Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 13
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
B
æ-bæ Ísland –
uppgjör við
gamalt kons-
ept“ er sam-
starfsverkefni
Listasafnsins á
Akureyri og
Háskólans á
Akureyri sem nú er unnið að og út-
koman kemur fyrir almennings-
sjónir 15. mars nk. þegar sýning
verður opnuð í safninu og bók kem-
ur út í samvinnu HA og bókaútgáf-
unnar Tinds.
Hugmyndamiður og sýningar-
stjóri er Hannes Sigurðsson, for-
stöðumaður Listasafnsins á Akur-
eyri, en ritstjóri bókarinnar Ágúst
Þór Árnason, aðjúnkt og verkefn-
isstjóri við félagsvísinda- og laga-
deild Háskólans á Akureyri. Ragnar
Hólm Ragnarsson, kynningarfull-
trúi Akureyrarbæjar, er aðstoð-
arritstjóri.
„Bæ-bæ Ísland er átaksverkefni.
Hér er smalað í öflugan her, kallað
saman fólk sem er allt annað en
skoðunarlaust um „verkefnið Ís-
land“ og óhrætt við að segja mein-
ingu sína í salarkynnum tjáningar-
frelsisins,“ segir Hannes í samtali
við Morgunblaðið.
„Í listasafni, þessari tjáningarhöll
frelsisins, finnst mörgum best að
hvísla, eins og í kirkju. Fólk er
smeykt að nýta sér tjáningarfrelsið
til að fara ofan í saumana á sam-
félagsgerðinni.
Þjóðernishyggja og trúarbrögð,
sá banvæni kokteill, er úrelt rekstr-
arfyrirkomulag, ef svo má segja,
þótt ennþá sé gert grimmt út á
þessar kenndir.
„Strákarnir okkar, stelpurnar
okkar,“ hvað í greflinum á það
eiginlega að þýða? Við erum lífverur
með langa þróun þar sem þjóðerni
og tungumál rétt gárar yfirborðið.
Engu að síður er mikilvægt að átta
sig á því hugmyndafræðilega forriti
sem lýðurinn er mataðar á og hvað
það hefur í för með sér. Við búum
við nýja, hátæknilega átthagafjötra,
skuldafjötra og lögfræðilegar aftök-
ur. Og þeim mun fastar sem fjötr-
arnir herðast, þeim mun meira er
japlast á frelsinu og hversu merki-
legt og heppin við erum að vera Ís-
lendingar.
Ég tel það heilaga skyldu safn-
anna að þau séu vettvangur fyrir
óheft tjáningarfrelsi; að þar geti
menn virkilega þanið sig.“
Um þátttakendur í verkefninu
segir Hannes: „Þetta er fólk sem
getur skilgreint sig á báðum víg-
stöðvum, í hinu gamla sem og hinu
nýja, staðbundið og heimsvætt,
hvort heldur er á sjó eða í bönkum.
Alvarleiki, sem dottinn er úr tísku,
verður hér settur á oddinn.“
Verkefnið samanstendur af
tveimur þáttum: Sýningu Lista-
safnsins á Akureyri og bókaútgáfu
sem Háskólinn á Akureyri mun
standa að. Opnun og útgáfa verður
laugardaginn 15. mars 2008 og
stendur sýningin til 11. maí, en
einnig er ætlunin að halda málþing
og önnur hliðarverkefni í tengslum
við verkefnið.
Heiti verkefnisins, Bæ-bæ Ísland,
vísar í fyrsta lagi til kveðjuhófs eða
útfarar um 19. og 20. aldar hug-
myndarinnar um Ísland. „Það sem í
gær var unga Ísland er nú tákn hins
liðna. Bless-bless – hin kristilega
blessun – víkur fyrir hinu ennþá
óformlegra bæ-bæ og vísar um leið
til þess hvernig íslenskan er farin á
límingunum,“ segir Hannes.
Í öðru lagi, segir hann, hljómar
bæ eins og sögnin að kaupa á ensku
– buy – og verður því til einskonar
undiráróður: kaupum-kaupum Ís-
land. Bæ-bæ Ísland er því uppgjör
við hugmyndina um tunguna sem
upphaf og endir sögulegrar tilvistar
þjóðarinnar sem og möguleika
hennar til að lifa af menningarlega
útjöfnun hnattvæðingarinnar.
„Bæ-bæ Ísland er einnig uppgjör
við atlögu auðmagnsins að landi
þjóðarinnar. Ýmsir nútímavæddir
„víkingahöfðingjar“ virðast hafa
sagt bæ-bæ við landið í áþreif-
anlegri merkingu og fjarstýra nú að
miklu leyti efnahagsmálum þjóð-
arskútunnar utan úr heimi líkt og
Danakonungur gerði á sínum tíma.
En þegar öllu er á botninn hvolft
var það samt ekki kana- eða
kommagull sem asninn bar yfir
borgarmúrana? Gullið kom úr
hirslum okkar sjálfra. Sýningin er
eins konar hugmyndafræðileg útför
og kveðjuhóf í formi myndlistarsýn-
ingar og bókin ítarleg minning-
argrein um hugmynd sem runnið
hefur sitt skeið. Á sama tíma mun
verkefnið veita lýsandi vísbendingu
um hvert þjóðin, eða réttara sagt
„ekki þjóðin,“ stefnir í náinni fram-
tíð og hvaða möguleikar gætu hugs-
anlega verið í stöðunni fyrir íbúa
Ísa-lands.“
Hannes segir verkefnið hvorki
kynslóðasýningu né verði listamenn
„notaðir til þess að myndskreyta
texta bókarinnar. Í ýmsum tilfellum
verður um eldri verk að ræða, en
ekki nýsköpum, þannig að sýningin
öðlist visst sögulegt vægi.“
Bókin Bæ-bæ Ísland er hugsuð
sem safnrit og jafnframt nokkurs
konar leiðarvísir. „Í henni verður að
finna mikilvægustu greinar sem
skrifaðar hafa verið á Íslandi um
viðkomandi málaflokka undanfarinn
áratug eða svo og þreifað á ýmsum
nýjum hlutum og hugmyndum sem
lítið hefur farið fyrir hér heima, á
borð við anarkisma og antí-
kapítalisma, sem virðast hreinlega
hafa verið gerðar upptækar í toll-
inum.“
Í bókinni verða 12 kaflar sem
framlag listamannanna dreifist um.
Kaflarnir eru eftirfarandi:
Fjallkonan fríð, fláráð og fölsk
„Hver er þessi fjallkona?“ spyr
Hannes meðal annars. „Hvaða hug-
myndir hafa verið við lýði um fyrir-
bærið sem myndrænt er ættað frá
árdögum þjóðernisrómantíkurinnar.
Hefur fjallkonan eitthvað með ís-
lenska kvenþjóð að gera? Hver er
konan í þessu landi íss og elda?“
„Velkomin heim“
Hannes og Ágúst Þór segja:
Hvergi í heiminum eru flugfarþegar
boðnir velkomnir heim með sama
hætti og gert er í vélum Flugleiða/
Icelandair. Hver býður okkur vel-
komin? Hvað er þetta heima? Hvað
þýðir það að vera kominn heim? Og
hver erum VIÐ sem erum boðin vel-
komin á tungu þjóðar sem varla sést
á mannfjöldalandakorti veraldar?
„How do you like Iceland?“
Og enn spyrja þeir: Hvað skiptir
okkur máli hvað misjafnlega ensku-
mælandi útlendingum finnst um
„Iceland“? „How do we like Ice-
land“? Hver er þessi útlendingur
sem við spyrjum um Ísland eins og
öll okkar tilvera byggist á því að
hann svari með stórslegnum lýsing-
arorðum á borð við „fantastic“ og
„great“?
Orkan, orkan
Úr jörðu streymir orkan óbeisluð
og frjáls. Draumar Einars Ben létu
á sér standa og ekki varð Gullfoss
virkjaður. Hvar er orkan með þess-
ari þjóð? Er landinn að týna sér í
trylltri landslagsrómantík eða búum
við í landi sem ber að vernda af öllu
afli? Er sum orka annarri betri?
Barist í bönkum
Bankarnir eiga okkur! Og þess
vegna er þeim líka nákvæmlega
sama um okkur. Víxlar og verð-
tryggingar, debetkort, kreditkort,
vextir og verðbætur. Við þurfum
ekki lengur að knékrjúpa fyrir
bankastjórum til að fá smáaura að
láni. Í dag þurfum við að verjast
með öllum ráðum lánatilboðum
banka sem græða á tá og fingri.
Frá ættarsamfélagi til ríkisvalds
Í árhundruð átti það að heita að
við byggjum við danska konungs-
stjórn. Þá voru ríki og stjórnvaldið
erlent þótt enginn væri herinn.
Áfram hélt ættin að vera fremsta
áhugamál Íslendingsins. Ættarsam-
félagið fór hvergi og ríkisvaldið var
útlenskt. Hefur eitthvað gerst?
Yfir kaldan…
Af hverju ekki að malbika hálend-
ið? Hvar eru útilegumenn og -konur
þessarar vesölu þjóðar?
Ég hata Ísland
Þjóðernishyggjan elur af sér skil-
yrta tilfinningalega afstöðu, hafnar
erlendum „aðskotahlutum“ og gefur
blindu stolti byr undir báða vængi:
Ísland er sérstaklega gott dæmi um
þjóðríki. Öllum samfélögum er að
miklu leyti stýrt með óskráðum lög-
um, ýmiss konar ósýnilegum hugar-
höftum sem liggja í loftinu. Það er
ekki bannað að hata Ísland en eng-
um með réttu ráði dytti til hugar að
lýsa opinberlega yfir slíkri skoðun,
sá hinni sami yrði sakaður um mis-
notkun á málfrelsi og einhvers kon-
ar andlegt landráð, sturlun.
Gárur á vatni: líffræði marg-
breytileikans
Hverjir eru Íslendingar? Fyrir
aðeins áratug eða tveimur var hægt
að þekkja útlendinga á yfirbragðinu
svo ekki sé talað um litarhátt eða
klæðaburð. Á liðnum árum hafa orð-
ið algjör umskipti í þessum efnum
og nú getur fólk allt eins átt von á
að vera svarað á ensku eða öðrum
tungumálum ef það sækist eftir
þjónustu á veitingahúsum og versl-
unum.
Allt lífsins næði
Fyrir allnokkrum árum gerði Ak-
ureyrarbær slagorðið „Öll lífsins
gæði að sínu og má heyra það og sjá
í flestum kynningum bæjarins. Í
harðri samkeppni bæjarfélaga um
fleiri íbúa er þessi frasi bara einn af
mörgum í tilraun þeirra til að leggja
net sín fyrir fólk og þá ekki síst
barnafólk í von um að viðhalda vexti
og uppgangi. … Er Reykjavík fyrir
hraðfleyga hauka en Akureyri fyrir
hægláta spörfugla? Er Latibær
kannski lausnin? Og er þá e.t.v. öf-
ugsnúið að gírugir kaupmenn stýri
straumi ofurölvi ungmenna til
bæjarins til að kúka í garða góð-
borgaranna á meðan sömu ung-
menni eru handtekin fyrir að míga
undir berum himni fyrir sunnan?
Akureyri suckar svo big time!
Einn lognkyrran ágústmorgun
árið 2002 blasti þessi ástríðufulla
yfirlýsing skyndilega við friðelskum
bæjarbúum, þruma úr heiðskíru
lofti. … Landsbyggðin á undir högg
að sækja, yfir 70% þjóðarinnar yfir
fimmtugu búa nú annars staðar en í
gömlu heimasveitinni og ungt hæfi-
leikafólk með vott af metnaði flýr á
vit tækifæranna fyrir sunnan. … Er
sveitin dæmd til að vera forðabúr
landsins í höndum örfárra eftirlits-
manna? Hvar er vor æska, ung-
dómshreyfingin og hennar heilögu
skyldur við ættjörðina?
Ragnarök
Fá samfélög hafa tekið stökkið úr
fátækt fornra búskapar- og sam-
félagshátta yfir í gnóttarsamfélag
samtímans í eins fáum skrefum og
íslenska þjóðin. … Íslendingar hafa
frá upphafi verið duglegir við að
ferðast um heiminn og ófáir hafa
dvalist langdvölum erlendis. Þótt
sögur af víkingaferðum Íslendinga
fyrr á tímum séu sennilega orðum
auknar hafa hvatningarorð móður
Egils Skallagrímssonar örugglega
vakið útþrá ungra lesenda Íslend-
ingasagna á öllum tímum. Að und-
anförnu hefur verið hægt að lesa um
víkingaferðir íslenskra kaupsýslu-
manna í erlendum stórblöðum. Auk-
ið ríkidæmi og sterk króna hefur
sent þjóðina í eina allsherjar versl-
unarferð um kunn og ókunn lönd.
Íslendingar hafa dregið gunnfána
hagsældar og sjálfsánægju að húni
og herja nú um heim allan. Sú
spurning hlýtur að vakna hvort
fjallkonan hafi týnt sjálfri sér í móð-
ur allra kaupstaðaferða. Er fjall-
konan vegalaus í útrás örþjóð-
arinnar?
Hannes segir Íslendinga lifa í
gjörbreyttu umhverfi en fyrir að-
eins 15 árum og því sé tímabært að
gera almennilega úttekt á stöðunni.
„Um þetta hefur vissulega verið tal-
að en umræðan hefur verið brota-
kennd og öll í skötulíki. Ég vona að
verkefnið geti orðið grunnur til að
hefja vitsmunalega og markvissari
umræðu, enda þótt engin svart-hvít
niðurstaða fáist. Ég vil að bókin og
sýningin verði grunnur sem almenn-
ingur getur sótt í og mótað sér
skýrari afstöðu til málsins,“ segir
Hannes Sigurðsson.
Kveðjuhóf um hugmyndir 19. og 20. aldar
Verkefnið er hugmynd Hannesar
Sigurðssonar, kveðjuhóf um eða
jafnvel útför 19. og 20. aldar hug-
myndarinnar um Ísland. „Það sem í
gær var unga Ísland er nú tákn hins
liðna. Bless-bless víkur fyrir hinu
ennþá óformlegra bæ-bæ og vísar
um leið til þess hvernig íslenskan er
farin á límingunum…“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Bæ Bæ Ísland Ágúst Þór Árnason, ritstjóri bókarinnar, Hannes Sigurðsson forsprakki verkefnisins og sýning-
arstjóri, Sigurbjörg Árnadóttir framkvæmdastjóri verkefnisins og Helgi Jónsson útgefandi bókarinnar.
Í HNOTSKURN
»Jón Baldvin Hannibalsson,fyrrverandi utanríkisráð-
herra, verður einn undirrit-
stjóra bókarinnar, en hlutverk
þeirra verður að velja efni til
birtingar. Jón Baldvin sér um
kaflann „Velkomin heim“. Aðr-
ir í sama hlutverki eru Ragnar
Hólm Ragnarsson, Árni Berg-
mann, Guðrún Þórsdóttir, Ing-
björg Hafstað, Sumarliði R. Ís-
leifsson, Kristín Helga
Gunnarsdóttir, Oddný Eir Æv-
arsdóttir, Ragnhildur
Sigurðardóttir, Siggi pönk,
Sigurður Már Jónsson og Sig-
urður Gylfi Magnússon. Þá
munu þrír ungir listfræðinem-
ar annast skrif um þátttak-
endur í sýningunni, þau Heiðar
Kári Rannversson, Sigríður
Nanna Gunnarsdóttir og Þór-
unn Helga Benedikz.
»Alls taka 20 listamenn ogsýningarteymi þátt í verk-
efninu, sumir með verk úti í bæ,
en þeir eru: Ásmundur Ás-
mundsson, Berglind Jóna
Hlynsdóttir, Bryndís Snæ-
björnsdóttir og Mark Wilson,
Erling Þ.V. Klingenberg, Hall-
grímur Helgason, Hannes Lár-
usson, Hlynur Hallsson, Inga
Svala og Wu Shanhuan, Kol-
beinn Hugi Höskuldsson,
Magnús Sigurðarson, Ólafur
Árni Ólafsson og Libia Pérez
de Siles de Castro, Ólafur
Gíslason, Ólöf Nordal, Ósk Vil-
hjálmsdóttir, Ragnar Kjart-
ansson, Róska, Rúrí, Stein-
grímur Eyfjörð, Unnar Örn
Auðarson og Þorvaldur Þor-
steinsson.
» „Ég tel það heilaga
skyldu safnanna að
þau séu vettvangur
fyrir óheft tjáningar-
frelsi; að þar geti
menn virkilega þanið
sig,“ segir Hannes Sig-
urðsson.