Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Side 12
12 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Guju Dögg Hauksdóttur
gujadogg@strik.is
B
yggingarlist hefur þá
sérstöðu umfram
aðrar listgreinar að
hún snertir alla. Frá
vöggu til grafar.
Byggingarlist
mótar umgjörð um daglegar athafn-
ir og hátíðlegri viðburði lífsins. Og
yfirleitt erum við ekki í vafa um hvar
okkur líður vel – eða ekki.
En hver er galdurinn? Hvað er
það sem ber af og hreyfir við okkur?
Hin hefðbundna skilgreining róm-
verska arkitektsins og fræðimanns-
ins Vitrúviusar á arkitektúr eða
byggingarlist er frá upphafi tímatals
okkar og miðast við þrjá hornsteina:
venustas – firmitas – utilitas eða feg-
urð, varanleika og notagildi. Arki-
tektar vinna ekki í listrænu tóma-
rúmi, en þurfa að samræma ýmsar
kröfur og skilyrði áður en verk lítur
dagsins ljós. Þegar vel tekst til nær
bygging, skipulag eða annað mann-
virki að fullnægja hlutlægum kröf-
um samtímis því að vekja upplifun
sem höfðar til huglægra gilda og
margvíslegrar skynjunar. Bygging-
arlist er þar að auki ágætur spegill á
tíðaranda og verðmætamat hvers
tíma. Verðlaun, sem veitt eru í þeim
tilgangi að vekja athygli á fram-
úrskarandi byggingarlist hverju
sinni, verða að sumu leyti eins og
svipmynd af samtímanum, og að
sumu leyti áttaviti eða staðsetning-
artæki sem skýrir hvar við stöndum.
Kannski er þetta þó ekki sagan
öll. Ef til vill eru verðlaun í
byggingarlist fyrst og fremst þess
eðlis að vekja athygli á því hvað unnt
er að gera þegar allir hlutaðeigandi
leggjast á eitt um að vanda til verka.
Því langstærstur hluti þess sem
byggt er á Íslandi í dag einkennist
því miður af skammsýni og þekking-
arleysi á því hvers byggingarlist er
megnug. Allt of margar byggingar
eru „bara“ byggingar sem reistar
eru án þess að hugað sé að listræn-
um þáttum forms og rýmis eða sam-
hengi þeirra við umhverfi sitt, hvort
heldur sem þær standa í náttúrulegu
eða manngerðu landslagi. Allt of fáir
leiða hugann að því að byggingar
samtímans eru arfur okkar til kom-
andi kynslóða. Það sem við byggjum
í dag verður síðar meir vitnisburður
um ríkjandi áherslur og verðmæta-
mat okkar tíma. Fallegu timburhús-
in við Tjarnargötuna í Reykjavík frá
aldamótunum 1900 eða hnarreist að-
albygging Háskóla Íslands frá 4.
áratug 20. aldar bera með sér virð-
ingu og stolt gagnvart sjálfsmynd
okkar sem þjóðar. Hvað ætli næstu
kynslóðir á eftir okkur lesi úr þeim
íbúðahverfum og skólum sem rísa í
dag?
Manngert umhverfi ber með sér
ákveðna tjáningu á menningarlegri
sjálfsmynd þjóða, en það hefur að
sama skapi einnig afar mótandi áhrif
á samfélagið. Oft er talað um
ákveðna „skóla“ í byggingarlist sem
hafa þróast með þjóðum og lita
ímynd þeirra. Vagga evrópskrar
menningar er löngum rakin til land-
anna við Miðjarðarhaf, og klassíski
stíllinn gefur óhjákvæmilega tóninn
í borgum, byggingum og fasi íbú-
anna enn þann dag í dag. Módern-
isminn sem spratt upp í Mið-Evrópu
við upphaf 20. aldar sem hugmynda-
fræðilegt andsvar við klassísku hefð-
ina hefur hins vegar haft mikil áhrif í
Norður-Evrópu þar sem þróaðist al-
veg sérstök birtingarmynd upp af
svölum og rennilegum línum frum-
módernismans sem fellur saman við
sjálfsvitund þessara þjóða. Svo
dæmi sé nefnt nýtur Finnland
sterkrar ímyndar þeirrar persónu-
legu og efniskenndu byggingarlistar
sem arkitektinn Alvar Aalto bar
fram, og Danmörk er þekkt fyrir
vandvirknislega samsetningu agaðra
forma eins og arkitektinn Arne
Jacobsen lagði grunninn að um mið-
bik síðustu aldar. Báðir eru þeir er-
indrekar byggingarlistar sem snert-
ir eitthvað svo djúpstætt að hún
hefur sig yfir tímabundnar tísku-
sveiflur og leggur grunntón að af-
stöðu og nálgun með rætur í menn-
ingarlegu umhverfi og náttúrulegum
aðstæðum á hverjum stað.
En hvað einkennir íslenska bygg-
ingarlist? Er mögulegt að lesa
ákveðna vitund eða greina sameig-
inleg einkenni í því sem byggt er á
Íslandi?
Það sem við fyrstu sýn einkennir
manngert umhverfi hérlendis er
mikil breidd í húsagerð; ólík efni og
ólík form hvað um annað og án nokk-
urrar sýnilegrar samræmingar.
Þessa sundurleitni má ef til vill rekja
til sterkrar einstaklingshyggju eða
stuttrar þéttbýlishefðar þjóðar-
innar. Og það má brosa út í annað og
segja að byggingarlagið sé eins fjör-
legt og íslenska rokið, byggða-
mynstrið eins og síbreytilegar sveifl-
urnar í veðrinu. En eitthvað er það
sem veldur því að það er eins og
vanti menningarlega fótfestu í
margt af því sem byggt er. Frá
þessu eru reyndar fáeinar undan-
tekningar. Á árunum rétt fyrir
seinni heimsstyrjöld varð til dæmis
til vísir að íslenskri húsagerðarlist,
þar sem athuganir á sólargangi,
vindafari og fleiri þáttum skópu for-
sendur að þéttri, lágreistri íbúða-
byggð á helstu þéttbýlisstöðum á
landinu. Tilraunir voru gerðar með
útveggjaklæðningu úr íslensku hrá-
efni, ákasti úr muldum steini eða
skeljum sem hentuðu veðurfarinu
vel ásamt því að setja alveg sérstakt
svipmót á byggðina. Breidd gatna
var ákvörðuð út frá skjólmyndun og
skuggavarpi og hálfháir, steyptir
garðveggir styrktu yfirbragð götu-
mynda. Annað áhugavert tímabil er
frá sjötta áratugnum þar sem aukin
velmegun þjóðarinnar endurspegl-
aðist í stærri gluggaflötum og djarf-
ari formum húsa sem voru sléttmúr-
uð og hvítmáluð, en einkennandi
drættir voru sú listræna alúð sem
lögð var í innbyrðis hlutföll bygging-
anna.
Líklega hefur aldrei áður verið
byggt jafn mikið hérlendis og nú á
tímum. Hvert hverfið á fætur öðru
rís í jaðri borgarlandsins og
ákveðnir þéttbýlisstaðir á lands-
byggðinni vaxa hraðar en auga á
festir. Einingar byggðra mannvirkja
verða sífellt stærri, og gildir það
jafnt um aukinn fjölda háhýsa, stóra
verslunarkjarna og flókin umferðar-
mannvirki sem virka framandleg og
taka lítið tillit til þess staðar sem þau
rísa á. Margar byggingar hverfast
um sjálfa sig í stað þess að tengjast
umhverfi sínu. Og bílastæði eru á
góðri leið með að verða einu svæðin í
nýrri byggð þar sem gangandi veg-
farendur sjást á ferli.
Þau tíu verk sem valin hafa verið
og tilnefnd til Íslensku byggingar-
listarverðlaunanna 2007 eru af ýms-
um toga og um margt ólík. En sam-
eiginlegt með þeim öllum er ákveðið
næmi og tillitssemi gagnvart um-
hverfi sínu. Einu gildir hvort um er
að ræða náttúrulegt landslag eða
aðrar byggingar í landslagi borgar,
því hvert verk er augljóslega mótað
af þeim sérstaka stað sem það er
staðsett í. Einkennandi er að frekar
en að standa sem heil eða stakstæð
form eru byggingarnar hlutaðar nið-
ur og þeim skipað saman í þyrpingar
eða álmur sem styðjast við stoðveggi
og ákveðinn frágang lóða svo að
myndast margvísleg minni rými inn-
an stærra rýmis og margvíslegir
snertifletir við umhverfið. Gluggar
og op á byggingum eru vandlega sett
með tilliti til útvalinna tengsla við
umhverfið og ferli um byggingar eða
brýr eru hannaðar þannig að sífellt
myndast ný sjónarhorn á umhverfið
í kring. Umhverfið hefur þannig
mótandi áhrif á tilurð verkanna.
Flest tilnefndu verkanna bera
svipmót agaðra og einfaldra lína úr
formheimi módernismans. Þau
standa á yfirvegaðan hátt í látlaus-
um einfaldleika og hreinum, sléttum
flötum útveggja í sterkri andstæðu
við fjölskrúðuga byggð, síbreytilega
birtu og árstíðaskipti. Þannig stend-
ur endurgerð og nýbygging arki-
tektastofunnar Glámu-Kím við elsta
hluta háskólans norður á Akureyri í
kríthvítum ferskleika andspænis
ilmandi lyngi og lágvöxnum gróðri
uppi í fjallshlíð og þannig ber
íþróttakademíu arkitektanna á arki-
tektúr.is við háan himininn á suð-
vesturhorni landsins, þar sem vind-
urinn framkallar oft mikilfenglegar
sviptingar í skýjafari. Í þéttri byggð
Þingholtanna í Reykjavík mynda
hvítmálaðar úthliðar og lárétt
gluggasetning fjölbýlishúss arki-
tektastofunnar Tangram rólegt mót-
vægi við skrautlega litasetningu og
fjölbreyttar gerðir húsanna í kring
og á flatlendinu undir Ingólfsfjalli,
þar sem lágreist byggðin í Hvera-
gerði marar letilega, veita einstak-
lega yfirveguð hlutföll í byggingu
íbúðarsambýlis fatlaðra ungmenna,
sem arkitektastofan PK hefur hann-
að, alveg sérstakt samspil við lárétt-
ar línur byggðarinnar. Á Svalbarðs-
eyri í Eyjafirði stendur fínleg ný-
bygging Safnasafns hönnuð af
arkitektinum Ragnheiði Ragnars-
dóttur í íslenskum skógi og sléttir
fletir hússins mynda svalt mótvægi
við seinsprottnar og kræklóttar
greinar trjánna.
Sum verkin hafa á sér mýkri svip
þrátt fyrir stílhreint viðmót, þar sem
valin eru ómeðhöndluð náttúruefni
eins og tré, steinn, torf eða sjón-
steypa með sýnilegri áferð trémót-
anna. Þau standa í samhljómi við
efni og litbrigði á hverjum stað, og
efnisnotkunin er þess eðlis að bygg-
ingarnar og mannvirki veðrast á fal-
legan hátt með tímanum. Þannig er
því farið með Lækningalind Bláa
lónsins þar sem bygging VA arki-
tekta leynist dulúðug í úfnum hraun-
akri í Svartsengi, en gufuna leggur
upp af mjólkurhvítu vatni svo rétt
grillir í útveggina sem klæddir eru
svörtum hraunsalla af svæðinu.
Þannig er því einnig farið með
glettnislegt sveitasetur arkitektanna
á Studio Granda að Hofi í Skagafirði
þar sem litbrigði í lóðréttri tré-
klæðningu útveggjanna tóna við
fjöllin í kring og lítt hallandi þakið er
klætt torfi, svo að virðist sem bygg-
ingarnar stígi beint upp úr túnsverð-
inum.
Og göngubrýrnar þrjár sem Stud-
io Granda teiknaði yfir kaótísk um-
ferðarmannvirki Hringbrautar og
Njarðargötu ber í stálgrárri sjón-
steypu við stálgráan himin þar sem
þær svífa í mjúkri sveigju yfir stál-
grátt malbikið og umferðarþungann.
Nálgun Argos arkitekta á endur-
gerð húss úr fágætri byggingar-
listarsögu okkar við Aðalstræti í
Reykjavík sver sig í ætt við áherslur
tilnefndra nýbygginga um virðingu
við samhengi verks og umhverfi
þess, en óvenjuleg tilurð og lífrænir
drættir innsetningar THG arkitekta
um sýningu Gjörningaklúbbsins vísa
hins vegar til líflegri forma og efn-
isnotkunar framtíðarinnar. Ferlið
um rýmis-skapandi innsetninguna
vekur minningar um völundarhús og
langa ganga í lágreistum vistarver-
um. Og það má spyrja sig hvaðan sú
mynd kemur.
Íslensk samtíma byggingarlist
Lengi hefur verið rætt um mikil-
vægi þess að hampa þeim sem
leggja sitt af mörkum til að auðga
umhverfi okkar með góðri bygg-
ingarlist, mikilvægi þess að umb-
una þeim sem með þekkingu sinni,
sköpunargáfu, einörðum metnaði
og ásetningi leggja fallega þræði
inn í marglitan vefnað hins mann-
gerða umhverfis. Nú gerist það
loks að íslensk samtíma bygging-
arlist fær mælistiku og viðmið í
formi vandaðra verðlauna á vegum
Arkitektafélags Íslands, Íslensku
byggingarlistarverðlaunin sem
veitt verða í fyrsta sinn á Kjarvals-
stöðum í dag. Af því tilefni skoðum
við tilnefnd verk í samhengi við
annað sem er að gerast í íslenskri
byggingarlist.
Bláa lónið Lækningalind við Bláa lónið á Svartsengi.
Hof Sveitasetur á Höfðaströnd.
Höfundur er arkitekt FAÍ og deildar-
stjóri byggingarlistardeildar Lista-
safns Reykjavíkur. Höfundur situr í
dómnefnd um Íslensku byggingar-
listaverðlaunin.