Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Þeir Steven Spielberg og Bob Dyl-an eru sammála: írska myndin Once er einhver besta mynd ársins. Once kostaði þó líklega álíka mikið og ein mínúta í venjulegri Spielberg- mynd. Þessi írska ástarsaga fjallar um götutónlistarmann í Dublin og tékknesku stúlkuna sem hann hittir kvöld eitt. Telpan á unnusta heima í Tékklandi sem hún er trú en þess í stað er ástarsagan sögð í tónum, enda Once giska óvenjuleg söngvamynd – þau eyða kvöldinu í að flakka um borgina og búa til tónlist, sem á end- anum segir söguna. Upphaflega ætl- aði leikstjórinn John Carney að fá írska leikarann Cillian Murphy í aðal- hlutverkið en þegar það brást fékk hann Glen Hansard til þess að leika götuspilarann. Leikreynsla Hansard takmarkaðist við örlítið hlutverk í The Commitments – en hann er hins vegar ágætlega þekktur sem liðsmað- ur írsku sveitarinnar The Frames, en þar lék leikstjórinn Carney eitt sinn á bassa. Hansard hafði sjálfur spilað á götum Dublinar þegar hann var yngri og þekkti ágætlega hina tékknesku Markétu Irglová, sem er ekki síðra undrabarn í tónlist en Hansard og spilar á öll möguleg hljóðfæri auk þess að syngja þótt hún hafi aðeins verið átján ára gömul þegar myndin var tekin. Þau höfðu spilað saman áð- ur og semja og flytja öll lögin í mynd- inni sjálf. Þau hafa haldið áfram að spila saman í kjölfar myndarinnar og eru að auki orðin par. Svo hreifst Bob Dylan af myndinni að hann fékk The Frames til þess að spila með sér á tónleikaferð sinni og Steven Spiel- berg lýsti því yfir í viðtali að hann hefði fundið þessa yndislegu litlu írsku mynd sem myndi duga honum sem innblástur það sem eftir væri árs. Við getum þá væntanlega farið að hlakka til að heyra Harrison Ford taka nokkur angurvær lög um það að vera einmana fornleifafræðingur í fjórðu Indiana Jones-myndinni.    Lengi vel var nánast samasem-merki á milli leikstjórans Martin Scorsese og stórleikarans Robert De Niro. Þeir unnu saman að heilum átta myndum en nú virðist Leonardo DiCaprio hafa tek- ið við keflinu sem aðalleikari Scor- sese og nýlega var fjórða mynd þeirra félaga í röð til- kynnt, en áður komu Gangs of New York, The Aviator og The Dap- arted. Næst á dagskrá er Shutter Isl- and. Þar er í felum kolbrjálað morð- kvendi sem er nýsloppið af geðveikra- hælinu og DiCaprio fær það hlutverk að reyna að hafa uppi á henni. Ekki einfaldast svo málið þegar brestur á með hvirfilbyl þegar hann kemur til eyjarinnar.    Patrick Fugit hefur ekki sést mikiðeftir að hann lék aðalhlutverkið í Almost Famous en nú hefur hann fall- ið fyrir Shannyn Sossamon. Gallinn er bara að bæði eru þau steindauð. Wristcutters: A Love Story gerist í limbói sjálfsmorð- ingjanna, veröld sem er nánast eins og okkar, bara ör- litlu verri. Það leynir sér ekki hvernig fólk komst á staðinn, sumir hafa gat í hausnum og aðrir hafa hnífsför á púlsinum. Eng- inn brosir og það eru engar stjörnur á himninum. En myndin er þrátt fyrir efniviðinn gamansöm að hætti Jim Jarmusch og Aki Kaurismäki og end- ar á ferð inn í eyðimörk sem ang- urbarkinn Tom Waits vakir yfir. KVIKMYNDIR Shannyn Sossamon Leonardo DiCaprio Once Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Nú ætti að vera óhætt að líta um öxl ogvirða fyrir sér nýliðna hrekkjavöku-helgi. Óhugnaðurinn sem fylgirhelginni er reyndar með minnsta móti á Íslandi þar sem hefðin um upplýst grasker, kló- settrúlluskreytingar, nornir og blóðsugur á hverju götuhorni og sælgætisherferðir barna hef- ur aldrei fyllilega náð að hreiðra um sig. Engu að síður vona ég að lesendur hafi komist klakklaust í gegnum helgina, á lífi og ólimlestir. Og ef sú er raunin getum við talist lukkunnar pamfílar, eink- um í samanburði við þær kvikmyndapersónur sem litu dagsins ljós þessa helgi á hvítum tjöldum, og voveifleg örlög þeirra. Margar vörðu þær nefnilega helginni á harða hlaupum undan rað- morðingjum, grímuklæddum dólgum, eða þá stökkbreyttum skrímslum, en ýmsum þykja ein- mitt þau síðastnefndu erfiðust viðureignar, en jafnan með takmörkuðum árangri. Kvik- myndakarakterar, einkum þeir sem eru í auka- hlutverkum, stráfalla nefnilega við tímamót þessi. Vinsælasta mynd síðastliðinnar helgi í Bandaríkj- unum var til að mynda Saw 4, enn einn kaflinn í ævisögu raðmorðingjans Jigsaw, en þar er á ferð- inni einkar illskeyttur fjandi sem haldinn er kvalalosta af verstu gerð. Og hefð hefur skapast fyrir að frumsýna myndirnar um hann á hrekkja- vökuhelgi. Samsláttur milli hrekkjavöku og hryllings- myndahefðarinnar var reyndar fyrir löngu orðinn að veruleika, og áberandi bíómenning hefur skap- ast umhverfis þessa fornu keltnesku hátíð. Lífinu er nú reyndar einkum haldið í hrekkjavökubíó- kimanum af bandarískum kvikmyndafyrirtækjum sem sjá hér ýmsa markaðsmöguleika, en freist- andi væri að tengja upphafið við vinsæla hryll- ingsmynd Johns Carpenters frá ofanverðum átt- unda áratugnum, Halloween, sem var einmitt skírð í höfuðið á hátíðinni. Skírskotun titilsins var þó meira en orðin tóm, hrekkjavakan sjálf tengd- ist söguþræðinum því nema mig misminni sneri Michael Myers einmitt heim 31.október. Heimkoma sú varð náttúrlega fáum til góðs, maðurinn var orðinn fúllyndur mjög eftir að hafa varið bestu árum ævinnar á stofnun, en hafði þann ótvíræða kost til að bera að þematónlistin sem var tengd persónu hans er ein sú minnisstæðasta í gjörvallri hryllingshefðinni, fínlegt ískur og vottur af tölvusargi hafa sjaldan haft viðlíka áhrif. Svo skemmtilega vill síðan til að á nýliðinni hrekkja- vöku gafst íslenskum bíóáhorfendum kostur á að hitta Myers fyrir á nýjan leik. Endurgerð Robs Zombie á þessari sígildu mynd var nefnilega ný- lega tekin til sýninga hér á landi, en sjálft nafn leikstjórans gefur til kynna organíska nánd við hryllingshefðina og skapar þannig umtalsverðar væntingar. Ekki er reyndar víst að myndin standi undir slíkum væntingum, gagnrýnendur hafa flestir verið sammála um að myndin standi frum- gerðinni eftir Carpenter langt að baki. En kannski er of langt gengið að segja að heim- koma Myers hafi orðið fáum til góðs. Kvikmynda- áhorfendur þeir sem engst hafa um undir mis- kunnarlausri ásýnd þessa grímuklædda óvættar, og notið þess til hins ýtrasta, hafi haft sitthvað upp úr krafsinu í gegnum árin. Það sem áhrifarík mynd af þessu tagi getur nefnilega gert er að skapa farveg fyrir hversdagslegar tilfinn- ingahræringar, jafnvel doða þann sem talinn er eitt helsta einkenni nútímamannsins, farveg sem þrengist eftir því sem líður á myndina þar til fín- um punkti er náð, sjálf tilvistin þjappast saman þar til það er eins og lífinu vindi fram á hnífsegg, og allt í einu virðist hvunndagurinn sérlega við- ráðanlegur í samanburði við ósköpin sem eru að eiga sér stað á tjaldinu. En á þessi tilfinning eitt- hvað skylt við upplýst grasker og hrekki smá- krakka? Ekki nema kannski að því leytinu til að fyrir tæpum þrjátíu árum ákvað John Carpenter að svo væri. Glóandi grasker SJÓNARHORN » ... sjálf tilvistin þjappast saman þar til það er eins og lífinu vindi fram á hnífsegg, og allt í einu virðist hvunndagurinn sérlega viðráð- anlegur í samanburði við ósköpin sem eru að eiga sér stað á tjaldinu ... Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is A lien, Blade Runner, Thelma & Louise og Gladiator eru allt lyk- ilverk í sögu Hollywood seinni tíma. Umfjöllunarefni þeirra eru ólík, þær tilheyra ólíkum kvik- myndagreinum, gerast í fortíð, samtíð og framtíð, en allar bera þær kenni- mark höfundar síns Ridleys Scotts. Upphafsár Ridley Scott hóf ferilinn í heimalandi sínu Englandi þar sem hann hafði jafnframt lagt stund á grafíska hönnun í upphafi sjöunda ára- tugarins. Hann byrjaði sem leikmyndahönnuð- ur hjá breska ríkissjónvarpinu, en stofnaði undir lok áratugarins ásamt öðrum fyrirtæki sem sérhæfði sig í auglýsingagerð. Þótt þessi bakgrunnur hafi haft margvísleg áhrif á kvik- myndagerð hans væri mikill misskilningur að skilgreina Scott sem enskan leikstjóra þar sem hann hóf feril sinn sem Hollywood-leikstjóri – ólíkt Alfred Hitchcock, David Lean og John Schlesinger sem voru lykilleikstjórar í heima- landi sínu áður en þeir fluttu vestur yfir haf. Meira að segja fyrsta mynd Scotts The Duell- ists (1977), sem var tæknilega séð evrópsk framleiðsla, bjó yfir helstu viðmiðum Holly- wood. Alien (1979) var reyndar tekin upp í Sheppertonkvikmyndaverinu á Englandi en var framleidd af 20th Century Fox og átti eftir að gera Scott að einhverjum eftirsóttasta leik- stjóra draumaborgarinnar. Geimverur og lífgervlar Alien er afar merkileg mynd fyrir margra hluta sakir. Ásamt Star Wars (1977) átti hún stóran þátt í að endurvekja vísindamynda- formið sem hafði legið í hálfgerðum dvala frá sjötta áratugnum. Og þótt þær sæktu margt í gömlu b-myndahefðina voru þetta stórmyndir sem lögðu grunninn að því sem við gætum kallað ofurvísindamyndina sem kvikmyndaver- in hafa allar götur síðan dælt peningum í. Og ef eitthvað er hafa áhrif Alien líklega verið talsvert meiri – ekki síst með því að blanda saman frásagnarþáttum úr hryllingsmyndinni við sviðsmynd vísindamyndarinnar. Líkt og segir í frægri auglýsingalínu myndarinnar: „Í geimnum heyrir enginn þig öskra.“ Og þótt Scott hafi verið reynslulítill hvað varðar leik- stjórn í Hollywood kom bakgrunnur hans í auglýsingagerð að góðum notum, en allar myndir hans einkennast af sama pússaða og stílfærða útlitinu. Þá stakk aðalhetjan Ripley í stúf við dæmigerðar hasarhetjur Hollywood- mynda – kvenskörungur sem sýndi jafnt körl- um sem slímugum geimverum í tvo heimana. Scott fylgdi Alien eftir með öðru lykilverki vísindamyndakanónunnar: Blade Runner (1982). Hér var vísindagreininni blandað saman við rökkurmyndina á afar nýstárlegan máta, sem birtist ekki síst í magnaðri stílfæringu á Los Angeles-borg framtíðarinnar. Orðspor myndarinnar hefur vaxið með hverju ári og er á meðal uppáhaldsviðfangsefna fræðimanna ekki síður en kvikmyndafíkla (og er áhuga- mönnum bent á að fyrir jólin kemur út risavax- in dvd-útgáfa sem inniheldur fimm ólíkar út- gáfur af myndinni). Tvær endurkomur Hafi einhver talið Scott vera á góðri leið með að sérhæfa sig algerlega í vísindaskáldskap hefur raunin sannarlega orðið önnur þar sem að Blade Runner reyndist síðasta framlag hans til greinarinnar. Átti hann nokkuð erfitt upp- dráttar í framhaldi (hvernig fylgir leikstjóri eftir Alien og Blade Runner?) og það var ekki fyrr en með vegamyndinni Thelma & Louise (1991) sem hann var aftur í sviðsljósinu – mynd sem sakir sterkra kvenhetja vísaði aftur til Ripley. Þematísk úrvinnsla kvenhetjunnar hélt áfram í G.I. Jane (1997) sem var þó ekki sérstaklega eftirminnileg líkt og flestar mynda hans á tíunda áratugnum. En sem fyrr lifnaði aftur yfir karli rétt þeg- ar ferillinn virtist vera að fjara út. Ósk- arsverðlaunamyndin Gladiator (2000) var ein- hver óvæntasti smellur seinni tíma og endurvakti epísku stórmyndina einn síns liðs. Í stað íburðarmikilla sviðsetninga og stat- istafjöld epískra mynda sjötta áratugarins var Róm nú endurbyggð með liðsinni tölvugrafíkur enda bjó hún yfir undarlega nútímalegu yf- irbragði – kannski nútímalegra en módelin að Los Angeles framtíðarinnar í Blade Runner. Á meðal þeirra fjölmörgu epísku mynda er fylgdu í kjölfarið var mynd Scotts Kingdom of Heaven (2005) sem var littlu síðri þótt ekki nyti hún sömu vinsælda. Þess á milli var hann auðvitað kjörinn til að leikstýra kvenhetjunni Clarice Starling í Hannibal (2001) en þrátt fyr- ir miklar vinsældir var lítið kjöt á beinunum í þessu framhaldi af Silence of the Lambs (1991). Líkt og margar eldri mynda hans er Americ- an Gangster ekki kvikmynd sem runnin er undan rifjum hans sjálfs en það verður spenn- andi að sjá hvort hann setur ekki sitt hand- bragð á hana líkt og allajafna. Þá verður ekki síður áhugavert að fylgjast með því hvort myndin muni virka sem vítamínsprauta á glæp- onamyndina líkt og áður Alien og Blade Run- ner á vísindamyndina og Gladiator á epísku stórmyndina. Ridley Scott: Englending- ur í Hollywood Þessa helgina er verið að frumsýna í Bandaríkj- unum glæponamyndina American Gangster með þeim Danzel Washington og Russell Crowe. Eftir að leikstjóranum Antoine Fuqua sinnaðist við Universal-kvikmyndaverið leit lengi vel út fyrir að ekkert yrði af gerð myndarinnar. Það var svo sjálfur Ridley Scott sem settist í leikstjórastólinn og hefur nú komið þessari dramatísku sögu á hvíta tjaldið. Af því tilefni er hér rifjaður upp ferill þessa merka leikstjóra. Nýstárleg Í kvikmyndinni Alien blandaði Ridley Scott saman hryllingi og vísindaskáldskap á nýstár- legan máta. Hér má sjá Sigourney Weaver í hlutverki kvenskörungsins Ripley.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.