Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 13
háttinn sem hann nefnir svo og kem- ur með afbragðs dæmi sjálfur í fyrr- nefndri grein sinni um erlendan brag á erlendu ljóði: Magurt kot lét Örlaganorn mér eftir, ásamt neista hellenskrar söngvagáfu og það geð, sem fátt um hvað fjöldinn hugsar finnast sér lætur. Af þessu má sjá, og ekki síður leik- ritunum, að Helgi gæðir íslenska tungu formvitund sem ekki var til fyrir í gegnum þýðingar sínar. Þetta gerir tungumálinu kleift að fást við skáldskap með margvíslegri hætti, opnar nýjar leiðir sem áður voru ekki til. Vissulega bætir hann við, eins og forverar sínir flestir, íslenskri ljóð- stöfun og verður þar til hin klassíska íslenska mynd. Þó man ég eftir einu dæmi þar sem hann fer dálítið aðra leið og það er í þýðingunni á Sonnett- usveig Gunnars Gunnarssonar þar sem hann fórnar endaríminu en notar stuðlasetningu í staðinn. „Var talið, að með þeim hætti yrði farið einna næst því að sýna samfylgd efnis og forms, enda þótt hvort teggja sé þá raunar aðeins hálfsögð saga,“ segir hann sjálfur í formálsorðum sínum að þeirri fögru bók. Þessi undantekning er nokkuð merkileg þótt vafalaust sanni hún regluna í þessu tilfelli. En Helgi hefur ekki aðeins beitt formvitund sinni og þekkingu við þýðingar á bundnu máli heldur hefur hann einnig nýtt sér hvort tveggja við skýringar á fornum íslenskum kveð- skap. Fyrsta verk hans á þessu sviði, Slettireka, kom út árið 1954 og hið næsta, Maddaman og kýrhausinn, áratug síðar. Báðar þessar bækur vöktu fremur litla eftirtekt innan aka- demíunnar eins og fram hefur komið nýlega og má það teljast merkilegt, ekki síst þar sem þau setja fram nýj- ar og frumlegar hugmyndir um skýr- ingar á fornum íslenskum kveðskap. Annars vegar kann það að stafa af þeim húmor og um leið afsakandi tón sem Helgi kynnir verkin til sögunnar, en það er þó gamalt retorískt bragð sem allir fílólógar eiga að sjá í gegn- um, enda beita þeir því flestir með einhverjum hætti. Önnur skýring gæti verið að Helgi sé lyfjafræðingur en ekki háskóla- menntaður í íslenskum fræðum, en það þykir mér einnig sérkennileg skýring því þótt ég ætli mér ekki þá dul að fella dóm um vísindalegt gildi þessara verka, þá er ég nægur fílólóg til að sjá að hér er engan veginn verið að fimbulfamba út í bláinn. Og þó svo væri þyrfti að koma því á framfæri, en þessar bækur hafa fengið ein- hverjar viðtökur þrátt fyrir allt og eru meira að segja báðar meðal fárra íslenskra fræðirita sem komist hafa í aðra útgáfu. Þriðju skýringuna, sem Vésteinn Ólason setti nýlega fram í Tímariti Máls og menningar, að um aðferða- fræðilegan mun sé að ræða og að sú aðferð, sem Helgi beitir, sé, tja, gam- aldags er danska tökuorðið yfir það, en einnig dálítið sérkennileg. Helgi kemur í Maddömunni með tillögur um nýja uppröðun Völuspár og bygg- ir hana á formi kvæðisins og leiðir rök að því; það er vissulega textafræðileg aðferð sem ekki er nýuppfundin, en hún er líka sígild, þannig hafa allir fornir textar verið búnir til fram að þessu, nánast enginn þeirra er til í einni „hreinni“ útgáfu og allar þær útgáfur sem við lesum á prenti eru einhvers konar textafræðileg niður- staða fræðimanna á textum sem oft eru aðeins til í handritum sem eru af- rituð mörgum öldum eftir fyrstu rit- un þeirra. Nýjar tilgátur sem byggja á fræðilegum grunni og bylta fyrri hugmyndum um samsetningu texta- brota hljóta að þurfa umræðu innan akademíunnar áður en hún sam- þykkir þær eða hafnar þeim með rök- um. Sem þýðandi og túlkandi er Helgi einnig virkur þátttakandi í umræð- unni eins og við köllum það núorðið; ég hugsa að skrifa megi á hann upp- finningu eða a.m.k. útbreiðslu hinna frægu rammagreinar án myndar í Morgunblaðinu, lengi sat hann nán- ast einn að þessu formi, en svo vildu allir sem menn vildu teljast með mönnum fá að koma þannig fram líka, vísast vegna þess móralska þunga sem fylgdi þessum stuttu athuga- semdum Helga. Oftast skrifar Helgi um málrækt og efni henni tengt, um þýðingar og ljóðlist, en alltaf eru þessir pistlar eftirtektarverðir, oft meinfyndnir og markaðir skarpri hugsun um málefnið sem oft ögrar til ritdeilna. Enda hafa margar greina hans einnig verið gefnar út á bók sem heldur er ekkert sjálfsagt mál nema erindið sé brýnt og menn hafi yfir máli og stíl að ráða sem gerir bækur eins og Skynsamleg orð og skæting og Molduxa skemmtilega og spenn- andi lesningu. Ég hef í þessu yfirliti auðvitað að- eins tæpt á helstu atriðum á löngum og frjósömum ferli Helga og sjá má minjar um á sýningunni í Þjóðmenn- ingarhúsinu sem ég held að sé meira en löngu tímabær. Þjóðmenningar- hús rís svo sannarlega undir nafni þegar það stoppar í götin sem fræði- mennirnir gleymdu og tileinkar hér sýningu sannkölluðum túlkanda heimsbókmennta, íslenskra fornbók- mennta og tungumáls samtímans, Helga Hálfdanarsyni sem sannarlega stendur undir því að vera kallaður þýðandi þjóðarinnar. Helgi Hálfdanarson „En þýðing er ekki sama og þýðing og það á ekki síst við um þýðingar á bundnu máli sem stundum hafa verið sagðar úti- lokaðar. Það er á þessu sviði sem Helgi nær með duldum hætti þeim hæðum sem Hóras krafðist lárviðar fyrir í dæminu hér að ofan.“ Höfundur er lektor í þýðingafræðum við Háskóla Íslands. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 13 BLÓÐ KRISTS OG GRALIÐ HELGA! Kenningar höfundanna eru afar umdeildar en þeir snúa mörgu á hvolf sem hingað til hefur verið viðtekið í evrópskri menningarsögu og setja fram djarfar tilgátur sem snerta hugmyndir og viðhorf allra kristinna manna. BLÓÐ KRISTS OG GRALIÐ HELGA varð kveikjan að Da Vinci lyklinum og fleiri bókum. holar@simnet.is M bl 9 31 16 6 Eftir Guðfinnu S. Bjarnadóttur gsb@althingi.is L esbók Morgunblaðs- ins birti 27. október sl. grein eftir Guðna Elísson sem bar tit- ilinn Vísindi efla alla trú. Röksemdafærsl- an í greininni er í stuttu máli sú að ef einstaklingur styður ekki ályktun sem felur í sér A, þá aðhyllist hann B. Þetta er ofureinföldun. Auk þess gerir höfundur mér upp viðhorf og skoðanir án þess að hafa haft fyrir því að ræða við mig. Mér er því bæði rétt og skylt að skýra afstöðu mína til ályktunartillögu Evr- ópuráðsins um sköpunarkenn- inguna, sem afgreidd var á þingi þess í októberbyrjun. Skýrslan sem innihélt álykt- unartillöguna bar yfirskriftina Hættur sem stafa af sköpunarkenn- ingunni í menntakerfinu (e. the dangers of creationism in educa- tion). Tillagan varar við því að kenna sköpunarkenningar sem vís- indi í stað þróunarkenningar Darw- ins í skólum og bendir á mikilvægi þess að standa vörð um vísinda- kennslu í Evrópu. Eins og kunnugt er greiddi ég atkvæði gegn álykt- uninni þrátt fyrir að vera sammála megininntaki skýrslunnar um að ekki beri að blanda saman vísindum og trúarbrögðum. Ástæðan fyrir því að ég greiddi atkvæði gegn ályktuninni er í anda þeirrar meg- inreglu að Evrópuráðsþingið álykti um mál sem snúa að grundvall- arstarfsemi þess, þ.e. að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og réttarríkið. Ég flutti ræðu á þinginu og gerði grein fyrir afstöðu minni áður en atkvæði voru greidd um ályktunina, þar kom fram að ég teldi umrædda ályktun ekki vera á forræði Evrópuráðsþingsins. Sann- færing mín er sú að lýðræðisstofn- anir aðildarríkja Evrópuráðsins eins og vísindasamfélagið, fjöl- miðlar og menntamálayfirvöld séu fullfær um að standa vörð um að greinarmunur sé gerður á vísindum og trúarbrögðum í menntakerfum ríkjanna. Þróunarkenningin tilheyrir vís- indum og sköpunarkenningar trúar- brögðum. Á því leikur enginn vafi. Í ræðu minni gerði ég grein fyrir þessari afstöðu minni. Ég vitnaði m.a. til vísindaheimspekingsins Thomasar Kuhn, sem árið 1962 skrifaði hina þekktu bók sína Formgerð vísindabyltinga (e.The Structure of Scientific Revolutions). Þar setur hann fram hugmyndir um að vísindi og þekking þróist með umbyltingu á viðmiðum (para- digm shift). Hugmyndir hans varpa skýru ljósi á þróun vísinda og ég tel þær geta komið að gagni í um- ræðum um sköpunarkenninguna. Líta má á vísindi og trú sem að- skilin viðmið, sem byggjast á ger- ólíkum reglum, vinnulagi og aðferð- um. Trúarbrögðin byggjast á ákveðnum kennisetningum, sann- færingu og trú. Vísindin byggjast á ákveðinni aðferðafræði, reynslu og hlutlægni. Þessi ólíku viðmið gegna hvort um sig sínu hlutverki. Þau hafa þrifist hlið við hlið í samfélögum okkar um aldir. Segja má að trúin tilheyri reynsluheimi einstakling- anna en vísindin tilheyri hinum op- inbera reynsluheimi, sem kemur glöggt fram í aðskilnaði ríkis og kirkju í flestum aðildarlöndum Evr- ópuráðsins. Vísindarannsóknir sem hvíla á traustum forsendum og áreiðanleika hafa verið hornsteinn framfara á flestum sviðum í evr- ópskum samfélögum síðastliðna öld. Vísindin eiga eftir að þróast enn hraðar á komandi árum með sívax- andi fjölda þeirra sem helga sig rannsóknum. Vísindarannsóknir eru kjarnastarfsemi í háskólum okkar og margar Evrópuþjóðir hafa sett sér háleit markmið um mennt- un og rannsóknir, m.a. varðandi gæðastaðla og hlutfall þeirra sem ljúka háskólaprófi í viðkomandi ríki. Vísindin efla svo sannarlega alla dáð með strangri aðferðafræði og tæknikröfum. En þeim eru líka takmörk sett. Eins og málin standa, höfum við ekki þekkingu til að brúa bilið milli trúar og vísinda. Allar til- raunir til slíks hafa mistekist. Ég er því sammála skýrsluhöfundi álykt- unar Evrópuráðsþingsins um nauð- syn þess að trú og vísindum sé haldið aðskildum í menntakerfum okkar. Í skýrslunni sem innihélt álykt- unartillöguna er ekki að finna nein- ar tölulegar upplýsingar um hversu útbreidd sköpunarkenningin er í aðildarríkjum Evrópuráðsins, ein- göngu eru einstök dæmi dregin fram í dagsljósið. Ég var óneitanlega í nokkurri klemmu þegar kom að því að greiða atkvæði um þessa ályktunartillögu. Annars vegar var ég samþykk henni efnislega, en hins vegar er það bjargföst sannfæring mín að það sé verkefni lýðræðislegra stofn- ana og vísindasamfélagsins í hverju aðildarríki að standa vörð um vís- indakennslu og námskrá en ekki hlutverk Evrópuráðsþingsins. En hvað er þá hlutverk Evr- ópuráðsþingsins? Hlutverk þingsins er að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og réttarríkið í Evrópu. Hornsteinar þess eru tveir sátt- málar, Mannréttindasáttmáli Evr- ópu og Félagsmálasáttmáli Evrópu, og byggist ein mikilvægasta stoð Evrópuráðsins, Mannréttinda- dómstóll Evrópu, á þeim fyrr- nefnda. Á sama tíma og ályktunin um sköpunarkenninguna var á dag- skrá, var umræða um Mannrétt- indadómstólinn og þá úlfakreppu sem hann er í vegna þeirra 90 þús- und mála sem bíða afgreiðslu hans. Dómstóllinn er fjarri því að hafa undan og hefur sá vandi aukist mjög í kjölfar fjölgunar aðildarríkja ráðsins. Víða eru mannréttindi fót- um troðin í Evrópu, t.d. er samkyn- hneigð sums staðar flokkuð sem synd og jafnvel afbrot. Nýfrjáls ríki ráðsins eru mörg hver skammt á veg komin með að þróa mannrétt- inda- og lýðræðishefðir. Þar bíða Evrópuráðsþingsins skýr viðfangs- efni sem mikilvægt er að beina sjónum að. Ég er þeirrar skoðunar að skerpa þurfi starf Evrópuráðs- þingsins í samræmi við hlutverk þess og tilgang og verja tíma þings- ins samkvæmt því. Ég ákvað að láta þá grundvallarafstöðu ráða at- kvæði mínu á þingi Evrópuráðs- þingsins og hyggst beita mér fyrir því að ráðið einbeiti sér að grund- vallarhlutverki sínu. Þar er svo sannarlega mikilvægt verk að vinna. Ég harma þau viðbrögð sem þessi atkvæðagreiðsla hefur vakið hér heima. Í kjölfarið átti ég góðan fund með forsvarsmönnum líf- fræðiskorar raunvísindadeildar Há- skóla Íslands, og þakka nú Lesbók Morgunblaðsins fyrir að gefa mér tækifæri til að skýra afstöðu mína fyrir lesendum. Um vísindi og trú Í seinustu Lesbók fjallaði Guðni El- ísson um ályktunartillögu Evr- ópuráðsins um sköpunarkenn- inguna og atkvæði Guðfinnu Bjarnadóttur gegn henni. Tillagan varar við því að kenna sköp- unarkenningar sem vísindi í stað þróunarkenningar Darwins í skól- um. Guðfinna svarar hér grein Guðna en hún telur Guðna gera sér upp viðhorf í grein sinni. Höfundur situr á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.