Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 9
stöðu skoðandans og veruleikans, mannsins og umhverfisins, hugsunarinnar og hlutarins, verið viðfangsefni heimspekinga og vísindamanna, og svo er ennþá. Listamenn hafa þá sérstöðu að þeir byggja verk sín á öðrum forsendum en heimspekingar og vísindamenn, þó margt sé svipað með þróun hugmynda og jafnvel tilfinn- inga uppfinningamannsins og listamannsins. Þar sem forsenda eða staðreynd vísindamanns- ins er ef til vill ljóshraðinn, er staðreynd lista- mannsins kannski venjulegur eða óvenjulegur steinn sem hann hefur fundið. Honum finnst að hægt sé að gefa steininum skarpara horn hér, mýkri ávala þar, fegurri heild. Ef honum nægir það ekki eingöngu, gerir hann ef til vill um leið mynd af guði sínum eða öðru sem honum kann að vera hugstætt, og steinninn heldur áfram eft- ir að verkinu er lokið að sýna það sem mann- inum var hugleikið. Af náttúrunni hefur mað- urinn sjálfsagt mjög snemma lært hrynjandi: það sem endurtekur sig með ákveðnu millibili. Flóð og fjara, hjartaslög, fótatak o.fl. Snemma hefur hann einnig lært í myndum sínum og dansi að gefa hrynjandinni fjölbreytni, leika sér með hana, verða herra hennar, gerandi og þol- andi í senn, gleðjast með aðstoð hennar. Kannski hefur þetta alltaf verið samofið eðli mannsins, hann hefur ef til vill ekki þurft að læra það. Þó finnst manni að þeir listamenn sem stórbrotnastir eru hafi haft skynsamlegt vald yfir hrynjandi myndar sinnar í mýkt og hörku, í línu og lit, flötum hennar og rúmheildum. Hvort listaverk verður til vegna svo að segja óháðra eðlishvata eða með skynsamlegri þrautseigju, ef hvorttveggja er til, skiptir þó litlu máli fyrir þann sem ekki hefur lært að sjá muninn á því sem mynd er af og því sem hún er. Ýmsir halda að nútímalistamenn geri myndir sínar samkvæmt einhverjum „isma“ eða reglum, sem mundu leysa „gátuna“ ef þær væru lagðar á borðið. Þetta er þó ekki svo og hefur aldrei verið. Umfram þær erfðir sem menning yfirleitt hefur að farvegi eru slíkar reglur ekki til. Það hefur sýnt sig að listamenn eru beztir með óbundnar hendur, frjálsir gagnvart göml- um og nýjum hefðum – en kyrrstaða, virðist ósamræmanleg eðli náttúrunnar. Nú á tímum er algengt að myndlist sé mis- skilin vegna þess að annað lífsform, önnur öld en sú sem við lifum á, er tekið of hátíðlega og metið á kostnað þess sem verið er að skapa. Áð- ur fyrr breyttist lífsformið miklu hægar og mis- skilningur af þessu tagi því sjaldgæfara fyr- irbrigði. Fyrir aldamótin síðustu finnum við gott nútímadæmi um þetta í lífsstarfi franska málarans Cézanne og þeirri staðreynd að mynd- ir hans voru almennt ekki teknar „alvarlega“, að blaðadómurum fundust þær ljótar og líkastar því sem börn gera þegar þeim eru gefnar litk- rítir, og kunna sér ekki hóf eða læti. Hann var orðinn aldraður maður þegar augu manna opn- uðust fyrir verðmætunum sem myndir hans geyma, en síðan hafa þær almennt verið lagðar til grundvallar því sem kurteislega má telja „fagra“ myndlist, og sennilega af ástæðum svip- uðum þeim sem um getur í sambandi við Bertel Thorvaldsen. Í dag er algengt að þeir, sem mik- ið mála og selja af myndum, máli líkt og Céz- anne gerði, þó þeir séu ólíkir honum að hæfi- leikum eins og frekast má verða. Myndir Cézanne hafa á þeim 44 árum sem liðin eru síð- an hann dó reynzt heppilegri til að leggja undir sig heiminn en hersveitir Frakklands til að verja sín eigin landamæri. Mynd er þrátt fyrir allt ennþá heppileg til þess að breyta fólki: sjón þess á umhverfi sínu og fegurðarvitund þess. Listræn fegurð á sér rætur í mannlegu eðli, er háð eiginleikum þess. Hún er ekki nátt- úrufyrirbrigði eins og t.d. aðdráttaraflið, og verður ekki útskýrð fremur en tilveran sjálf. Fegurðarhugmyndin er eins margbreytileg og mennirnir eru margir. Áhrif frá skýi, fjalli, bréf- snepli á gangstéttinni, malbiki götunnar, flók- inni byggingu blómsins, kvisti í loftinu eða í veggjum, geta hjálpað til að skapa mynd sem er ekki af þessum hlutum. Allir vita að fjórum sinnum fjórir eru sextán – en hver skilur einn? Hver skilur manninn sem áður en sögur hófust lagaði stein til samræmis við heimsmynd sína, trú og fegurðarvitund? Sá sem skilur hann hef- ur hæfileika til að skynja alla list, láta ekki há sér það sem af tilviljun er almennt sagt að sé fagurt, finna í henni manninn sem gerði hana. Hann skilur list á hvaða tíma sem hún er gerð. Nú gæti ég trúað að listamenn hugsi minna um fegurðina en aðrir menn, en séu hins vegar næmari fyrir því sem orðinn er ávani í stað ferskrar sjónar og hafi ástríðu til að sneiða hjá honum í verkum sínum. Myndlistarmenn marka verkum sínum sjald- an augljósa afstöðu til stríðs dagsins, þess sem gerir heimsmyndina eins og hún er í það og það skiptið. En þess eru þó nokkur dæmi á ýmsum tímum. Guernica eftir Picasso og margar mynd- ir Goya eru ádeila og spott um samtíð sína, í já- kvæðum tilgangi. Dýrmætustu eiginleikar myndar eru þó ekki á þessu sviði sem liggur á snið við hlutrænan veruleika hennar og gefur aðeins bendingar um, hvað t.d. barinn maður og bundinn er mettaður rólegri fyrirlitningu, – eða hvað sprengja getur orsakað mikla angist og dauða meðal manna og dýra. Þrátt fyrir þessa jákvæðu afstöðu til mannlegra viðfangsefna á vettvangi dagsins myndu myndir þeirra ekki lifa nema eitthvað annað hjálpaði til, sem er að uppruna myndræns eðlis og má rekja framar öllu til persónulegrar sjónrænnar reynslu lista- mannsins. Sá sem vill skilja mynd þarf að skoða hana hlutrænt, — láta sér ekki nægja draumóra um það sem myndin er af og um lífsformið eða tímabilið sem hún varð til á. Að skoða mynd þannig — sem er eina leiðin að tilgangi og kjarna hennar, mannsins sem gerði hana, er líkt því að hlusta á erlent mál sem maður skilur ekki, en maður hlustar vegna blæbrigða máls- ins, hrynjandi þess og tilbreytinga, fullkomn- unar og fegurðar, án merkingar. Að því leyti er það þó ólíkt því að skoða mynd, að það sem tjáð er með málinu næst því aðeins að maður viti merkingu orðanna sem notuð eru. Í málverki er þetta öfugt: ef það er af manni sem við þekkjum næst inntak þess því aðeins að við látum okkur ekki nægja að svo sé, en reynum hinsvegar að gera okkur grein fyrir allri myndinni, sem geymir í hlutrænum veruleika sínum kjarna þess sem gerði hana, hugsun hans, tilfinningar og reynslu, – sjón. Skemmtilegt er að minnast í sambandi við þetta hversu skaphöfn Cézanne kemur skýrt fram í baráttu hans við efnið, málninguna, og hvernig honum lánaðist að tjá á öflugan hátt, samræmdan eðli hans, það sem hann hafði fundið og skilið. Flestir sem kannast við nútíma myndlist vita að áhrifa frá Cézanne hefur gætt í verkum margra beztu listmálara 20. aldarinnar. Þessi áhrif eru þó fremur þannig að þeir skildu myndlistarmanninn á bak við myndirnar, sem hann gerði, en að þeir hafi tekið sér til fyrirmyndar yfirborð þeirra. Má í því sambandi nefna tvo mjög ólíka listamenn sem einnig hafa gert tiltölulega mjög ólíkar myndir, þá Klee og Picassó. Sá skoðandi sem vill njóta myndar þarf að sjá hvernig púnktar, ef þeir eru notaðir, standa í af- stöðu sín á milli, og varðandi önnur atriði mynd- arinnar, hvernig ein línan leikur við aðra í flók- inni hrynjandi, án þess að standa einangruð, í leik sínum við önnur atriði myndarinnar, í and- stæðum þeirra og sameiningu, hita og kulda lit- arins, auðlegð hans og tilbrigðum. Hann þarf að sjá hvernig atriði myndarinnar eru hvert fyrir sig, með eigin eðli, þátttækur sameinandi sann- færandi heildarforms, með sérstakri persónu- legri reynslu sem þungamiðju. Þegar við höfum íhugað það sem hlutrænn veruleiki myndar inniheldur og notið þess, höfum við komizt inn á svið þar sem ríkja lögmál þess heims sem lista- maðurinn hefur skapað. Efniviður þess heims er umhverfi listamannsins, skilningur hans á því og fólkinu í kringum hann, reynsla hans og myndarfur frá liðnum kynslóðum. Útskýringar á þessum heimi yrðu sjálfsagt eins árangurslitlar, og ef við ætluðum að lýsa lykt, sem við hefðum fundið í París eða Kína. Sálfræði mynderfðanna, breytingar myndlist- arinnar á hverjum tíma til samræmis við hug- myndir mannsins um umhverfi sitt, sjálfan sig og fólkið í kringum hann er viðfangsefni, sem ekki er hægt að gera viðunandi skil án lista- safns þar sem verkin tala sjálf sínu máli. En myndin breytist eðlilega með framvindu tímans og sjón mannsins breytist líka, fegurðarvitund hans og mat á umhverfinu. Það er ekki ætlunin með þessari grein að bæta við staðreyndaforða lesenda, heldur vildi ég freista þess að vekja fólk til umhugsunar um myndlistina yfirleitt, því hún er þó að minnsta kosti ein af skrautfjöðrunum í hatti mannkyns- sögunnar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 9 g Kristjáns Eftir Kristján Davíðsson Þótt ótrúlegt kunni að virðast er nú svokomið að hér á Íslandi er orðin tilmyndlist sem stenzt samjöfnuð viðmyndlist annarra þjóða. Vakningin, sem átt hefur sér stað, er í nánum tengslum við fjárhagsafkomu þjóðarinnar og á sér ekki lengri aldur en það, að þeir sem fyrstir riðu á vaðið og færðu okkur nútíma myndlist eru enn í fullu fjöri sem slíkir, en það eru þeir Jóhannes Sv. Kjarval, Jón Stefánsson og Ásgrímur Jónsson, og þessir málarar eru nú óumdeildir af almenn- ingi. Síðan hafa margir lagt inn á sömu braut með misjöfnum árangri, en einkum er það viss hópur hinna yngstu manna, sem orðið hefur fyr- ir nokkru skilningsleysi og jafnvel aðkasti. Þessir ógæfusömu málarar eru ýmist kallaðir abstrakt, módernistar eða klessumálarar. En þar sem ekkert af þessum orðum sýnir fyllilega, hvað um er deilt, verða þau ekki nánar til um- ræðu hér. Þó mun vera rétt að gera nokkra grein fyrir orðinu abstrakt, sem hefur festst við sum sein- ustu afbrigði nútíma listar. Abstrakt er dregið af latneska orðinu abstrahere, sem merkir að draga frá, á íslenzku / hefur það verið þýtt hugsað, ímyndað, einangrað eða eitthvað slíkt. Abströkt list líkir ekki eftir náttúrunni, en vill tjá abströkt geðhrif með aðstoð abstraktra for- ma og lita án tengiliðs við ytra borð veruleikans. Listaverkið á ekki að vera eftirlíking neins, heldur samstæð heild, sem lifir í sjálfri sér. Þekktustu brautryðjendur abstraktrar listar eru þeir Kandinsky, Klee, Masson og Miro. Man Ray og Moholy-Nagy hafa gert abstraktar ljós- myndir, svokallað fótógramm, og einnig hafa verið framleiddar abstraktar litkvikmyndir. Þannig er okkur kennt, en allir vita að málverk er hlutrænn, áþreifanlegur veruleiki („conc- rete“) hvort sem það er vel eða illa gert, með eða án hlutartákns, og það, sem gefur mynd listrænt gildi, byrjar ávallt þar sem það líka endar, í mannlegri skapandi hugsun og eig- inleikum. Mynd er listaverk því aðeins að þessir eiginleikar búi í hlutrænum veruleika hennar. Sennilega hafa myndir verið gerðar síðan maðurinn varð til, en ef þessa skapandi eig- inleika vantar eru þær ekki taldar til listaverka. Þar getur verið um að ræða eiginleika annars en þess sem myndina gerði, augljóst getur einn- ig verið að málarinn hafi fyrst og fremst haft í huga að stæla ytra borð veruleikans, útlínur fjalls eða annars hlutar, og að endurskapa verð- mæti sem eru óskyld hlutrænu verðmæti mynd- arinnar, friðsælan dal, ástfanginn fugl á tjörn, fjall með sæluríkum endurminningum og góðu veðri, ímynd þess sem er þægilegt eða hetju- legt, verðmæti, sem hafa ekki æðra gildi í mál- verki en í ljósmynd. Þeir menn eru til sem halda að á hnign- unarskeiði grískrar menningar hafi verið búið að leysa þann vanda, hvernig gera skuli „fal- lega“ mynd. Misskilningurinn hjá þeim er slíku halda fram virðist fólginn í því að þeir álíta að myndlist sé alltaf byggð á sömu forsendum en ekki í tengslum við önnur mannleg viðfangsefni á hverjum tíma. Eitt af hnignunareinkennum grískrar menningar var það, að mynd hafði fengið svo arfgengt vanaform að rúm fyrir nýj- ar hugmyndir og tjáningarmöguleika var ekki fyrir hendi, enda ekki grísk fornmenning leng- ur. Myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen gerði þó löngu seinna eftirlíkingu grískrar mynd- listar. En það er ekki hægt að endurskapa forna menningu, fornar myndir, þannig að þær flytji með sér hið upphaflega menningargildi sitt. Tjáning og listform hinna ýmsu tíma eru mjög ólík og misjöfn að innihaldi og gæðum. Tíminn heldur áfram, og í kjölfari hans er meira og minna af listum með sérstæðum einkennum er ekki hefðu skapazt við önnur skilyrði en einmitt þau sem voru fyrir hendi. Þannig hefur lista- maðurinn orðið nokkurs konar brennipunktur samtíðar sinnar á hinum ýmsu menningar- tímabilum, auga heimsins, næmur fyrir um- hverfi sínu og fólkinu í kringum sig. Við erum hluti af náttúrunni og þær hug- myndir sem við gerum okkur um náttúruna eru einnig hluti af okkur sjálfum. Mannleg hugsun á sér rætur í hlutrænum veruleika sem í upphafi hefur einnig sett hana af stað. Frá upphafi mannlegrar skynsemi hafa spurningar um af- Lítil hugleiðing um myndlist nn hefur haft gríðarlega mikil rif á yngri kynslóðir hvað það r að vera sér á báti. Hann hef- t mjög losandi áhrif á íslenska listamenn. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson mála Kristján er ennþá að þróast.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.