og jafnvel skoðanir hans á hreinlæti og tannhirðu. Nánast ekkert er hins vegar fjallað um hugmynda- fræði Maó eða pólitísk skrif, nema nokkrar valdar tilvitn- anir sem nánast undantekningarlaust eru slitnar úr sam- hengi og raunar iðulega settar í afar villandi samhengi. Frumlegar hugmyndir Maós um kvenfrelsi og sjálfstæði kvenna eru túlkaðar sem svo að hann hafi „sem karlmað- ur hafa viljað losna við að hafa mikið fyrir konunum“ (bls. 20). Fræg ræða Maós þar sem hann stappaði stálinu í fé- laga sína og fullyrti að kínverska þjóðin myndi lifa af kjarnorkustríð við Bandaríkin er túlkuð sem svo að Maó hafi beinlínis sóst eftir því að fórna helmingi Kínverja (bls. 479-80) og sett í samhengi við hungursneyðina miklu, en ræðan var haldin áður en hún geisaði sem ákaf- ast.5 Markmið höfunda virðist því iðulega vera að ófrægja Maó með öllum tiltækum ráðum; hvort sem einhver fótur er fyrir því eða ekki. Einnig verður að huga að því sem vantar í þetta rit. Í ljósi þess hversu heimildalistinn er langur vekur athygli hversu mörg mikilvæg rit um sögu Kína, sem komið hafa út á síðari árum, eru ekki á honum. Er þar jafnvel um að ræða rit sem varpa ljósi á margt sem sérstök áhersla er lögð á í bókinni. Hungursneyðin mikla 1960-1961 fær sér- stakan kafla í bókinni en í heimildaskrána vantar mörg þeirra rita sem fara hvað ítarlegast í saumana á orsökum hennar.6 Þetta er sérkennilegt vegna þess að ein af „kenningum“ höfunda er að Maó hafi beinlínis ætlað sér að svelta Kínverja í hel og raunar alla tíð, ekki aðeins á árunum fyrir hungursneyðina miklu.7 Þetta reyna höf- undar að sanna með tilvísun í orð Maós um að Kínverjar geti flutt út lítið annað en landbúnaðarvörur (bls. 418), en setja ekki í samhengi við langa baráttu stjórnvalda í Kína fyrir því að brauðfæða þjóðina, sem þó hefur verið ítar- lega rannsökuð. Tölfræði sem sýnir að matvælafram- leiðsla á íbúa hélst í hendur við fólksfjölgun til lengri tíma (en t.d. ekki árin 1959-1961) er til að mynda hunsuð.8 Það er aldrei kostur á sagnfræðiriti að nýjustu rannsóknir séu ekki teknar til gagnrýninnar athugunar, en sérlega bagalegt þegar ritinu er ætlað að vera meiri háttar sögu- leg endurskoðun. Einnig vekur athygli notkun höfunda á annars konar ritum sem hafa verið kunn sagnfræðingum árum saman, en fáir sagnfræðingar hafa kosið að nota sem heimildir. Þar má nefna áróðurs- og óhróðursrit frá Hong Kong, Taiwan og Sovétríkjunum. Þess konar rit hafa einkum talist nýtilegar heimildir um orðræðu á þeim slóðum, en eru hér tekin góð og gild sem heimildir um atburði. Fyrirvaralaus notkun á þeim er til marks um vinnubrögð sem ekki standast fræðilegar kröfur.9 Þegar nánar er gáð er ekki heldur hægt að reikna með því að heimildir eða fræðirit sem þó eru notuð í bókinni séu endursögð réttilega. Þar má taka sem dæmi endur- sögn höfunda á umsátrinu um Changkun 1948 sem er notað, eins og raunar allt annað í bókinni, sem dæmi um mannvonsku Maós. Ef heimildirnar sem notaðar eru fyr- ir þessu eru athugaðar reynast þær hins vegar gefa allt aðra mynd af umsátrinu en dregin er upp í þessari bók.10 Fullyrt er að her alþýðufylkingarinnar hafi forðast bar- daga við japanska herinn og her þjóðernissinna unnið mikilvægari sigra gegn þeim, en í tilvitnuðum ritum er engin rök að finna fyrir þeirri staðhæfingu.11 Höfundar halda því einnig fram að Maó hafi ekki verið stofnfélagi í kínverska Kommúnistaflokknum, en tilvitnuð rit reynast ekki styðja þá fullyrðingu.12 Svona mætti lengi telja, í smáu sem stóru.13 Einnig er nokkuð um glannalegar staðhæfingar í bók- inni sem virðast alls ekki byggja á heimildum. Þagnarrök (argumenta ex silentio) og öfug sönnunarbyrði eru iðu- lega notuð sem rök fyrir alhæfingum sem engin rök eru fyrir í heimildum, t.d. að Maó hafi ekki haft neina samúð með bændum (sjá bls. 9). Einnig er fullyrt að her komm- únista hafi eingöngu þrifist vegna stuðnings frá Sovét- ríkjunum en engin heimild er fyrir þeirri óvæntu stað- hæfingu.14 Í ljósi þeirra alvarlegu vankanta á heimildarýni sem einkenna bókina er ljóst að fræðilegt gildi hennar er tak- markað. Það útilokar ekki í sjálfu sér að hún geti haft notagildi sem læsileg ævisaga ætluð almennum lesanda, en það má þó telja ósennilegt. Þeir sem vilja fræðast um Maó hefðu miklu meiri not af alþýðlegu riti sem byggir á niðurstöðum traustra fræðirita en riti sem kemur óhjá- kvæmilega af stað villum og misskilningi vegna þess að höfundar virða ekki grundvallarvinnubrögð við notkun heimilda. Hinn allmátki Maó Í umfjöllun um bókina hefur iðulega komið fram að bókin veiti lesendum nýja sýn á Maó. Það er að einhverju leyti rétt en að flestu leyti rangt. Það er til að mynda engin sérstök nýjung fólgin í því að sýna Maó sem valdafíkinn harðstjóra. Sú mynd er dregin upp í flestum ævisögum Maós sem komið hafa út á Vesturlöndum undanfarna áratugi. Mun meiri nýjung er í því hversu valdamikill og máttugur Maó verður í meðförum höfunda og væru stór- tíðindi ef satt reyndist. Öll efnahags- og stjórnmálaþróun í Kína á hans dögum sprettur úr vilja hans og raunar markar hann spor víða um lönd og stjórnar valdhöfum í öðrum ríkjum líkt og brúðum, hvort sem þeir eru vin- veittir eða óvinveittir. Höfundar nota valda kafla úr ritum Maós því til sönn- unar að ill áform hafi verið að baki öllum verkum hans. Setningar eru slitnar úr samhengi þannig að Maó breyt- ist úr stjórnmálamanni sem í orði kveðnu hefur góðar fyrirætlanir í B-myndaskúrk sem hefur illt í hyggju en ljóstrar reglulega upp um fyrirætlanir sínar eins og fyrir slysni, jafnvel í opinberum ræðum.15 Áhersla höfunda á Maó sem þungamiðju sögunnar er kæfandi og er á ritinu að skilja að varla hafi strá getað bærst í veröldinni án þess að hann kæmi þar að. Í bókinni eru bæði sovéskir og bandarískir ráðamenn ítrekað sýndir sem grunlaus peð í refskák Maós sem virðist því eiga að hafa verið hvort tveggja í senn – hæfileikalaus kjáni og meistari í því að stjórna öðrum. Sjálfur Henry Kissinger sér ekki við honum (bls. 639-41) og er það nýj- ung að honum sé frýjað vits með afdráttarlausum hætti en litlum rökum. Verður þessi málatilbúningur fárán- legur á köflum, t.d. þegar gefið er í skyn að Maó hafi or- sakað hjartaáfall Stalíns í mars 1953, eða eins og segir í bókinni: „Ekki er útilokað að Maó hafi stuðlað að veik- indum hans“ (bls. 410). Skömmu síðar gefa höfundar í skyn að Berlínarmúrinn hafi verið reistur að tillögu Maós (bls. 420). Og Víetnamstríðið? Að sjálfsögðu hófst það fyrir tilverknað Maós (bls. 526-27). Þannig sjá höfundar hann alls staðar að verki í smáu sem stóru. Allt sem Maó segir eða gerir er umsvifalaust túlkað honum til lasts og engin önnur túlkun á atburðunum kemst að nema illska Maós. Þetta gengur býsna langt. Hótunum Bandaríkjastjórnar um að gera kjarnorkuárás á Kína er t.d. lýst sem léttvægu tilefni fyrir því að Kín- verjar sóttust eftir því að eignast slík vopn (bls. 410). Í svipuðu samhengi taka höfundar að sér að vera gagnrýn- islaus málpípa bandarískra stjórnvalda sem neita því ennþá að hafa notað efnavopn það að sterk rök séu fyrir öðr kínversk stjórnvöld hafi sjálf Bandaríkin (bls. 381-83), en s að Bandaríkin beittu sér fyrir Kína sem hluta af átökum ka Leynilega heimsveldisáætlun Ný sýn á Maó? „Í umfjöllun um bókina hefur iðulega komið fram að bókin veiti lesend að mynda engin sérstök nýjung fólgin í því að sýna Maó sem valdafíkinn harðstjóra.“ „Þegar allt kemur til alls er vönduð sagnfræði betri til endurmats og uppgjörs við skugga fortíðarinnar held- ur en farsakennd skrípamyndaskrif eins og þetta rit,“ segir greinarhöfundur um ritið Maó: Sagan sem aldrei var sögð eftir Jung Chang og Jon Halliday en bókin kom út í íslenskri þýðingu Ólafs Teits Guðnasonar á meðan Bókmenntahátíð í Reykjavík stóð í haust en þar voru höfundarnir gestir. Eftir Sverri Jakobsson sverrirj@hi.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.