Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjölbreyttni mikilvæg „Í máli Bónuss og Krónunnar kristallast mikilvægi þess að fjölmiðlar séu fjölbreyttir, bæði hvað varðar eigendur og rekstrarform. Við megum nefnilega ekki gleyma því að fjölmiðlar eru bara fyrirtæki eins og öll hin fyrirtækin.“ Eftir Sigtrygg Magnason naiv@internet.is I f there’s something wrong in the neighbourhood, who can you call? Ghostbusters! Mig langaði að vitna í amerískt ljóð eftir Ray Parker yngra í upp- hafi þessa pistils. Mér datt þetta ástsæla ljóð í hug þegar ég velti því fyrir mér hvert fólk með upp- lýsingar um meint verðsamráð lág- vöruverðsverslana á Íslandi treystir sér til að leita. Eins og hlustendur Ríkisútvarps- ins og lesendur Morgunblaðsins eru vel upplýstir um þá hafa vaknað grunsemdir um óeðlilega hegðun lágvöruverslana í sam- bandi við verðkannanir og verðlagningu. Þetta er auðvitað stórmál ef rétt reynist og satt best að segja lítur þetta ekki vel út því ábendingum og upplýsingum frá fyrrver- andi og núverandi starfsfólki Bónuss og Krónunnar hefur rignt yfir RÚV og ASÍ undanfarna daga frá því Guðrún Frímanns- dóttir, fréttamaður á fréttastofu Útvarps, sagði fyrst frá starfsháttum verslananna á miðvikudag. Það ríkir fákeppni á íslenskum mat- vörumarkaði. Tveir risar ráða lögum og lof- um. Kaupás og Hagar eru gríðarlega stór og sterk fyrirtæki sem hafa innan vébanda sinna verslanir í öllum verðflokkum, allt frá lágvöruverðsverslunum upp í klukkubúð- irnar sem eru sumar hverjar opnar allan sólarhringinn. Ólíkt því sem þekkist frá út- löndum eru sumar þessar lágvöruverðs- verslanir glæsilegar og jafnvel staðsettar í helstu kringlu þessa lands þar sem leigu- verð á fermetra er örugglega sæmilega hátt. En hvað um það. Fréttastofa Útvarps átti fréttina og Síð- degisútvarpið fylgdi henni vel eftir. Daginn eftir tók Morgunblaðið fréttina upp á for- síðu með stuttri frétt og tæpri heilsíðu inni í blaðinu. Í Fréttablaðinu var þetta efsta frétt á síðu 2, í 24 stundum ca. 3 dálks- entimetrar. Ég hef áður í pistlum mínum í Lesbók fjallað um ólíka stöðu áskriftarfjöl- miðla og fríblaðanna. Áskrifendur veita fjölmiðlinum aðhald og stuðning. Þeir eru mikilvægt mótvægi við auglýsingadeildir og eigendur blaðanna. Fríblöðin berast inn á heimilið án þess að viðkomandi greiði fyrir þau. Sérstakar aðgerðir þarf til að koma í veg fyrir að þau séu borin í hús. Ef mér mislíkar efni þeirra eða ritstjórn get ég sett upp miða þar sem ég afþakka þau eða von- ast til þess að verða þess heiðurs aðnjót- andi að lenda í næstu fjölmiðlakönnun og segjast aldrei sjá fríblöðin. Fríblöðin eru viðskiptahugmynd sem gengur út á að auglýsingar greiði fyrir kostnaðinn við að halda úti ritstjórn og vel það. Í viðskiptahugmyndinni felst það að fréttir eru mikilvæg og vinsæl neysluvara í samtímanum og með því að gefa út góðan fréttamiðil sé hagstætt að selja auglýs- ingar. Af þessu leiðir að auglýsendur og eigendur hafa mikið vægi og vald þegar kemur að fríblöðunum. Í módeli fríblaðanna eru engir áskrifendur. Auglýsendur borga laun ritstjórnanna og eigendur geta skorist í leikinn ef í hart fer og tekjur af auglýs- ingum detta niður í stuttan tíma. Þá komum við að upphafsorðum þessa pistils. Hvert hringir maður til að koma á framfæri gríðarlega mikilvægum upplýs- ingum um neytendamál, eins og til dæmis samráði á matvörumarkaði? Þegar kemur að slíkum neytendamálum er fríblöðunum greinilega vandi á höndum. Matvöruversl- anirnar eru hluti af stórum keðjum sem síð- an eru hluti af sterku viðskiptaveldi sem rekur fjölda verslana og þjónustufyrirtækja og í sumum tilfellum eru stórir auglýsendur hluti af eigendahópi fjölmiðlanna. Karl Garðarsson sem eitt sinn var kennd- ur við Blaðið sagði að fríblöð væru eins góð og þau þyrftu að vera. Auðvitað eru þau það. Þau verða eins og önnur fyrirtæki að finna hinn gullna meðalveg milli kostnaðar og metnaðar. Ritstjórnir fríblaðanna eru eins og stjórnendur fyrirtækjanna meðvit- aðir um að það eru auglýsendur sem borga þeim launin. Án auglýsendanna væru engar ritstjórnir, engin fríblöð. Og hvert hringir þá sá sem hefur mikilvægar upplýsingar um mögulegt samráð og svindl á mat- vörumarkaði? Í ritstjórnir fríblaðanna? Í máli Bónuss og Krónunnar kristallast mikilvægi þess að fjölmiðlar séu fjöl- breyttir, bæði hvað varðar eigendur og rekstrarform. Við megum nefnilega ekki gleyma því að fjölmiðlar eru bara fyrirtæki eins og öll hin fyrirtækin. Fríblöðin, Bónus og Krónan FJÖLMIÐLAR »Matvöruverslanirnar eru hluti af stórum keðjum sem síðan eru hluti af sterku viðskiptaveldi sem rekur fjölda verslana og þjónustu- fyrirtækja og í sumum til- fellum eru stórir auglýsendur hluti af eigendahópi fjöl- miðlanna. 2 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Gunnar Hersvein gunnars@hi.is ! Tíu litlir fossar í samanburði við Háls- lón, Ufsarlón og Laugarfellsveitu! Ég lagði bílnum á heiðarveginum við Laugarkofa sem er gangnakofi og hélt í stutta fossagöngu með greinina „Fossaval í Jökulsá í Fljótsdal“ (Glett- ingur, 8. árg. 1. tbl. 1988) eftir Helga Hallgrímssonar náttúrufræðing í vas- anum. Í Laugará voru fagrir fossar og má helst nefna Slæðufoss og Stuðlafoss sem minnka um helm- ing með Laugarfellsveitu og hverfa á stundum. Eftir að hafa dáðst að Slæðufossi og fallið í stafi yfir fagurri umgjörð Stuðlafoss, sem ber nafnið með sóma því beggja vegna við hann eru um 10 m háir og reglulegir stuðlar, gekk ég niður að Faxfossi eða Faxa í Jökulsá. Faxi er mikilfenglegur 20-22 m hár foss og fellur í tveimur þrepum og myndar mikinn úða. Áin breiðir úr sér fyrir ofan fossinn og kvíslast þar milli klettahrauka í flúðum og flugastraum. Ég starði á fossinn í félagi við bergnuminn hrút – og gekk svo upp með gilinu meðfram Jökulsá að Kirkjufossi. Kirkjufoss er hæstur fossa í Jökulsá í Fljóts- dal. Hann er þrískiptur og er heildarfallhæð hans um 30-40 m. Fossinn er sérkennilegur á að líta í tveimur stöllum og kvíslum. Ég stóð í úða á austurbakkanum og allir hlutar hans sneru beint að mér. Hvílík dýrð! Við stíflun Jökulsárinnar verða fossarnir í Fljótsdal að jafnaði vatnslitlir nema þegar vatn rennur úr Ufsarlóni. Þvílík …! Skammt fyrir ofan Kirkjufoss eru nokkrir lág- ir flúðastallar sem Helgi Hallgrímsson kallar Hólmaflúðir og fyrir ofan þá er sérkennilegur Tungufoss sem fellur báðum megin út af 20–30 m langri og 10 m breiðri klettatungu. Innan við hann er foss nefndur Skakkifoss því hann vísar þvert við árfarveginn og snýr í vestur. Nokkru ofar er tilþrifamikill flúðafoss sem er hæstur af efstu fossum Jökulsár, nefndur Hrakstrandarfoss og segja menn gott að sofna í gangnamannaskála þar við dyninn frá fossinum. Heildarfallhæð fossins er um 15-20 m. Næsti foss í Jökulsá er myndarlegur flúðafoss, kallaður Ufsarfoss. Efsti fossinn í Jökulsá er hinn nafnkunni Eyjabakkafoss. Hann er aðeins um 5-10 m hár en nokkuð breiður og fjölbreyttur foss. Deil- urnar um Eyjabakkalón eru víðkunnar en lóns- stæði hefur nú verið gert neðar og þar verður Ufsarlón. Fyrr þennan fossadag skoðaði ég feg- urðarveituna Töfrafoss sem var um 20-30 metra hár en hvarf þegar Jökulsá á Fjöllum var stífluð og Hálslón fylltist. Degi er tekið að halla og fossagöngunni lokið. Ég held aftur í Laugarkofa og baða mig í nátt- úrulaug við kofann. Helgi segir að þar hafi fyrr á öldum verið talið heilsusamlegt að baða sig. Í heitri lauginni velti ég því fyrir mér hvað verði sagt um okkar samtíð á næstu öldum. Ræsi bílinn á ný og keyri aftur í Fljótsdalinn með 420 kV háspennulínur á tröllvöxnum möst- um í augum. Tíu litlir fossar á mælikvarða Kára- hnjúkavirkjunar: Landsvirkjunar, Reyðaráls og Alcoa! Vesturöræfin, víðerni Snæfells, eru nú mannvirkjasvæði. Tíu litlir fossar Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins svörtumyndir sigurþórs (teikningar sem blöðin hafa ekki viljað birta !) Ráðhúskaffi Ráðhús Reykjavíkur 25. okt.– 11. nóv. 2007 was a new experience for me ! Killing an Arab Four years in Iraq

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.