Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Gauta Kristmannsson gautikri@hi.is S ælir eru fátækir því þeir geta klórað sér gegnum götin, sagði amma mín þegar hún fann að því að ég gekk í götóttum fötum á unglingsárum, þessum árum sem strákum þykir hirða eigin útlits vera aukaatriði í líf- inu. Gelgjunni mér fannst þetta bara fyndið þótt það hafi kannski aðeins breyst með árunum. Mér kom þessi háðslega líking í hug í fyrra þegar ég las Íslenska bókmenntasögu, fjórða og fimmta bindi, þar sem, held ég mér sé meira en óhætt að segja, mik- ilvægasti þýðandi þjóðarinnar á 20. öld, og þótt fleiri væru til taldar, var varla nefndur á nafn og hafði hann þó fært okkur öll leikrit Shakespeares, mörg ljóða hans, grísku harmleikina, fjölda ljóða eftir Hóras, helstu skáld Vesturlanda, kynnt fyrir okkur ljóð- list Kínverja og Japana, sígilda ljóð- leiki og Kóraninn sjálfan; bók- menntakanon sem er svo mikill að vöxtum og gæðum að sá sem læsi hann einan og ekkert annað teldist af- bragðsvel lesinn maður víðast hvar í heiminum. Þetta eitt þýðingarafrek dygði flestum til að eignast verðugan sess í menningarsögu þjóðar, ekki síst smá- þjóðar sem sjaldan getur skartað skáldjöfrum af þessum stærð- argráðum og það þótt söguþjóð kall- ist. En Helgi Hálfdanarson lét ekki þar við sitja heldur ritaði hann gagn- merk rit um Völuspá og fornan kveð- skap Íslendinga sagna sem margur fræðimaðurinn á því sviði hefði getað stært sig af með réttu og má segja að þar hafi hann túlkað og þýtt torráðna og mikilvæga hluta íslensks menning- ararfs þannig að nýr skilningur og ný sýn fékkst á þá texta. Að þessu leyti má einnig kalla hann þýðanda þjóð- ararfsins, því frumleg sýn hans á við- fangsefnið hefði að minnsta kosti átt að vekja fræðaþuli fílabeinsturnsins til andsvara, þó ekki væri annað, eins og hann hefur nýlega bent á sjálfur. Helgi Hálfdanarson hefur einnig verið þátttakandi í þjóðfélags- umræðu, einkum þeirri sem snertir íslenskt mál og bókmenntir, ekki síst bragfræði og hann hlýtur að teljast vera einn af mikilvægari sérfræð- ingum þjóðarinnar á því sviði, eins mikið og hann hefur fengist við að móta erlendan brag á íslensku ljóði eins og hann orðaði það líka sjálfur í yfirskrift einnar af greinum sínum. Öllum þessum verkum, sem vel standa undir einu, ef ekki fleiri ævi- störfum hefur hann svo sinnt með- fram fullri vinnu og fjölskyldulífi án styrkja og opinbers stuðnings og gæti ég ímyndað mér að færi um margan þýðandann, rithöfundinn eða fræðimanninn sem annað eins væri sett fyrir í upphafi ferilsins með sömu skilyrðum. En þar kemur kannski í ljós munurinn á afreksmanni og okk- ur hinum. En þýðandi þjóðarinnar, er þetta ekki aðeins þægilega stuðluð sam- setning tveggja orða, sem sjaldnast eiga saman þótt samstofna séu? Það sýndi sig í bókmenntasögunni að mik- ilvirkasti þýðandi hennar nánast hvarf ásamt mörgum öðrum í þjóð- legum niði fljótsins sem kallað hefur verið þjóðarbókmenntir og hver þjóð sem til þjóða vill teljast finnst hún eiga einstakar og það felur í sér úti- lokun erlendra bókmennta, jafnvel þótt þýddar séu. Það hefur a.m.k. verið þróunin á Vesturlöndum, til hafa orðið breskar bókmenntir, danskar bókmenntir, franskar, þýsk- ar og svo mætti lengi telja, allt sér- stæðar bókmenntir með sína eigin sögu ef marka má bókmenntasögur og heilu fræðigreinarnar við þúsundir háskóla um allan heim. Samhliða þessari þróun, sem er alls ekki eins gömul og margir ætla, varð til hug- mynd um haf heimsbókmennta þar sem fljótin hafa runnið saman í eina ægivíðáttu. Það má kannski teygja myndina lengra og velta fyrir sér hlutverkum þeirra silunga sem stað- bundnir eru og laxanna sem synda til hafs til að ná sér í æti áður en þeir snúa aftur til að hrygna að nýju í heimaánni sinni. Hugmyndin um heimsbókmenntir hefur oftast verið skrifuð á skáldið, þýðandann og fræðimanninn Johann Wolfgang von Goethe sem taldi heimsbókmenntirnar vera að leysa þjóðarbókmenntir af hólmi þegar árið 1827 og sýnir það kannski að ekki eru jöfrar andans alltaf spámannlega vaxnir. Mig langar þó að skjóta því að í framhjáhlaupi að hugmyndin um heimsbókmenntir er allmiklu eldri og svo skemmtilega vill til að hún tengist íslenskum bókmenntum beint. Það var nefnilega þýski átjándu aldar sagnfræðingurinn August Ludwig Schlözer í Göttingen sem hugsaði þetta á undan Goethe og það árið 1773, ári áður en sá síðarnefndi gaf út Werther sinn og varð frægt ungskáld á einni nóttu. Það var í lítilli bók sem heitir Isländische Litteratur und Geschichte þar sem því var líkast til fyrst haldið fram að til væri eitthvað sem heitir heimsbókmenntir og að ís- lenskar bókmenntir heyrðu til þeirra. Það gerðist í kjölfar þýðinga á þeim á erlend mál og eftir það urðu þær æ oftar þýddar, því það má telja vera hlutverk þýðinga innan heims- bókmenntanna að gera þær yfirleitt kleifar. Þannig urðu jaðarbókmenntir Íslendinga að heimsbókmenntum, fyrir tilstilli þýðinga, jaðarinn hreyfð- ist inn að miðju eins og Ástráður Ey- steinsson hefur túlkað það í grein sinni „Jaðarheimsbókmenntir“ í tímariti þýðenda, Jóni á Bægisá. En eigi jaðarbókmenntir smáþjóð- ar að geta hreyfst fyrir eigin afli inn- an heimsbókmenntanna geta þær ekki aðeins lifað á fornri frægð, eins og Jónas vissi og kvað, heldur verða þær að eiga lykilverk heims- bókmenntanna innan sinnar eigin tungu, eiga einnig lykilform heims- bókmenntanna innan sinnar eigin tungu. Aðeins þannig geta höfundar náð einhverjum jöfnuði við það besta sem gert hefur verið í bókmenntum heimsins; þannig fóru Rómverjar að þegar þeir virtu fyrir sér menningar- afrek Grikkja líkt og Helgi þýðir eft- irminnilega í raupkvæði Hórasar „Minnisvarði“ þar sem hann krefst þess að fá lárviðarsveig fyrir afrek sín: Fyrstur flutti ég ljóð fallin að grískum brag heim í föðurlands hefð; hlóð ég þar loftköst minn. Melpómene, þú skalt maklega’ á þennan koll setja lárviðar sveig, sæmdargjöf Apollós. Þótt þessar línur megi að vissu leyti yfirfæra á Helga Hálfdanarson er víst að það væri fjarri honum að fara fram á nokkurn minnisvarða annan en verk sín og langar mig að stikla á nokkrum þeirra, en ég lít svo á að þau myndi sjálf þann lárvið- arsveig sem Helga ber. Það var árið 1950 sem Tímarit Máls og menningar birti þýðingar þrjár á ljóðum ensku skáldanna Shel- leys, Wordsworths og Keats. Þessir eru meðal höfuðskálda enskrar róm- antíkur og langar mig til að lesa inn í lokalínur ljóðsins „Til lævirkjans“ eft- ir Wordsworth nokkurs konar yf- irlýsingu þýðandans, en þær hljóða svo: Háfleyga skáld, sem helgar ljóði dýru himins og jarðar ættarmerkin skíru. Helgi var tæplega fertugur þegar þessi ljóð birtust, að því er virðist það fyrsta sem hann birti af þýðingum á prenti, og þótt menn hafi vafalaust tekið eftir þeim var þetta ekkert mjög óvenjulegt á þessum tíma þegar íslensk tímarit birtu miklu meira af þýðingum en vort bókmenntapróvins gerir núorðið. Upp úr þessu fór Helgi að þýða af krafti, fyrsta bókin, Hand- an um höf, sem sýningin í Þjóðmenn- ingarhúsinu heitir eftir, kom út 1953 og Shakespeare ævintýri íslensks leikhúss hófst með þýðingu Helga á Sem yður þóknast að beiðni Lárusar Pálssonar eins og Sveinn Einarsson hefur rakið í grein sinni undir sama heiti og leikritið. Það var árið 1952, tveimur árum eftir að Þjóðleikhúsið var opnað og má fullyrða að hljóm- urinn í því húsi hefði orðið býsna hol- ur ef ekki hefði verið fyrir þýðingar Helga á Shakespeare og grísku harmleikjunum. Við getum ímyndað okkur hvílíkt próvins íslenskt leikhús hefði verið án þessara verka. Sama má segja um íslenskt sjón- varp og það í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi er Shakespeare miðlægur í enskumælandi menningu, svo mið- lægur að vísanir til hans í sjónvarps- efni af öllu tagi eru ótölulegar og svo margvíslegar að þýðendur þurfa sí- fellt að vera á varðbergi, að vera eða ekki vera. Þá er stórkostlegt að texta- safnið skuli vera til á íslensku og það sem meira er, lifandi innan íslenskra leikbókmennta. Að auki hefur Sjón- varpið oft sýnt verk Shakespeares og þá hefur skipt miklu máli að eiga texta sem hæfir viðfangsefninu eins og ég hef komist að. Sjónvarpið sýndi nefnilega hér á árum áður alltaf eitt Shakespeare- verk á jóladag, eina af skrautfjöðrum erlendrar dagskrár um hátíðarnar. Ég fékk nokkrum sinnum það góða og vonda verkefni að vinna texta Helga í skjátexta fyrir þessar upp- færslur sem gerðar voru af BBC af miklum metnaði. Verkefnið var ánægjulegt vegna þess að það gaf mér tækifæri til að kafa ofan í frá- bæra texta á ensku og íslensku, vont vegna þess að það krafðist þess að stytta þurfti á stundum sem gat verið erfitt. Eitt sá ég þó mjög fljótlega, þýðingar Helga var hægt að nota og það mátti treysta því fullkomlega að allt stæðist á alla leið. Ég kynntist því best þegar ég eyddi einni jólanótt með Shakespeare, Hamlet og Helga. Vegna misskilnings höfðu menn talið að til væri skjátexti að Hamlet og að- eins þyrfti að spila hann inn. Þegar ég kom til þess að drífa það af á Þorláks- messu kom í ljós að um var að ræða texta við gamla bíómynd þar sem verkið hafði verið skorið niður og sen- um raðað upp á nýtt. Það þurfti því að vinna texta og spila inn á tæplega fjögurra stunda sýningu fyrir kl. 13 á jóladag. Með hjálp kollega minna, Veturliða Guðnasonar og Ólafar Pét- ursdóttur var textinn tilbúinn kl. 12.59 og Hamlet var sýndur án þess að nokkur sæi misfellu á. En þetta hefði verið algjörlega útilokað hefði ekki legið fyrir frábær þýðing. En þýðing er ekki sama og þýðing og það á ekki síst við um þýðingar á bundnu máli sem stundum hafa verið sagðar útilokaðar. Það er á þessu sviði sem Helgi nær með duldum hætti þeim hæðum sem Hóras krafð- ist lárviðar fyrir í dæminu hér að of- an. Vissulega fetar hann í fótspor fyrri þýðenda, einkum Jónasar Hall- grímssonar, sem einna duglegastur var við innflutning erlendra brag- arhátta og mætti vel nefna þjóð- arþýðanda eins og þjóðskáld, en Helgi hefur einnig flutt inn forn- gríska bragarhætti eins og Saffóar- Þýðandi þjóðarinnar Í vikunni var opnuð sýning á verk- um Helga Hálfdanarsonar þýðanda í Þjóðmenningarhúsinu. Hér er merkilegur ferill Helga rifjaður upp en greinarhöfundur kallar hann þýðanda þjóðarinnar, enda hefur hann fært okkur öll leikrit Shakespeares, mörg ljóða hans, grísku harmleikina, fjölda ljóða eft- ir Hóras, helstu skáld Vesturlanda, kynnt fyrir okkur ljóðlist Kínverja og Japana, sígilda ljóðleiki og Kór- aninn sjálfan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.